Morgunblaðið - 24.04.1986, Side 39

Morgunblaðið - 24.04.1986, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986 39 Óskhyggja Marcosar að herinn sé ótryggur - segir varnarmálaráðherra Filippseyja Washington, Manila. AP. JUAN Ponce Enrile, varnarmála- ráðherra Filippseyja, sagði á þriðjudag að herinn ætlaði að tryggja hinni nýju stjóm stöðug- leika og jafnvægi. Hann sagði einnig að fáa dreymdi um það innan hersins að Marcos tæki aftur við valdataumunum. Ron- ald Reagan, Bandaríkjaforseti, ætlar að ræða við Salvador Laurel, varaforseta, er hann fer til Bali í næstu viku. Laurel, sem einnig er utanríkis- ráðherra, ætlar að sitja fund utan- ríkisráðherra Asíuríkja og verður VJterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Bandarílq'aforseti einnig viðstaddur fundinn. Tilkynning barst úr Hvíta húsinu í Washington á þriðjudag um að Laurel og Reagan myndu ræðast við um málefni Bandaríkjamanna og Filippseyinga 1. maí. Enrile sagði að Ferdinand Marc- os, fyrrum forseti, hefði gert sig beran að óskhyggju þegar hann sagði í viðtali nýlega að 34 prósent hermanna á Filippseyjum hefðu misst móðinn og gerst liðhlaupar undir stjóm Corazon Aquino. „Það er nafnakall hjá okkur á hveijum morgni og við vitum ná- kvæmlega hveijir eru til staðar," sagði Enrile: „Þetta þýðir að Marcos hefur fengið rangar upplýsingar." Enrile starfaði undir stjóm Marc- osar í tuttugu ár, en var í broddi fylkingar þegar honum var steypt af stóli. Hann sagði að Marcos og ýmsir fyrrum embættismenn hefðu spáð Aquino falli innan árs til þess eins að grafa undan stjóm hennar. Presthus kjörinn einróma „ Hægriflokkurinn er reiðubúinn og ég er reiðubúinn tilað mæta höfuðandstæðingi okkar, Verkamannaflokknum, “ sagði Rolf Presthus, þegarhann hafði verið einróma kjörinn formaður á landsfundi Hægriflokksins í Osló á sunnudag. Presthus kveðst ráðinn íaðhleypa nýju lífi í flokksstarfið og leggja mesta áherslu á „gæði“ aðþvíer varðar heilbrigðiskerfið, menntakerf- ið og rannsóknir. f f J wE M Brigitte Bardot Frakkland: Dýravinurinn Bardot þrýstin við ráðherrana Paris. AP. BRIGITTE Bardot, fyrrum kvik- myndastjarna, átti fund með innanríkisráðherra frönsku stjórnarinnar, Charles Pasqua, á þriðjudag, og var fundur þessi þáttur í baráttu hennar fyrir réttindum dýra. Bardot, sem nú er 51 árs að aldri, hefur varið mestu af tíma sínum síðustu tíu árin til að beijast fyrir réttindum dýra. Hún hefur einstöku sinnum komið fram í sjón- varpi og þá oftast til að knýja á um þetta hjartans mál sitt. Hún hefur ekki leikið í kvikmyndum um nokkurra ára skeið. Ráðuneyti Pasquas sagði frétta- mönnum, að ráðherrann hefði full- vissað Bardot um, að væntanleg lög um vemdun turtildúfna og bann við veiði á þeim í Medoc-héraði kæmu til framkvæmda í maímánuði, eins og staðið hefði til. Bardot sagðist hafa spurt Pas- qua, hvort treysta mætti því, að gildandi lögum gegn illri meðferð á dýmm yrði framfylgt án undan- bragða. Kvað hún ráðherrann hafa staðfest, að svo yrði gert. „Við sjáum til, hvemig efndirnar verða,“ sagði hún við fréttamenn eftir fundinn með Pasqua. Bardot hefur einnig hitt að máli aðra franska ráðherra, m.a. umhverfís- málaráðherrann og menningar- málaráðherrann, og innan skamms mun hún ræða við landbúnaðarráð- herrann, alla í sama augnamiði: að knýja á um aukin réttindi dýra. Drekkum mjólk m f ' Mjólk: Nýmjólk, léttmjólk, eða undanrenna Til þess að bein Ifkamans vaxi eðliiega í œsku og haldi styrk sínum á efri árum þurfa þau daglegan skammt af kalki. Mjólkin er ríkasti kalkgjafi sem völ er á. Líkaminn framleiðir ™ ekki kalk sjálfur en verður að treysta á að daglega berist yj honum nœgilegt magn til að halda eðllegri líkamsstarfsemi ** gangandi. m<, 99% af kalkinu fertil beina og tanna; hjá bömum og unglingum til að byggja upp eðlilegan vöxt; hjá fullorðnu fólki til að viðhalda styrknum og hjá ófrískum konum og brjóstmœðrum til viðhalds eigin líkama auk vaxtar fóstursins og mjólkurframleiðslu í brjóstum. Kalkið gegnir þvf veigamiklu hlutverki og skortur á því getur haft slœmar afleiðingar. Algengasta einkennið er þeinþynning, hrömunarsjúkdómur sem veldur stökkum og brothœttum beinum auk breytinga á líkamsvexfi. Með daglegri mjólkumeyslu má vinna gegn kalkskorti og afieiðingum hans, byggja upp sterk bein hjá bömum og unglingum og viðhalda styrknum hjá fullorðnu fólki. Helstu heimildin Bæktngurinn Kalk og beinþynning eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson og Nutrition and PhysicaJ Fitness, 11. útg., eftir Briggs og Caibway, Holt Reinhardt and Winston, 1984. Afleiðingar beinþynningar 30 50 70 ALDUR Hvernig beinþynning leikur útlitið A. Eðlileg lögun og eðllleg hœð B. Bogiðbakogminnihœð C. Herðakistill og enn minni hœð MJÓLKURDAGSNEFND

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.