Morgunblaðið - 24.04.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.04.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1986 43 * Isafjörður: Nuuk á ytri höfn- inni vegna banns ísafirði TOGARINN Nuuk frá Græn- landi, sem mikið hefur verið í fréttunum undanfarið vegna landgöngubanns skipveija að skipstjóranum undanskildum, frá 8 að kvöldi til 8 að morgni kom hér á ytri höfnina síðdegis í gær. Vegna landgöngubannsins mun skipið ekki koma að bryggju fyrr en í dag til löndunar. í viðtali við færeyskan stýrimann á togaranum Illimaasaq frá sama útgerðarfyrirtæki og Nuuk sem birtist í Vestfírska fréttablaðinu í gær segir hann að sambærilegar aðgerðir af hálfu stjómvalda og hér áttu sér stað, þekki hann hveigi að úr heiminum. Þótt árekstrar milli sjómanna og heimamanna hafi alls staðar þekkst frá örófi alda eins og hann sagði. Hann segist hafa komið reglulega til ísaflarðar síðastliðin þrjú ár og alltaf átt góð samskipti við íbúana. Hann segir þó þá sögu, frá síðasta mánuði, að skipsfélagar hans, sem eru inúítar, hafi orðið fyrir aðkasti frá heima- mönnum, sem sjómennimir létu þó afskiptalaust. Hann sagði að ef þannig hefði verið ráðist að sér, þá hefði hann svarað í sömu mynt. Hann segir að líklega hafi áiíka atvik komið af stað ólátunum sem skipveijamir á Nuuk taka nú út dóm fyrir. Að lokum skal þess getið að þegar Nuuk heldur úr höfn héðan næst er landgöngubanninu lokið en þá er einmitt gert ráð fyrir, að skipveijamir sem vom hér þegar ólætin áttu sér stað verði komnir aftur um borð. Þeir hafa verið í fríi á Grænlandi. Úlfar. Músiktilraunir Tóna- bæjar og rásar 2: Úrslit ráðast annað kvöld ÚRSLIT Músíktilrauna ’86 ráðast annað kvöld, föstudagskvöld, í Tónabæ. Allri tónlist verður út- varpað beint á rás 2 um kvöldið, en úrslitakvöldið hefst kl. 20.00. Þá hyggst sjónvarpið gera sér- stakan þátt um kvöldið. Á úrslitakvöldinu verður sérstök dómnefnd sem ásamt áhorfendum mun velja sigurvegara með vægi 50% á móti 50%. Það em níu hljóm- sveitir sem koma fram: Rocket, Þema, Drykkir innbyrðis, Greif- amir, Ofris og Voice auk þeirra hljómsveita sem komast áfram f kvöld. Góð verðlaun em í boði fyrir sigurvegara Músiktilrauna ’86 auk þess sem möguleikar opnast fyrir hljómsveitimar á að vinna með efni sitt í hljóðveri. Þijú hljóðver, Stúdíó Stemma, Hljóðriti og Mjöt, hafa gefið 20 tíma hvert um sig til þriggja efstu hljómsveitanna á Músiktilraunum '86. Sjónvarpið býður sigurveguranum í þáttinn „Rokkamir geta ekki þagnað" og Reykjavíkurborg býður sigurvegur- um spilamennsku á þeim tónleikum sem haldnir verða á árinu í hennar nafni. Aldrei fyrr hefur verið jafn mikill áhugi en nú á Músíktilraunum, en um 25 hljómsveitir víðsvegar af landinu taka þátt í tilraununum að þessu sinni. Annað kvöld verður hljómsveitin „Rikshaw" heiðurs- gestur kvöldsins. (Úr fréttatilkynningu) Ufsaklettur Átthagamót hjá Bráðræð- isholtsbúum f tilefni af 200 ára af- mælishátíð Reykjavíkur- borgar ætla þeir, sem áttu heima á Bráðræðisholtinu í Reykjavík á fyrri hluta ald- arinnar, að halda átthaga- mót í Frostaskjóli við KR-heimilið kl. 15.00 nk. sunnudag, 27. apríl. Gamlar myndir af Bráðræð- isholti verða þar til sýnis. Þeir sem eiga gamlar myndir em vinsamlega beðnir að hafa þær með. Þátttaka tilkynnist í síma 41382 fyrir nk. laugardag. Selfoss: Handavinnusýning- í gagnfræðaskólanum Selfossi. Handavinnusýning verður i Gagnfræðaskólanum á Selfossi í dag, sumardaginn fyrsta. Á sýn- ingunni verða verk nemenda í handmennt og myndlist. Sýning- Hella: Starfsfólki kjúklingaslát- urhússins heilsast vel Selfosri. Starfsfólki kjúklingaslátur- hússins Dímons á Hellu heilsast vel miðað við aðstæður sem það Kjarvalsstaðir: Sýningu Daða, Helga og Krist- ins að ljúka SÝNINGU Daða Guðbjörnsson- ar, Helga Þ. Friðjónssonar og Kristins G. Harðarsonar, sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum, lýkur