Morgunblaðið - 24.04.1986, Page 26

Morgunblaðið - 24.04.1986, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986 Önnur hlið á okurmálinu Vvnllirétii* Aliirlcsiiluriiiii N »j* KulMu 13333 Þannig var auglýst í símaskránum fram í júní 1984. önnumtt kaup og sölu allra almannra vaöakuklabréfa og •nnfremur vöruvfxla. Gatum ávallt baatt vlð kaupandum á viðsklptaakrá okkar. Góð þjónusta - Reyniö viöekiptln. eftir Sigvrð Þormar Umfjöllun fjölmiðla um lána- starfsemi Hermanns Björgvinsson- ar hefur vakið furðu margra. Strax í upphafi byijuðu dylgjurnar í garð einstakra manna, sem átt höfðu viðskipti við hann, og málinu var slegið stórt upp. Manni skildist á blöðunum, að loksins hafí tekizt að fínna þá, sem fjármögnuðu fíkni- efnakaup og kæmi fólki, sem ætti í fjárhagsörðugleikum, á vonarvöl. Ráðist var með svívirðingum á unga konu Hermanns, birt mynd af húsi þeirra með viðeigandi lýsingu á því, að það hafi verið endumýjað sómasamlega. Ekki gleymdist held- urað geta þess, að hún keyrði á eigjn bfl. Engum, sem til þekkti, duldist þó sakleysi hennar. Strax var málið farið að snúast um það að krefjast birtingar nafna þeirra, sem skipt höfðu við Verð- bréfamarkaðinn, svo að allt heiðar- legt fólk gæti brugðið sér í gervi faríseans og þakkað guði fyrir, að það væri betra. Þegar svo einn blaðamaður fékk að vita hjá emb- ætti ríkissaksóknara, að þeir gæfu ekki upp nein nöfn, þá minnti blaða- maðurinn á það í grein sinni, að þama væri Omerta, lögmál Maf- íunnar, að verki um gagnkvæma þögn. Þessi skrif um nafnbirtingar og dylgjur um glæpi hafa svo orðið til þess, að fólk hefur ekki þorað að halda uppi vömum af ótta við, að þá yrð nöfn þess birt. Ég hef orðið var við það, að fólk þorir ekki að bera vitni af ótta við að verða bendlað við málið. Svo eru önnur atriði, sem blaða- menn hafa ekki áhuga á, t.d. hvetj- ir fengu peningana að láni hjá Hermanni og af hveiju eigandi Verðbréfamarkaðarins kemur aldr- ei við sögu. Getur eigandi fyrirtækis látið það afskiptalaust, að fyrirtæki hans auglýsi árum saman þjónustu, sem síðar er haldið fram, að aldrei hafí verið til boða í fyrirtækinu? Þar á ég við stöðugar auglýsingar Verðbréfamarkaðarins um að hann annist kaup og sölu veðskuldabréfa og vöruvíxla, sem birtust í DV um langan tíma, svo og stóra auglýs- ingu í símaskrám allt fram í júní 1984 (sjá mynd). Þannig fór ekkert á milli mála, hvað í boði var. Rangfærslur Hermanns Við yfírheyrslurnar var Hermann iðinn við að bera það á fólk, að það hefði komið með peninga til hans til að lána honum með ólöglegum vöxtum. Rannsóknin gegn fólkinu gekk svo að stórum hluta út á það, að fá það til að segja á einn eða annan hátt, að það hafí verið að lána honum peninga. Ég hef eins og margir aðrir um árabil keypt veðskuldabréf og vöruvíxla með afföllum hjá hinum ýmsu verðbréfasölum. Fyrir tíma verðtrygginga fjárskuldbindinga var það eini möguleikinn auk spari- skírteina, sem fólk hafði til að forða peningum sínum frá verðbólgubál- inu. Það skal tekið fram, að afföll af verðbréfum eru lögleg og eðlileg, þótt ýmsir haldi annað. Sést það bezt á stöðugum auglýs- ingum verðbréfasala um gengi veðskuldabréf, sem er verð þeirra, þegar afföll hafa verið dregin frá. Flestum er kunnugt um auglýs- ingar verðbréfamarkaðanna um ávöxtunarmöguleika hjá þeim. Ekkert virtist fólki því athugavert við það, að einnig gæti verið góð ávöxtun hjá Verðbréfamarkaðnum, skráðri verðbréfasölu. Ég minnist t.d. auglýsingar frá sl. hausti, þar sem viðskiptavinum eins verðbréfamarkaðarins var ósk- að til hamingju með 78% ávöxtun hjá honum. Þetta kom til umræðu í sjónvarpsþætti skömmu síðar. Spurt var hvemig þetta mætti vera, að ávöxtunin væri virkilega svona há. Forsvarsmaður þessa verðbréfa- markaðar svaraði, að það væri ekki „Þessi skrif um nafn- birtingar og dylgjur um glæpi hafa svo orðið til þess, að fólk hefur ekki þorað að halda uppi vörnum af ótta við að þá yrðu nöfn þess birt. Eg hef orðið var við það að fólk þorir ekki að bera vitni af ótta við að verða bendlað við málið.