Morgunblaðið - 24.04.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 24.04.1986, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986 50 Minning: Páll Björnsson hafnsögumaður Fæddur 27. febrúar 1918 Dáinn 15. apríl 1986 Páll Bjömsson hafnsögumaður, Sporðagrunni 12, lést 15. apríl sl. eftir örstutta sjúkralegu. Páll fæddist hér í Reykjavík 27. febrúar 1918. Foreldrar hans voru hjónin Anna Pálsdóttir og Bjöm , Jónsson skipstjóri frá Ananaustum, síðar á Sólvallagötu 57 hér í Reykja- vík. Páll var sjöundi í röð þrettán systkina. Á fyrri hluta aldarinnar var ekki óalgengt, að fjölskyldur væm álíka Qölmennar og Qölskyld- an að Ánanaustum, en húsakynni og aðrar aðstæður vom aðrar en nú gengur og gerist, og trúlega hafa ijölskylduböndin þá verið jafn- vel ívið sterkari en nú, og böm deildu saman rúmi í sátt og sam- lyndi. Páll byrjaði ungur að stunda sjó- inn og starfsævi sinni eyddi hann við sjómennsku, framan af sem háseti og síðar stýrimaður og skip- ./ stjóri á togurum allt framundir 1960 er hann kom alkominn í land og tók þá við starfi hafnsögumanns hér við Reykjavíkurhöfn og gegndi því starfi til æviloka. Páll kvæntist mikilli sómakonu, Ólöfu Benediktsdóttur mennta- skólakennara, en Sigríður systir Páls var gift Bjama bróður Ólafar, og tengdust þessar tvær fjölskyldur því sterkum böndum. Páll var mikill og einlægur sjálf- stæðismaður, skoðanafastur og rökfastur ef svo bar undir, en var þó ekki að troða upp á menn skoð- unum sínum. En ef eftir var leitað, þá stóð ekki á svömm né ákveðnu áliti á umræðuefninu. Einn minnisstæðasti þátturinn í fari Páls tel ég að hafi verið bam- gæska hans og næm tilfinning fyrir þeim er minna máttu sín í sam- félaginu, og höfðu ef til vill ekki til að bera fulla greind, en Páli tókst að laða fram hjá þessum vinum sín- um þeirra innri mann, sem oft á tíðum stóð ekki að baki innra manni þeirra sem betur vom af guði gerðir og meira máttu sín. Páll var eins og áður sagði sjö- undi í röð þrettán systkina, og nú þegar hann er kvaddur hinstu kveðju, em þau Ánanaustasystkinin að kveðja sjöunda systkinið úr sín- um stóra hópi. Páll var aðeins fimmtán mánuðum yngri en móðir mín, og liggur því ljóst fyrir, að þau hafa í föðurhúsum átt nána samleið innan hópsins, og tengdust nánum systkinaböndum. Vil ég fyrir hönd móður minnar og systra flytja Ólöfu og dætmm hennar, tengdasonum Fædd 4. september 1931 Dáin 24. febrúar 1986 Mig langar að minnast með nokkmm orðum Lilju Áma, en það var hún ævinlega kölluð af kunnug- um. Við störfuðum saman í nokkuð mörg ár í nemendasambandi Hús- mæðraskólans á Löngumýri í Skagafirði. Ætíð var gott að hafa Lilju sér við hlið ef eitthvað var verið að framkvæma, því alltaf hafði hún lausn og gat gefið góð ráð, en aldrei fann ég til smæðar gagnvart henni því hún var alltaf svo mild og réttlát í hreinskilni sinni. Hún var í mörg ár í kór átt- hagafélags Strandamanna, en þar var raddþjálfari um tíma Sigurveig Hjaltested. Lilja var stór hluti af kómum, Sigurveig orðaði það þann- ig að þegar Lilja kæmi inn í kórinn * bærist allt annar hljómur frá hon- um. Sigurveig meinti það sem hún sagði því það var hinn miidi hljómur sem barst