Morgunblaðið - 24.04.1986, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 24.04.1986, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986 Minning: Skúli Magnús- son kennari Fæddur 27. mars 1911 Dáinn 15. mars 1986 Kveðja Síðla dags þriðjudaginn 15. apríl sl. barst mér fregnin um fráfall Skúla Magnússonar, kennara. Hann hafði kvatt að morgni þess dags í Landspítalanum. Fregnin kom ekki að óvörum. Skúli hafði um skeið átt við þung veikindi að stríða. Nú er ferðinni lokið í mann- lífsins ólgusjó. Þrautir á enda. Frið- ur fenginn. En ný vegferð að heijast á sviðum nýrrar tilveru. Það voru 22 sem útskrifuðust sem stúdentar frá MA á vordögum 1935. Nú hafa 7 yfirgefið vettvang dagsins hér. Hinir 15 koma á eftir, smátt og smátt, einn af öðrum uns hópurinn er allur. Slíkt er lögmálið og undan því verður ekki vikist. Vegna augnveiki í Ijórða bekk frestaðist skólavist mín um eitt ár. Þrjóska hvatti mig til að hefja nám að nýju. Þá fluttist ég í aðra bekk- sögn og við Skúli urðum herbergis- félagar í heimavist af tilviljun. Það fór vel á með okkur þótt ólíkir værum talsvert um margt. Aldrei kom til árekstra. Hemaðarmáttur- inn áþekkur. Báðir og nokkuð sjóað- ir í lífsins andstreymi og fátækir af fé. Gagnkvæmt traust ríkti og landamerki virt í hvívetna. Skúli var meðalmaður á hæð og bjartur yfirlitum. Hlédrægur og hógvær. Gætinn, glöggur og vel greindur. Hann hafði sig lítt í frammi í félagsmálum skólans. Bekkjarfélagi ágætur. Sagði sína skoðun óhikað og tók afstöðu ákveðinn en án einstrengingshátt- ar. Féll inn í hópinn. Naut virðingar og trausts og var vinsæll. Hann var sögumaður góður. Söng fyrsta tenór, háan og hreimfagran. Hann var og skáld gott en flíkaði því lítt. Vel lesinn í góðum bókmenntum og það var ánægjulegt að hlýða á hann ræða um þau efni eða velta vöngum yfir torráðnum gátum til- verunnar. Hann var og ferðafélagi prýðilegur. Einn sólbjartan en heldur svalan vordag vora svo stúdentshúfumar settar á kollinn. Hópurinn kom saman með nokkram gestum niðri í bæ. Lögin vora tekin hvert af öðra: Gaudeamus igitur, Undir skól- ans menntamerki, Eg vil elska mitt land o.s.frv. Allir vora þar allsgáðir. Síðan var kvaðst innilega og ný vegferð hafín til frekara náms til nýrra starfa. Svo mættist hópurinn vorið 1985. Þeir sem þá vora enn ofan foldar og höfðu aðstöðu til slíks. Heilsast var hlýlega. Lögin tekin á ný. Raddimar þó ekki eins blæfagrar og fyrr. Yfírbragðið eilítið öldur- mannlegra en kannske virðulegra að nokkra. Hreyfíngamar eitthvað hægari en áður. En andinn var furðu hress. Minningamar lifa góðu lífí og gamanstundir frá skólaver- unni era rifjaðar upp og hlegið dátt. Svo er aftur kvaðst og hver held- ur heim til sín. Ovíst með öllu um endurfundi. Að hryggjast og gleðjast hérumfáadaga. Að heilsast og kveðjast, þaðerlifsinssaga. (P. Árdal) Stúdentahópurinn frá MA 1935 var ágætlega samsyilltur. Hann mættist yfírleitt á 10 ára fresti og á meiriháttar afmælum hvers ein- staks. Störf manna vora nokkuð sitt á hvað og í mismunandi fylking- um staðið. En visst traust trúnaðar- samband tengdi liðið saman. Það kom glöggt fram á 50 ára afmæl- inu. Gildi starfa hvers og eins er umdeilanlegt og þau láta mishátt yfir sér. En allir reyndu sitt besta. gjkúli ~káús~~kennnrastáffíð. Því gegndi hann með prýði. Kennsla hans