Morgunblaðið - 24.04.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.04.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986 7 Bræðurnir Guðjón, 5 ára, og Baldur, 4 ára. „Ákveðin í að fara í skrúðgönguna“ — segja börnin á Smáralundi Krakkamir á barnaheimilinu Smáralundi i Hafnarfirði vora í sumarskapi í gær þegar blaðamaður Morgunblaðsins heimsótti þau. „Við hlökkum ofsalega til sumarsins og á morgun, sumardag- inn fyrsta, erum við ákveðin í að fara í skrúðgönguna,“ sögðu þau. Bömin voru að tygja sig út í sólina eftir morgunverðinn í Smáralundi - í rólumar, vegasölt- in og sandkassana. Nokkrir fóru í leik sem kallaður er „í grænni lautu" og aðrir fóru í Þymirósu- leik. „Mér fínnst mest gaman að blása sápukúlur í sólinni,“ sagði Guðjón, 5 ára, sem reyndar var að kenna Baldri bróður sínum, 4 ára, sömu list. „Sérðu bara þessa stóm kúlu - ég get blásið þær miklu stærri en þetta," hélt hann áfram. Guðjón var ákveðinn í því að í sumar ætlaði hann að kaupa svona græjur til að búa til sápu- kúlur og hjól því honum finnst líka gaman að hjóla í góðu veðri. Þórdís, 5 ára, sagðist hlakka mikið til sumarsins. Hún væri ákveðin í að fara í útilegu með mömmu sinni og pabba og 12 ára systur sinni eða í sumarbústað og þegar berin kæmu í ágúst ætlaði hún upp í Bláfjöll til að tína þau. „Ég byrja í skólanum í haust - ég á heima í gráu blokkinni í norður- bænum svo það er stutt að fara. Ég er lika dálítið heppin af því ég get verið samferða vinkonu minni sem býr rétt hjá.“ Þórdís sagðist kunna að lesa sumar bækur, t.d. Depil og Emmu-bækumar, og væri hún nú þegar farin að safna dóti í pennaveskið sitt. Mamma hennar ætlaði hinsvegar að kaupa skólatöskuna seinna. Þórdís sagð- ist líklega fara í skrúðgönguna í tilefni sumardagsins fyrsta. Síðan nyndi hún fara í heimsókn til vinkonu sinnar og ömmu sinnar í t'reiðholtinu sem væri veik. Þær systur Ráðhildur, Anna 5 árí og Heiðrún María, 4 ára, voi >. ekki alveg búnar að skipu- legjja sumarið en þær voru ákveðnar í að nota þó nokkum tíma í sólbað, að eigin sögn. Nokkrir krakkanna sögðust þegar hafa fengið sumarföt og skó og enn aðrir fá pakka í dag í tilefni sumarkomunnar. Ein hnátan sagðist vera næstum viss um að hún fengi Barbie-dúkku - hún hafði nefnilega hrist pakkann og þuklað til að kanna innihaldið. Þjóðleikhúsið: I deiglunni frum- sýnt á afmælinu Á SUMARDAGINN fyrsta er afmæli Þjóðleikhússins og í kvöld er frumsýnt þar eitt fræg- asta leikrit Arthurs Miller, í deiglunni. Þýðandinn er dr. Jakob Benediktsson en leikstjóri er Gísli Alfreðsson Þjóðleik- hússtjóri. Þjóðleikhúsið sýndi í deiglunni fyrst síðla árs 1955. Leikstjóri var þá Lárus Pálsson, en leikarar í aðalhlutverkum: Rúrik Haralds- son, Regína Þórðardóttir og Valur Gíslason. Nú — rúmum þremur áratugum síðar — fer Valur Gísla- son líka með stórt hlutverk. Aðal- hlutverkið leikur Hákon Waage. Önnur helztu hlutverk leika Edda Þórarinsdóttir, Gunnar Eyjólfsson og Elfa Gísladóttir sem nú leikur í fyrsta sinn á sviði Þjóðleikhúss- ins. Ennfremur Sigurður Skúlason, Guðrún Gísladóttir, Guðlaug María Bjarnadóttir, Sólveig Pálsdóttir og Sólveig Arnardóttir, og loks Stein- unn Jóhannesdóttir sem er á fömm til Svíþjóðar og birtist því ekki aftur á sviði Þjóðleikhússins í bili. Undirmenn á far- AÐALFUNDUR VINNU- VEITENDASAMBANDS ÍSLANDS 1986 verður haldinn þriðjudaginn 29. apríl í Súlnasal Hótel Sögu. Dagskrá: Kl. 11:00 Kl. 11:40 Kl. 12:15 Kl. 13:30 Kl. 14:00 Kl. 16:00 Kl. 17:00 Fundarsetning. Ræða formanns, Gunnars J. Frið- rikssonar. Að ná árangri. Erindi: Magnús Gústafsson, for- stjóri. Hádegisverður aðalfundarfulltrúa og gesta. Skýrsla framkvæmdastjóra. Framleiðni og lífskjör. Erindi: Brynjólfur Bjarna- son, framkv.stj. Hörður Sigurgestsson, forstjóri og Valur Valsson, bankastjóri. Almennar umræður. Framhald aðalfundarstarfa. Fundarslit. skipum boða verkfall UNDIRMENN á farskipum hafa boðað verkfall frá kl. 15 mið- vikudaginn 30. apríl nk. ef ekki semst í deilu þeirra. Þá hafa sáttasemjaraembættinu borist tilkynningar um tvær tíma- bundnar vinnustöðvanir. Sleipnir, félag bílstjóra á sérleyf- isbílum, boðaði í gær verkfall 2. pg 3. maí nk. og Skipstjórafélag íslands boðaði í fyrradag vinnu- stöðvun 29. og 30. apríl nk. Fundur hefur verið boðaður hjá sáttasemjara ríkisins í deilu undir- manna á farskipum og viðsemj- enda þeirra á morgun, föstudag, kl. 13.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.