frá Lilju. og bamabömum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Útför Páls verður gerð frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík föstudaginn 25. apríl kl. 13.30. Anton Örn Kæmested í gamalkunnum brag segir frá bræðmm tveim sem áttu ekki færri en tvær mæður. Þetta hefur mér alltaf þótt ég eiga sameiginlegt með bræðram þessum, því móðir mín er svo lánsöm að fast á hæla hennar í þennan heim fylgdi Ólöf systir hennar, sem í fyllingu tímans varð svo „tvíburamóðir" okkar systkin- anna. Margt gott á ég Ólöfu að þakka, en ekki hvað sízt það að hún skyldi giftast slíkum öðlingsmanni sem Páll Bjömsson var. Allt frá fyrstu tíð minnist ég Páls sem eins þeirra manna sem ég hafði mest gaman af að hitta. Páll var einstak- lega bamgóður og taldi ekki eftir sér að hafa böm í eftirdragi. Meðal annars bauð hann bæði mér og öðram bömum að sigla með sér á dráttarbátnum Magna og eins og nærri má geta vora það eftirminni- leg ævintýri. Alla tíð hefur verið mikill sam- gangur á milli fjölskyldnanna í Laugarásnum og í Sporðagranninu og þegar ég óx úr grasi kynntist ég Páli betur og gerði mér þá enn frekar ljóst hvaða kostum hann var búinn. Páll var enginn galgopi og var yfirleitt hægur í samræðum, en gat verið hveijum manni fyndn- ari og orðheppnari ef því var að skipta. Hann var hjálpsamur og greiðvikinn, en fastur fyrir og lét engan vaða ofan í sig. Páll var góður við þá sem minna máttu sín og tamdi sér að tala aldrei niður til vangefinna eða illa gefinna held- ur kom fram við þá eins og jafn- ingja. Hann var ákaflega atorku- samur og var varla kominn heim úr vinnunni, þegar hann fór að dytta að einhveiju heima fyrir, innan húss eða utan. Langvinn veikindi og slysfarir hijáðu Pál öðru hvoru síð- ustu æviárin og hann var ekki í essinu sínu fyrr en hann var farinn að vinna aftur. Hann var hins vegar ekkert að kvarta yfir óhöppum sín- um og bar sig vel. Páll hafði gaman af ferðalögum utan lands sem innan og kunni góð skil á gönguleiðum um fjöll. Spurði ég hann stundum ráða í þeim efnum og gáfust þau vel. Hann var áhuga- samur um landafræði og sögu og hafði lesið margt um þau efni. Hann var því fróður um menn og málefni, en var ekki að flíka þeim fróðleik nema eftir því væri gengið. Ég tel að Páll hafi verið ham- Fyrir tæpu ári síðan urðum við samferða á fund í nemendasam- bandinu, eins og svo oft áður, en ekki hvarflaði sú hugsun að mér þá að það væri síðasti fundurinn sem við yrðum samferða á, en svo frétti ég það í ágúst í fyrra að hún væri búin að gangast undir stóra aðgerð, sem allir vonuðu auðvitað að tækist vel eins og oft gerist. Er ég heimsótti hana á Langholtsveg- inn eftir þetta greindi ég vel hversu veik hún var orðin, en ekki brast hana kjarkinn og dugnaðurinn leyndi sér ekki þá frekar en áður. Eitt sinn er hún tók á móti mér af sinni hlýju sem var svo stór þáttur í fari hennar, spurði hún mig hvort ég væri enn á sama vinnustað. Þegar ég sagði að svo væri, sagði hún: „Það er gott, Gurrý mín.