Morgunblaðið - 24.04.1986, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRIL1986
41
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö.
Sumarkoma
Fáir hátíðisdagar eiga dýpri
rætur í hjörtum og hugum
íslendinga en sumardagurinn
fyrsti. Vetrarmyrkrið, skamm-
degið og klakabönd í náttúrunnar
ríki eru að baki. Framundan er
nóttlaus voraldarveröld, sem
vekur gróður jarðar til nýs lífs.
Sama má raunar segja um sál
og sinni mannfólksins. Jafnvel
gamlir símastaurar syngja í
sólskininu og verða grænir aftur,
kvað hið ástsæla borgarskáld,
Tómas Guðmundsson.
íslendingar kveðja að vísu
vetur með meiri trega á líðandi
stund en fyrr á árum. Vetrar-
íþróttir, sem færa þúsundum
holla hreyfingu og útivist, eiga
vaxandi vinsældum að fagna.
Bláfjallafólkvangur og fleiri
skíðasvæði í nágrenni höfuð-
borgarinnar skipa, nú orðið,
veglegan sess í tómstundum
fólks. Veturinn er að vísu válynd-
ur og varhugaverður sem fyrr,
en mannkindinni hefur tekizt,
a.m.k. að hluta til, að beizla hann
og nýta sér til yndis.
Landið okkar er enn sem fýrr
á mörkum hins byggilega heims.
Ekki þarf mikið út af að bera til
að þess að gaman þjóðarinnar
fari að káma. Ef meðalhiti lækk-
ar um örfáar gráður eða ef stofn-
ar helztu nytjafiska í Islandsálum
hryndu væri okkur settur stóllinn
fyrir dymar. Þetta land á hins-
vegar ærinn auð, ef þjóðin kann
að nota hann: fiskimiðin, gróður-
lendið og fallvötnin. Hér við
bætist sá auður, sem býr í mann-
fólkinu sjálfu, menntun þess,
þekkingu og framtaki.
Það er vor í lofti og vaknandi
líf í umhverfi okkar. Það er ekki
síður vor í þjóðarbúskap okkar.
Verðbólga, sem var í 130% vexti
á fyrsta ársfjórðungi 1983, fyrir
aðeins þremur árum, og stefndi
að óbreyttu hraðbyri upp á við,
verður innan við 10% frá upphafi
til loka líðandi árs, samkvæmt
nýjustu spá Þjóðhagsstofnunar.
Landsframleiðsla jókst um 3% á
síðastliðnu ári og spáð er 3,5%
hagvexti í ár. Þá er spáð 5% vexti
þjóðartekna á árinu, sem m.a.
stafar af lægra olíuverði á heims-
markaði og nokkurri hækkun
fískverðs. Kaupmáttur launafólks
jókst um 5-6% á mann á síðast-
liðnu ári, samkvæmt heimildum
Þjóðhagsstofnunar, þó kaup-
máttur kauptaxta stæði í stað.
Spáð er 4-5% kaupmáttarauka á
mann 1986, miðað við heildar-
laun.
Hinsvegar er ekki alheiður
himinn í efnahagslífí okkar. Við-
skiptahalli hefur verið og er
mikill; vprðiir, yæn^niega þrjr, pg
hálfur milljarður króna í ár eða
2,5% af landsframleiðslu, sem er
nokkru minna en á sl. ári. Erlend-
ar skuldir námu 61 milljarði
króna í ársbyijun, sem svarar til
55% af landsframleiðslu. Útlit er
að vísu fyrir að þetta skuldahlut-
fall lækki í 50% í ár, vegna
vaxandi þjóðartekna og lækkunar
á gengi Bandaríkjadals. Saman-
lögð greiðslubyrði vaxta og af-
borgana af erlendum skuldum
verður væntanlega um 20% af
heildarútflutningstekjum okkar.
Þriðji skýjabakkinn á efnahags-
himni okkar er ríkissjóðshalli,
sem verður áfram mikill. Það er
því rík þörf á áframhaldandi
samstöðu þjóðarinnar, ef hún
ætlar að vinna sig út úr vandan-
um og sækja fram til efnalegs
öryggis og bættra lífskjara.
Þrátt fyrir ærinn efnahags-
vanda höfum við ekkert að óttast
nema eigin innbyrðis átök og
sundrungu. Forsjónin leggur
okkur í hendur tækifæri til að
verða eigin gæfu smiðir. Ytri
skilyrði eru jákvæðari ef oft áður.
