Morgunblaðið - 24.04.1986, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986
Arnarfiug hf
Sjálfskuldarábyrgð ríkis-
sjóðs fyrir 2,5 milljóna
Bandaríkjadala láni
- gegn tilteknum veðum og skilyrðum
Fjármálaráðherra er heimilt, fyrir hönd ríkissjóðs, að veita Arnar-
flugi hf. sjálfskuldarábyrgð fyrir láni, sem tekið verður til að bæta
greiðslustöðu fyrirtækisins, allt að 2,5 milljónum Bandarikjadala eða
jafvirði í íslenzkum krónum. Jafnframt er heimilt að rikissjóður
„taki þátt í greiðslu vaxta af láninu“.
Þetta eru efnisatriði fyrstu greinar frumvarps, sem nú er orðið
að lögum, og fjallar um málefni Arnarflugs hf.
Skilyrði ríkisábyrgðar
Samkvæmt annarri grein frum-
varpsins, eins og það var lagt fram,
vóru skilyrði fyrir veitingu ríkis-
ábyrgðar þessi:
Fyrir liggi skilyrðislaust loforð
um nýtt hlutafé í fyrirtækinu að
fjárhæð a.m.k. 95 m.kr., verðtryggð
miðað við lánskjaravísitölu í apríl
1986.
Réttindi samkvæmt kaupleigu-
samningi, sem Amarflug hefur gert
um flugvélina TF-VLT (Boeing
737-205 C), skulu vera til trygging-
ar áhættu ríkissjóðs vegna ríkis-
ábyrgðarinnar. Fjármálaráðherra
ákveður nánar um framkvæmd
þessa ákvæðis og setur þá skilmála
sem nauðsynlegir þykja til að draga
úr áhættu ríkissjóðs.
Öll opinber gjöld við ríkissjóð,
sem í vanskilum eru, verði greidd
upp, ásamt viðurlögum, af andvirði
þess láns, sem tekið verður með
ríkisábyrgð
Ennfremur að uppfyllt verði
önnur þau skilyrði, sem nauðsynleg
þykja að mati fjármálaráðherra.
Málf lutningnr til stuðn-
ings frumvarpinu
Við aðra umræðu í fyrri þingdeild
mælti Páll Pétursson (F.-Nv.) fyrir
nefndaráliti meirihluta ijárhags-
nefndar neðri deildar, en hann skipa
Qórir fulltrúar stjómarflokkanna.
Hann minnti á fordæmi fyrir stuðn-
ingi ríkisins við annað flugfélag,
Flugleiðir, í tímabundum erfiðleik-
um, sem gefist hefði vel. Tveir
kostir væm nú fyrir hendi. Annar
sá að Amarflug færi á hausinn.
Hinn að ríkissjóður hjálpaði félag-
inu til sjálfshjálpar með ríkisábyrgð.
Miklir hagsmunir væm f húfi.
Félagið hafi verksamninga, sem
verðmæta verði að telja. Ferðaþjón-
usta, sem spanni bæði flug milli
landa og innanlands, sé í hættu.
Hagsmunir starfsfólks og byggðar-
laga, sem Amarflug flýgur til, komi
ogtil.
Páll mælti og fyrir breytingartil-
lögu, varðandi vangoldin gjöld fé-
lagsins (sjá her að framan), þess-
efnis, að „öll opinber gjöld við ríkis-
sjóð sem í vanskilum em verði
greidd upp á næstu fjórum ámm.
Fjármálaráðherra er heimilt að
semja um greiðsluhætti". Hér er
skilyrði, sem var í frumvarpinu,
mildað, sem gerir fyrirgreiðsluna
markvissari.
Páll lagði áherzlu á að fmm-
varpið fæli aðeins í sér skilyrt heim-
ildarákvæði, sem ekki yrði nýtt,
nema skilyrðum yrði fullnægt.
Málflutningnr
andmælenda
Jón Baldvin Hannibalsson
(A.-Rvk.) mælti fyrir nefndaráliti
minnihluta nefndarinnar. Hann
gagnrýndi málsmeðferð, að ríkis-
stjómin beitti öðmm rökum í dag
en í gær varðandi vanskil Amar-
flugs við ríkissjóð og að ekki rriætti
mismuna flugfélögum um skil á
flugvallarskatti og lendingargjöld-
um. Hann sagði ennfremur að sú
aðstoð, sem um væri rætt, dygði
ekki til þess að ná settum markmið-
um.
