Morgunblaðið - 24.04.1986, Blaðsíða 64
64
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986
Námsráðgjöf í
fullorðinsfræðslu
eftir Guðrúnu
Friðgeirsdóttur
Námsráðgjöf í fuilorð-
insfræðslu
Nýlega var haldin hér í Reykja-
vík ráðstefna um fjarkennslu. Þar
kom fram að líklegt væri að þegar
hafin yrði fjarkennsla með nýrri
tækni hér á landi yrði hún fyrst
fyrir fullorðna nemendur. Fullorð-
insfræðsla er nú starfrækt hér af
ýmsum aðilum og fjarkennsla er
líka til, t.d. í Bréfaskólanum, þar
sem 4.500 nemendur stunda nám.
Með tilkomu nýrrar tækni hafa
stóraukist möguleikar til fjar-
kennslu til hægðarauka og spamað-
ar bæði fyrir nemendur og atvinnu-
vegina, ekki síst sem endurmenntun
og símenntun. Þörfin fyrir fullorð-
insfræðslu og símenntun er óum-
deilanleg og birtist hún t.d. í gífur-
legri aðsókn fullorðinna að svoköll-
uðum öldungadeildum. Á fyrr-
nefndri ráðstefnu kom fram í máli
George Grandisons frá Skotlandi,
sem miðlaði okkur ráðstefnugestum
reynslu af fjarkennslu í heimalandi
sínu, að námsráðgjöf er snar þáttur
í kennslunni.
Þessi umræða á ráðstefnunni
vakti hjá mér áhuga á að kynna
námsráðgjöf í fullorðinsfræðslu og
kasta ljósi á þennan þátt skóla-
starfs, sem er lítið þróaður hér á
landi. Fáir hafa enn menntun á
þessu sviði og kennski þess vegna
gætir nokkurs skilningsleysis á
mikilvægi námsráðgjafar. Senni-
lega má af reynslu frá öldunga-
deildunum draga ýmsar ályktanir
og meta þarfír fyrir námsráðgjöf
og leiðsögn í tengslum við fjar-
kennslu. Þar munu auðvitað gilda
sömu grundvallarlögmál og í öðrum
skólum, þ.e.a.s. að stuðla sem best
að velgengni og vellíðan nemenda
og koma sem mest í veg fyrir að
þeim mistakist.
Námsráðgjöf í Öld-
ungfadeild MH
Menntaskólinn við Hamrahlíð
reið á vaðið með starfrækslu Öld-
ungadeildar frá haustinu 1972. Þar
gefst fólki eldra en 21 árs tækifæri
til að stunda nám í kvöldskóla, ráða
námshraða sínum sjálft og safna
námseiningum til stúdentsprófs.
Meirihlutinn er konur, u.þ.b. 2A
hlutar allra nemenda. Þetta skóla-
fyrirkomulag var frá upphafi skil-
greint sem aðstoð við sjálfsnám.
Margt má eflaust setja út á þetta
fyrirkomulag fullorðinsfræðslu,
a.m.k. hefur mér alltaf fundist
hæpið að fólk með margra ára
reynslu á vinnumarkaði auk ýmis-
konar annarrar uppbyggilegrar lífs-
reynslu skuli þurfa að leggja á sig
allt þetta erfiði til þess að fá stúd-
entspróf og þar með loksins fá
aðgang að ýmsum menntabrautum
eða störfum. Ekki er ég þó með
þessu að draga úr gildi almennrar
menntunar. En hér er ekki ætlunin
að ræða öldungadeildamám frá
þessu sjónarhomi, enda ekki ger-
legt nema í miklu víðara samhengi
við íslenskt menntakerfi. Nýjar
þarfir í fullorðinsfræðslu gera nú
mjög vart við sig og ég fæ margar
upphringingar frá fólki utan af
landi sem er að reyna að lesa utan-
skóla við erfiðar aðstæður. Þegar
fjarkennslan kemst í gagnið má
leysa vandamál þessa fólks. Smám
saman hefur þó ýmis konar þjón-
ustu verið komið á fyrimemendur
í öldungadeild, t.d. stöðupróf, mat
á fyrra námi á framhaldsskólastigi,
Ieyfi til að sækja kennslustundir í
dagskóla og síðastliðið haust var
sett á laggimar námsráðgjöf fyrir
nemendur í Öldungadeild MH.