ber ávöxt í viðhorfum og þekkingu nemenda hans um víðar byggðir landsins. Verkin tala með svo ýmsum hætti. Við andlát Skúla hefur í hópnum frá 1935 fækkað enn um einn. Nýtt ófyllt skarð stendur því autt. En við hin komum á eftir eitt af öðra. Tími gestanna á Hótel Jörð er takmarkaður. Einn fer í dag, annar á morgun. En vel flestir era þeirrar skoðunar að vort líf, þótt stutt og stopult sé, það stefni á æðri leiðir og þar kunni að vera bjartara land fyrir stafni. Og hópurinn að norðan er sæmilega ókvíðinn um sinn hlut. Honum er ljóst að kynslóðir koma og kynslóðir fara en lífíð varir. Og hann veit að enginn héraðsbrestur verður þótt 50 ára stúdentar og eldri hverfí yfír móðuna miklu. Nú er hér einn ur liðinu kvaddur, Skúli Magnússon. Hverfulleiki lífs- ins blasir við og söknuður ríkir. Skúli var vel kvæntur og farsæll að niðjum. Við samstúdentamir þökkum þessum prúða og geð- þekkilega manni kynnin og sam- verana um ævinnar skeið. Amum honum fararheilla inn á lönd nýrrar tilvera. Geymum góðar minningar síungar í sál. Vottum eiginkonu og niðjum samúð okkar við fáfall svo ágæts eiginmanns, föður og afa. Einn úr stúdentahópnum frá MA vorið 1935, Eiríkur Pálsson frá Olduhrygg. Baráttunni er lokið með sigri þess, sem alltaf hefír betur að lok- um, hversu vasklega sem varist er. Þótt hann kunni að gefa frest og stundargrið, sjáum við oft blika á sigðina beittu, og enginn veit, hve- nær henni verður næst bragðið á rós eða reyr. En barátta Skúla Magnússonar var hetjuvöm, og bestu vopn hans voru bjartsýni hans, stilling og hugarró, jákvæð afstaða til lífs og lifenda, hvað sem á reyndi. Hann vissi, að dauðinn er það gjald, sem við verðum öll að greiða fyrir þann munað að fá að lifa og njóta lífsins, hvenær sem svo að gjalddaganum kemur, enda varð hann drengilega við dauða sínum, eins og sagt er um fomar hetjur. Helsjúkur hafði hann gamanyrði á vöram fram á síðasta dag og vissi þó fullvel, að hverju dró. Skúli kvaddi þennan heim, þegar liðnir vora þrír aldarfjórðungar og tæpar þijár vikur frá því er hann Ieit hann fyrst, sem var 27. mars 1911 í Hátúni í Hörgárdal, en flutt- ist síðar að Skriðu í sömu sveit með foreldram sínum, Friðbjörgu Jóns- dóttur og Magnúsi Friðfínnssyni. Þau hjón áttu tvo syni aðra, Höskuld, sem andaðist árið 1944, og Finn, sem nú á heima á Akureyri. Skúli lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1935, lagði stund á sálarfræði við Kaupmannahafnarháskóla 1937—1939, en tók kennarapróf við Kennaraskóla íslands 1940. Hann kenndi við skólana í Vestmannaeyj- um næsta vetur, en settist að á Akureyri 1941 og gerðist kennari við Barnaskóla Akureyrar og jafn- framt stundakennari við Mennta- skólann. Þar var hann einnig áram saman prófdómari í sögu við stúd- entspróf. Skólaárið 1944—1945 vora deild- ir efsta bekkjar Bamaskóla Akur- eyrar vistaðar í hinu nýja og hálf- karaða húsi Gagnfræðaskólans. Þeim fylgdu tveir kennarar, Krist- ján Sigurðsson og Skúli Magnús- son, en samningar tókust milli skól- anna um það, að þeir kenndu að hluta við Gagnfræðaskólann gegn því að tveir kepn;>rar hans kcnndu bamaskóladeildum jafnmarga tíma á móti. Þetta varð til þess, að Skúli gerðist fastakennari við gagn- fræðaskóla Akureyrar árið 1945 og kenndi þar óslitið til ársins 1978 eða í 34 ár. Frá 1976 var hann stundakennari, þar