Morgunblaðið - 24.04.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.04.1986, Blaðsíða 19
.. .... fll MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986 19 Um uppeldi, kennslu og vísindi — II. gr. Grillur í skólum eftir Guðmund Magnússon Grillur ríkjandi skólaspeki hér á íandi um þroska barna og námshæfni væru léttvægar og ekki ástæða til að hafa af þeim neinar áhyggjur ef þær væru skraf eitt, t.a.m. aðeins kaffi- speki á kennarastofum. Stað- reyndin er hins vegar sú, að þær hafa meiri áhrif á skólastarf en flestir foreldrar og forráðamenn barna gera sér grein fyrir. Upplausn og agaleysi i skólum stafar ekki fyrst og fremst af breyttu þjóðfélagsástandi, held- ur af því að verið er að gera tilraunir á börnum og unglingum með vafasamar .og rangar kenn- ingar í uppeldisfræði að leiðar- Ijósi. Eg minni lesendur á, að í grein minni hér í blaðinu á þriðjudag í fýrri viku hélt ég því fram að hin svonefnda „uppeidis- og kennslu- fræði" við Háskóla Islands og sambærileg fræði við Kennarahá- skólann risu ekki undir nafni. Þau væru fyrst og fremst vettvangur áróðurs fyrir ákveðin sjónarmið í menntamálum, ákveðna skóla- speki, sem ríkjandi hefur verið hér á landi í hálfan annan áratug og valdið miklu tjóni. Nú er komið að því, að gera grein fyrir því hveijar helstu grillur skólaspekinganna eru og hvemig þær hafa haft áhrif á starf skólanna. Þess er þá fyrst að geta, að dr. Amór Hannibalsson, dósent í heim- speki við Háskóla íslands, hefur tekið af mér ómakið varðandi mikil- vægan þátt þessa máls, sem ég hef raunar fjallað um í blaðagrein fyrir rúmum tveimur árum („Um skiln- ing og þroska bama: Morgunblað- ið 18. febrúar 1984). í grein hér í blaðinu á laugardaginn vekur Amór athygli á því, að í gildandi aðal- námsskrá grunnskóla (sem Vil- hjálmur Hjálmarsson, þáverandi menntamálaráðherra, staðfesti og gaf út árið 1976) em nokkrar höf- uðkenningar Svisslendingsins Jean Piaget leiddar til öndvegis við skipulag náms og kennslu í íslensk- um skólum, þ. á m. við gerð náms- efnis. Samkvæmt kenningum Pia- get geta böm t.d. ekki hugsað í sértekningum (óhlutstætt) og þau skortir siðgæðisvitund og tillits- semi. Það er m.a. í samræmi við þessa niðurstöðu sem uppeldis- og kennslufræðingar skólarannsókna- deildar menntamálaráðuneytisins hafa umtumað skólakerfi okkar sl. fimmtán ár eða svo. „ Allt væri þetta gott og blessað, ef ekki vildi svo óheppilega til, að kenningar þær sem hér er vísað til, em innantómt þmgl," skrifar Amór. „Hver sá sem kynnst hefur bömum og hefur ekki mglast í ríminu af vitlausum kenn- ingum veit, að böm hugsa fullum fetum óhlutstætt. Þau kunna að tala og öll orð tungumálsins em óhlutstæð (sértekin) hugtök. Hver sá sem beitir heilbrigðri skynsemi sér, að það er út í hött að halda að böm innan 7 ára aldurs skorti siðgæði og geti ekki tekið tillit til annarra sökum vitsmunaskorts. Vissulega hefur hugsun barna sín sérkenni. En kenningar þær, sem að ofan em nefndar, gera henni rangttil." Upplausn í skólum Grillumar úr Piaget um þroska og námshæfni barna og unglinga er ekki hið eina, sem ástæða er til að hafa áhyggjur af í starfi