Starfsemin fór hægt af stað
vegna ýmissa erfiðleika, sérstak-
lega húsnæðisvandræða, og mun
uppbygging þessarar þjónustu, þó
að hún sé nú vel á veg komin, taka
nokkum tíma. Það hefur sýnt sig
að brýn þörf er fyrir námsráðgjöf
fyrir nemendur í Öldungadeild.
Áðsókn nemenda hefur aukist jafnt
og þétt í allan vetur. Einnig hafa
stofnanir, sérstaklega aðrir skólar,
bæði úti á landi og á höfuðborgar-
svæðinu, leitað í vaxandi mæli til
okkar eftir upplýsingum um Öld-
ungadeild MH, t.d. um námsfram-
boð, námstilhögun og mat á námi
frá sínum skólum.
Hvaö er námsráðgjöf?
Samkvæmt iögum um fram-
haldsskóla er hlutverk námsráð-
gjafa að liðsinna nemendum í náms-
vali og námsvanda svo og um per-
sónuleg vandamál. Einnig skal
námsráðgjafi hafa samstarf við
stjómendur og kennara eins og
þurfa þykir.
Námsráðgjafi hefur þagnar-
skyldu gagnvart skjólstaeðingum
sínum.
Hér er vert að taka fram að með
orðinu ráðgjöf í þessu samhengi er
ekki átt við að gefa nemanda ráð,
heldur að veita stuðning, t.d. með
því að gefa upplýsingar og hjálpa
nemandanum til að skilja sjálfan
sig og aðstæður sínar, taka sjálf(ur)
ákvarðanir og bera ábyrgð á þeim.
Yfirleitt samfléttast náms- og
starfsráðgjöf í þessari þjónustu við
fullorðna nemendur og upplýsinga-
miðlun af ýmsu tæi er mikilsverður
þáttur.
Helstu þættir
þjónustunnar
Námsval
Nemendur leita mjög mikið til
okkar í sambandi við námsval í
upphafi annar. Þau velta þá fyrir
sér hvaða nám eða starf þau gætu
hugsað sér eftir stúdentspróf og
þá fléttast auðvitað inn í þessar
vangaveltur á hvaða greinum þau
hafa mestan áhuga og hvaða hæfi-
leika þau telja sig hafa eða ekki
hafa. Sérstaklega eru nýnemar óör-
uggir og leita eftir upplýsingum,
bæði um námsbrautimar og hina
ýmsu áfanga sem eru í boði. Nem-
endur verða að skipuleggja nám
sitt tímanlega því að ekki eru sömu
áfangar í boði á hverri önn.
Ekki er óalgengt að nemendur í
Öldungadeild gjörbreyti sínum
námsáætlunum þegar líða tekur á
námið. Þau prófa sig oft áfram og
finna síðan hvað á best við þau, fá
áhuga á greinum sem þau óraði
ekki fyrir í upphafi að myndu höfða
til þeirra eða að þau hefðu getu til
að takast mikið á við. Sérstaklega
er áberandi hve margar konur
breyta afstöðu sinni bæði til náms
og til lífs síns yfirleitt.
Oft lýsa þær sínum nýju við-
horfum sem nýrri stöðu í lífínu, þar
sem þær líta á lífið og tilveruna í
allt öðm ljósi en áður. Ekkert er líkt
og var. Sjálfsmyndin er breytt og
þær koma til okkar til þess að ræða
þessa breytingu til að átta sig betur
á henni.
Námstækni
Á þessum vetri buðum við upp á
nokkur stutt námskeið í námstækni
Guðrún Friðgeirsdóttir
„Samkvæmt lögum um
framhaldsskóla er hlut-
verk námsráðgjafa að
liðsinna nemendum í
námsvali og námsvanda
svo og um persónuleg
vandamál. Einnig skal
námsráðgjafi hafa
samstarf við stjórnend-
ur og kennara eins og
þurfa þykir.“
og vom þau mjög vel sótt þrátt
fyrir að þau vom haldin ýmist á
laugardögum eða seint á kvöldin
eftir að annarri kennslu lauk.
