Morgunblaðið - 24.04.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.04.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986 25 Jafn mikilvægt að berjast fyrir mann- réttindum og friði „Fólk er löngu búið að missa áhugann á Helsinki-sáttmála. Ráðstefn- urnar um öryggi og samvinnu í Evrópu þykja svo leiðinlegar og tilgangslausar að varla nokkur veitir þeim athygli. Þess vegna legg ég til að sáttmálinn verði gerður ógildur. Það vekur fólk til um- hugsunar, stuðlar að umræðu og knýr sérfræðinga til að finna leiðir sem gætu leitt til þess að aðildarríki Helsinki-sáttmálans virði hann og standi við samþykktir hans.“ Rússneska andófsmanninum og rithöfundinum Vladimir Bukovsky fórust svo orð á tveggja daga gagnráðstefnu um mannréttinda- mál og Helsinki-sáttmála sem Al- þjóðlega andspymuhreyfingin, Int- emationale de la Resistance, í Frakklandi og Andrei Sakharov stofnunin í Bandaríkjunum stóðu fyrir í Bem í Sviss um miðjan apríl. Ráðstefnan var haldin í tilefni þess að sérfræðingar frá löndunum 35 sem skrifuðu undir Helsinki- sáttmála fyrir rúmum 10 ámm komu saman til sex vikna fundar í Bem 15. apríl til að fjalla um átta ákvæði sem kveða á um mannleg tengsl í sáttmálanum. Svisslending- ar buðu til sérfræðingafundarins sem undirbúningsfundar fyrir ráð- stefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu sem hefst í Vín í nóvember en Helsinki-sáttmáli kveður á um að þessar ráðstefnur séu haldnar. Sáttmálinn skiptist í þijá megin málafiokka: öryggismál og sam- vinnu á sviði efnahagsmála og mannúðarmála. Vestrænum þjóð- um þykir austantjaldslönd ekki hafa staðið við ákvæði um mannúðarmál sem skyldi og því buðu Svisslend- ingar til þessa fundar til að draga athygli að þeim og ítreka að mann- úðarmál eru jafn mikilvæg og aðrir málaflokkar í sáttmálanum. Þekktir menningarvitar og and- ófsmenn sátu gagnráðstefnuna í Bem. Franski leikarinn Yves Mont- and, rithöfundurinn E. Ionesco og Bukovsky vöktu athygli á henni með nærveru sinni. Von var á heim- spekingnum B.H. Levy en hann forfallaðist og komst ekki. Sigurður Pálsson, rithöfundur og leikstjóri, sat ráðstefnuna á vegum alþjóðlega PEN-klúbbsins fyrir hönd Islands. Hann sagði að nærvera frönsku menningarvitanna væri í anda þeirrar grundvallarhugarfarsbreyt- ingar og uppgjörs við gamlar hug- myndir sem hefur átt sér stað í Frakklandi á undanfömum árum. Hann sagði að barátta sovéskra andófsmanna, barátta Samstöðu í Pólandi og innrás Sovétmanna í Afganistan hefðu stuðlað að hugar- farsbreytingunni og mörgum Frökkum væri orðið ljóst að það er jafn mikilvægt að berjast fyrir mannréttindum og fyrir friði. Sigurður sagði að fulltrúar frá öllum aðildarríkjum Helsinki-sátt- mála hefðu verið saman komnir á gagnráðstefnunni auk fulltrúa frá Eystrasaltslöndunum og Balkan- þjóðum. „Þátttakendumir fluttu stutt ávörp og kynntu afstöðu sinnar þjóðar til mannréttindamála. Þær reyndust mjög mismunandi og aðstæður þátttakenda em afar ólík- ar en þeir era allir búsettir á Vest- urlöndum. Ég sagði frá tveimur atvikum sem Islendingar áttu fram- kvæði að, annað endaði vel en hitt fór ver. Ég sagði frá baráttu ís- lensku þjóðarinnar fyrir ferðafrelsi Tarkovsky-fjölskyldunnar og boði skákhreyfingarinnar til Boris Gulko skákmeistara á Reykjavíkurmótið. Tarkovsky-fjölskyldan er nú sam- einuð en Gulko fékk ekki að koma á mótið." Skákmeistararnir Lev Alburt og Maxim Dlugi vora ( Bem. Þeir