skól- anna. Pirrar ríkjandi skólaspeki em sannarlega fleiri. Ein er sú, að fmmkvæði í námi eigi að koma frá nemendum og nám og kennsla eigi að taka mið af áhuga eða áhuga- leysi nemenda. Onnur er sú, að röðun í bekki eftir rtámsgetu sé undir öllum kringumstæðum röng. Það er talið „félagslega rangt", að leyfa ekki vanþroska bömum eða bömum með skerta námsgetu að vera í sama bekk og önnur böm. Hin þriðja er sú, að utanbókarlær- dómur, staðreyndanám og miðlun þekkingar eigi að víkja fyrir „um- ræðu“ nemenda og kennara, sjálfs- námi og hópvinnu, og þjálfun og undirbúningi fyrir „virka þátttöku" í lýðræðisþjóðfélagi. Fjórða er sú, að skil milli námsgreina eigi að vera sem minnst og „samþætta" beri námsgreinar eins og tök em á (sbr. t.d. samfélagsfræðina), enda sé það, sem fyrr segir, ekki lengur verkefni skóla að miðla ákveðinni þekkingu, heldur að gera nemendur færa um að afla sér þekkingar. Þannig mætti halda áfram að nefna þær hugmyndir, sem haldið er að kennaraefnum í Háskóla ís- lands og Kennaraháskólanum og menntamálaráðuneytið hefur tekið undir að vemlegu leyti og sett í námsskrár sínar. En sjá menn ekki, þegar þeir fara að velta þessum hugmyndum fyrir sér, að við þær er eitthvað meira en lítið bogið? Sjá menn ekki við svolitla um- hugsun hvar rætur núverandi ástands í skólum landsins liggja? Halda menn t.d., að það geti ekki verið skýringin á lélegri stafsetn- ingarkunnáttu ungs fólks að víða í skólum er hætt eða nánast hætt að kenna stafsetningu og málfræði? Halda menn, að það sé ekki sam- hengi á milli áhugaleysis og þekk- ingarskorts bama og unglinga á sögu og sígildum bókmenntum að hvom tveggja er skipulega haldið frá þeim? Og halda menn, að aga- leysi æskunnar megi ekki skýra með þeirri kynlegu andúð á aga og festu, sem hún mætir í skólunum? Höfundur þessarar greinar er á sama báti og lesendur hvað það varðar, að sýn hans yfir skólastarf á íslandi er takmörkuð. Satt að segja hefur enginn einn aðili á takteinum upplýsingar um náms- efni og raunvemlega kennsluhætti í skólunum og af þeim sökum er auðvitað ákaflega erfítt að alhæfa um þau efni. Fullyrðingar mínar um skólastarf em byggðar á vitn- eskju víða að, en ég vildi gjarnan að hún væri meiri. Mér finnst raun- ar, að það hljóti að vera verkefni menntamálaráðuneytisins að afla þessara upplýsinga og koma þeim reglulega á framfæri. Kannski nú- verandi menntamálaráðherra vilji hrinda slíku í framkvæmd? Þá fengjum við t.d. að vita að hve miklu leyti farið er eftir fyrirmælum námsskránna. Við fengjum líka að vita hvaða kennarar og hvaða skól- ar hafa hætt kennslu í stafsetningu og málfræði og íslandssögu, svo dæmi séu tekin. Og við gætum bmgðist við í samræmi við það. Skýjaskraf Ég nefndi hér að framan aðal- námsskrá gmnnskóla. Hún hefur verið í endurskoðun og drög að nýrri aðalnámsskrá vom gefin út af skólarannsóknadeild mennta- málaráðuneytisins haustið 1983. Ég er í hópi þeirra, sem vömðu fyrrver- andi menntamálaráðherra opinber- lega við því að staðfesta þessa nýju námsskrá. Hún tekur hinni eldri engu fram, og ef eitthvað er þá er skýjaskrafið enn yfirgengilegra en í gildandi