“ hægt að gefa skýringar á því í stuttu máli, það væri of flókið. Samtímis var ætlazt til þess af fólki, að það gerði sér grein fyrir því, að um ólöglega starfsemi væri að ræða hjá Verðbréfamarkaðinum, af því að Hermann gaf því upp ávöxtunarmöguleika langt yfír 30% áári. Viðskipti mín við Verð- bréfámarkaðinn Ég var einn þeirra, sem kom í Verðbréfamarkaðinn til Hermanns. Var það fyrst og fremst vegna þess, að erfítt var orðið að fá verðbréf hjá verðbréfamarkaði Fjárfesting- arfélagsins, sem var farinn að auglýsa af miklum krafti eins og fleiri verðbréfamarkaðir, með þeim afleiðingum að kaupendum fjölgaði stórlega. Hermann var með frek- ar lítið af veðskuldabréfum, en sagðist geta útvegað nóg af vöruvíxlum. Fór ég þá að beina viðskiptum mínum til hans og annars verðbréfasala og keypti vöruvíxla. Þessa víxla fór ég með í banka til innheimtu. Hermann vissi, að ég verzlaði einnig við anhan verðbréfasala og reyndi allt til að ég flytti öll mín viðskipti til sín. Hann var einstaklega geð- þekkur og greiðvikinn maður, ég held að ég hafi ekki verið einn um þá skoðun. Þegar það kom fyrir að víxill, sem hann hafði selt mér, lenti í vanskilum í bankanum, sagði hann mér iðulega að taka víxilinn úr innheimtu og skyldi hann ná greiðslunni inn. Fékk ég þá ávísun til tryggingar víxlinum, sem ég afhenti Hermanni, fyrir víxilupp- hæðinni og vanskilavöxtunum. Einnig kom það fyrir að hann greiddi víxlana út, þegar ég kom með þá úr bankanum. Lái mér hver sem vill, þó að ég fengi mikið traust á þessum manni. Þar kom, að hann stakk upp á því, að ég léti sig alfarið sjá um innheimtu víxlanna. Hann sagðist vera í sambandi við lögfræðing, sem sæi um þau mál fyrir sig, sem hann ekki innheimti sjálfur. Ég féllst á það, þar sem hann hafði reynzt vel í þeim málum, og ég vissi, að honum var annt um viðskiptin við mig. Eftir það sá Hermann um víxlakaupin og inn- heimtu þeirra. Þar sem hann gat ekki innheimt víxlana, án þess að hafa þá í höndum, fékk ég trygging- arávísun frá honum með gjalddaga og upphæð viðkomandi víxla. Þetta er reynt að túlka þannig, að ég hafí verið að lána Hermanni pen- inga, þar sem ég hafí ekki tekið við víxlunum og afhent honum þá aftur til innheimtu gegn kvittun. Ég býst við að flestir geri sér ljóst hvers virði slíkar kvittanir væru nú, en ég er búinn að fá ávísanakröf- umar staðfestar með dómi á Her- mann. Ég fylgdist í fyrstu annað slagið með því, að Hermann keypti raunverulega víxlana, sem ég fól honum að kaupa og innheimta, en hætti því síðar, þar sem Hermann leit á það sem óvinsamlega tortryggni. Af því að víxlarnir fundust ekki hjá Hermanni, þegar hann var hand- tekinn, og hann neitar að hafa séð um víxlakaup og innheimtu þeirra fyrir mig, eru víxlaafföll- in talin sem vextir. Til þess að þessi fullyrðing Her- manns um lánsviðskipti við mig passi við bókhald hans, sem fannst hjá honum, þarf hann að halda því fram, að samið hafi verið um vexti með 2 aukastöfum. Hvað mundi fólk halda, ef einhver bank- inn auglýsti að innlánsvextir væru nú 16,28%. Afföllin, sem reiknuð voru af víxlunum, voru aftur