Nemendur fengu smábæklinga um
námsaðferðir og námsvenjur og
vakin var athygli á ýmsu sem rann-
sóknir sýna að reynist heilladrjúgt
að tileinka sér, t.d. að skrifa tíma-
glósur, spoma við gleymni, skerpa
einbeitni. Lestraraðferðir, undir-
búningur undir próf, skipulagning
tímans o.fl. var einnig tekið fyrir.
í móðurmálskennslunni er ræki-
lega kennd ritgerðasmíð, notkun
heimilda o.fl. Skipulögð kennsla í
námstækni hefur verið tekin upp í
mörgum íslenskum framhaldsskól-
um, en því miður hefur þó ekki
verið lög eins mikil rækt við þennan
þátt skólastarfs hérlendis í skólum
og í grannlöndum okkar svo að
ekki sé nú minnst á Norður-Amer-
íku. Leiðsögn í námstækni er snar
þáttur í fjarkennslunni í Skotlandi.
Það sást á þeim bæklingum sem
lágu frammi á sýningunni sem
haldin var í sambandi við ráðstefn-
una á dögunum um Qarkennslu.
Starfsráðgjöf —
starfsfræðsla
Eins og áður er getið samfléttast
náms- og starfsráðgjöf nokkuð í
okkar ráðgjafarþjónustu, en þó er
talsvert algengt að nemendur komi
sérstaklega og biðji um upplýsingar
um ýmis störf, menntunarkröfur,
laun, vinnuaðstæður o.s.frv. Hjá
okkur liggja frammi ýmsar upp-
sláttarbækur um nám og námsað-
stoð bæði innanlands og utan og
auk þess ýmsir bæklingar frá
stéttafélögum og félagasamtökum
m.a. um störf. Við aðstoðum nem-
endur oft við að skrifa umsóknir
um skólavist, sérstaklega til ann-
arra landa.
í vetur er í gangi, bæði í Öld-
ungadeild MH og í dagskólanum,
áfangi, sem ber heitið Námsleiðir
og starfsval, og er það vel sótt nám,
þó að það sé alveg nýtt og dálítið
tilraunakennt ennþá.
Við göngumst fyrir námskynn-
ingu fyrir nemendur Öldungadeild-
ar, einkum ætluð þeim sem eru að
ljúka námi. Þar eru kynntir sérskól-
ar ýmsir á íslandi, Háskóli ísland
og einnig háskólar í Evrópu og
Norður-Amenku.
Persónuleg ráðgjöf
Nemendur leita til okkar með
ýmis persónuleg vandamál, oftast
eru þau tengd miklu vinnuálagi og
kröfum sem fjölskyldan gerir til
þeirra. Þó nokkrum sinnum hafa
komið til okkar konur sem líða fyrir
það að eiginmenn þeirra eru and-
snúnir því að þær eru við nám.
Stundum koma konur líka og tala
um bamauppeldi, skólagöngu barna
sinna eða fjárhagsörðugleika fjöl-
skyldunnar.
Næsta vetur höfum við í hyggju
að setja á iaggimar stuðningshópa
fyrir konur í Öldungadeild, nokk-
urskonar hópráðgjöf vegna þessar-
ar þarfar sem við höfum orðið varar
við í vetur.
Bæði karlar og konur leita til
okkar vegna taugaspennu í prófum
og jafnvel í sambandi við að koma
upp í kennslustund. Einnig hefur
komið til tals að bjóða nemendum
upp á smánámskeið í slökun, því
að margir virðast hafa áhuga á
slíkri aðstoð. Það kemur fyrir að
vandamál sem nemendur leita til
okkar með em svo alvarlegs eðlis
að við verðum að leita aðstoðar
hjá stofnunum úti í bæ og vísa
nemendum þangað sem þeir geta
fengið aðstoð sérfræðinga.