“ Eg fann að í þessum orðum fólst kær- leikurinn frá henni því það vinnur enginn nema að hafa heilsu til þess. Mér kemur í hug það sem dóttir ingjumaður í einkalífi. Hann kvænt- ist árið 1946 Ólöfu Benediktsdóttur og var með þeim hjónum mikið jafnræði. Þau hafa ekki verið hvers manns viðhlægjendur en reynst sín- um vinum og frændliði vel. Þau hjónin eignuðust tvær dætur, Önnu og Ragnhildi, en Ólöf á einnig dótt- ur af fyrra hjónabandi, Guðrúnu Guðjónsdóttur. Allar bera þær syst- ur og böm þeirra merki um gott upplag og veganesti úr heimahús- um. Ég og fjölskylda mín voram svo heppin að fá á leigu íbúð á efri hæðinni í Sporðagranni 12 þegar við komum heim frá námi erlendis. Þá sá ég það glöggt hjá bömum mínum að vinsældir Páls meðal yngstu kynslóðarinnar höfðu sízt dvínað með áranum. Sonur minn sagði einu sinni við mig í óspurðum fréttum, þegar hann var tveggja ára: Pabbi, þegar ég var lítill, þá var Páll bezti vinur minn. Páll lést 15. apríl síðastliðinn eftir skamma sjúkdómslegu og hafði verið við vinnu næstum til síðasta dags. Þótt okkur sem eftir lifum þyki illt að missa Pál svo skyndilega þá er það huggun harmi gegn að hann þurfti ekki að heyja langt dauðastríð. Foreldrar mínir mátu Pál mikils og ég veit að fátt er þeim meira virði en vináttan við fjölskylduna úr Sporðagranninu. Ég veit ég tala fyrir hönd allrar minnar Ijölskyldu, þegar ég segi að það hafi verið okkur öllum mikið lán að kynnast Páli Bjömssyni. Ólöfu frænku minni og dætram hennar votta ég samúð mína og minna. Benedikt Jóhannesson Páll Bjömsson, hafnsögumaður, fæddist 27. febrúar 1918. Hann var sonur hjónanna Bjöms Jónssonar, skipstjóra í Ánanaustum (f. 6.7. 1880, d. 9.8. 1946) og konu hans Önnu Pálsdóttur (f. 17.9. 1888, d. 6.12. 1961). Var Bjöm fæddur í Ánanaustum 'i Reykjavík en for- eldrar hans vora Jón Bjömsson, fæddur 1835 að Syðri-Mælifellsá í Skagafirði, og Hildur Jónsdóttir fædd 1834 í Fljótstungu í Hvítár- síðu. Anna var frá Neðra-Dal í Biskupstungum en foreldrar hennar hennar sagði eitt sinn. „Ég skil ekki hvað hún mamma hefur þekkt marga því mér fannst hún alltaf vera heima hjá okkur.“ Ég bið að nánustu ættingjar hennar öðlist blessun og styrk Guðs. Minningamar era margar og þakk- læti er efst í huga fyrir þau góðu kunni sem ég hafði af Lilju. Guð blessi Lilju mína. Gurrý vora Páll Stefánsson bóndi þar fæddur 1855 og Auðbjörg Runólfs- dóttir fædd 1847 í Miðhúsum í Úthlíðarsókn í Biskupstungum. Þau Anna og Bjöm giftust 21. desember 1907 og varð 13 barna auðið. Elst er Ásta Laufey Bjömsdóttir f. 24. nóv. 1908; Jón Bjömsson f. 28. júlí 1910; Sigurbjörg Bjöms- dóttir f. 5. nóv. 1911, d. 29. maí 1946; Unnur Bjömsdóttir f. 3. nóv. 1913, d. 15. sept. 1937; Björgvin Halldór Bjömsson f. 24. ágúst 1915, d. 11. janúar 1944; Hildur Björnsdóttir f. 27. nóv. 1916; Páll Bjömsson f. 27. febrúar 1918, d. 15. apríl 1986; Sigríður Bjömsdóttir f. 1. nóv. 1919, d. 10. júlí 1970; Anton Bjöm Bjömsson f. 6. júní 1921, d. 26. nóv. 1943; Auðbjörg Bjömsdóttir f. 5. apríl 1923; Har- aldur Bjömsson f. 2. okt. 1924; Guðjón Bjömsson f. 27. febr. 1926, d. 11. jan. 1944; Valdimar Bjöms- son f. 16. ágúst 1927. Þegar minnst var 100 ára af- mælis Bjöms í Ánanaustum lýsti Ásta elsta dóttir hans heimilishátt- um í Ánanaustum meðal annars með þessum orðum: „Húsakynni í Ánanaustum vora auðvitað ekki stór, þijú