námsskrá. Grillumar, sem ég tók af dæmi, er allar að finna í þessum drögum og sumar í nýjum veldum, ef svo má segja. Dr. Bragi Jósepsson, lektor við Kennaraháskólann, hefur tekið saman heilsteypta og rökfasta gagnrýni á þessi drög og gefið út í ritlingi íslensk skólastefna og stefnumótun (1985), sem full ástæða er til að vekja athygli á. Hann gagnrýnir efnisatriði drag- anna lið fyrir lið og einnig þá uppeldisstefnu, sem í þeim birtist. Virðist mér af lestrinum, að við séum sammála um öll grundvallar- atriði. Aftur á móti þarf það ekki að koma á óvart, að Andri Isaksson, prófessor í uppeldisfræði við Há- skólann, dásamar drögin í tímariti kennarasamtakanna Nýjum menntamálum (1. hefti 1984). Þau em í fullu samræmi við þá skóla- speki, sem hann heldur að nemend- um sínum. Námsskráin í samfélagsfræði gmnnskóla (frá 1977) hefur einnig verið í endurskoðun, og drög að nýrri námsskrá (sem em fullkom- lega ónothæf) liggja fyrir nefnd þeirri, sem er að gera úttekt á nám- inu og námsefninu í samfélags- fræði. Samfélagsfræðin hefur al- gjörlega verið reist á kenningum Piaget og nú þegar menntamála- ráðuneytið fer að átta sig á því, að þær eiga ekki við rök að styðjast er við hæfi að stokka spilin upp. Ég tel óhjákvæmilegt, að leggja sam- félagsfræði í núverandi mynd niður og hverfa frá „samþættingunni", en taka þess í stað upp hefðbundna námsgreinaskiptingu. Endurskoðun uppeldisfræðinnar Við umræður um fmmvarp menntamálaráðherra um lögvemd- un á starfsréttindum kennara í efri deild Alþingis sl. laugardag lét Eiður Guðnason, þingmaður Al- þýðuflokksins, í ljós efasemdir um, að uppeldis- og kennslufræði væri endilega hið rétta starfsnám fyrir kennara. Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra, greip þá fram í: „Ég er sammála því.“ Þessi ummæli ráðherra em að vísú undar- leg í ljósi þeirrar áherslu, sem hann hefur lagt á að lögfesta einkaleyfi uppeldis- og kertnslufræðinga á kennslustörfum. Én látum ósam- kvæmni ráðherrarts liggja milli hluta. Aðalatriðið er, að ráðherra sýni nú efasemdir sínar í verki með því að láta fara fram gagngera endurskoðun á námi og námsefni í Kennaraháskólanum og uppeldis- og kennslufræði við félagsvísinda- deild Háskóla íslands. Og þá hef ég að sjálfsögðu ekki f huga, að ráð- herra panti aðeins skýrslu frá inn- anbúðarmönnum, heldur leiti hann ekki síður til gagmýnenda utan garðs. Ég fæ ekki séð, að nokkur geti í rauninni verið á móti slíkri endurskoðun og tel brýnt að hraða henni eins og kostur er á. Höfundur er blaðamaður á Morg- unblaðinu. Fyrsta grein hans í þessum flokki birtist þriðjudaginn 14. apríl sl. Hæstaréttardómur vegna tekna af veiðiréttindum: Hlunnindagjaldið brýtur í bága við friðhelgi eignaréttar HÆSTIRÉTTUR hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvæði um hlunnindagjald i 3. grein laga um tekjustofna sveitarfé- laga frá 1980 bijóti í bága við 67. grein stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignaréttarins. í umræddu ákvæði er sveitar- stjórn heimilt að leggja skatt á hlunnindi, sem eru eign utan- sveitarmanna, sem nemur 4% af virðingarverði þeirra. Telur Hæstiréttur