Morgunblaðið - 24.04.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.04.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986 Dómurinn yfir Ferðaskrifstofu ríkisins: I takt við dóma neytendadómstóls — segir Ingólfur Guðbrandsson formað- ur Félags íslenskra ferðaskrifstofa „MÉR sýnist niðurstaða þessa dóms vera í takt við þá umfjöUun og niðurstöður, sem hafa fengist úr dómum fyrir neytendadómstóli í ferðamálum," sagði Ingólfur Guðbrandsson formaður Félags ís- lenskra ferðaskrifstofa í samtali við Morgunblaðið vegna fréttar blaðsins í gaer, að Ferðaskrifstofa ríkisins hafi verið dæmd til þess fyrir bæjarþingi Reykjavikur að greiða óánægðum viðskiptavini bætur. „Hins vegar er ég dálítið hissa á því, að sú leið var farin að höfða málið fyrir opinberum dómstóli," sagði Ingólfur. „Það er til eins konar neytendadómstóll með aðild Neytendasamtakanna, samgöngu- ráðuneytisins og Félags íslenskra ferðaskrifstofa. Eg tel að neytenda- dómstóllinn sé rétti aðilinn til þess að skera á hlutlausan hátt úr ágreiningi, sem rís vegna einhvers sem úrskeiðis hefur farið á ferða- lögum, þar sem hann er skipaður sérfróðum mönnum á þessu sviði. Venjulega er farin sú leið, að ferðaskrifstofumar reyna hver fyrir sig að leysa úr svona málum með samkomulagi við viðkomandi við- skiptavin, en takist það ekki kemur Bandarísk flug- sveit á Kefla- víkurvelli SVEIT tólf F-4 D Phantom- orrustuflugvéla úr varaliði bandaríska flughersins er nú á Keflavíkurflugvelli til æfinga með þeim átján F-15-þotum sem þar eru fyrir. Slíkar sveitir voru hér einnig til æfinga 1981, 1982, 1983 og 1984. Að sögn Sverris Hauks Gunn- laugssonar, skrifstofustjóra vamar- málaskrifstofu utanríkisráðuneytis- ins, hefur sveit þessi bækistöðvar á Andrews-herflugvellinum í Wash- ington. Flugmennimir eru ekki her- menn, heldur atvinnuflugmenn og eru í varaliðinu. Eiga þeir að æfa við þær aðstæður sem eru við ísland, þar sem sveitin yrði send til liðs við vamarliðið á íslandi ef til átaka kæmi. Sveitin kom til landsins 19. aprfl sl. en heldur aftur til bækistöðva sinna 3. maí nk. til kasta dómstóla. Þessi neytenda- dómstóll er settur upp sérstaklega til að leysa svona ágreining og hann á að vera færastur um að draga réttar ályktanir vegna sérþekkingar þeirra, sem dóminn skipa, á málefn- inu. En af því, sem ég veit um endur- greiðslur og bætur, sem neytenda- dómstóllinn hefur ákvarðað, sýnist mér, að þessi niðurstaða sé í sam- ræmi við það,“ sagði Ingólfur Guðbrandsson að lokum. Þess má geta, að Ferðaskrifstofa ríkisins er ekki í Félagi íslenskra ferðaskrifstofa. Háskólamenn: Þyrla sækir sovéskan sjómann Morgunblaðið/Joseph Haag ÞYRLA frá björgunarsveit varnarliðsins sótti sovéskan sjómann um borð í verksmiðjutogarann Luga á síðastliðinn sunnudag. Eins og greint var frá í frétt Morgunblaðsjns á þriðjudag hafði sjómaðurinn fengið heilablóðfall og var hann fiuttur á Borgarspítalann. Á meðfylgjandi mynd má sjá þyrluna koma að togaranum, þar sem hann var staddur um 130 sjómílur suðvestur af Reykjanesi. Laun hjá ríkinu 10 lægri en hjá einkaaðilum HEILDARLAUN háskólamenntaðra manna f þjónustu hins opinbera voru 10-25% lægri í