Það var vorboði í þjóðarbúskapn-
um þegar verkalýðshreyfíngin,
vinnuveitendur og ríkisvaldið
tóku höndum saman um þjóðar-
sátt og tryggðu vinnufrið, hjöðn-
un verðbólgu og stígandi kaup-
mátt. En það eru ský á þessum
sáttahimni. Þjóðarfriður er ekki
öilum að skapi. Ygglibrún er póli-
tískt vörumerki á öfgahópum,
sem meðal annars eru til húsa
innan Alþýðubandalagsins. Arás-
ir þessara hópa á forseta ASÍ og
formann VMSÍ, vegna nýgerðs
kjarasáttmála og raunar bæði
fyrr og síðar, bera þessari stað-
hæfíngu glöggt vitni.
Það er líka vor á margan hátt
í menningarlífi okkar. Einnig þar
eru bæði gróin tún og vaknandi
líf. Þetta á við um bókmenntir,
leikhúslíf, tónmennt, myndlist og
fleiri listgreinar. Við megum ekki
gieyma því að vinna þarf þann
jarðveg vel, sem skila á góðri
uppskeru, á sviði lista sem öðrum.
Islenzka vorið er þó fyrst og
fremst í því unga fólki, sem aflar
sér menntunar, þekkingar og
starfshæfni til þess að sinna
margvíslegum nytjastörfum í
næstu framtíð. Það er og verður
hluti af sumarkomunni í íslenzku
þjóðlífí.
Við fögnum vori í náttúrunnar
ríki, vori í þjóðarbúskap okkar
og menningu. Við þurfum hins-
vegar að standa á varðbergi
gagnvart margvíslegum vanda.
Morgunblaðið ámar lesendum
sínum og landsmönnum öllum
I gleðilegs sumars.__________
IRnulaMBaBaaMBMa
Trián og bættin hafa veitt
ntér hugarró og hjálp
- segir Pálmar S. Gunnarsson
sem lifði afflugslysið í Ljósufjöllum
„MÉR HEFUR fundist mjög ómaklega vegið að starfsmönnum Borgarspít-
alans og Morgunblaðsins í sambandi við viðtalið við mig, sem birtist I
Morgunblaðinu nokkrum dögum eftir slysið. Það viðtal var ekki aðeins
veitt með mínu samjiykki, heldur var það eindreginn vilji minn að ræða
við blaðamennina. Eg hafði geysilega þörf fyrir að Ijá mig og fyrst ég
gat það vildi ég gera það strax. Eftir að hafa létt af hjarta mínu við
blaðamenn Morgunblaðsins var eins og margra tonna byrði hefði verið
velt af mér. Og viðtalið var í einu og öliu hárrétt eftir mér haft,“ sagði
Páimar S. Gunnarsson lögregluþjónn, annar þeirra sem lifðu af flugslys-
ið í Ljósufjöllum laugardaginn 5. apríl síðastliðinn. Vegna gagnrýni á
viðtalið óskaði Pálmar eftir því að fá að skýra sjónarmið sín í öðru
viðtali í Morgunblaðinu.
„Það ætti hver maður að sjá að Morgunblaðið
hefði aldrei fengið að taka við mig viðtal án míns
samþykkis. Starfsfóik Borgarspítalans, og þá
sérstaklega aðstoðarlæknirinn á vakt, hefur verið
gagnrýnt fyrir að hleypa blaðamönnum að mér.
Eg harma það mjög, því sú gagnrýni er gjörsam-
lega tilefnislaus. Aðstoðarlæknirinn tvíspurði mig
hvort ég vildi tala við blaðamenn Morgunblaðsins
og hvort ég treysti mér til þess. Ég sagði að ég
óskaði eindregið eftir því að fá að tala við þá,
því ég vissi að ég þurfti á því að halda. Ég veit
af sárri reynslu hvað það er að byrgja inni tilfinn-
ingar, sem þurfa að fá útrás. Það hteðst upp
spenna, sem einn góðan veðurdag verður það
mikil að hún sprengir sér leið út, og bitnar þá
kannski á þeim sem síst skyldi. Ég var mjög
lokaður persónuleiki áður fyrr og byrgði allar
mínar tiifínningar innra með mér. Fyrir þremur
árum gekk ég í gegnum erfítt tímabil og þá
lærðist mér að opna mig og hleypa tilfinningunum
út. Þá hét ég sjálfum mér því að bæla aldrei
framar tilfinningar mínar.
