Morgunblaðið - 24.04.1986, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 24.04.1986, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1986 49 Leiklistarþing 1986: Mótmælir niðurskurði framlags til leiklistar LEIKLISTARÞING 1986 var haldið í siðastliðnum mánuði. Á þinginu kom fram, að framlag ríkisins til leiklistarmála hefur rýrnað um 15% að raungildi sé miðað við árið 1983. í ályktun þingsins segir, að ís- lensk leiklist sé brjóstvörn lifandi, íslenskrar tungu og megi ekki koðna niður vegna fjárskorts og sinnuleysis. Flóð erlends afþreying- arefnis hafi skollið á þjóðinni á undanförnum árum og hætt við að það vaxi í náinni framtíð. Leikhúsið sé helsta mótvægi gegn þessari þróun og því skorar Leiklistarþing Fánadagur í Grófinni Verzlanirnar í Grófinni í Reykja- vík munu flagga gömlu íslenzku fánunum á sumardaginn fyrsta. Fánarnir eru Jörundarfáni, Fálkafáni og Hvítbláinn. á íslensk stjórnvöld „að snúa frá þeirri óheillastefnu sem felst í æ minna framlagi til menningarmála" eins og segir í ályktuninni. Um Þjóðleikhúsið ályktar þingið svo: „Stærsta áhyggjuefni leikhús- fólks í dag er, að frá árinu 1982 hefur framlag ríkisins til Þjóðleik- hússins minnkað um hvorki meira né minna en þriðjung. Við krefjumst þess, að þetta verði leiðrétt.“ Þá er í ályktuninni bent á nauð- syn þess, að leysa vanda fjölda atvinnuleikhópa sem eru á götunni. Um launakjör leiklistarfólks segir, að þau hafi rýmað svo á undan- förnum árum, „að jafnvel hæst launuðu listamenn Þjóðleikhússins með 30—40 ára starf að baki geta ekki framfleytt sér af launum sín- um. Á þessu þarf að verða róttæk breyting ef tryggja á að áfram verði haldið að leika á íslensku." Þá lýsir Leiklistarþing ánægju sinni yfir því hversu vel miðar byggingu Borgarleikhúss og skorar á borgaryfirvöld að fylgja fast eftir yfirlýstum ásetningi, að leikhúsið verði tilbúið til notkunar haustið 1988. Að lokum segir í ályktuninni, að þingið fagni því, að Leiklistarskóli Islands hafi eignast húsnæði og lagt er til að skólinn taki að sér víðtæka kennslu í framburði og meðferð móðurmálsins. Nýja postula- kirkja flytur NÝJA postulakirkjan hefur flutt kirkju sína í ný salarkynni á Háaleitisbraut 58, 2. hæð. Lenn- art Heidin, prestur hennar, stofnsetti Nýju postulakirkjuna á íslandi 1979. Nýja postulakirkjan var stofnuð í Englandi 1832. í dag starfar kirkj- an í flestum löndum heims með rúmlega 3 milljónir meðlima. Messur eru alla sunnudaga kl. 11 og kl. 17 og fimmtudaga kl. 20.30. Ráðstefna um kennara- menntun Ráðstefna um kennaramennt- un verður haldin dagana 25. og 26. apríl nk. í Borgartúni 6 í Reykjavík. Að ráðstefnunni standa Bandalag kennarafélaga, Háskóli íslands, Iþróttakennara- skóli íslands, Kennaraháskóli ís- lands, Myndlista- og handíðaskóli Islands og Tónlistarskólinn í Reykjavík. Tilgangur ráðstefnunnar er að skýra stöðu kennaramenntunar eins og hún er nú en aðaláherslan verður lögð á að ræða hvemig kennara- menntun gæti verið eða ætti að vera í ljósi þess sem gerst er vitað. Flutt verða tvö framsöguerindi og vinnuhópar munu ræða af- mörkuð viðfangsefni. Til ráðstefn- unnar hefur verið .boðið forráða- mönnum menntamála á íslandi, starfsfólki áður talinna stofnana ásamt fulltrúum nemenda og full- trúum kennarasamtaka. SAMBAND iSLENZKRA SVEITARFÉLAGA SVEITARSTJÓRNIR OGUMHVERFISMÁL Samband íslenzkra sveitarfélaga efnir til ráðstefnu að Kjar- valsstöðum föstudaginn 25. og laugardaginn 26. apríl um stefnu sveitarfélaga í umhverfismálum, og hefst hún kl. 9.00 árdegis báða dagana. Á ráðstefnunni verður m.a. rætt um samstarf sveitarfélaga, fagfólks og áhugamannafélaga, sem starfa á sviði umhverfis- mála til þess að samræma störf þessara aðila. Flutt verða tíu íramsöguerindi, m.a. um grænu svæðin í skipulaginu og um val trjátegunda við hinar ýmsu aðstæður víðs vegar um land. Meðal framsögumanna eru tveir danskir sérfræðingar. t-'yrri ráðstefnudagurinn verður skoðunarferð um útivistar- svæði og heimsótt verður Skógræktarstöð Skógræktarfé- íags Reykjavfkur í Fossvogi. I! [oátttökugjaldi, sem er 2500 krónur, er innifalin þessi skoðunarferð, hádegisverður og xaffiveitingar báða dagana og ráðstefnugögn, s.s. kynningar- rit um átak í trjárækt á höfuðborgarsvæðinu. Ákveðið hefur verið, að ráðstefna oessi sé opin öllu áhuga- fólki um umhverfismál. Samband íslenzkra sveitarfélaga ... .............