á sunnudagskvöld. Sýning- in er opin daglega frá kl. 14.00 til 22.00. Þeir þremenningar sýna málverk, skúlptúra og teikningar og er þetta sölusýning. lenti í þegar óhapp varð við klór- blöndun í sláturhúsinu og klór- gas barst um húsið og fólkið andaði að sér. Flestir hafa mætt til vinnu aftur en nokkrir hafa ekki náð sér að fullu. Að sögn Amórs Egilssonar, hér- aðslæknis á Hellu, verður fylgst vel með heilsufari fólksins sem mun fara í rannsókn í næstu viku á Borgarspítalann í Reykjavík og svo aftur síðar. Hann sagði að það væri spuming um það hvort fólkið fengi einhver eftirköst til langs tíma. Það lægju engar rannsóknir fyrir um slík tilfelli og þess vegna yrði fylgst vel með fólkinu og heilsufar þess rannsakað.. Að loknum rannsóknum á heilsu- fari fólksins verður birt skýrsla um slysið, sem varð í kjúklingaslátur- húsinu og afleiðingar þess. •!o aniéTiatmmng iin i.iflteiflilt in verður opin frá kl. 14.00 tll 22.00. Auk sjálfrar handavinnusýning- arinnar verður boðið upp á skemmtiatriði, kór Fjölbrautaskóla Suðurlands mun syngja kl. 16.00 og boðið verður upp á kaffi og kökur sem nemendur hafa sjálfir bakað. Myndband verður í gangi á meðan á sýningunni stendur og sýnd upp- taka frá afmælisári skólanna á Selfossi árið 1984. Handavinnusýningin hefur verið fastur liður í starfi skólans og haldin annað hvert ár. Óhætt er að segja að það sé vel þess virði fyrir fólk að líta inn á sýninguna. Sig.Jóns. Garðabær: Vífill með hátíðahöld SKÁTAFÉLAGIÐ VífíU í Garðabæ mun eins og undanfarin ár halda sumardaginn fyrsta hátíðlegan. Skátamessa verður í Garðakirkju klukkan 11. Skrúðganga hefst frá gatnamótum Hofstaðabrautar og Karlabrautar klukkan 14 og verður gengið að skátaheimilinu. Þar verð- ur tjaldsýning, leiktæki, þrautir og kaffisala. ___ Innilegar þakkir fœri ég öllum þeim, vinumog vandamönnum, sem meÖ heimsóknum, heillaskeytum, blómum og gjöfum geröu mér ógleymanlegan sjötugasta afmœlisdag minn 13. aprílsl. ógleymanlegan. GuÖ blessi ykkur. Jóhanna Ingvarsdóttir. f ^ Terylenebuxur nýkomnar. Mittismál 80-120 cm kr. 1.195,-. Einnig margar aðrar gerðir af buxum fyrirliggjandi. Bíljakkar kr. 1.150,-. Skyrtur, nærföt ofl' Ód^rt Andrés, Skólavörðustíg 22 a, sími 18250. j Kaffisala 1 dag, sumardaginn fyrsta, verður kaffisala til ágóða fyrir sumarbúðirnar í Vatna- skógi, í húsi KFUM og KFUK að Amtmannsstíg 2b. Kaffisalan hefst um kl. 14 og stendur til kl. 18. Um kvöldið verður almenn sumarkvöldvaka í húsi KFUM og KFUK að Amt- mannsstíg 2b, þar sem verður fjölbreytt dagskrá í tilefni dagsins. Hefst samkoman kl. 20.30. Við vonum að sem flestir fagni sumri með Vatnaskógarkaffi og komi á samkomuna um kvöldið. Þá viljum við geta þess að innritun er hafin í dvalarflokkana í Vatnaskógi. Gleðilegt sumar. Skógarmenn KFUM. efé/ag bókagerðar- manna AÐALFUNDUR félags bókagerðarmanna verður haldinn laugar- daginn 26. apríl nk. að Hótel Sögu, Átthagasal, oghefstkl. 10.00. Dagskrá: Samkvæmt grein 9.3. í lögum FBM. Stjórn félags bókagerðarmanna Tónlistarunnendur Á næstunni mun íslenska hljómsveitin og Kór Langholtskirkju flytja tónverkið Messías eftir George F. Handel, ásamt einsöngv- urunum Ólöfu K. Harðardóttur, Sólveigu Björling, Garðari Cortes og Halldóri Vilhelmssyni. Stjórnandi verður Jón Stefánsson. Verkið verður flutt sem hér segir: í Reykjavík í Langholtskirkju fimmtudag- inn 24. apríl kl. 20.30. Aðgangseyrir er kr. 600. Forsala aðgöngumiða er hafin: Á Akra- nesi i Tónlistarskólanum, á Selfossi í versluninni Höfn og Vöm- húsi KÁ, í Keflavík í Tónlistarskólanum, í Reykjavík í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Bókabúð Lárusar Blöndals og (stóni. íslenska Hljómsveitin MMiWMWWnLEt MW Smiðjuvegi 14c, s. 91-78966. ENGININNSIGLI Handhægir og fljótvirkir STÁLBANDASTREKKJARAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.