sem hann var þá farinn að fínna til heilsubrests, en kenndi jafnframt nokkuð við Iðnskóla Akureyrar. Síðustu átta ' árin hefír heimili hans verið í ' Reykjavík. Þar fékkst hann m.a. við prófgæslu við Háskóla Islands og þýðingar, eftir því sem heilsan leyfði. Eg kynntist Skúla Magnússyni fyrst að marki, þegar ég gerðist kennari við Gagnfræðaskóla Akur- eyrar haustið 1947. Við urðum ekki aðeins starfsfélagar á fjórða tug ára, heldur tókst líka gróin vinátta með okkur og heimilum okkar. Þau tengsl hafa aldrei bilað eða brostið. Þessa vináttu er mér nú bæði Ijúft og skylt að þakka, því að góðir vinir era hveijum manni ómetanleg gjöf og mikið þakkarefni. Alltaf var gott til hans að leita, hins reynda, hugkvæma og snjalla kennara, ef vanda eða vafamál bar að höndum. Alltaf var sömu ljúf- mennskunni að mæta hjá honum, jafnlyndi og manngæðum. í kenn- araliði skólans ríkti jafnan hinn besti samstarfsandi og skemmtileg- ur félagsskapur, þar sem hver studdi annan eftir megni og hver um sig reyndi að gera öðram greiða, ekki aðeins í starfínu sjálfu, heldur náði þessi samstaða langt út fyrir veggi skólans. Þetta var skólanum og skólastarfínu öllu mikill styrkur, og það var ekki síst að þakka mönnum eins og Skúla, sem var alltaf sami góði, trausti og skemmtilegi félaginn. Skúli var í hópi bestu úrvalskenn- ara. Ég minnist þess ekki að hann ætti við agavandamál að etja í kennslustundum sínum. Þar ríkti athygli og starfsvilji, og þar höfðu baldnir strákar og masgefnar meyj- ar hægt um sig. Ekki var það vegna þess að Skúli væri skapríkur eða stórorður, þannig að þeim stafaði ógn af honum, öðra nær, heldur bára nemendur ósjálfrátt þá virð- ingu fyrir þessum rólega og festu- lega kennara, að þeim þótti ekki við eiga að spilla vinnufriði hjá honum. Nemendum hans þótti líka svo vænt um hann, að enginn vildi gera honum neitt á móti skapi. Arangur kennslunnar varð eftir því. Margir gamlir nemendur Skúla hafa minnst á þetta við mig, og þeim kemur öllum saman um, að þannig hafí það verið, og í minning- unni sé þeim virðing og væntum- þykja efst í huga, þegar þeir rifja upp kynni sín af honum. Honum lét vel að leggja námsefnið þannig fyrir nemendur sína, að það vekti áhuga þeirra, spurn og fróðleiksþorsta, svo að þeir leituðu svars og svölunar af eigin rammleik síðar, þótt kennslustundinni lyki. Eftirlætiskennslugreinar Skúla vora saga, landafræði og íslenska, en annars var hann furðu jafnvígur á margar greinar. Hann var fjöl- fróður, skarpskyggn og prýðilega vel að sér. Hann stuðlaði að því með verkum sínum og verklagni að gera starfsheitið kennari að sæmdarheiti, ekki eingöngu með því að hafa próf sín á hreinu og bréf upp á það, heldur með því að vera lifandi, áhugasamur og starfs- vandur fræðari, sem nemendurnir lærðu hjá gagnleg fræði og góða siðu, kennari, sem varð þeim fyrir- mvnd að föpru lífi. Skúli var háttvís og sómakær drengskaparmaður, og öll fram- koma hans var fáguð, festuleg og stillileg. Hann var bjartur yfírlitum, svipurinn hreinn og heiðríkja í augnaráði. Hann var röskur meðal- maður á hæð og beinvaxinn, vel á sig kominn og léttur í spori. Skúli Magnússon var ekki ein- ungis farsæll í starfi, heldur var hann ekki síður gæfumaður í einka- lífi. 12. apríl 1938 gekk hann að eiga skólasystur sína, Þorbjörgu Pálsdóttur frá Víðidalsá