Enginn vafi er á að námsráðgjaf-
ar í skólum gegna mikilvægu geð-
verndarhlutverki. Fyrirbyggjandi
starf af þessu tæi gæti þó náð til
miklu fleiri nemenda bæði í dag-
skóla og kvöldskóla ef stjómendur,
kennarar og námsráðgjafar ynnu
meira saman. T.il þess að svo mætti
verða þyrfti að breyta bæði við-
horfum og ýmsu fyrirkomulagi í
skólunum.
Það er þakklátt verk að kenna
og aðstoða nemendur í Öldunga-
deild. Umbunin skilar sér ekki síst
þegar áhuginn og eftirtektin skín úr
hveiju andliti og spumingum og
athugasemdum rignir yfir í
kennslustundum. Það leynir sér
ekki að mest af þessu fólki er
áhugasamt og leggur hart að sér
til að afla sér menntunar.
Engan þarf að undra að skipu-
lögð og fagleg ráðgjöf auk upplýs-
ingamiðlunar er brýn í allri fullorð-
insfræðslu, sérstaklega vegna þess
að það er mikið átak að snúa aftur
til náms eftir margra ára, jafnvel
áratuga, fjarveru frá skólakerfinu.
Flestir koma í skólann að loknum
löngum vinnudegi. Þar við bætist
að margir þurfa að gegna föður-
eða móðurhlutverki. Ef vel á að
fara kallar það á aðlögunarhæfni,
kjark og úthald nemandans. Stuðn-
ingur og uppörvun skiptir því miklu
máli fyrir nemendur, ekki síst ef
eitthvað bjátar á eða eitthvað fer
úrskeiðis í náminu eða heima.
Námsráðgjöf í
fjarkennslu
í fjarkennslu verður ekki síður
bráðnauðsynlegt að flétta inn
námsráðgjöf og leiðsögn, ekki síst
Skagaströnd:
Námskeið haldið á vegnm Rækjuvinnslunnar hf.
RÆKJUVINNSLAN hf. á Skaga-
strönd stóð fyrir rækjunámskeiði
dagana 17. og 18. apríl. Öllu
starfsfólki Rækjuvinnslunnar og
Marska hf. var boðið að taka þátt
i námskeiðinu. Var það sótt af
rúmlega 30 starfsmönnum ofan-
greindra fyrirtækja.
Leiðbeinendur á námskeiðinu
voru Hallsteinn Guðmundsson yfír-
matsmaður og Pétur Geir Helgason
fulltrúi, báðir starfandi hjá Ríkis-
mati sjávarafurða, ásamt Vilhjálmi
H. Gíslasyni matvælatæknifræð-
ingi, sem veitti námskeiðinu for-
stöðu.
Á námskeiðinu var rakinn
vinnsluferill rækjunnar allt frá því
er hún veiðist og í gegnum vinnsl-
una þar til hun er komin á borð
neytandans. I því sambandi var
töluvert rætt um skynmat á rækju,
mikilvægi hreinlætis og góðrar
umgengni. Þá var einnig reynt að
gera sér grein fyrir framtíðinni í
sambandi við rækjuvinnsluna.
Hliðstæð námskeið hafa verið
haldin áður á vegum Ríkismatsins
Starfsfólkið í kennslustund.
og Fiskvinnsluskólans en eingöngu
fyrir stjórnendur fyrirtækja. Að
sögn Péturs Geirs Helgasonar mun
Rækjuvinnslan hf. verða fyrsta
fyrirtækið á landinu sem heldur
slíkt námskeið fyrir alla starfsmenn
sína. Telur Pétur Geir að starfs-
fólkið verði meðvitaðra um hráefni
og vinnslu og geti því betur varast
þær hættur sem leynast í meðferð
á svo viðkvæmu hráefni sem rækjan
er. Einnig gerir fólk sér betur grein
fyrir mikilvægi matsmanna og
hvaða þýðingu það hefur að ekki
berist slæm vara á markað.
Almenn ánægja var meðal starfs-
fólksins með námskeiðið og taldi
það sig hafa mjög gott af því, eða
eins og einn starfsmaðurinn sagði:
„Auðvitað veit maður margt af því
sem hér er verið að tala um, en það
er þó fleira sem maður vissi ekki.
Maður fer líka að hugsa svolítið
öðruvísi um þessi mál á eftir." ÓB.