Morgunblaðið - 24.04.1986, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986
45
Einkaaðilar fá að
framleiða áfengi
FRUMVARP fjármálaráðherra er heimilar einkaðilum framleiðslu
áfengis hér á landi varð að lögum í gær, er það var samþykkt í neðri
deild með 21 atkvæði gegn 10 að viðhöfðu nafnakalli. Tveir þingdeild-
armenn sátu hjá og sjö voru fjarstaddir.
Þeir þingmenn, sem greiddu at- Guttormsson (Abl.-Al.), Ólafur Þ.
kvæði gegn frumvarpinu, voru:
Ingvar Gíslason (F.-Ne.), Geir Gunn-
arsson (Abl.-Rn.), Guðmundur J.
Guðmundsson (Abl.-Rvk.), Guðrún
Helgadóttir (Abl.-Rvk.), Hjörleifur
Þórðarson (F.-Vf.), Stefán Guð-
mundsson (F.-Nv.), Stefán Valgeirs-
son (F.-Ne.), Steingrímur J. Sig-
fússon (Abl.-Ne.) og Svavar Gests-
son (Abl.-Rvk.).
Fékk ekkí útlánaheimild
EKKERT verður úr því, að Póst-
gíróstofan geti veitt viðskiptavin-
um sinum lán. Efri deild Alþingis
hafði fyrir nokkrum dögum sam-
þykkt að breyta frumvarpi ríkis-
stjómarinnar til póstlaga í það
Lög
Fjölmörg frumvörp urðu að
lögum í gær, miðvikudag, rétt
fyrir þinglausnir. Meðal frum-
varpa, sem fengu lagagildi, vóru:
Stjómarfumvarp um húsnæðis-
mál (Húsnæðisstofnun rfkisins),
byggt á samkomulagi ríkisstjómar
og aðila vinnumarkaðar i síðustu
kjarasamningum.
Stjómarfrumvarp um færa
Reykjavík Viðey aið gjöf, með til-
teknum skilyrðum, í tilefni 200 ára
kaupstaðarafmælis borgarinnar.
Stjómarfrumvarp um ríkis-
ábjrrgð vegna erlendrar lántöku
Amarflugs hf.
Fmmvarp um skiptaverðmæti og
greiðslujöfnun innan sjávarútvegs-
ins.
Stjómarfrumvarp um póst (póst-
lög)-
Stjómarfrumvarp um Iðnlána-
sjóð.
Stjómarfrumvarp um fasteigna-
og skipasölu.
Stjómarfrumvarp um Seðla-
banka íslands.
Stjómarfrumvarp um rannsókn-
amefnd fisksjúkdóma.
Stjómarfrumvarp um verzlun
ríkisins með áfengi; heimild til
framleiðslu áfengis hér á landi til
útflutnings og dreifingar í útsölum
ÁTVR.
Framvarp um útflutning hrossa.
Framvarp um forgangsréttindi
kandídata til embætta (um viður-
kenningu norræna guðfræðiprófa
hér á landi).
horf, að Póstgíróstofan gæti bæði
annast innlán og útlán, en hún
hefur þegar með innlán að gera.
Neðri deild þingsins féllst hins
vegar ekki á þessa breytingu og
náði hún þvi ekki fram að ganga.
Við umræður um póstlagafram-
varpið í efri deild í gær lýstu margir
þingdeildarmenn vonbrigðum með
afstöðu neðri deildar, en töldu hins
vegar að í framvarpinu væra ýmis
nauðsynjamál og vildu því ekki
hindra samþykkt þess.
Þinglausnir:
Þinglausnir
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Alþingi var slitið á áttunda tímanum i gærkvöldi
og var þessi mynd tekin er þeir streymdu úr
þingsalnum. Það eru þingkonurnar Guðrún
Agnarsdóttir (Kl.—Rvk.) og Guðrún Helgadóttir
(Abl.-Rvk.) sem eru fremstar á myndinni og
leynir feginleiki þeirra sér ekki. í baksýn er
stallsystir þeirra, Kristín Halldórsdótt-
ir(kvl.-Rn.), en við hlið Guðrúnanna eru þeir
Eyjólfur Konráð Jónsson (S.-Nv.) og Jón Krist-
jánsson (F.-Al.)
80 ný lög — 23 þingsályktanir
-170 fyrirspurnir til ráðherra
ALÞINGI, 108. löggjafarþing íslendinga, stóð frá 10. október til 21.
desember 1985 og frá 27. janúar til 23. apríl 1986, samtals í 159
daga. Haldnir voru 275 fundir samtals í þingdeildum og sameinuðu
þingi. Alls voru afgreidd 80 lög, 75 stjórnarfrumvöp og 5 þing-
mannafrumvörp. Samþykktar voru 23 þingsályktanir, þ.e. vi(jayfir-
lýsingar Alþingis í einstökum málum. Fyrirspurnir þingmanna til
ráðherra urðu 171. Mál til meðferðar í þinginu voru 448; þar af
afgreidd 275. Tala prentaðra þingskjala varð 1.121.