við Stein- grímsfjörð, mikla atgerviskonu, og siðan hafa þau fylgst fast að og stutt hvort annað í byr og andróða. Þau hafa búið bömum sínum hinn fegursta gróðurreit með skjól og yl, þar sem heimili þeirra er, enda hafa þau hjón hlotið mikið barnalán. Elstur systkinanna er Magnús, geðlæknir við Landspítalann og var kvæntur Geirlaugu Bjömsdóttur, meinatækni. Næst að aldri er Margrét, kennari að mennt, gift Halldóri Ármannssyni, efnafræð- ingi, sem nú starfar í Kenýa á vegum Sameinuðu þjóðanna, og eiga þau heima í Nairobi. Þriðji er Páll, prófessor og núverandi forseti Heimspekideildar Háskóla íslands, kvæntur Auði Birgisdóttur frá ísafírði. Þá er Þórgunnur, bók- menntafræðingur og starfsmaður bókaútgáfunnar Iðunnar, gift Herði Halldórssyni tæknifræðingi hjá Norrænu eldfjallastöðinni. Yngstur er Skúli, sem einmitt þessa dagana er að ljúka MA-prófi í líffræði í Kanada. I landareign Skriðu í Hörgárdal, á æskustöðvum Skúla, komu þau hjón upp tijáreit í aflíðandi grösugri hlíð með beijalautum. Þar dvöldu þau oft á sumrin í kyrrð dalsins og góðum ilmi úr jörð, angan þeirra bjarka, sem þau höfðu gróðursett sjálf. Þar nutu þau þeirrar hvíldar og endurnæringar, sem návist við móður náttúra getur ein veitt. Þegar við, sem áttum vináttu Þorbjargar og Skúla, hittum þau, var okkur alltaf fagnað af hlýju og innileika. Marga góða stund áttum við á heimili þeirra fyrr og síðar. Á skírdag átti Skúli 75 ára afmæli, og þá átti ég síðast við hann tal í síma. Hann var þá fullur bjartsýni og vongleði, kvaðst vera á góðum batavegi eftir erfiða skurðaðgerð eftir áramótin síðustu, og við mælt- um til endurfunda á komandi sumri. Þeim fundum verður sennilega að skjóta á frest um sinn, því að nú hefír syrt í lofti, birta hins byijandi vors hefir vikið um stund. En „él eitt mun vera," mælti Njáll forðum, og enn eram við sömu trúar. Gagnfræðaskóli Akureyrar þakkar dyggum starfsmanni sínum um áratugi ómæld og ótalin spor og verk, orð og athafnir í þágu æskufólks á Akureyri og menningar á íslandi. Við Ellen kveðjum Skúla vin okkar með þakklátum hug fyrir langa og falslausa vináttu. Við biðjum honum fararheilla, en send- um Þorbjörgu, bömum þeirra og öðram vandamönnum einlægar samúðarkveðjur á viðkvæmri stund. Sverrir Pálsson Þegar ég kynntist Skúla Magn- ússyni var hann hættur kennslu og þau Þorbjörg kona hans flutt frá Akureyri til Reykjavikur. Það var fyrir tíu áram. Síðan þá höfum við átt töluvert samán að sælda, bæði í starfi og leik, en síðustu árin vann Skúli við prófvörslu í Háskóla ís- lands. Sem starfsmaður við prófvörslu var Skúli einstaklega samviskusam- ur, nákvæmur og vandvirkur. Hann var hægur í fasi og ljúfur í allri umgengni jafnt við samstarfsfólk sem stúdenta. Reyndar minnist ég þess ekki að hann skipti skapi svo á bæri, en varla var það sakir geðleysis, heldur fremur af stillingu sem honum var í blóð borin og birtist einnig í hógværð hans og kurteisi. Þannig var hann ávallt boðinn og búinn að koma til starfs þótt fyrirvari væri oft skammur og stundum enginn og sjálfsagt stæði ekki alltaf vel á hjá honum; en um það fékk maður ekki að vita. Hann bar hógværðina og lítillætið utan á sér og sagðist jafnan bara vona að Verkleysið líkaði honum illa. Þessar eigindir Skúla þekkti ég einnig af persónulegum kynnum og vináttu við hann og