maí 1984, en þeirra er starfa hjá einkafyrirtækj- um. Munurinn er hins vegar enginn og allt upp f 16% þegar tekið hefur verið tillit til lífeyrisréttinda ríkisstarfsmanna. Þessar upplýsingar eru niður- stöður nefndar, sem fjármálaráð- herra skipaði í júní 1985, til að gera samanburð á launakjörum háskólamenntaðra manna hjá rík- inu og kjörum hliðstæðra starfs- stétta hjá öðrum vinnuveitendum. í frétt frá nefndinni segir að henni hafí ekki verið falið að gera tillögur til breytinga, heldur meta og skýra mun á kjörum háskólamanna. Laun almennra starfsmanna hjá ríkinu eru 22-30% lægri en á al- mennum markaði, en þegar tekið er tillit til lífeyrisréttinda er munur- inn 12-22%, að mati nefndarinnar. Nefndin bendir á í niðurstöðum sinum að erfítt sé að bera saman dagvinnulaun, en munurinn er miklu meiri en á heildartekjum, allt upp í 50-60%. Starfsmenn ríkisins bæta sér upp launamuninn með yfirvinnulaunum og/eða auka- greiðslum. Yfírvinnulaun námu í maí 1984 um 46% af dagvinnu. Hjá starfsmönnum á almennum markaði er hlutfall yfírvinnu 23%. Aukagreiðslur ríkisstarfsmanna voru 66% á móti 37%. Lífeyrisréttindi starfsmanna rík- isins eru verðmætari og traustari en hliðstæð réttindi starfsmanna einkaaðila. Mismunur þessara rétt- inda er metin sem 9% álag á laun og er þá gert ráð fyrir 3% raunvexti oggildandi tekjutryggingu. Nefndarmenn gera nokkra fyrir- vara á niðurstöðum, en um tveir þriðju háskólamanna í þjónustu hins opinbera eru í störfum er eiga sér litla eða enga hliðstæðu hjá einka- aðilum. Sem dæmi má nefna mennta- og heilbrigðisstéttir, kirkj- unnar menn og starfsmenn ýmissa fræðastofnana. Samanburður á kjörum þessara hópa við almennan markað er því óbeinn og því koma í ljós fleiri álitamál, en við saman- burð annarra starfsstétta. 300 athugasemdir til V erðlagsstofnunar Sumar hafa leitt til leiðréttinga á verði vöru og þjónustu EINN mánuður er liðinn frá því settur var upp sérstakur kvörtun- arsími í Verðlagsstofnun. Hafa yfir 300 athugasemdir borist til stofnunarinnar i þessum mánuði, flestar í sima. Að sögn Guðmund- ar Sigurðssonar yfirviðskiptafræðings á Verðlagsstofnun hefur verið lögð áhersla á að kanna málin strax og láta fólkið síðan vita um niðurstöðu. Hefði það mælst vel fyrir og væri búið að svara nánast öilum þeim fyrirspurnum sem borist hefðu. Guðmundur sagði að flest málin Allnokkur dæmi eru um að snerust um mikinn verðmun á leiðrétta hafi þurft verð á græn- einstökum vörum milli verslana eða um mikla verðhækkun að mati þeirra sem hafa hringt. í allflestum tilvikum hafí verið eðli- legar skýringar á þeim atriðum ,sem gerðar voru athugasemdir við. Sagði Guðmundur að í nokkr- um tilvikum hefði Verðlagsstofn- un þó séð ástæðu til að gera athugasemdir og seljendur þá leiðrétt óeðlilega verðlagningu. Flest hafi dæmin verið minnihátt- ar, en þau væru vísbending um að fólk væri betur á verði en áður. Guðmundur nefndi nokkur at- riði: meti og ávöxtum. Meðal annars hafa komið fram gróf dæmi um að tollalækkanir á grænmeti hafi ekki skilað sér í lækkun á endan- legu útsöluverði. Gerðar hafa verið athugasemd- ir vegna verðs á einstaka vörum og þjónustuliðum. Sem