Framangreint fram í ræðu Þor- síðasta ári og komu til framkvæmda
valdar Garðars Kristjánssonar, for-
seta Sameinaðs Alþingis, við þing-
lausnir. Þingforseti sagði orðrétt:
Á þessu þingi hafa mörg mikil-
væg mál verið til meðferðar og
hlotið afgreiðsiu. Þótt menn hafí
greint á um ýmislegt sem gert hefir
verið sameinast þingmenn í þeirri
ósk, að störf þessa þings megi verða
til heilla landi og lýð.
Þetta þing er með skemmstu
þingum á síðari áram og tveim
mánuðum styttra en síðasta þing.
Samt sem áður hafa verið til með-
ferðar og afgreiðslu fleiri mál en
oftast áður. Ekki er vafi á að svo
hefír unnist meðal annars vegna
nýrra þingskapa, sem sett vora á
á þessu þingi.
Þá hefír önnur nýjung sannað
gildi sitt á þessu þingi. Er þar átt
við tölvuvæðinguna, sem nú hefír
verið tekin upp í þjónustu þingsins.
Ávinningurinn af tölvuvæðingunni
hefír sýnt sig í auknum afköstum
við vélritun og leiðréttingar og
meiri sveigjanleika í útgáfu þing-
skjala, þingtíðinda og spjaldskrár-
vinnslu.
Við þinglausnir á síðasta ári var
gerð grein fyrir aðgerðum til úrbóta
á húsakosti Alþingis. Unnið hefír
verið áfram að samkeppni um gerð
og skipulag nýbyggingar fyrir
starfsemi þingsins. Gert er nú ráð
fyrir að tillögum að teikningum
Bjórfrumvarpið var
fellt í efri deild
10 þingmeim á móti, 9 með
ÞAÐ VAR rafmagnað andrúmsloft í efri deild Alþingis og á
þingpöllum síðdegis í gær, er Sigríður Dúna Kristmundsdóttir,
þingmaður Kvennalistans, kom í ræðustól og gerði grein fyrir
atkvæði sinu við nafnakall um „bjórfrumvarpið" svonefnda. Þá
höfðu 9 þingmenn stutt frumvarpið, 9 verið á móti og 1 setið
hjá, en þingdeildarmenn eru 20. Sigríður greiddi atkvæði gegn
frumvarpinu og það var þvi fellt með eins atkvæðis mun. Frum-
varpið fór því ekki til neðri deildar Alþingis og leyfi til að brugga
og selja áfengan bjór á íslandi er ekki í sjónmáli.
Sem fyrr segir var nafnakall (Bj.-Ne.), Ragnar Arralds
(Abl.-Nv.) og Stefán Benedikts-
son (Bj.-Rvk.).
Þessir þingmenn greiddu at-
kvæði gegn frumvarpinu: Albert
Guðmundsson (S.-Rvk.), Davíð
Aðalsteinsson (F.-Vl.), Haraldur
Ólafsson (F.-Rvk.), Helgi Seljan
(Abl.-Al.), Jón Helgason (F.-Sl.),
Karl Steinar Guðnason (Á.-Rn.),
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir
(Kl.-Rvk.), Skúli Alexandersson
(Abl.-Vl.), Sturla Böðvarsson
(S.-Vl.) og Þorvaldur Garðar
Kristjánsson (S.-Vf.).
Egill Jónsson (S.-Al.) sat hjá
haft um frumvarpið, sem felur í
sér stuðning Alþingis við sölu og
braggun bjórs, en jafnframt
ákvæði um þjóðaratkvæða-
greiðslu á þessu ári til að skera
úr um hvort lög þar að lútandi
skuli taka gildi.
Þessir þingmenn greiddu at-
kvæði með framvarpinu: Salome
Þorkelsdóttir (S.-Rn.), Ámi John-
sen (S.-Sl.), Bjöm Dagbjartsson
(S.-Ne.), Magnús H. Magnússon
(A.-Sl.), Eyjólfur Konráð Jónsson
(S.-Nv.), Jón Kristjánsson
(F.-Al.), Kolbrún Jónsdóttir
við afgreiðslu málsins og gerði
þá grein fyrir atkvæði sínu, að í
rauninni væri aðeins um skoðana-
könnun að ræða með atkvæða-
greiðslunni, þar eð sýnt væri að
málið færi ekki fyrir neðri deild.
