Morgunblaðið - 22.04.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.04.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL1986 Afmæliskveðja: Snorri Hjart- arson skáld Ég mun hafa verið heldur lágur í loftinu, þegar ég kom fyrst á heimili Snorra vinar míns Hjartar- sonar, sem áttræður er í dag. Smæð mín olli því, að mér þótti Snorri hvorttveggja í senn mikilúðlegur og risavaxinn. Samt hafði ég víst í fyrstu mestan áhuga á eldhús- skápum Margrétar ráðskonu Snorra. Þar var að finna gersemar fyrir sveinstaula eins og mig: potta og pönnur, sieifar og ausur, sem nota mátti með góðu móti í stór- hljómsveit, allt að því á heimsmæli- kvarða. Oft hef ég undrast stillingu þeirra Snorra og Margrétar á þess- um ófriðartímum á heimili lista og fræða; innrásarmanninum var jafn- an tekið með fádæma alúð og ljúf- mennsku og einatt stungið að hon- um ýmiskonar góðgæti að launum fyrir harkalegan trumbuslátt og annan baming. Orðlist var mér framandi hugtak á þessu skeiði, öngvu síður en hljómlist. Sínalkó og súkkulaði þóttu mér fögur orð, og líkaði vel, þegar mér áskotnaðist hvorttveggja á Eiríksgötu 27. Hins vgar óraði mig ekki fyrir því, að ég ætti skömmu síðar eftir að finna í kvæðum Snorra Hjartarsonar fjár- sjóði, sem yrðu mér dýrmætt vega- nesti. Ekki hyggst ég fara mörgum orðum um kveðskap Snorra vinar míns í þessari fátæklegu kveðju, enda er hún tæpast vettvangur til bókmenntalegrar umfjöllunar. Hinu má aftur á móti aldrei gleyma, að hvergi verður skáldum og rithöf- undum betur kynnst en í verkum þeirra. Allir ljóðelskir íslendingar eiga því góðan vin, þar sem Snorri er, lágværan en traustan, fágaðan og listfengan með afbrigðum: skáld sem afrekar að veija heiður og líf fóstuijarðarinnar „gegn trylltri öld“. Við Suðurgötufólk sendum hon- um og Margréti ráðskonu hans hugheilar kveðjur á þessum tíma- mótum á ævi hans, um leið og brum lifnar á tijám og sól hækkar á lofti. Ólafur Jóhann Ólafsson Snorri skáld Hjartarson er átt- ræður í dag. Um langt árabil hefur hann verið fremsta ljóðskáld sem á íslensku skrifar. Mér þykir trúlegt að um þetta séu flestir sammála og er það ekki algengt. Ljóðabækur Snorra eru góðir vinir. Myndrænn kraftur ljóðanna er vel þekktur og styrk Ijúfmennska í hugsun skin jafnan í gegn. Vand- virkni Snorra er slík að í raun gefur hann einungis út úrvalsljóð. Ljóðabækur Snorra eru góðir vinir. Vitundin að hafa bækur hans í hillunni yljar manni. Það vill svo til að bækur Snorra hef ég alltaf haft með mér hvert sem ég hef farið. Það skiptir ekki máli þó há- marksfarangur í flugvélum sé tutt- ugu kíló; styrkur ljóða hans er ekki í magninu, ekki í þyngdinni, sem betur fer. Og þannig hefur Snorri verið samferða manni. Nú er hann búinn að vera samferða þjóð sinni í áttatíu ár og ljóð hans um það bil frá iýðveldisstofnun. Það má segja að lýðveldið unga hafi fengið útgáfu fyrstu ljóða hans í vöggu- gjöf. „Land, þjóð og tunga, þrenn- ing sönn og ein.“ Sannara verður tægast sagt og kristalstærar. Ég flyt heiðursfélaga okkar, Snorra Hjartarsyni, innilegar ám- aðaróskir á afmælinu frá Rithöf- undasambandi íslands. Þú lengi lifi, húrra! Sigurður Pálsson, formaður Rithöfunda- sambands íslands. Sinf óníutónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Efnisskrá: Mozart.....Brúðkaup Figaro a) Forleikur b) Voi che sapete (Cherubino) Deh viene, non tardar (Susanne) Beethoven... Ah perfido, Op. 65 Sibelius........