Svavar Gestsson og Jón Baldvin
Hannibalsson fluttu síðan frávísun-
artillögu á fmmvarpið, sem Guðrún
Agnarsdóttir var samþykk. Hin
rökstudda dagskrá hljóðaði svo:
„Málið er illa undirbúið og engar
upplýsingar fyrirliggjandi um að
hlutafé skili sér né heldur að kaup-
leigusali sé tilbúinn til að fallast á
að ríkið gangi inn í kaupleigusamn-
ing. Þá er engan veginn ljóst að
fmmvarpið, þó að lögum verði, leysi
nokkum vanda til frambúðar fyrir
ferðamannaiðnaðinn eða Amarflug
hf. Af þessum ástæðum samþykkir
deildin að fela ríkisstjóminni að
vinna betur að málinu og tekur
fyrir næsta mál á dagskrá."
Atkvæðagreiðsla í
fyrri þingdeild
Þegar málið gekk til atkvæða í
neðri deild var fyrst borin upp frá-
vísunartillagan (rödstudda dag-
skráin). Nafnakall var viðhaft. Til-
lagan var felld með 22 atkvæðum
grgn 11, 2 sátu hjá en 5 vóm fjar-
verandi. Með frávísuninni greiddu
atkvæði viðstaddir þingmenn
stjómarandstöðu, nema Guðrún
Hélgadóttir (Abl.-Rvk.), sem
greiddi mótatkvæði. Gegn hinni
rökstuddu dagskrá greiddu atkvæði
viðstaddir þingmenn stjómarflokka,
nema Stefán Guðmundsson (F.-Nv.)
og Stefán Guðmundsson (F.-Ne.),
sem sátu hjá, og Guðrún Helgadótt-
ir sem fyrr segir.
Guðrún Helgadóttir gerði þá
grein fyrir atkvæði sínu, efnislega
eftir haft, að mótatkvæði hennar
væri reist á hagsmunum þess fólks,
sem starfaði hjá Amarflugi hf. og
í hliðarþjónustu. Lét hún í ljós þá
von að flugfélögin mættu láta af
strákslegum samskiptum en vinna
þess í stað saman - sem og að ríkis-
stjómin beitti nauðsynlegu aðhaldi
samhliða ráðgerðri aðstoð.
Málið gekk síðan til efri deildar.
Þar varð hliðstæð rimma um málið,
sem ekki verður rakin hér. FVum-
varp þetta um málefni Arnarflugs
hf. varð að lögum sama dag og það
var lagt fram. Það var samþykkt
með 11 atkvæðum gegn 8 í efri
deild. Segja má að það hafi siglt
hraðbyri gegn um þingið, þrátt fyrir
allnokkra andstöðu.
Hvað einkenndi störf Alþingis í vetur?
ÞAÐ VIRÐIST vera samdóma álit
formanna þingflokkanna á Alþingi,
að störf þingsins í vetur hafi verið
fremur viðburðalítil, enda þótt ýmis
merkileg mál hafi verið þar til
umræðu og afgreiðslu. Þetta kemur
fram í viðtölum þingfréttaritara
Morgunblaðsins við formennina,
sem birt eru hér. Sú spurning var
lögð fyrir þá alla, hvað einkennt
hefði þingstörfin í vetur að þeirra
mati.
Ekki átakaþing
- segir Olafur G.
„ÞETTA hefur
ekki veríð neitt
átakaþing
meirí breytingar
hafi orðið i þjóð-
lífinu, en um
langt skeið. Al-
gjör stefnubreyt-
ing í efnahags-
málum og þjóð- . , „ „
arsátt á vmnu-
markaði vekur vonir um bjarta
framtíð,“ sagði Ólafur G. Einars-
son, formaður þingflokks Sjálf-
stæðisflokksins.
„Stjómarandstaðan hefur verið
ríkisstjóminni þægileg og er þetta
ekki sagt andstöðunni til lasts.
Ráðstafanir í ríkisfjármálum til að
greiða fyrir lausn vinnudeilna og
til hagsbóta fyrir launafólk hlýt ég
sérstaklega að nefna. Af merkri
löggjöf, sem gjörbreytingu veldur á
peningamarkaði, nefni ég ný lög
um Seðlabanka, gildistöku laga um
viðskiptabanka og ný lög um verð-
bréfamiðlun. Ég nefni líka upp-
stokkun í sjóðakerfi sjávarútvegs-
ins, þótt þar væri um nokkum
skoðanaágreining að ræða.“
Brotalamir í
þingræðinu
- segir Stefán
Benediktsson
„AÐGERÐA-
LEYSI hefur ein-
kennt þetta þing
fram að þessum
síðustu dögum,
en þá er málum
hraðað í gegn.
