Morgunblaðið - 24.04.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.04.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986 13 Rætt við Hans Hermann Haferkamp, sendiherra Sambandslýðveldisins Þýzkalands á íslandi Ég er stoltur af því að fá að starfa hér og ég vona, að mér takizt að sannfæra íslendinga um, að Sambandslýðveldið Þýzkaland vill vera góður bandamaður. Ég vil ekki bara vinna að því að vekja skilning hér á landi á málefnum Þjóð- veija heldur einnig að því að vekja skilning í heimalandi mínu á málefnum íslendinga." Þannig komst Hans Hermann Haferkamp, hinn nýi sendi- herra Sambandslýðveldisins Þýzkalands að orði í viðtali við Morgunblaðið fyrir skömmu. Haferkamp er fæddur 1926 í iðnaðarborginni Duisburg við Rín. Faðir hans var þar prófessor í germönskum og enskum bók- menntum, en kenndi auk þess rómönsk mál og þá einkum frönsku. „Þaðan kemur áhugi minn á tungumálum og bókmenntum," segir Haferkamp. „Áhugi minn á germönskum bókmenntum á rót sína að rekja til þessa tíma og þá ekki sízt á fornsögum Islend- inga. Ég hafði sérstakar mætur á tungumálum Norðurlanda og reyndi að kynna mér bókmenntir þeirra eftir föngum. Þessi áhugi minn jókst enn, á meðan ég var við háskólanám, því að auk lög- fræði lagði ég einnig stund á málvísindi." „Annars er ég lögfræðingur að mennt,“ heldur Haferkamp áfram. „í laganáminu lagði ég einkum áherzlu á þjóðarétt, stjórnskipunarrétt og réttarheim- speki. Þar að auki hafði ég áfram mikinn áhuga á tungumálum og var svo lánsamur að auk háskól- ans í Bonn fékk ég að nema við háskólann í Oxford í Englandi. Þá var ég einnig við nám í Frakkl- andi. Þegar ég gekk í utanríkis- þjónustuna var ég því líka tiltölu- lega vel undirbúinn hvað tungu- málakunnáttu snertir. Haferkamp hefur að baki sér langa reynslu í utanríkisþjón- ustunni, því að þar hefur hann starfað allt frá árinu 1952. Hann fór fyrst til Belgíu en síðan til Suður- og Mið-Ameríku. Þar næst fór hann sem ræðismaður til Lille í Frakklandi, en síðan til Parísar, þar sem hann var menningar- máiafulltrúi við sendiráð lands síns í fjögur ár. „Eftir þessi ár eru París og Frakkland mér mjög minnisstæð," segir sendiherrann. Eftir það lá leið hans til Mið- Ameríku, þar sem hann var um skeið sendiherra lands síns í Trin- itad-Tobago, en síðan varð hann sendiherra í Togo í Afríku. „Rétt eins og áður í Bólivíu náði ég þama að kynnast vandamálum þróunarríkjanna úr mikilli ná- lægð.“ Síðan lá leið Haferkamps heim á ný,.en að því búnu til Norður- landa, þar sem hann tók við starfi í sendiráði lands síns í Kaup- mannahöfn. Sendiherra Sam- bandslýðveldisins á Islandi varð hann svo í desember sl. Hér víkur sendiherrann talinu að Evrópu og segir: „Hvað sam- vinnu ríkja Vestur-Evrópu snertir, þá liggja einkum þtjár meginá- stæður þar að baki. I fyrsta lagi má þar nefna öryggisástæður, í öðru lagi efnahagsástæður og í þriðja lagi sögulegar og stjóm- málalegar ástæður. Það kom í ljós eftir heimsstytj- öldina síðari, að ríki Evrópu em þess ekki megnug með öllum nú- tímavopnum að verja sig að neinu gagni hvert út af fyrir sig. Sú skoðun kom