ætluðu að tefla við Gulko í gegnum síma annað ráðstefnukvöldið og sendu til hans skilaboð um að vera á aðalsímstöðinni í Moskvu klukkan 19. Vitað er að Gulko fór að heiman á leið á símstöðina klukkan 18:30 þetta kvöld en hann gaf sig ekki fram þegar hann var kallaður upp á símstöðinni hálftíma seinna. Yms- ar kenningar vora uppi um hvað hefði komið fyrir hann, sumir töldu að hann hefði verið handtekinn en aðrir sögðu að símadaman hefði alls ekki kallað hann upp. Sérfræðingafundurinn fjallar um fjölskyldutengsl, sameiningu §öl- skyldna, hjónabönd fólks frá sitt hvorú landinu, ferðalög einstakl- inga og hópa, ungmennamót, íþróttir og aukin tengsl. Aðildarlönd Helsinki-sáttmála sættust á að tryggja rétt þjóðar sinnar varðandi þessi mál, auðvelda tengsl milli þjóða og greiða götu þeirra sem lenda í erfiðleikum. Ymis dæmi sem sýndu fram á að Sovétmenn hafa brotið þessi ákvæði sáttmálans vora rakin á gagnráðastefnunni og van- trú á viija og þori embættismann- anna á sérfræðingafundinum til að gagnrýna Sovétmenn harðlega kom í ljós. „Það er ekki eðli diplómata samkvæmt að hefja máls á svo viðkvæmum hlutum, þeir vilja ekki styggja starfsbræður sína með því að gagnrýna „innanríkismál“ hinna," sagði breskur þingmaður sem var mættur í Bem til að hvetja fulltrúa Bretlands á sérfræðinga- fundinum til að sýna Sovétmönnum í tvo heimana. Gunnar Pálsson, sendiráðsritari í íslenska utanríkisráðuneytinu, er fulltrúi íslands á sérfræðingafund- inum til 24. apríl. Hjálmar W. Hannesson sendifulltrúi mun síðan sitja hann tvær síðustu vikumar. Gunnar sagði í stuttu ávarpi sem hann flutti í upphafi fundarins að afstaða íslands væri sú að jöfn áhersla ætti að vera lögð á alla þrjá málaflokka Helsinki-sáttmál- ans. Hann sagði að mannréttinda- mál vörðuðu samskipti þjóða og væra því ekki innanríkismáj ein- stakra þjóða. 0g hann kvað ísland vilja leggja meiri áherzlu á fram- kvæmd þegar gerðra samþykkta um mannúðarmál a sérfræðinga- fundinum en að bæta við fleiri mannréttindaatriðum. Michael Novak, leiðtogi sendi- nefndar Bandaríkjamanna á sér- fræðingafundinum, lýsti yfir ánægju með gagnráðstefnuna þeg- ar fulltrúar af henni afhentu honum yfirlýsingu um ósk þátttakenda hennar um að sérfræðingafundur- inn myndi þjarma að fulltrúm aust- antjaldslandanna og fá þá til að standa við gerða samninga. Hann sagði að gagnráðstefnan hefði sýnt að aivara lægi að baki orðum hinna vestrænu embættismanna á sér- fræðingafundinum og hann vonað- ist til að fundurinn gæti fundið leiðir til að knýja aðildarríki Hels- inki-sáttmálans til að standa við ákvæðin um mannleg tengsl í sátt- málanum. ÁL MÁIMVEKNÍ Fyrirliggjandi á lager ÁL-plötur 1 mm—20 mm ÁL-profílar ÁL-rör Flatt-ÁL ÁL-gólfplötur ÁL-skjólborðaefni ÁL-flutningahús Vörulyftur ÁL-vörubílapallar Gataplötur fyrir laxeldisstöðvar Læsingar—lamir Rústfrítt stál Plötur 1 mm—6 mm Niðurefnun eftir máli MÁIMVEKNI Sími 91-83045 83705 Vagnhöfða 29, Reykjavík. Varahlutir í litla bíla og stóra Ef HÁBERG á hlutinn þá er veröið hagstœtt! G ” SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91-8 47 88 SVUNTUR °g BLÚSSUR fyrir matstofur og veitingahús ISLENZKUR HEIMILISIÐNAÐUR, sími 11785. Nýtt og gómsætt paté unnið úr raftaskinku — hreinasta sælgæti jaf nt heitt sem kalt! • ••, Áskriftarsíminn er 83033 Þorskalýsi eóa ufsalysi frá Lýsi hf. ...heilsunnar vegna ARGUS<€>
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.