dæmi má nefna að kaupandi fékk endur- greiddar 1.300 krónur vegna rangrar verðlagningar á hljóðkút á bifreið. í því tilviki var um hrein mistök í verðlagningu að ræða og viðkomandi seljandi var ánægður með ábendinguna. Utan Reykjavíkur eru nokkur dæmi um ofreiknað flutnings- gjald. Þessi mál hafa gjaman borið á góma á námskeiðum um verðlagsmál sem Verðlagsstofnun og MFA hafa verið að halda úti á landi. Þegar neytendur kvara undan háu vöruverði nefna versl- unarmenn oftast flutningskostn- aðinn sem ástæðu fyrir því. Guð- mundur sagði að ástæða væri fyrir fólk úti á landi að taka slík- um svörum ekki gagnrýnislaust því ekki stæðust þessi svör alltaf. Eitt dæmi nefndi hann þar sem lagður var 2.500 króna flutnings- kostnaður á verð hrærivélar úti á landi. Það gæti ekki staðist nema keypt hefði verið sæti fyrir hræri- vélina í flugvél. Eftir að kvörtunarsíminn var tekinn í notkun var mikið kvartað vegna verðs á ýsuflökum og var kaupmönnum veitt áminning þess vegna. Nýleg könnun bendir til þess að verð á ýsuflökum sé nú í samræmi við ákvæði um há- marksverð. Dæmi eru um ofreiknað flutn- ingsgjald á ýmsum innfluttum vörum. Grófasta dæmið sem Vérðlagsstofnun hefur komist á snoðir um er um flutningskostnað sem reiknaður var 5.596 krónur á sendingu með tveimur dýrum perum. Við könnun Verðlags- stofnunar kom í ljós að réttur flutningskostnaður var 2.402 krónur, en mistökin voru hjá farmflytjandanum. Varan er með 75% tolli og vörugjaldi. Þessi gjöld leggjast ofan á flutningsgjaldið og varð það til þess að smásölu- verð vörunnar var um 70 þúsund krónur, en átti að vera 56 þúsund kónur. Þama munaði því 14 þús- und krónum á sendingunni, eða 7 þúsund krónum á hvorri pem. Skólastjóri í Hafnarfírði kærði afgreiðslugjald á mjólk til skóla- bama. Þetta gjald hefur verið afnumið. Lárus Jónsson banka- stjóri Útvegsbankans Bankínn tók á sig skuldbind- ingar vegna íslenska skipa- félagsins SAMKVÆMT skýrslu bankaeft- irlitsins frá 21. aprO nemur áætl- að útlánatap Útvegsbankans vegna íslenska skipafélagsins hf. um 12 milþ'ónum króna. Morgun- blaðið leitaði til Lárusar Jónsson- ar, bankastjóra Útvegsbankans, og var hann spurður að þvi hvernig á þessu stæði. „Ég get í rauninni ósköp lítið um það sagt. Málið er til umfjöllunar í skiptarétti og þetta em nú nánast ágiskanir," sagði Láms Jónsson. „Það á eftir að koma í ljós hvort upphæðin sem nefnd er í skýrslunni, um 12 milljónir króna, er rétt eða röng. Það er hins vegar óhjákvæmi- legt að um eitthvað tap sé að ræða vegna íslenska skipafélagsins hf. Það hefúr alltaf verið ljóst." Láms sagði að íslenska skipafé- lagið hefði verið stofnað til þess að reyna að halda rekstri Hafskips hf. áfram. Hann sagði að Útvegs- bankinn hefði tekið á sig ákveðnar skuldbindingar f sambandi við ís- lenska skipafélagið. Ástæðan fyrir því væri sú að menn gerðu sér vonir um að bankinn fengi mun meira út úr því að eignir fyrirtækisins væm seldar meðan það væri í gangi, heldur en t.d. á uppboði. Láms Jónsson sagði að sér fynd- ist þessi umræða ótímabær. Menn ættu að hafa þolinmæði til að bfða eftir dómsniðurstöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.