herbergi og eldhús. Stofa, sem mér fannst alltaf fín, svefnher- bergi og stórt herbergi innaf eld- húsinu, sem amma og afi sváfu í. Þar var einnig matast." Arið 1921 var byggt við húsið í Ánanaustum, bættust þá við stássstofa, borðstofa og forstofa. Þama bjó hin fjölmenna fjölskylda til 1934, þegar hún flutt- ist í hús, sem nú er Sólvallagata 57. Ásta segir: „Öllum má vera ljóst hve mikið var að starfa á slíku heimili, bömunum íjölgaði jafnt og þétt, uns við urðum þrettán. Oft hef ég dáðst að því með sjálfri mér, hve dugleg og mikil húsmóðir mamma var. Hún var með afbrigð- um hreinleg og myndarleg, bæði í saumaskap og allri matreiðslu. Karlmannafatasaum hafði hún lært í Reykjavík áður en hún giftist. En matréiðslubókin var Kvennafræðar- inn.“ Björn skipstjóri aflaði vel en frá 1926 til 1943, þegar hann hætti sjómennsku, sótti hann sjó á línu- veiðaranum Sigríði, sem hann átti ásamt öðram. Hafið heimtaði einnig sitt af fjölskyldunni: Anton Björn, íþróttakennari, fórst með mb. Hilmi í nóv. 1943, þegar hann var á leið frá Reykjavík vestur á Snæfellsnes, þar sem hann var ráðinn til kennslu. Björgvin og Guðjón fórast með bv. Max Pemberton í janúar 1944. Þrír bræðranna frá Ánanaustum urðu skipstjórar þeir Jón, Páll og Valdimar en Haraldur er stórkaup- maður. Páll var lengi stýrimaður og skipstjóri en síðan hafnsögumað- ur í Reykjavík. Hinn 31. ágúst 1946 kvæntist Páll Ólöfu Benediktsdóttur f. 10. okt. 1919 en foreldrar hennar vora Benedikt Sveinsson, alþingismaður, og Guðrún Pétursdóttir frá Engey. Þau Ólöf og Páll eignuðust tvær dætur Önnu f. 1947 og Ragnhildi 1948, sem er jjft Rúnar Ingibjarts- syni. Dóttir Olafar af fyrra hjóna- bandi Guðrún Guðjónsdóttir f. 1941, sem er gift Hjálmari Júlíus- syni, ólst upp hjá móður sinni og Páli. Vegna skyldleika foreldra minna við þau Ólöfu og Pál vora ætíð mikil tengsl milli fjölskyldnanna. Eftir að foreldrar mínir féllu frá reyndust þau okkur systkinunum ákaflega vel og flyt ég einlægar þakkir fyrir þá umhyggju alla ekki síst frá systram mínum, og þá nefni ég Valgerði sérstaklega en henni vora þau Ólöf og Páll mikil stoð, þegar mest á reyndi. Páll Bjömsson var einstaklega bóngóður maður. Hann var þægi- legur í allri umgengni, lét ekki mikið yfir sér en átti auðvelt með að ávinna sér traust annarra. Hann var til að mynda mjög kaer ömmu- systram mínum þeim Ólöfu og Maren Pétursdætram, sem ekki vora allra, ef þannig mætti orða það. Barngóður var hann með af- brigðum. I stuttu máli verður hans minnst sem trausts og glaðsinna manns, er ávallt var reiðubúinn að rétta hjálparhönd, þegar á þurfti að halda, átti það jafnt við um vandabundna sem vandalausa. Páll Bjömsson var sjöunda bam þeirra Önnu og Bjöms í Ánanaust- um og nú era sex af hinum stóra barnahópi eftir. Allir í hinni fjöl- mennu fjölskyldu minnast góðs vinar, þegar Páll er kvaddur hinstu kveðju. Blessuð sé minning góðs drengs. Björn Bjarnason Þeir kveðja nú hver af öðram þeir menn, sem voru samstarfs- menn mínir hjá Reykjavíkurhöfn í nær þijátíu ár. Hinn 15. þ.m. lést Páll Bjömsson hafnsögumaður, og er hann sá þriðji sem fellur frá á nokkram vikum. Andlát hans bar skjótt að. Páll fæddist í