Morgunblaðið - 24.04.1986, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986
3
^KARNABÆR
yíaJF Laugavegi66
Félagar úr Lionsklúbbnum Víðari önnum kafnir við að hreinsa
Tjömina.
Tjörnin hreinsuð
PLASTPOKAR, fatnaður, bárujárnsplata og alls kyns annað dót kom
upp úr Tjörninni þegar hún var hreinsuð á þriðjudaginn. Þeir sem
verkið unnu voru félagar í Lionsklúbbnum Víðari, en þeir hreinsuðu
einnig Tjörnina í fyrrahaust.
Að sögn Reynis Þorgrímssonar
formanns Víðars fannst mikið af
plastpokum og ástæða væri til að
vara fólk við að henda þeim í Tjöm-
ina, því fjöldi fugla hefði drepist
af þeirra völdum. Fuglamir kafa
niður í pokana og komast ekki úr
þeim aftur og kafna. Reynir vildi
minna fólk á að nú væri ástæðu-
laust að henda msli í 'Ijömina því
ruslatunnum hefði verið íjölgað við
hana að undanfömu.
Hreinsunin á þriðjudaginn hófst
klukkan sex og tók um það bil
þrjár klukkustundir. Alls tóku um
20 manns þátt í henni.
Skyndiskoðun fiskiskipa:
Athugasemdir
gerðar við 186
atriðiaf 621
DAGANA 15.—18. apríl sl.f fór
fram á vegum Siglingamála-
stofnunar skyndiskoðun á fiski-
skipum í verstöðvum á Suður-
og Vesturlandi.
Farið var um borð í 86 skip og
skoðuð og prófuð samtals 621 atriði
í búnaði skipanna.
Athugasemdir voru gerðar við
186 atriði af þeim sem skoðuð voru.
í sex skipum var krafist tafar-
lausra lagfæringa á ákveðnum bún-
aði, en í allmörgum öðram skipum
vora gerðar athugasemdir sem
bæta verður úr sem allra fyrst og
verður farið í þau skip aftur innan
tíðar til að ganga úr skugga um
að aðfínnslum hafí verið sinnt.
Messías
í kvöld
Af einstökum atriðum sem ábóta-
vant var má nefna legufæri, björg-
unarvesti og björgunarhringi, lok-
unarbúnað lesta og vatnsþéttara
rýma og branadælur, slöngur og
stúta.
Siglingamálastofnunin mun á
næstunni láta fara fram skyndi-
skoðanir á fískiskipum af þessu
tagi í öðram verstöðvum í landinu.
ÍSLENSKA hljómsveitin og
Kór Langholtskirkju hafa flutt
undanfarna daga á Akranesi,
Selfossi og í Keflavík við mjög
góðar undirtektir.
Lokatónleikarnir verða i
Reykjavík í kvöld kl. 20:30 í
Langholtskirkju.
„Flutningur Langholtskórsins,
íslensku hljómsveitarinnar og
einsöngvaranna Garðars Cortes,
Halldórs Vilhelmssonar, Ólafar
Kolbrúnar Harðardóttur og Sól-
veigar Björling á hinu stórbrotna
og slgilda tónverki Messlas eftir
George F. Hándel gera tónleik-
ana að viðburði sem enginn tón-
listarannandi ætti að láta fram
hjá sér fara,“ segir í frétt frá
íslensku hljómsveitinni. Stjóm-
andi tónleikanna er Jón Stefáns-
son. Að sögn Jóns Baldurs Lor-
ange aðstoðarframkvæmdastjóra
hljómsveitarinnar taka um níutíu
manns þátt í fíutningi verksins,
þannig að hér er um mikið og
áhættusamt fyrirtæki að ræða.
íslenska hljómsveitin sér um alla
framkvæmd þessara tónleika, en
með tónleikunum hefur hljóm-
sveitin haldið á fjórða tug tón-
leika á starfsárinu, sem er hið
fjórða í röðinni, eða helmingi
fleiri tónleika en árið áður.
Bonaparte
urstræti 22 ,lí=, 1. sími frá skioti
Austurstræti 22 ^ J. simi frá skiptiborði 45800