þessa skatthætti raska svo jafnræði skattþegna, að eigi sé „gild lagaheimild fyrir álagningu gjaldsins" með vísan til grunnreglu 67. gr. stjórnarskrárinnar samhliða fyrri venju í löggjöf um hlið- stæð efni, eins og segir í dóms- orði Málið á rætur að rekja til veiði- réttinda í Haffjarðará og var áfrýjað til Hæstaréttar 17. júlí 1984 af Thor R. Thors, Richard Thors, Þórði Thors, Unni Thors og Jónu íris Thors gegn Kolbeins- staðahreppi. Héraðsdómur gekk hreppnum í vil. Hæstiréttur telur veiðréttindin falla undir 5. mgr. 3. gr. laga nr 73/1980 um tekjustofna sveitar- félaga, sem fyrr er vitnað til. Þá segir í dómsorði Hæstaréttar: „Nýtingu hlunnindanna ber að skoða sem atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi af hálfu áfrýjenda í þessu tilviki. Enginn þeirra hefir búsetu í Kolbeins- staðahreppi og verður samkvæmt málflutningi aðila að telja, að áfrýjendum hafi verið gert að greiða tekjuútsvar af arði af veiði- hlunnindum eftir því sem 22. gr. laga nr. 73/1980 mæla fyrir um.“ Það er áfrýjendur greiða tekjuút- svar, þar sem þeir eiga lögheimili. í dómsorðinu segir, að hlunn- indagjaldið sé lagt á jafnframt hinum almenna fasteignaskatti og á sama gjaldstofn, þ.e. virðingar- verð hlunnindanna við fasteigna- mat. Gjaldskyldan nái aðeins til hlunninda í eigu utansveitar- manna. Telur Hæstiréttur, að virða beri gjaldið í raun sem skatt á tekjur. Gjaldstiginn sé með „ólíkindum hár ef aðeins væri um að ræða árlegan skatt á verga eign.“ Telur Hæstiréttur að af framangreindu leiði, að tekjur áfrýjenda af hlunnindunum hafi verið skattlagðar bæði eftir bú- setu eigenda veiðiréttindanna og einnig af Kolbeinsstaðahreppi. Þá segir Hæstiréttur: „Um langa hríð var í lögum heimild til að leggja utan heimilissveitar út- svar á gjaldendur, er stunduðu atvinnu eða atvinnurekstur í öðr- um hreppum eða sveitarfélögum en heimilissveit sinni. Jafnframt þessari heimild gilti sú regla, margítrekuð með lögum, að ekki skyldi leggja á sama gjaldstofn nema í einu sveitarfélagi. Með þessari meginreglu var komið í veg fyrir í misræmi við álagningu vegnabúsetu gjaldandans. I þessu máli veltur gjaldskylda áfrýjenda á búsetu þeirra eins og fyrr greinir. Þegar til þess er litið hversu mjög jafnræði þeirra er raskað með þessum skattháttum þykir með tilvísun til gmnnreglu 67. greinar stjómarskrárinnar, samhliða fyrri venju í löggjöf um hliðstæð efni, eigi vera gild laga- heimild fyrir álagningu gjaldsins." Sýknaði Hæstiréttur eigendur veiðréttindanna af kröfum Kol- beinsstaðahrepps á þessum for- sendum. Magnús Þ. Torfason, Bjami K. Bjamason, Guðmundur Jóns- son, Guðmundur Skaftason, Halldór Þorbjömsson, Magnús Thoroddsen og Þór Vilhjálmsson dæmdu málið. Bjami K. Bjama- son skilaði sératkvæði, þar sem fram kemur sú skoðun, að hlunn- indagjaldið sé fasteignaskattsauki og sá mikli munur á gjaldhæð fasteignaskatts eftir búsetu greið- enda leiði til svo stórfelldrar mis- mununar gjaldenda, að ekki samrýmist lögmætum skattlagn- ingarsjónarmiðum og eignar- skerðingin brjóti í bága við 67. grein stjórnarskrárinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.