Ég græt mikið þegar ég tala um þessa hluti;
ég grét þegar ég talaði við ykkur á Morgun-
blaðinu og ég grét fyrir framan sjónvarpsvélarnar
þegar Ómar Ragnarsson talaði við mig nokkru
seinna. Það veitir mér hugarró og ég skammast
mín ekki fyrir það. Eins gerði ég mér grein fyrir
því að fyrr eða síðar kæmi að því að ég þyrfti
að tala opinberlega um þessa hræðilegu reynslu,
því ég var eini maðurinn sem gat skýrt frá því
sem gerðist. Að bíða með það í nokkrar vikur
hefði aðeins gert illt verra. Það hefði ýft upp sár
mín og aðstandenda þeirra sem fórust í slysinu.
Þess vegna er ég mjög ósáttur við þá gagnrýni
sem ég, Borgarspítalinn og Morgunblaðið hafa
sætt. Ef fólk þarf endilega að vega að einhveijum
fyrir þetta viðtal, þá ætti það að snúa sér beint
til mín. Ég beini þessu ekki síst til stjórnmála-
manna, því þessi neikvæða umræða um viðtalið
hefði aldrei orðið eins mikil og raun ber vitni ef
málið hefði ekki verið tekið upp í borgarstjóm.
Ég held að stjómmálamenn ættu frekar að beina
kröftum sínum í þá átt að efla flugöryggi I
landinu, en að ráðast að óathuguðu máli á sak-
lausa aðila sem aðeins eru að gegna þeirri skyldu
sinni að gæta heilbrigðis og mannréttinda sjúkl-
ings og upplýsa almenning um staðreyndir. Eitt
af því sem fyrir mér vakir með því að tala um
slysið er einmitt að reyna að hleypa af stað
umræðu um öryggismál flugsins, sem gæti leitt
til endurbóta," sagði Pálmar.
Pálmar segir það kraftaverki líkast hve vel
honum heilsist líkamlega, aðeins tæpum þremur
vikum eftir slysið. Hann brotnaði illa á handlegg
og fæti, nefbrotnaði og sprungur komu í báða
augnbotna. Þá fékk hann miklar innvortis blæð-
ingar og missti mjög mikið blóð. Ör eftir stóran
skurð á maga Pálmars sýnir hvað læknar hafa
þurft að gera til að stöðva blæðingamar. Að
sögn Pálmars em læknar Borgarspítalans mjög
ánægðir með hvemig sár hans gróa, og býst
hann við að fara fljótlega á Grensásdeild Borg-
arspítalans í endurhæfingu.
„Mér hefur verið gefínn einhver yfirnáttúmleg-
ur kraftur, ella hefði ég ekki komist í gegnum
þessa hryllilegu reynslu og getað talað um hana,“
sagði Pálmar. „Líkamlega er ég að ná mér, en
það mun líklega taka langan tíma að komast
yfir þetta sálarlega. Ég hef reynt að lýsa þessum
tíu tímum á ljallinu. En það er ekki hægt að lýsa
svona reynslu. Stundum óska ég þess að ég hefði
verið meðvitundarlaus allan tímann og losnað
við þá kvöl að horfa upp á konuna deyjandi við
hlið mér og halda á látnu bami okkar. En ég
man hveija einustu mínútu. Ég óska þess innilega
að enginn annar maður þurfí að ganga í gegnum
slíka raun.
Ég hef átt erfitt með svefn, og það sækja á
mig þungbærar hugsanir á nóttunni. En þó er
eins og það sé að færast yfír mig meiri ró, einkum
eftir útförina á ísafírði. Hún var mjög falleg og
virðuleg. Vinnufélagar mínir, ættingjar og vinir
okkar beggja og fólkið á Isafirði hefur sýnt mér
ómetanlegan stuðning og veitt mér mikinn styrk
í þessum hörmungum. Fyrir það er ég innilega
þakklátur. Starfsfólk Borgarspítalans, bæði á
gjörgæslu og hér á deild 3-A, þar sem ég er nú,
hefur einnig reynst mér frábærlega, sýnt mér
mikinn skilning og velvilja. Það verður seint
fullþakkað.
