Morgunblaðið - 24.04.1986, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRlL 1986
Amarfiug:
Málið er ekki leyst en
komið á góðan rekspöl
Störfum Alþingis lokið
Þingiausnir voru á Alþingi í gær. Myndin var tekin er Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, þakkaði Guðmundi J. Guðmundssyni, þingmanni Alþýðubandalagsins,
samveruna í vetur. Nánari fregnir af viðburðum á Alþingi í gær eru á þingopnu á bls. 44-45.
Patreksfjörður:
Kaupfélagið hefur
selt sláturhúsið
KAUPFÉLAG Vestur Barðstrendinga á Patreksfirði hefur selt slát-
urhús sitt til Matvælavinnslunnar hf. sem rekur í því rækjuvinnslu.
Ekki verður oftar slátrað í húsinu og eru margir bændur í hérað-
inu uggandi um sinn hag vegna þessa. Kaupfélagið er beint og
óbeint aðaleigandi hins nýja fyrirtækis.
Framleiðnisjóður landbúnaðar-
ins lagði verulega fjármuni í bygg-
ingu hússins og eru Barðstrending-
ar nú með vangaveltur um það
hvort sjóðurinn geri kröfu í þessa
peninga, nú þegar búið er að taka
húsið undir aðra starfsemi, og noti
peningana til að aðstoða bændur
við að koma sér upp nýju sláturhúsi
eða annarra þarfa í héraði. Svo
virðist þó ekki vera, þar sem styrkir
Framleiðnisjóðs hafa verið kvaða-
lausir og ekki þinglýst á eignina.
Gunnar Guðbjartsson fram-
kvæmdastjóri Framleiðsluráðs seg-
ir að það hljóti að koma til álita
hjá landbúnaðarráðherra að krefj-
ast endurgreiðslu á þessu fé Fram-
leiðnisjóðs. Byggðasjóður og
Stofnlánadeild landbúnaðarins
hafa að auki lánað verulega pen-
inga til byggingar sláturhússins.
Sjá þáttinn Af innlendum vett-
vangi: „Sjóðir landbúnaðarins
lögðu milljónir í húsið“, á
blaðsíðu 34.
Selveiðifrumvarpið
stöðvað með málþófi
á síðasta þingdegi
FRUMVARP Halldórs Ásgrímssonar, sjávarútvegsráðherra, um
selveiðar dagaði uppi í efri deild Alþingis i gær vegna málþófs.
Var ráðherra brúnaþungur, er úrslit lágu fyrir, en hann hafði lagt
þunga áherslu á að málið hlyti afgreiðslu sem lög frá Alþingi. Það
hefur tvisvar sinnum áður komið fram á þingi, en ekki hefur
tekist að afgreiða það vegna harðrar andstöðu nokkurra þing-
manna.
— segir Helgi Jóhannsson framkvæmda-
stjóri Samvinnuferða—Landsýnar
ALLAR líkur benda nú til þess að tilboð hins svokallaða niu manna
hóps, sem sýnt hefur áhuga á að kaupa hlutabréf í Arnarflugi og
auka hlutafé þess, verði lagt fram á ný. Frumvarp til laga um að
Amarflug fái ríkisábyrgð fyrir láni Var samþykkt á Alþingi í gær,
en niumenningarnir hafa beðið um nánari skýringu á vissum ákvæð-
um laganna. Enn er málið þó ekki i höfn, því eftir er að uppfylla
eitt skilyrði sem hópurinn setti, en það er að samið verði við erlenda
lánardrottna Amarflugs.
Helgi Jóhannsson, framkvæmda-
stjóri Samvinnuferða-Landsýnar,
sem er einn níumenninganna, sagði
í samtali við Morgunblaðið í gær
að þeir hefðu farið fram á að skýrt
yrði fyrir sér hvemig ríkisstjómin
túlkaði atriði 2 í 2. gr. Iaganna.
Þar segir að réttindi skv. kaupleigu-
samningi, sem Amarflug hf. hefur
gert um flugvélina TF-VLT, skuli
vera til tryggingar áhættu ríkis-
sjóðs vegna ríkisábyrgðarinnar og
að Qármálaráðherra ákveði nánar
framvæmd þessa ákvæðis og setji
þá skilmála sem nauðsynlegir þykja
til að draga úr áhættu ríkissjóðs.