því fram, að sameig- inlegar aðgerðir að þessu mark- miði gætu haft í för með sér mikinn ávinning fyrir hvert ríki út af fyrir sig. Sagan hefur sýnt, að þetta var rétt. Þessi skoðun vann sér svo fótfestu báðum megin Atlantshafsins og varð síðan Hans Hermann Haferkamp sendiherra fyrir framan sendiráð Þýzka sambandslýðveldisins í Reykja- vík. „Ég vil ekki bara vinna að því að vekja skilning hér á landi á málefnum Þjóðverja, heldur einnig að því að vekja skilning í heimalandi mínu á málefnum íslendinga. Stoltur af því að fá að starfa hér grundvöllurinn að stofnun Atl- antshafsbandalagsins. Frá þeim tíma hafa öll aðildar- ríki NATO átt því láni að fagna að fá að búa við frið að heita má. Alls staðar þar sem NATO er til staðar, hefur ríkt friður. Ég vil hins vegar minna á í þessu sam- bandi, að frá því að síðari heims- styijöldinni lauk þar til nú, hafa verið háð um 160 alvarleg stríð víðs vegar í heiminum, þar sem hernaðaijafnvægi var ekki fyrir hendi. Þetta þýðir, að friðurinn er þar öruggastur, þar sem valda- hlutföllin eru jöfn. Við myndum að sjálfsögðu fagna því að geta fryggt öryggið með færri vopnum, en reynzlan hefur kennt okkur, að alls staðar hafa brotizt út mannskæð stríð, þar sem hernað- arjafnvægi er ekki fyrir hendi. í efnahagslegu tilliti fekk hinn fijálsi hluti Evrópu að reyna það eftir síðari heimsstyijöldina, að efnahagslíf í sumum öðrum heimshlutum þróaðist miklu hrað- ar. Sú skoðun varð ráðandi, að markaðsfrelsi og fijáls samkeppni væru forsendur fyrir því, að há- marksárangri yrði náð í efnahags- málum og á tæknisviðinu. í kjölfar þessa var svo Efnahagsbandalag Evrópu stofnað. í heild er sú skoðun ríkjandi, að Efnahags- bandalagið hafí orðið til heilla fyrir öll aðildarlöndin. Aðildarl- öndum bandalagsins er enn að fjölga. Þannig eru Spánn og Port- úgal nýlega gengin í bandalagið. Það ber að harma, að innganga þeirra hefur valdið íslandi vissum erfíðleikum. Ég vil taka það skýrt fram, að af hálfu Sambandslýðveldisins verður allt gert til þess að leysa vandamál EFTA-ríkjanna, sem við höfum svo mikil tengsl við og svo margt sameiginlegt með. Við höfum mikinn áhuga á nánara samstarfí við íslendinga á sviði viðskipta og verzlunar. Við gerum okkur Ijóst, að íslendingar eru fískveiðiþjóð og það er því eðlilegt, að þeir haldi fast á rétti sínum til fiskimiða sinna. Samvinna landa okkar hefur annars verið mest á menningar- sviðinu. Þar ná tengsl okkar 1100 ár aftur í tímann vegna skyldra tungumála og grundvallarskoð- ana, sem eru báðum þjóðunum sameiginlegar. í Þýzkalandi eru Eddukvæðin og fomsögur ykkar lesnar af áhuga og með aðdáun. Þjóðir okkar hafa jafn mikinn Berlínarmúrinn, óbrotgjarn minnisvarði um skiptingu Þýzkalands. „í frjálsum kosningum myndi meirihluti allra Þjóðveija lýsa yfir vilja sínum um að sameina Þýzkaland." áhuga á hinum miklu tónlistar- mönnum og skáldum sögunnar. Nútímaskáld eins og Halldór Laxness er jafn þekktur hjá okkur og margir þýzkir rithöfundar. Aðrir hlutir eins og málverk ykkar eiga það skilið að verða enn þekkt- ari í Þýzkalandi. Þá hefur mér orðið það ljóst síðustu mánuði