Ef draga ætti
ályktanir um
þingið af þessum *m‘
vinnubrögðum Benediktmon
mætti segja að það þyrfti ekki
að sitja nema svo sem tvo mánuði
á ári,“ sagði Stefán Benedikts-
son, formaður þingflokks Banda-
lags jaf naðarmanna.
„Sú hefð, sem skapast hefur í
okkar þingræði, vekur oft á tíðum
upp spumingu um það, hvers vegna
við erum yfirhöfuð með þetta þing,
þar sem stuðningsmenn ríkisstjóm-
arinnar standa að heita má alltaf
sem einn maður í öllum málum,“
sagði Stefán.
Stefán kvað þessa þings einkum
verða minnst vegna laganna í kjöl-
far samninga aðila vinnumarkað-
arsins. Þar hefðu aftur komið upp
spumingar um stjómkerfið á Is-
landi, þar sem löggjafarvaldið hefði
verið flutt úr fyrir veggi Alþingis.
Forystuleysi
ríkisstj órnar innar
- segir Ragiiar Arnalds
„ÞINGHALDIÐ
hefur að þessu
sinni einkennst
af því, að ríkis-
stjórnin hefur
flutt frekar fá
mál. Þetta frum-
kvæðisleysi
sljómarinnar
kom strax fram í
þingbyrjun og
síðan hefur lítið ræst úr. Það
veldur því svo, að það er tiltölu-
lega auðvelt að Ijúka þingstörf-
um að þessu sinni, þótt það sé
gert mánuði fyrr en veiyulega,“
sagði Ragnar Amalds, formaður
þingflokks Alþýðubandalagsins.
„Þessi staða lýsir kannski for-
ystuleysi ríkisstjómarinnar. Sein-
ustu vikumar hafa stóm málin, sem
hún hefur lagt fram komið frá
aðilum utan þings og tengst gerð
kjarasamninganna í síðasta mán-
uði. Við alþýðubandalagsmenn höf-
um flutt Qölda mála, þingmál sem
við höfum átt fmmkvæði að em á
annað hundrað ef fyrirspumir em
teknar með. Þar á meðal em mörg
fmmvörp, sum hver mjög ýtarleg
eins og t.d. framhaldsskólafmm-
varpið, sem markar alveg nýja
stefnu í þessum málaflokki. Ríkis-
stjómin hefur hins vegar ekki sýnt
neitt fmmkvæði í málum fram-
haldsskólans," sagði Ragnar.
„Annað aðaleinkenni þessa þings
er hinn óhugnanlegi hallarekstur
ríkissjóðs, þar sem verið er að safna
í mikla skuldastíflu, sem hlýtur fyrr
eða síðar að bresta og flæða yfir
landsmenn í formi stórhækkaðra
skatta. Verðbólgutölur em vissu-
lega lægri núna en verið hefúr, en
í rauninni er talsverð verðbólga
dulin með hallarekstri ríkissjóðs."
Gagnlegar umræður
um ráðherraskýrslur
— segir Páll Pétursson
„ÓVENJU góð
samstaða sljóm-
ar og stjórnar-
andstöðu hefur
einkennt þing-
störfin þessa síð-
ustu daga. Allir
hafa hjálpast að
við að láta mál
ganga greiðlega
áfram, en það P4npíturason
eru heldur ekki mörg átakamál
á dagskrá," sagði Páll Pétursson,
formaður þingflokks Framsókn-
arflokksins.
„Þetta þing hefur ekki verið jafn
stefnumarkandi í löggjöf og síðasta
þing. Þá fengu ráðherrar öll þau
mál lögfest er þeir sóttust eftir.
Hér hafa þó ýmis merkileg mál
hlotið afgreiðslu, s.s. löggjöf um
Seðlabankann, sveitarstjómir, fisk-
veiðistefnuna, uppstokkun á sjóða-
kerfi sjávarútvegsins o.fl. Þá hefur
það einkennt þinghaldið, að ráð-
herrar hafa lagt fram viðamiklar
skýrslur og um þær hafa orðið hinar
gagnlegustu umræður. Nefni ég
sérstaklega umræður um utanríkis-
mál og málefni Lánasjóðs íslenskra
námsmanna," sagði Páll.