Þijú sönglög: a) Váren flyktar hastigt b) Sáv, sSv susa c) Flickan kom ifrán sin álsklings möte Sibelius...Sinfónía nr. 5 op. 82 Einsöngvari: Ellen Lang Stjórnandi: Páll P. Pálsson Brúðkaup Figarosar er í bestu merkingu orðsins „gamanópera" og tónlist Mozarts er full af glettni og gamansemi, jafnvel þar sem persónur verksins telja sér mis- boðið eða eiga í erfiðleikum. For- leikur verksins geislar af gaman- semi og fjöri, spriklandi fjöri, sem einnig er þrungið spennu og eftir- væntingu ástarævintýranna. For- leikurinn var vel leikinn af hljóm- sveitinni og aríumar tvær vom mjög vel sungnar. Fyrri arían er söngur sem Cherubino hefur samið fyrir greifafrúna, en syngur fyrir Susönnu. Efni söngsins er. „Þú sem þekkir hvað ást er, segðu mér hvort það er sú tilfinning, sem ég ber í hjarta mér“. Þessi söngur er úr öðmm þætti þar sem Cher- ubino er klæddur í kvenföt er leiðir til hins fræga klæðaskáps- atriðis. Seinni arían, sem Ellen Lang söng, er út hlutverki Sús- önnu, þar sem hún er að syngja um þá hamingu, sem hún á í vændum, og Figaro heldur að hún eigi við ástarævintýri sitt með greifanum. Báðar aríumar vom vel sungnar en trúlega á Ellen Lang meira til að leggja með sér í stærri átökum, því það vantaði þá glettni, sem þrátt fyrir allt á að geisla í gegn hjá Mozart. A eftir Mozart var konsertaría eftir Beethoven en um það leyti er hann samdi hana, mun hann hafa reynt að fá samning við Keisara- leikhúsið um að semja eina ópem á ári, sem forstjóranum mun ekki hafa litist á. Ah Perfido op. 65 er samið við texta eftir Metastasio úr ópemverki er heitir Achille in Sciro. Þetta verk, sem líklega byggir á sögunni um Akkilles, er hann dvaldist með dætmm Lýko- medesar á eyjunni Skýros, er ekki mikið vitað um og telja margir sagnfræðignar að ekki verði með vissu sagt að textinn sé eftir Metastasio, en hann fjallar um svik í ástum og eftir tregafullt tónles, hefst arían á „Segðu ekki kveðjuorðin, ég bið þig. Hvemig son, sem er eins konar leikræn útfærsla á þessari sérkennilegu „þulu“ Þorgeirs Sveinbjamar- sonar. Tveir einsöngvarar komu fram og skal þar fyrst nefna Höllu S. Jónasdóttur, sem einnig hefur séð um radd- þjálfun kórsins. Halla syngur af nokkurri kunnáttu og hefur auk þess hljómmikla rödd. Ungur tenórsöngvari söng ein- söng í nokkrum lögum en það er Óskar Pétursson og veit undirritaður ekki betur en að hann sé í söngnámi. í síðasta laginu, Sigling eftir Curtis, var heilmikil reisn yfír söng hans. Þama er ef til vill á ferðinni efni í góðan einsöngvara. Söng- félagið Drangey nefnist söng- hópur eldri félaga, en með þeim hópi söng einn kórfélaganna einsöng á hinn þokkalegasta máta. Þessi ónafngreinda söng- kona og raddþjálfarinn, Halla S. Jónasdóttir, hafa til að bera kunnáttu er eykur tiltrúna á að kórinn sé býsna vel kunn- andi. Undirleikari með kómum var Ólafur Vignir Albertsson en hann hefur stutt við söng sveitarinnar um árabil. á ég að lifa án þín?" Þrátt fyrir ágætan söng lifnaði ekki þessi klassíska túlkun á ást- inni, sem einkennir tíma Beet- hovens. Síðari hluti tónleikanna var helgaður Sibelíusi og söng Ellen Lang þijú lög eftir hann, fyrst Váren flyktar hastigt, við texta eftir Runeberg, Sáv, sav susa, við texta eftir Fröding, og Flickan kom ifráan sin álsklings möte, við texta eftir Runeberg. Lögin eru öll upphafleg samin fyrir píanóundirleik og sum þeirra umritaði tónskáldið fyrir hljóm- sveitarundirleik. Samkvæmt venju er harla lítið sagt um tón- verkin í efnisskrá en mun meira um það sem oft á tíðum kemur tónleikunum ogþeim verkum, sem þar eru flutt, ákaflega lítið við. Lögin voru mjög vel flutt, einkum það síðasta, og þar mátti heyra undir, að Ellen Lang er áreiðan- lega best í „dramatískum“ söngv- erkum, enda hefur hún mikla og hljómfagra rödd. Síðasta verkið var sú fimmta eftir Sibelíus. Sinfónían er samin þegar mjög illa áraði fyrir Sibel- íusi. í stríðinu (1914—18) var lokað á allar greiðslur frá út- gefanda hans í Þýskalandi og þar sem Finnland var ekki aðili að höfundarréttarsáttmálanum, komu ekki greiðslur frá öðrum löndum. Sibelíus taldi