„Samkvæmt þessum kaupleigu-
samningi við Amarflug er ekki
hægt að yfirfæra hann á annan
aðila," sagði Helgi. „Ef sú yfírlýsing
verður hins vegar gefin út að ríkið
muni ekki nýta sér yfirtöku samn-
ingsins og ennfremur að nokkur
önnur mál verði leyst, þá held ég
að allar forsendur séu komnar fyrir
því að þessi hópur fari af stað aftur
og ræði alvarlega við Amarflug um
þátttöku.
Skilyrði hópsins fyrir þátttöku í
hlutafjáraukningu Amarflugs vom
upphaflega þijú. í fyrsta lagi sala
á hlutabréfum Flugleiða í Amar-
Sjúklingur á Kleppi slasaði hjúkrunarkonu:
Ríkið sýknað af
skaðabótakr öfum
DÓMUR hefur verið kveðinn upp í bæjarþingi Reykjavíkur í máli
hjúkrunarkonu á Kleppsspítala gegn heilbrigðisráðherra og fjár-
málaráðherra fyrir hönd ríkisspítalanna og ríkissjóðs. Voru hinir
stefndu sýknaðir af kröfum stefnanda en málskostnaður látinn falla
niður.
Tildrög málsins voru þau, að 23.
nóvember 1982 var hjúkrunarkona
á Kleppsspítalanum að færa sjúkl-
ingi, sem hafði verið sviptur sjálf-
ræði og vistaður gegn vilja sínum,
svefnlyf samkvæmt fyrirmælum
læknis. Sjúklingurinn skellti hurð á
hjúkrunarkonuna með þeim afleið-
ingum, að hún missti framan af
fingri og hefur hún verið frá vinnu
vegna þess og hafa verið gerðar
aðgerðir á fingrinum. Læknisvott-
orð voru lögð fram til sönnunar
því, að konan hefði liðið fyrir áverk-
ann.
Stefnandi byggði meginkröfu
sína á því, að starfsmenn spítalans
hafi ekki gert fullnægjandi varúðar-
ráðstafanir vegna geðræns ástands
viðkomandi sjúklings með fyrir-
byggjandi lyfjagjöf og varúðarráð-
stafanir ekki verið nægar þegar
honum var fært lyfið og vinnuveit-
andinn beri ábyrgð á því.
Krafðist stefnandi 182.049,25
króna í skaðabætur frá 23. nóvem-
ber 1982 auk vaxta frá þeim degi.
Stefndu vísuðu þvf alfarið á bug,
að tjón stefnanda yrði rakið til
nokkurra þeirra atvika, sem þeir
verði að lögum gerðir bótaábyrgir
fyrir. Það sé Ijóst, að sjúklingurinn
sé tjónvaldurinn og hann sé sak-
hæfur.
í niðurstöðu dómsins segir, að
það tvennt, sem stefnandi leggi til
grundvallar stefnu sinni, þ.e. að
sjúklingurinn hafi ekki fengið fyrir-
byggjandi lyflagjöf og ekki hafi
verið gerðar nægilegar ráðstafanir
þegar honum var fært lyfið, sé hvort
tveggja á ábyrgð stefnanda. Þar
sem slysið verði rakið til mistaka
stefnanda sjálfrar beri að sýkna
stefndu af kröfum hennar. Máls-
kostnaður var látinn niður falla.
Garðar Gíslason borgardómari
kvað uppdóminn.
Það var á sjöunda tímanum í
gærkvöldi, nokkru áður en forseti
Islands átti að slíta þinginu, að ljóst
varð að frumvarpið næði ekki fram
að ganga. Það voru þeir Egill Jóns-
son, þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins, og Skúli Alexandersson, þing-
maður Alþýðubandalagsins, sem
stöðvuðu frumvarpið með málþófi.
Tilraun var gerð til að fá fram
tafarlausa atkvæðagreiðslu um
frumvarpið með tilvísun til sér-
stakra ákvæða í þingsköpum, og
greiddu 11 þingmenn því atkvæði
en 4 voru á móti. 2A atkvæða þing-
manna í deildinni þurfti til að tillag-
an næði fram að ganga og féll hún
því. Hún hefði þurft 13 atkvæði.
Þegar það varð ljóst tilkynnti deild-
arforseti, að málið væri tekið af
dagskrá.