Þingmennimir Sigríður Dúna
Kristmundsdóttir og Þorvaldur
Garðar Kristjánsson gerðu grein
fyrir atkvæðum sínum og vísuðu
bæði til þess, að stjómskipuð
nefnd væri að gera úttekt á áfeng-
ismálum og ekki væri rétt að taka
einn þátt þeirra sérstaklega fyrir
meðan niðurstaða nefndarinnar
væri ókomin. Þá lýsti Sigríður
Dúna yfír sérstakri andúð á hug-
myndinni um þjóðaratkvæði og
kvað allt eins eðlilegt að bera þá
hin stærri mál þingsins undir dóm
kjósenda með slíkum hætti. Albert
Guðmundsson var einnig andsnú-
inn þjóðaratkvæði og kvað það
„ræfíldóm“ af þingmönnum að
taka ekki skýra afstöðu í málinu.
„Menn hafa ekki þorað að segja
annaðhvort já eða nei. — Ég segi
nei,“ sagði þingmaðurinn.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson.
verði skilað í júní nk. og dómnefnd
hafi lokið störfum í júlímánuði.
Kemur þá til kasta Alþingis um
hvert framhald verður á fram-
kvæmdum til að leysa þann hús-
næðisvanda, sem þingið býr nú við
og búa svo um, að Alþingishúsið
sjálft megi nota til nokkurrar
frambúar.
Þá var og við þinglausnir á síð-
asta þingi vikið að þúsund ára
afmæli kristnitökunnar og viðbúnað
Alþingis í því sambandi. Fyrir
nokkram dögum samþykkti Alþingi
þingsályktun um þúsund ára afmæli
kristnitökunnar. Er sú samþykkt
vottur þess, að hlutur Alþingis verði
ekki látinn eftir liggja, þegar minnst
verður merkustu lagagerðar þess.
Enn er eitt málefni sem kom til
meðferðar á því þingi sem nú er
að ljúka og varðar sérstaklega stöðu
og hlutverk Alþingis. Er þar átt við
lög um ríkisendurskoðun, sem
samþykkt vora á þessu þingi. í
lögum þessum felst sú grandvallar-
breyting, að ríkisendurskoðunin lýt-
ur ekki lengur framkvæmdavaldinu
heldur löggjafarvaldinu. Stjómar-
skráin fær Alþingi í hendur vald til
að ákveða flárveitingar. Það er því
eðlilegt að ríkisendurskoðun sé á
vegum Alþingis og þannig fari fram
á vegum löggjafarvaldsins endur-
skoðun á því hvemig framkvæmda-
valdið, sem annast framkvæmd
fjárlaga, hafí nýtt fjárlagaheimildir
Alþingis og hvort farið hafí verið út
fyrirþær.
Nú við þinglausnir þakka ég öll-
um alþingismönnum fyrir ágætt og
ánægjulegt samstarf á þessu þingi.
Sérstakar þakkir færi ég varafor-
setum fyrir ágæta aðstoð og skrif-
uram fyrir kostgæfni í störfum.
Skrifstofustjóra og öllu starfsfólki
Alþingis þakka ég mikið og gott
starf og ánægjulega samvinnu í
hvívetna. Ég óska utanbæjarmönn-
um góðrar heimferðar og ánægju-
legrar heimkomu og vænti þess að
við hittumst öll heil á komandi
hausti þegar Alþingi kemur saman
á ný. Heill og hamingja fylgi öllum
háttvirtum alþingismönnum og
starfsliði Alþingis.
Fyrir hönd Alþingis bið ég öllum
íslendingum árs og friðar og óska
gleðilegs sumars.
Alþingi fordæmi
kjarnorkutilraunir
HJÖRLEIFUR Guttormsson,
þingmaður Alþýðubandalagsins,
er óánægður með að Eyjólfur
Konráð Jónsson, formaður utan-
rikismálanefndar Alþingis, vildi
ekki boða fund i nefndinni í gær
til að ræða tillögu sína um að
fordæma tilraunir með kjarn-
orkuvopn neðaiyarðar. Hann
óskaði einnig eftir því, að fá að
ræða tillögu sina og síðustu
kjarnorkuvopnatilraun Banda-
ríkjainanna utan dagskrár í
sameinuðu þingi i gær, en forseti
varð ekki við því og bar að sögn
Hjörleifs við hinum mildu önnum
á síðasta degi þingsins.
Þetta kom fram á stuttum fundi,
sem Hjörleifur boðaði þingfréttarit-
ara dagblaðanna og ríkisfjölmiðl-
anna á í þingflokksherbergi Al-
þýðubandalagsins í gær. Fram kom,
að Haraldur Ólafsson, varaformað-
ur utanríkismálanefndar, er hlynnt-
ur því að utanríkismálanefnd taki
afstöðu til tillögu Hjörleifs og er
hann sjálfur samþykkur henni.
Einnig hefur Guðrún Agnarsdóttir,
fulltrúi Kvennalistans í nefndinni,
lýst stuðningi við tillöguna.
Tillaga Hjörleifs hljóðar svo:
„Alþingi fordæmir að hafnar era á
ný tilraunir með kjamorkuvopn og
telur brýnt að hið fyrsta verði gerð-
ur samningur um allsheijarbann við
slíkum tilraunum undir traustu
eftirliti."