á móti heil tala, sem ég gaf upp hjá rannsókn- arlögreglunni, án þess að hafa séð bókhaldið. Þau passa við bókhaldið. Þar sem Hermann hafði ekki haft lygina með 3 aukastöfum (samsvar- ar að. bankinn auglýsti 16,279%) munar 80 aurum á 100.000 kr. ávísun. Þannig standa þau mál. Innheimtustofan Hermann ræddi oft um, að hann hefði mikinn áhuga á að setja sjálf- ur upp innheimtustofu. Svo var það sl. sumar, þegar hafizt var handa um að byggja. hæð ofan á húsið við Lækjartorg, að Hermann gerði ráðstafanir til að láta drauminn rætast með því að kaupa stóran hluta (80 fm?) af hæðinni. Þar ætlaði hann að setja upp innheimtu- stofu, sem átti að taka til starfa um sl. áramót. Hann var búinn að biðja mig að láta sig vita, ef ég vissi um einhvern ungan og dugleg- an lögfræðing, sem gæti séð um hana. Þegar hann svo tók niður skilti Verðbréfamarkaðarins sl. haust, spurði ég hvers vegna það væri horfið. Hann sagðist vera að láta gera nýtt skilti í sambandi við inn- heimtustofuna. Hermann hefur játað kaupin og fyrirætlanir sínar með innheimtu- stofu frá sl. áramótum hjá rann- sóknarlögreglunni. En hvað ætlaði hann að innheimta? Varla dettur nokkrum í hug, að þar ætti að innheimta okurlán. Nei, þarna átti að innheimta vöruvíxla og önnur lögleg verðbréf. Grunsamlegar innheimtur Nú sér maður í blöðunum, að Hermann hafi innheimt gamlar skuldir upp á 5 milljónir króna rétt áður en hann fór í frí til útlanda. Maður verður að ganga út frá því, að rétt sé frá skýrt, þar sem kunn- ingjar Hermanns eru bomir fyrir þessu hjá blaðinu, sem sagt ákveðn- ir menn, sem blaðið veit um. Auk þess er tekið fram, að innheimtan hafí átt sér stað með aðstoð lög- fræðings Hermanns, sem er sér- staklega nafngreindur í því sam- bandi. Hermann gat ekki innheimt neitt af þeim kröfum, sem fund- ust hjá honum. Honum hafði verið synjað um að fá þær af- hentar til innheimtu. Hvað inn- heimti hann þá? Nærtækust er sú skýring, að þar hafi verið um að ræða vöruvíxlana, sem ekki fundust, og máttu ekki finnast meðan á rannsókn stæði. Þá má spyija, hvert hið raunverulega verð- mæti þeirra hafi verið, fyrst hægt var að fá 5 milljónir fyrir þá á nokkrum dögum, þegar öllu máli skipti að fá a.m.k. eitthvað. Þar á ég við, að blaðið lét að því liggja, að flótti úr landi hafi verið framund- an hjá honum. Það skal tekið skýrt fram, að ég veit ekkert um þetta mál annað en það, sem í blaðinu stóð. Hermann fékk aldrei lánaða peninga hjá mér. Verðbréfa- markáðurinn auglýsti kaup og sölu vöruvíxla, ég notfærði mér þá þjónustu, en léði aldrei máls á nein- um öðrum viðskiptum. Affallatekj- ur vegna vöruvíxlakaupanna gaf ég einnig upp til skatts sem slík- ar, sömu tekjurnar og nú er lögð mikil áherzla á að kalla óiöglega vexti. Bakari hengdur fyrir smið Maður, sem ég þekki vel bjó í leiguíbúð ásamt unnustu sinni og nýfæddu bami. Hann var að beijast við að safna fyrir útborgun í íbúð. Hann hreifst af gylliboðum hinna ýmsu verðbréfamarkaða og keypti veðskuldabréf. Hann hringdi til að afla sér upplýsinga um ávöxtun, m.a. í Verðbréfamarkaðinn. Þar spurði hann um veðskuldabréf. Hermann svaraði, að hann skyldi koma til sín og ræða málið. Þegar hann kom, sagðist Hermann ávaxta fé í kaupum veðskuldabréfa og vöruvíxla með afföllum. Menn at- hugi, að þama var maðurinn stadd- ur á skrásettri verðbréfasölu. Her- mann tók við innleggi til ávöxtunar í framangreindum bréfum af mann- inum og lét hann hafa ávísun fram í tímann sem tryggingu ákveðinnar ávöxtunar, sem Hermann sagði, að þessi viðskipti gæfu. Næst þegar maðurinn kom á Verðbréfamarkaðinn, spurði hann Hermann, hvort þetta væri örugg- Ráðstefna um skólalýðræði og tengsl skóla og atvinnulíf s HELGINA 26.