Mikil spenna ríkti í þinghúsinu
er deilt var um selveiðifrumvarpið
í efri deild og um tíma var allur
þorri þingmanna, þ. á m. flestir
ráðherrar ríkisstjómarinnar, stadd-
ur í þingdeildinni til að fylgjast
með framvindu málsins.
flugi, sem þegar hefur farið fram,
í öðru lagi að ríkisábyrgð fengist
fyrir láni til handa Amarflugi sem
nú er orðið að lögum og í þriðja
lagi að samið yrði við erlenda lánar-
drottna Amarflugs. Að sögn Helga
hafa Amarflugsmenn lýst því yfir
að erlendir lánardrottnar séu reiðu-
búnir til viðræðna. Hann sagði að
væri raunin sú, benti fátt til annars
en að úr þessu yrði.
„Málið leystist ekki endanlega
við það að frumvarpið var sam-
þykkt, en það er komið á góðan
rekspöl," sagði Helgi að lokum.
„Okkar mál hafa verið að þróast
áfram eftir þeirri stefnu sem mótuð
var og hefur verið unnið markvisst
að,“ sagði Agnar Friðriksson, for-
stjóri Amarflugs, í samtali við
Morgunblaðið í gær eftir að frum-
varpið um málefni Amarflugs hf.
hafði verið samþykkt. „Með því að
áhugasamir aðilar vilja kaupa
hlutafé í Amarflugi geta þeir sem
eru í stjóm fyrirtækisins og stjóma
því séð að málin eru að ganga upp.
Staðan í haust og í vetur er búin
að vera mjög þröng og það var
ekkert verið að fela það. Nú eru
hins vegar góðar horfur á að fyrir-
tækið geti haldið áfram rekstri og
verði eftir þá endurfjármögnum
sem verið er að vinna að núna með
sterka stöðu á íslenskum markaði
og sterka ljárhagslega stöðu. Að
þessu hefur jú verið stefnt," sagði
Agnar Friðriksson.
Akureyri:
Gígja valin
fegnrðar-
drottning
Akureyri
GÍGJA Birgisdóttir, sem á 18 ára
afmæli á morgun var á miðnætti
sl. kjörin Fegurðardrottning
Akureyrar að viðstöddu miklu
fjölmenni í Sjallanum.
Sex stúlkur tóku þátt í keppninni
og var Helga Björk Jónsdóttir kjörin
Ljósmyndafyrirsæta ársins. Hún
var einnig kjörin vinsælasta stúlkan
í hópnum.
Tvær af stúlkunum sex munu
taka þátt í keppninni Fegurðar-
Gígja Birgisdóttir
drottning íslands, sem fram fer í
veitingahúsinu Broadway í Reykja-
vík í lok maí.
Sjóbirtingsveiði víða
með besta móti
VÍÐA hefur nokkur sjóbirt-
ingsveiði verið, sums staðar
með besta móti, t.d. I Vatnamót-
unum svokölluðu þar sem sumir
hópamir hafa farið upp í
40—50 físka á tveimur dögum.
Hafa þar verið stærstir 10—12
punda fiskar og meðalþunginn
góður.
Á Rangársvæðinu hefur verið
reytingsveiði og hægt að tala um
„skot“. Fiskur þar er oft vænn,
þannig veiddist fyrir skömmu 12
punda sjóbirtingur í Hólsánni, en
svo heitir vatnsfallið eftir að stóru
ámar hafa sameinast og orðið að
einu fljóti.
Tölur liggja sjaldnast fyrir í
fréttum af sjóbirtingsveiði á vorin,
einungis hvort líf er eða ekki. Það
ku vera nokkuð líf í Laxá í Kjós,
en veiði hófst þar 15. apríl. Hafa
veiðst nokkrir góðir fiskar og fá-
einir hoplaxar í bland eins og
venjulega. Sömu sögu er að segja
um Laxá í Leirársveit, þar hafa
veiðst nokkrir vænir fiskar og
eitthvað af niðurgöngulöxum,
björtum eins og um nýrunna laxa
væri að ræða, en grindhoraðir.
menn nota mikið rækju i Laxánum
og helstu veiðistaðimir í Leirár-
sveitinni eru Laxfoss og Miðfells-
fljót. Hefur verið staðið stíft við
þá staði síðustu vikur.
Ef við höldum aftur austur, þá
frést af góðri veiði á köflum í
Grenlæk, einnig afar vænum fisk-
um þar í bland. Lækur þessi er
með betri sjóbirtingsverstöðvum
og sama er að segja um læk þeirra
Hvergerðinga, Varmána. Þar er
góð veiði, heldur slöpp að undan-
fömu að vísu, en jafnan talsvert
af fiski sem virðist ekki setja fyrir
sig hvimleiða mengunina í lækn-
um. Veiðst hafa upp í 4,5 punda
fiskar í Varmá í vor. Einnig fáein-
ir regnbogasilungar.