í enn ríkari mæli en áður, hve vel Islendingar þekkja til þýzkra bók- mennta, tónlistar og heimspeki. •* Nú fer árlega mikill fjöldi Is- lendinga ser til hressingar til Þýzkalands í sumarleyfi sínu og fjöldi Þjóðaija kýs að veija fríu sínu í þessu fagra landi hér. Um árabil hafa íslenzk ungmenni farið til náms í Sambandslýðveldinu hundruðum saman og svo er enn. Þá vil ég taka það fram, að það gleymist ekki með þjóð minni, hve margir Þjóðveijar fengu matvæla- aðstoð frá íslandi eftir stríð og að margir Þjóðveijar fengu aðset- ur hér, eftir að þeir höfðu verið reknir milljónum saman burt frá austurhéruðum lands síns. Á sviði öryggismála eigum við mjög margt sameiginlegt. Bæði löndin eru aðildarríki NATO. Við í Sambandslýðveldinu viljum leggja áherzlu á, að vamir NÁTO eru ekki bara tryggðar fyrir at- beina Bandaríkjamanna, heldur stendur NATO í heild þar að baki, það er að segja, við viljum, að varnirnar verði skoðaðar sem varnir allra NATO-landanna. Þegar rætt er um samskipti þýzku ríkjanna, leiðir það strax hugann að þeirri spumingu, hvaðá afleiðingar á síðari heimsstyijöld- in að hafa? Við Þjóðvetjar vitum, að í nafni Þýzkalands var framið mikið óréttlæti víðs vegar í heim- inum, en að lokum stóð þó Þýzka- land eftir sem rústir einar. Ég vil ekki fara hér út í einstök atriði; en eitt vil ég þó taka fram: I hjörtum allra Þjóðverja býr sú sannfæring, að þýzka þjóðin eigi að hafa rétt til þess að skera úr um það í fijálsum, leynilegum kosningum, hvort það eigi að vera til eitt eða tvö þýzk ríki í Þýzkal- andi. „Vissir aðilar halda því fram, að hinar sögulegu afleiðinar síðari heimsstyijaldarinnar hljóti að vera tvö þýzk ríki. Ég get ekki tekið undir þetta með nokkm móti. Fyrr en fijálsar, leynilegar kosningar geta átt sér stað í báð- um hlutum Þýzkalands, er ekki unnt að ákveða endanlega örlög þýzka ríkisins sem eitt sinn var. Það verður að staðreyna eða af- sanna einingu þýzku þjóðarinnar í slíkum kosningum. Við í Sam- bandslýðveldinu em þeirrar skoð- unar, að í slíkum kosningum myndi meiri hluti allra Þjóðveija lýsa yfír vilja sínumm um endur- sameinað Þýzkaland. Ef það kæmi í ljós, að meiri hluti fólks í Þýzka alþýðulýðveldinu (DDR) tæki aðra afstöðu, þá myndum við, svo framarlega sem þar væri í raun og vem um fijálsar kosn- ingar að ræða, virða þá niðurstöðu að sjálfsögðu. Til þessa sjást þess þó engin merki, að þetta geti gerzt. Engin myndi mæla því í mót, að alls staðar annars staðar ætti sérhver þjóð, sem þess óskar, að hafa óskiptan rétt til þess að ákveða sjálf örlög sín í fijálsum, leynilegum kosningum. Og með hvaða rétti ætti nokkur maður að halda þessum möguleika fyrir þjóð minni, þegar sá hinn sami lýsir því yfir, að þessi fijálsi vilji þjóð- anna, eigi að vera einn af hom- steinunum í samskiptum allra þjóða. Eg get sem sé ekki falizt á það, að jafnvel verstu verk nazismans hafi orðið til þess að svipta Þjóðveija þeim rétti að búa saman í einu landi og þá við þau þjóðfélags- og stjórnmálaskilyrði, sem þeir kjósa sér sjálfír í fijálsum kosningum." (MS)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.