-27. apríl gangast Iðnnemasamband Islands og Bandalag íslenskra sérskóla- nema fyrir ráðstefnu á Hótel Esju undir yfirskriftinni „Skóla- lýðræði og tengsl skóla og at- vinnulífs“. Á ráðstefnunni, sem hefst kl. 10 á laugardagsmorgni með setning- arávarpi Sverris Hermannssonar, menntamálaráðherra, verða flutt ýmis framsöguerindi og ávörp. Á laugardeginum mun Jón Böðvars- son ritstjóri Iðnsögu íslands flytja framsögu um uppbyggingu menntakerfisins og stjórnun þess, möguleika nemenda til að hafa áhrif á mótun kerfísins og ákvarðanatöku innan þess og um aðrar stefnur og leiðir til úrbóta. Þorlákur Helgason kennari mun ræða um kennslufyrir- komulag og vinnubrögð innan skól- anna, val námsefnis, fijálsræði í námsvali og námsmat og möguleika nemenda til að hafa áhrif á þessi atriði, svo og um aðrar stefnur og leiðir til úrbóta. Sólrún Jensdóttir skrifstofustjóri í menntamálaráðu- neytinu mun segja frá helstu mál- efnum sem á döfínni eru í ráðuneyt- inu. Ingólfur Á. Jóhannesson sagn- fræðingur heldur ávaip um lýðræði í menntun. Mörður Ámason mun flalla um hugtakið „gagnrýnið nám“ og Víðir Hafberg Sigurðsson spjallar um próf og námsmat. Fjórir nemar, af grunnskóla-, framhalds- skóla- og háskólastigi, munu og taka til máls um þessi efni. Þá verða starfshópar í gangi um ákveðna þætti þessara mála síðdegis á laug- ardeginum. Á sunnudeginum, 27. aprfl, hefst ráðstefnan á ný kl. 13 með fram- söguræðu Halldórs Guðjónssonar kennslustjóra í Háskóla íslands um tengsl skóla og atvinnulífs, en Halldór er einmitt formaður ríkis- skipaðrar nefndar um þetta mál. Að lokinni framsöguræðunni verður efnt til pallborðsumræðna um þetta sama mál undir stjóm Tryggva Þórs Aðalsteinssonar frá Menningar- og fræðslusambandi alþýðu (MFA). Þátttakendur auk hans og Halldórs Guðjónssonar verða þau Ingjaldur Hannibalsson forstjóri, Siguijón Valdimarsson viðskiptafræðingur, Sigurður Kristinsson formaður Iðnfræðsluráðs, Guðrún Halldórs- dóttir skólastjóri Námsflokka Reykjavíkur, Magnús Einar Sig- urðsson formaður Félags bókagerð- armanna, Hörður Bergmann fræðslu- og upplýsingafulltrúi Vinnueftirlits ríkisins, Kristinn H. Einarsson fræðslustjóri Iðnnema- sambandsins, og Kristín Elva Guðnadóttir nemi í Fósturskóla ís- lands. Að pallborðsumræðum lokn- um verður efnt til almennra um- ræðna um málið. Á laugardeginum verður borinn fram matur fyrir ráðstefnugesti, og báða dagyna verður kaffí á boðstól- um. Menn eru því beðnir að tilkynna þátttöku til skrifstofu Iðnnemasam- bandsins. (Fréttatilkynning frá INSÍ og BÍSN.) Húsavík: Frímerkjasýn- ingogþing Húsavík. OPNUÐ verður frímerkjasýning í Safnahúsinu á Húsavík á morg- un, föstudag, í tilefni af 10 ára afmæli frímerkjaklúbbsins Öskju. Þetta er þriðja sýning klúbbsins, hinar voru haldnar árin 1977 og 1980. Sýningin er sú stærsta sem hald- in hefur verið utan höfuðborgar- svæðisins. Sýnt verður í 90 römm- um. Pósthús verður opið á sýningar- stað fostudag og laugardag þar sem hægt er að kaupa umslög, frímerki og fá sérstakan stimpil, sem ein- ungis verður í gildi á meðan á sýn- ingu stendur. Frímerkin á sýning- unni koma bæði úr safni Pósthúsa og úr einkaeign. Tvenn söfn koma einnig frá Noregi. Sýningin stendur fram á sunnudagskvöld og er dag- lega opin frá kl. 14.00 til 22.00. Á laugardag verður árlegt þing Landssambands íslenskra frí- merkjasafnara einnig haldið í Safnahúsinu. Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.