stríðslok langt undan (1915), en í þessu verki kemur fram „túlkun tón- skáldsins á þeirri bjartsýnistrú, að þrátt fyrir hörmungar og djöf- ulmennsku stríðsins, muni hin eilífa endurnýjun lífsaflanna sigra að lokum og græða öll sár“. Þannig blandast saman mikil sár- indi og fegurð þeirrar lífsýnar, er tónskáldið vildi túlka og trúa á. Flutningur hljómsveitarinnar var mjög góður og auðheyrt að stjóm- andinn, Páll P. Pálsson, hafði lagt með hljómsveitinni mikla vinnu í verkið og m.a. af þeirri ástæðu lagt til hliðar eigið verk, sem flytja átti á þessum tónleikum. Skagfirska söngsveitin Af þeim átthagakórum, sem starfa í Reykjavík, er Skag- fírska söngsveitin atkvæða- mest og í raun er kórinn farinn að nálgast það að vera eiginleg- ur kór, sem að miklu leyti má þakka stjómanda kórsins, Björgvin Þ. Valdimarssyni. Hann er býsna slyngur stjóm- andi, er kom fram í vel æfðri efnisskrá, þó nokkuð beri hún merki átthagatryggðar. Söng- mátinn markast einnig af við- fangsefnunum og vill þess vegna oft vera nokkuð of harð- ur, einkum hjá sópran- og alt- röddunum. Þessi harða tónun var skímst á mardrigallögun- um eftir Morley og í Odi et amo eftir Orff, en þar vantaði á að tónninn hljómaði, þegar veikt var sungið. Það vill oft verða þegar lögð er sérstök áhersla á sterkan söng, að veik tónun verði hljómlaus. Að nokkm fylgir það viðfangsefnunum sem að mestu vom íslensk alþýðulög, þar sem tónmálið er að mestu einn tónn á atkvæði en nær aldrei em sungnar langar tónhendingar á einu atkvæði. Undantekning á þessu að nokkm var útsetning stjóm- andans á Lindinni, eftir Eyþór Stefánsson. Utsetningin er fal- lega unnin og var einnig vel sungin. Tvö lög vom fmmflutt á þessum tónleikum, það fyrra, í fjarlægum skógi, eftir Sig- valda Snæ Kaldalóns, laglegt lag og það seinna, Við Kína- fljót, eftir Þorkel Sigurbjöms- Ellen Lang Áttundu tónleikar tónlistarfé- lagsins á þessu starfsári vom haldnir í Austurbæjarbíói sl. laug- ardag og komu þar fram Ellen Lang og William Lewis. Á efnis- skránni vom verk eftir Schubert, Rossini og Liszt en í seinni hlutan- um amerísk tónlist eftir Barber, Kem og Hoiby. Lög Schuberts vom Til tónlistarinnar, Ganýmed- es og Unga nunnan. Það fór fyrir Ellen Lang, eins og mörgum ágætum söngvumm, að hin lag- ræna túlkun Schuberts hentar henni ekki, en henni .tókst betur upp í leikrænni túlkun þriggja laga eftir Rossini, sem nefnast La regata veneziana. Þetta em leikrænar conzónettur, en heldur svona léttvæg tónlist. Bestu lögin á fyrri hluta efniskrár vom eftir Liszt. Eftir hlé vom bandarísku tónskáldin, fyrst átta lög úr Söngvjim einsetumanns, eftir Samuei Barber. Tónmál Barbers er sérkennilegt sambland af nú- tímalegum og gömlum vinnuað- ferðum, en ávallt listilega og vel samið. Barber samdi þessa söngva, sem em tíu að tölu, á ámnum 1952 til '53 við texta eftir írskan munk og fræðimann, sem sagður er hafa verið uppi á tímabilinu frá 700 til 1300. í þessum lagaflokki má merkja ýmislegt, sem margir telja að megi rekja til Stravinskys. Ellen Lang söng þessi lög mjög vel og sömuleiðis næstu lög, sem vom úr söngleikjum Jerome Kem, og vel má hlusta á, þegar þau em eins vel flutt og í þetta sinn. Tón- leikunum lauk með tveimur lögum eftir Lee Hoiby, 1926, sem er bandarískt tónskáld, nemandi Menottis, og hefur samið nokkrar ópemr m.a. Summer and Smoke og hljómsveitarverk alls konar, m.a. píanókonsert. Ellen Lang er góð söngkona og trúlega hentar henni best að syngja átakamikla tónlist. Undirleikarinn, William Lewis, lék af miklu öryggi og var eftirtektarvert hversu hann kunni vel að stilla „pedalinn" og mótun tónhendinga og trúlega er ekki oft að heyra svo skíran leik sem hjá þessum unga píanóleikara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.