-■ ■■■- ■ - ■ Musteri óttans Pyramidof Fear Spenna, ævintýri og alvara framleidd af Steven Spiel- berg eins og honum er einum lagið: Blaðaummæli: „Spielberg er sannkallaður brellumeistari." „Myndin fjallar um fyrsta ævintýri Holmes og Watsons og það er svo sannarlega ekkert smáævintýri.“ ☆ ☆ SMJ. DV. Mynd fyrir allal Bönnuð innan 10 ára. Sýnd kl. 7 og 9. DQLBY STEREO «• Góóau dqginn! 4 1 i raðauglýsingar — raðatuglýsingar — raðaugiýsingar l Nauðungaruppboð nauöungaruppboö Nauðungaruppboð á húseigninni Fagrahjalla 3A, Vopnafirði, Norður-Múlasýslu, þingles- inni eign Antons Sigurjónssonar, fer fram á eigninni sjálfri miðviku- daginn 7. mai 1986 kl. 17.00 eftir kröfu Árna Vilhjálmssonar hrl., Veðdeildar Landsbanka Islands og Byggingasjóðs rikisins og Lands- banka islands Vopnafirði. Sýslumaður Norður-Múlasýslu. Nauðungaruppboð annað og siðasta á Heimahaga 13, Selfossi, þingl. eign Helga Krist- jánssonar og Katrinar Karlsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri eftir kröfum Veðdeildar Landsbanka íslands, Jóns Ólafssonar hrl., Stefáns Skjaldarsonar hdl., Guðjóns Ármanns Jónssonar hdl., Landsbanka fslands, Tryggingastofnunar rikisins, Ævars Guðmundssonar hdl., Steingríms Þormóössonar hdl. og Ólafs Thóroddsen hdl. miðvikudag- inn 30. april 1986 kl. 11.30. Bæjarfógetinn á Selfossi. Nauðungaruppboð á fasteigninni Skálum, Vopnafirði, Norður-Múlasýslu, þinglesinni eign Aðalheiöar Sigurjónsdóttur og Sævars Jónssonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 7. mai 1986 kl. 14.00 eftir kröfu Árna Halldórs- sonar hrl. vegna Lifeyrissjóðs Austurlands og Samvinnubanka Islands. Sýslumaður Norður-Múlasýslu. Nauðungaruppboð á húseigninni Hafnargötu 13A, Bakkafiröi, Norður-Múlasýslu, þing- lesinni eign Yngva Þórs Kjartanssonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 7. mai 1986 kl. 10.00 eftir kröfu Árna Halldórssonar hrl., Þórðar Þórðarsonar hrl., Útvegsbanka fslands, Veödeildar Landsbanka Islands og Byggingasjóðs rikisins, Byggðasjóðs og Landsbanka íslands Vopnafirði. Sýslumaður Norður-Múlasýslu. á Tryggvagötu 26, efri hæð, Selfossi, þingl. eign Axels Magnússon- ar, fer fram á eigninni sjálfri eftir kröfum Jóns Ólafssonar hrl., Lands- banka Islands, Veðdeildar Landsbanka isiands og Garðars Garðars- sonarhrl. miðvikudaginn 30. apríl 1986 kl. 10.00. Bæjarfógetinn á Selfossi. á Kambahrauni 49, Hveragerði, þingl. eign Sveins Pálssonar, fer fram á eigninni sjálfri eftir kröfum Landsbanka Islands, innheimtu- manns rikissjóðs og Ólafs Thóroddsen hdl. þriðjudaginn 29. april 1986 kl. 10.30. SýslumaðurÁrnessýslu. Nauðungaruppboð annaö og síðasta á Austurmörk 9, Hverageröi, þingl. eign Ofna- smiðju Suðurlands hf„ fer fram á eigninni sjálfri eftir kröfum inn- heimtumanns rikissjóðs, löniánasjóös og Byggöastofnunar þriðju- daginn 29. april 1986 kl. 10.00. Sýslumaður Árnessýslu. Nauðungaruppboð annaö og siðasta á Hrismýri 2B, Selfossi, þingl. eign Sigurðar Jóns- sonar, fer fram á eigninni sjálfrí eftir kröfum Landsbanka fslands, Brunabótafélags Islands, Jóns Ólafssonar hrl. og innheimtumanns ríkissjóðs miðvikudaginn 30. aprfl 1986 kl. 13.30. Bæjarfógetinn á Selfossi. Nauðungaruppboð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.