Reykjavík hinn 27. febrúar 1918. Foreldrar hans vora hinn kunni skipstjóri Bjöm Jónsson í Ánanaustum og kona hans Anna Pálsdóttir frá Neðra-Dal í Biskups- tungum. Páll ólst upp í foreldrahúsum í stóram systkinahópi. Hann fór þegar á unga aldri að stunda sjó. Árið 1941 lauk hann hinu meira fískimannaprófi frá Stýrimanna- skóla íslands. Árið eftir réðst hann stýrimaður á b/v Geir (eldri) og síðan á nýja Geir, sem var einn af nýsköpunartoguranum. Eftir 1950 var hann stýrimaður og skipstjóri á toguram Bæjarútgerðar Reykja- víkurog fram til ársins 1959, en þá vann hann um tíma í landi. Árið 1960 gerðist hann hafnsögumaður í Reykjavík, en einnig gegndi hann starfi leiðsögumanns í Faxaflóa. Páll tók virkan þátt í félagsmál- um. Hann var formaður Starfs- mannafélags Reykjavíkurhafnar 1968—’71 og um all langt skeið í stjóm Landsmálafélagsins Varðar. Páll var mikill náttúraunnandi og varði frítíma sínum til ferðalaga, eftir því sem tóm gafst. Einkum áttu hug hans íjalla- og öræfaferðir og þekkti hann þar vel til. Páll Bjömsson var duglegur maður, samviskusamur og ósérhlíf- inn. Honum var §arri skapi að koma sér undan verkum, enda maður skjótur til verks. Hin síðari ár var hann ekki við góða heilsu, en lagði þeim mun harðar að sér við skyldu- störf sín. Með slíkum mönnum er gott að vinna. Árið 1946 kvæntist Páll eftirlif- andi konu sinni, Ólöfu menntaskóla- kennara Benediktsdóttur, Sveins- sonar alþingisforseta. Þau eignuð- ust tvær dætur: Önnu meinatækni og Ragnhildi kennara. í meira en tuttugu ár voram við Páll Bjömsson samstarfsmenn og þakka ég samfylgdina við duglegan mann, orðheldinn og hreinlyndan. Eftirlifandi kona hans, frú Ólöf, dætur þeirra og aðrir aðstandendur eiga innilega samúð mína. Einar Thoroddsen Kær frændi og vinur er látinn. Palli frændi er fjórði bróðirinn sem fellur frá af sonum þeirra sæmdar- hjóna Önnu Pálsdóttur frá Neðra- Dal í Biskupstungum, f. 17/9 1888, d. 6/12 1961, og Bjöms Jónssonar skipstjóra frá Ánanaustum hér í borg, f. 6/7 1880, d. 9/8 1946. Þeim hjónum, Önnu og Bimi, varð 13 bama auðið og era nú látnar 3 systur og 4 bræður. Ég man fyrst eftir Palla frænda á stríðsáranum þegar hann var að koma heim á Reynimel færandi hendi, er hann var að koma úr siglingum með fisk til Bretlands. Ég varð þess aðnjótandi að fá tilsögn í sjómennsku og öllu sem henni tilheyrði, fyrst hjá Jóni, síðan hjá Páli og síðast Valdimar frændum mínum. Ég man það enn í dag þegar látið var úr höfn á bv. Skúla Magn- ússyni undir stjóm Palla. Var þá mikill spenningur í mér ungum pilti að fara út á _ nýsköpunartogara í fyrsta sinn. Á ég margar góðar minningar frá þeim tíma. Palli var einstaklega trúr sínum nánustu og fjölskyldu allri. Það era ekki ófáar spyrðurnar og lúðulokin sem hann kom með vestur á Reyni- mel til að gleðja systur sína og fjölskyldu hennar. Páll og Ólöf hafa alla tíð sýnt foreldram mínum einstaka ræktar- semi. Hef ég tekið eftir því í gegn- um árin hversu foreldram mínum hefur þótt vænt um þessa um- hyggju. Ekki síst pabba, eftir að hann hætti að komast allra sinna ferða sem áður. ÞuríðurL. Arna- dóttir - Kveðjuorð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.