Morgunblaðið - 24.04.1986, Blaðsíða 80
...MEÐA
NOTUNUM..
© Iðnaðarbankínn
-mrtwu tunki
FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1986
VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR.
Bankar og spari-
sjóðir fjármagna
halla ríkissjóðs
STEFNT er að því að viðskiptabankarnir kaupi skuldabréf af ríkis-
sjóði fyrir 850 miHjónir króna á þeim þremur ársfjórðungum sem
eftir eru af þessu ári. Með kaupunum, ásamt því að Landsbanki og
Útvegsbanki lagi stöðu sína gagnvart Seðlabanka, er ætlunin að fjár-
magna 1.500 miljjóna króna rekstrarhalla ríkissjóðs.
í endurmati Þjóðhagsstofnunar á
efnahagshorfum er því spáð að
halli á ríkissjóði verði allt að 1.500
milljónir króna. Nú standa yfir
viðræður milli Seðlabanka, annars
vegar og viðskiptabanka og spari-
sjóða hins vegar um það það þeir
síðamefndu kaupi skuldabréf til
fimm ára fyrir 850 milljónir króna,
þar af sparisjóðir fyrir 235 milljónir
króna. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins eru stofnanimar
Refsifangi
í hungur-
verkfalli
í Hegning-
arhúsinu
FANGI f Hegningarhúsinu við
Skólavörðustfg hefur verið f
hungurverkfalli frá þvf f
byrjun mánaðarins. Hann var
þó um tíma fluttur f Landspft-
alann til skoðunar.
Þorsteinn Jónsson, deildar-
stjóri í dómsmálaráðuneytinu,
sagði í samtali við Morgunblað-
ið, að fangi þessi hefði komið
inn til afplánunar 8 mánaða
fangavistar fyrrihluta aprflmán-
aðar og hafið fangavistina með
hungurverkfalli. Þann 17. mán-
aðarins hefði hann verið fluttur
í Landspítalann til rannsóknar
að ráði lækna. Þaðan hefði hann
komið í Hegningarhúsið 21.
apríl og hefði þá enn haldið sig
við sveltið.
Þorsteinn sagðist ekki geta
sagt hveijar ástæður fanginn
gæfi fyrir hungurverkfallinu.
tilbúnar til þessa, enda kjör bréf-
anna hagstæð eða 2% hærri vextir
en á útlánum.
Þessi kaup em talin möguleg
vegna bættrar lausaíjárstöðu inn-
lánsstofnana, með tveimur undan-
tekningum. Lausaflárstaða Lands-
banka og Útvegsbanka er slæm og
vegna þess kaupa þeir ekki skulda-
bréfin, heldur er stefnt að því að
þeir lagi stöðuna gagnvart Seðla-
banka um 673 milljónir króna á
þessu ári. Svigrúm Seðlabanka til
þess að veita ríkissjóði eykst við
það að þessir bankar lagfæri stöð-
una.
Sjá nánar frétt á
B-I: „Ríkisfjármál.“
Askja á strandstað í gærkvöldi.
Morgunblaðið/RAX
Askja strand-
ar við höfnina
í Borgarnesi
Borgarnesi.
Á háflóði um kl. 18.00 í gær strand-
aði ms. Askja við höfnina í Borgar-
nesi. Var skipið að leggjast að og var
komið samsíða höfninni þegar það tók
niðri um 15 metra beint út frá henni.
Ffjótlega eftir að skipið strandaði var
reynt að ná því á flot með því að binda
taugar frá því yfir í tvo vörubíla og
einn vörulyftara sem voru á hafnar-
planinu. Ekki tókst að ná skipinu á
flot með þessum hætti og þegar var
farið að falla út, var ákveðið að bíða
morgunflóðs með frekari aðgerðir.
Að sögn Gunnars Aðalsteinssonar,
sláturhússtjóra, er skipið með 500 tonn
af áburði til Kaupfélags Borgfirðinga.
Kom þetta skip síðast til Borgamess 6.
apríl sl. og var þá með 750 tonn af
áburði. Aðspurður sagði Gunnar að vitað
væri að innsiglingin væri að þrengjast
þama og í dag væri aðeins eftir mjó
renna við bryggjuna sem væri ömgglega
nægjanlega djúp.