Páll Pétursson sagði, að talsvert
hefði verið unnið að endurbótum á
kosningalögum á þinginu, enda
gengju núgildandi lög gegn stjóm-
arskránni að sumu leyti og væru
auk þess á þeim tæknilegir gallar.
Samstaða hefði ekki tekist um
breytingar á öllum atriðum sem
aðfinnsluverð væru, en nú lægju
fyrir á þingskjali þau atriði sem
samstaða hefði náðst um.
þessum vinnubrögðum breytt og
koma á betri verkstjóm í þinginu.
„Þetta þing hefur verið viðburða-
snautt, en mesta athygli hafa kjara-
samningamir og umræðumar um
þá vakið. Það mál bar sérkennilega
að inn í þingið, því það voru aðilar
vinnumarkaðarins sem mörkuðu
stefnuna fyrir ríkisstjómina,"
Nokkur upphlaup á
átakalitlu þingi
- seg-ir Sigríður Dúna
Kristmundsdóttir
Fyrir vonbrigðum með
vinnubrögð og árangur
- segir Jóhanna
Sigurðardóttir
„ÉG HEF orðið
fyrir vonbrigð-
um með vinnu-
brögð og árang-
ur á þessu þingi.
Alþýðuflokkur-
inn hefur lagt á
það mikla
áherslu i mál-
flutningi og til-
lögugerð, að Sigurðardáttir
jafna eigna- og tekjuskiptinguna
í landinu. LítiII árangur í þeirrí
viðleitni kemur undarlega fyrir
sjónir miðað við stöðu heimil-
anna um þessar mundir og þær
umræður um fátækt, sem fram
hafa faríð hér á þinginu," sagði
Jóhanna Sigurðardóttir, varafor-
maður þingflokks Alþýðuflokks-
ins.
„Við lögðum áherslu á það við
fjárlagagerð, að fá fram breytta
efnahagsstefnu en hugmyndir okk-
ar náðu ekki fram að ganga. Tillaga
okkar um kaupleiguíbúðir, sem er
mjög mikilvægt mál, náði heldur
ekki fram," sagði Jóhanna.
Jóhanna kvað vinnubrögð þings-
ins því til lítils sóma. Hún kvaðst
hafa vonað, að í kjölfar nýrra þing-
skapa yrði breyting á, en þær vonir
hefðu ekki ræst. Mál fengju yfirleitt
ekki afgreiðslu fyrr en á lokadögum
þingsins, og þá tækju þingnefndim-
ar fyrst til starfa af alvöru. Hún
sagði, að það væri mikilvægt að fá
„ÞETTA þing
hefur að mörgu
leyti verið átaka-
lítið. Það hefur
einkennast af
þvi, að annað
slagið hafa orðið
upphlaup út af
ákveðnum mál-
um. Mér er þar
efst i huga Haf-
skipsmálið, okurmálið og um-
ræðuraar um kjarasamningana i
síðasta mánuði. Það má segja,
að þetta séu eins og eldgos á
viðburðalitlu þingi,“ sagði Sig-
ríður Dúna Kristmundsdóttir,
formaður þingflokks Kvennalist-
ans.
„Það er fátt minnisvert, sem er
sérstaklega ánægjulegt, en ég
fagna hinni miklu umræðu í sam-
einuðu þingi um þingsályktunartil-
lögu okkar um mat á heimilisstörf-
um. Þetta er efni, sem sjaldan er
rætt í þingsölum og hefur legið
utan við hinn pólitíska umræðu-
grundvöll. Að þessu sinni voru hins
vegar ekki fluttar fleiri ræður um
neitt annanð mál í sameinuðu þingi.
Við erum þó ekki ánægðar með
niðurstöðuna, ályktunina eins og
hún var samþykkt, enda er hún
hvorki fugl né fiskur og breytir
engu um þetta mál.“
Sigríður Dúna kvaðst ánægð með
að tillögur Kvennalistans um úr-
bætur í ferðaþjónustu og um smá-
iðnað náðu fram að ganga á þessu
þingi. Hún sagði, að merkilegustu
umræðumar á síðasta þingi hefðu
verið um utanríkismál, en að þessu
sinni um kjaramálin.