Én kannski hefur trúin hjálpað mér einna
mest. Án hennar væri ég líklega andleg rúst. Ég
er mjög trúaður maður, ekki neinn ofsatrúarmað-
Pálmar S. Gunnarsson. Myndin var tekin í Borgarspítalanum í gær.
Morgunblaðið/RAX
ur, einfaldlega trúaður. Ég gat þess að ég hefði
átt við mikla erfiðleika að stríða fyrir um það
bil þremur árum. Þá hjálpaði trúin mér, og mér
er óhætt að segja að ég hafí ekki farið að sofa
eitt einasta kvöld síðan án þess að fara með
bænir, þakka guði fyrir daginn og fyrir að fá
að lifa. Þetta hefur alltaf veitt mér mikla hug-
arró. Og nú eftir þennan hryllilega atburð hefur
trúin aftur orðið mér ómetanleg hjálp. Ég hef
oftsinnis þessar þijár vikur orðið áþreifanlega
var við það, en einkum þó við kistulagningu og
jarðarför dóttur minnar og konu. Ég var algerlega
kominn að því að brotna saman við kistulagning-
una, en þá lagði ég hönd yfir höfuð mæðgnanna
og bað til guðs. Þá fann ég að það færðist yfir
mig einhver óskiljanleg tilfinning friðar og léttis
og það var eins og mikill kraftur kæmi yfir mig,
því hjólastóllinn sem ég sat í vaggaði til og frá.
Ég ieit við, því ég hélt að einhver væri að færa
stólinn, en svo var ekki. Þetta gerðist aftur og
aftur bæði við minningarathöfnina, kistulagning-
una og útförina. Það er erfitt að lýsa slíkri tilfinn-
ingu, en hún veitti mér mikinn styrk og ég fann
að kona mín og dóttir voru ekki langt frá mér.
Þessi trúarreynsla hefur einnig komið yfir mig
á nóttunni þegar mér hefur liðið sem verst. Ég
hef beðið til guðs, og fyllist þá þessari tilfinningu
og finn hvernig rúmið eins og vaggar undir mér.
Ég hef ekki reynt nokkuð þessu líkt áður og get
ekki gefíð neina skýringu á þessu, aðra en þá
að kannski eykst næmleiki manna þegar þeir
verða fyrir miklu áfalli og tengslin við guð verða
meiri.
Ég á orðið betra með að tala um þetta nú,
og kannski lagast þetta með tímanum, en þó
held ég að ég muni aldrei nokkum tíma geyma
biðinni í flakinu. Stundum sækja á mig áleitnar
spumingar, sem ég veit að engin leið er að
svara. Ég hef spurt guð hvers vegna ég fékk
ekki að deyja og kona mín og dóttir að lifa. Og
ég hef spurt mig þess hvort ég hefði getað gert
eitthvað meira fyrir þær í vélinni. Ég reyndi eins
og ég mögulega gat að veija konuna og bamið,
en spumingin sækir á mig samt.
Mig langar til að nota þetta tækifæri til að
koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem
stutt hafa mig í þessari raun, til vina, ættingja
og starfsbræðra, starfsfólks Borgarspítalans og
allra sem hlut hafa átt að máli. Sérstaklega
langar mig til að senda Kristínu litlu fósturdóttur
minni á ísafirði ástarkveðju, svo og börnum mín-
um á Grenivík, sem ég á af fyrra hjónabandi,
ogennfremur kunningjafólki mínu þar.
Ég er virkilega farinn að hlakka til að koma
aftur til ísalj'arðar. Okkur leið mjög vel fyrir
vestan; rætur Auðar konu minnar vom á ísafirði
og hún gat aldrei verið lengi frá staðnum í einu.
Ég veit að það verður mikil breyting frá þvi sem
var, en það er mér huggun og tilhlökkunarefni
að komast aftur til vina okkar og skyldmenna á
ísafirði og vera í nálægð við grafreit konu minnar
og dóttur. Ást okkar Auðar var mikil. Það var
ekki aðeins konan mín sem ég missti heldur
einnig besti vinur sem ég hef nokkum tíma átt.
En ég hef huggað mig við það að einhvem til-
gang hefur guð haft með þessu. Og eitt er víst,
mæðgumar em ekki langt undan. Fyrir því hef
ég sterklega fundið."