TKÞ
Öflugur lögregluvörður á Keflavíkurflugvelli í gær:
Millj arða verðmæti í
Picasso-málverkum
„Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm og sex. Gott - allir kassarair
komnir í leitiraar - þeir áttu að vera sex alls,“ sagði Salvör Nordal,
framkvæmdastjóri Listahátíðar, þegar hún tók á móti 55 verkum
hins fræga málara Picasso á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Mál-
verkin eru hingað komin á vegum Listahátíðar, sem hefst 31. maí
nk.
Vel var frá málverkunum gengið
á leiðinni, en óhætt er að fullyrða
að listaverkafarmur þessi er sá
verðmætasti sem hingað til lands
hefur komið. „Verðmætið - ég get
ekkert sagt um það - það skiptir
milljörðum," sagði Salvör í samtali
við blaðamann.
Listaverkin komu hingað til lands
með áætlunarvél Flugleiða frá
London í gærkvöldi, en höfðu þá
ferðast frá frönsku borginni Nice,
þar sem Jacqulene Picasso ekkja
listamannsins býr, til Parísar og
þaðan til London.
Salvör sagði að verkin væru
aðeins lítið brot úr einkaeign ekkj-
unnar og hefði hún lánað þau öll
endurgjaldslaust. Þetta væri eins-
konar vinargjöf til Listahátíðar og
Morgunblaðid/Bjami
Verðmætasti listaverkafarmur, sem hingað til lands hefur komið, kom með áætlunarvél Flugleiða frá
London í gær. Öflugur lögregluvörður var á vellinum.
þar með til íslands. Frú Picasso er
stðan væntanleg til landsins í enda
maí en hún ætlar sjálf að setja sýn-
inguna upp að Kjarvalsstöðum.
Sýningin stendur í tæpa tvo mán-
uði, eðatil 27. júlí.
Málverkin verða vöktuð allan
þann tíma sem þau verða hér á
landi og mun Lögreglan í Reykjavík
sjá um þá hlið málsins. Salvör sagði
að Listahátíð þyrfti ekki að greiða
nein tryggingagjöld heldur hefðu
samningar tekist um ríkisábyrgð
varðandi tryggingar. „Við hefðum
örugglega aldrei getað fengið þessi
listaverk annars - ég er viss um
að tryggingar hefðu hlaupið á millj-
ónum króna ef við hefðum þurft
að greiða þær.“
Bændur á Suður-
landi langt komn-
ir með kvótann
Sdfossí.
NÚ ERU tíu bændur á svæði
Mjólkurbús Flóamanna búnir að
framleiða mjólk upp i fullvirðis-
rétt sinn og i mai og júni má
reikna með að margir bændur
bætist í þennan hóp. Þegar
kemur fram í júli og ágúst verða
vel flestir bændur á Suðurlandi
búnir að framleiða nýólk upp i
fullvirðisréttinn.
Það sem getur bætt þessa stöðu
eitthvað er að ekki hefur verið út-
hlutað þeim 5% af framleiðslunni
sem Búnaðarsamband Suðurlands
úthlutar.
í nýrri skýrslu Mjólkursamsöl-
unnar kemur fram að framleiðslan
á svæði hennar það sem af er þessu
ári nemur 54,7 milljónum lítra og
að eftir er að framleiða 20,9 milljón-
ir lítra. Á sama tíma í fyrra var
framíeiðslan í apríl til ágúst 28,9
milljónir lftra. Áf þvf sést að ef
framleiðslan verður jafnmikil og í
fyrra þarf samdráttur að verða 8
miHjónir lftra á þessum tfma ef
framleiðslan á að vera innan full-
virðismarks.
Síðustu tvær vikur hefur innlegg
í Mjólkurbú Flóamanna verið heldur
minna en á sama tfma í fyrra.
Aðalfundur Mjólkurbús Flóa-
manna verður haldinn 25. apríl í
Aratungu og þar verða málefni
mjólkurframleiðslunnar m.a. rædd.
Sig. Jóns.
Kona stungin
Rannsóknarlögregla ríkisins
krafðist í gær gæzluvarðhaldsúr-
skurðar yfir manni, sem í fyrri-
nótt stakk sambýliskonu sína
með hnífi.
Missætti kom upp á heimili þeirra
í Reykjavík og lauk því með fyrr-
greindum hætti. Konan hlaut
minniháttar ineiðsii og var gert að
sárum hennar og henni síðan leyft
að fara heim.
Sakadómur Reykjavíkur hefúr
kröfu RLR til meðferðar.