Aðalfundur Alusuise í gær:
Hluthafar samþykktu
stefnu nýrrar sljómar
Paul H. Muller sagði af sér stjórnarstörfum
ZUrich. Frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara MorgunblaAsins.
Aðalfundur svissneska álfyrir-
tækisins Alusuisse, sem var rekið
með 14 milljarða ísl. kr. halla á
síðasta ári, var haldinn í Ziirich
í gær. Yfir 1800 hluthafar sóttu
fundinn. Hann fór friðsamlega
fram og allar tillögur stjórnar
fyrirtækisins voru samþykktar
með miklum meirihluta atkvæða.
Þrír nýir stjómarmeðlimir vom
kjörair og fundargestir létu í
ljósi von um að þeir myndu beina
fyrirtækinu inn á farsælli brautir
í framtíðinni. Dr. Hans K. Juck-
er, sem hefur verið ráðinn for-
stjóri Alusuisse, var kjörinn í þess að hann sé r#gjafi kínversku
stjórnina auk Dr. Max D. Am-
stutz og Pierre Arnold en þeir
em báðir virtir og velkunnir i
svissnesku viðskiptalífi.
Dr. Paul H. Muller, sem var
lykilmaður í samningagerð Alusu-
isse við íslenska ríkið á sínum tíma
og var í stjóm ÍSAL til margra ára,
sagði af sér úr stjóm Alusuisse í
dag þrátt fýrir að kjörtímabil hans
renni ekki út fyrr en á næsta ári.
Dr. Nello Celio, stjómarformaður,
sagði fundinum að Dr. Miiller hefði
hætt í stjóm fyrirtækisins vegna
ríkisstjómarinnar og vilji ekki
hætta á hugsanlega hagsmunaá-
rekstra ef Alusuisse hefur samstarf
við Kínverska alþýðulýðveldið eins
ogvonir standatil.
Dr. Celio, Dr. Jucker og Hemann
J. M. Haerri, varaforstjóri, gerðu
fundinum grein fyrir erfiðleikum
síðasta árs og aðgerðum, sem þegar
hefur verið gripið til, til að reisa
fyrirtækið við. Stjóm Alusuisse
ætlar að draga úr álbræðslu og
auka frekar arðbæra framleiðslu úr
áli. ORMET, óhagkvæm 240.000
tonna álbræðslu í Bandaríkjunum,
er til sölu. Vonir standa til að hún
verði seld alveg á næstunni og þá
hefur fyrirtækið dregið eins mikið
úr álbræðslu og það kærir sig um
að sinni. Það mun leggja meiri
áherslu á efnavinnslu í framtíðinni
en rekstur dótturfyrirtækisins
LONZA, sem er efnafyrirtæki, gekk
mjög vel á síðasta ári.
Aðalfundurinn samþykkti að
hlutafé Alusuisse yrði aukið um 4,3
milljarða í ísl. kr. Fimm svissneskir
bankar gengu til liðs við Alusuisse
skömmu eftir áramót og sögðust
vera reiðubúnir að tryggja hlutaféð,
ef aðalfundurinn samþykkti hlutaQ-
áraukningu, eftir stjómarfor-
manns- og forstjóraskipti skömmu
eftir áramót. Hluthafamir lýstu yfír
stuðningi við stefnu nýju stjómar-
innar á aðalfundinum „og nú ætti
eðlileg starfsemi að geta hafíst
innan fyrirtækisins að nýju“, eins
og einn starfsmaður þess sagði að
fundinum loknum.
Aðalfundur undir þiljum
Aðalfundur Slysavaraadeildarínnar Ingólfs var haldinn á þriðjudagskvöld í nýinnréttuðum kennslusal um borð í varðskipinu Þór, sem
Slysavarnafélag íslands keypti af rikinu fynr 1.000 krónur í fyrra. Þór verður notaður til kennslu í öryggismálum sjómanna og er aðal-
fundur Ingólfs fyrsta starfsemin sem fram fer í þessum 80 m 2 sal. Endurbótum á skipinu er ekki að að fullu lokið, en vonast er til að
kennsla á öryggismálum geti hafist um borð upp úr næstu mánaðarmótum.
i ... ■ . i;. ■ ■ iiíi.moí.,,..—. i.i.u ii * ; ... .'..In.í I i, .i... i i i . i; i,i h'ji ' n,.