Þorbjörgu. Er við Sigríður kona mín festum kaup á íbúð okkar, þá kom Skúli óbeðinn og hjálpaði okkur við að mála og lagfæra; var hann Sigríði og vinur í raun er aðstæður réðu því að ég var vant við látinn. Sýndi hann þar af sér ótrúlega ósérhlífni og elju- semi og einstaka velvild í okkar garð. Þótti mér þá, og reyndar tíð- um endranær, að hann kynni sér vart hóf í vinnu; hugurinn vildi miklu lengra en líkamlegt þrek leyfði. Skúli hafði lokið hefðbundnu dagsverki sínu er við kynntumst, en fylgdist vel með öllu, las mikið og þýddi bækur og greinar. Lífsaf- staða hans virtist um margt mótast af íhugaðri vitund um hverfulleik lífsins; lífíð var fyrir honum til að lifa því á meðan þess er nokkur kostur. Hann naut þess mjög að vera til, naut þess að vera þátttak- andi í mannlífinu og að fylgjast með því. Um hvað svo tæki við hafði hann sjálfsagt sínar hug- myndir, en þær bar hann ekki á torg. Hver dagur var honum ný gjöf sem vert var að njóta; er við kvöddumst að kvöldi að loknu dagsverki sagðist hann jafnan reikna með að við sæjumst á morg- un, en hann gæti engu um það lofað. Það kæmi í ljós. Og svo brosti hann kankvís. Það var býsna gott að fá að kynnast Skúla Magn- ússyni. Hann var þeirrar gerðar að kallaði á virðingu. Og það verður gæfa að eiga hann að í minning- unni. Við Sigríður og Ásgeir vottum Ingibjörgu og allri fjölskyldu þeirra Skúla okkar innilegustu samúð við fráfall hans, en vitum um leið að í sorginni er styrkur að minningu um vandaðan mann. Þórður Kristinsson „Áður sat ítur með glöðum ogorðumvelskipti; nú reikar harmur í húsum og hryggð á þjóðbrautum." Jónas Hallgr. Þessi hending skáldsins tjáir betur en mörg orð hugi ástvina og frænda þegar dauðinn hefur höggv- ið nærri. Og eflaust fór svo fleiram en mér er spurðist lát föðurbróður míns, Skúla Magnússonar, en hann lést hinn 15. þ.m. á Landspítalanum í Reykjavík. Óvænt gat fréttin ekki talist þótt vonbrigðum ylli. Eftir mikla og næsta tvísýna aðgerð er- lendis í ársbyijun höfðu batahorfur verið all góðar. Þrótturinn hafði aukist smátt og smátt og glaðleg og hvetjandi orð Skúla sjálfs vöktu vonir um að enn gæfíst honum nokkur heilsa og tækifæri til að sitja á ný „ítur með glöðum og orðum vel skipta". Hann lét engan bilbug á sér fínna. Háttur hans var sem fyrr að kvarta ekki,. viðmót hans allt fremur hvatning til bjart- sýni og^að gleðjast meðan dagur entist. Ósjaldan vekur slík fram- ganga öðram andvaraleysi en gerir um leið minningamar þeim mun bjartari. En því er líka við hæfí að fylgja hugsun skáldsins áfram og segja: „... Glaðir skulum allir að öllu til átthagavorra horfa, er héðan sá hverfur oss hjarta stóð nærri.“ Eins og ósjálfrátt reikar hugur- inn til bernskuára minria í Skriðu í Hörgárdal, þegar Skúli var hin styrka stoð fjölskyldunnar. Veikindi yngri bróður hans, Finns, höfðu um það leyti valdið erfíðleikum sem ekki var séð fyrir hvemig leystir yrðu, en eldri bróðir hans, Höskuld- ur, látinn fyrir fáum áram. Óhjá- kvæmilegt var að ráðast í íbúðar- húsbyggingu og vonin bundin Skúla öðram fremur að leggja því lið. Hann bjó þá á Akureyri ásamt bömum sínum og eiginkonu, Þor- björgu Pálsdóttur frá Víðidalsá í Steingrímsfírði, en þau gengu í hjónaband 12. apríl 1938. A Akur- eyri hafði Skúli nokkram áram áður tekið við kennarastöðu við Bama- skóla Akureyrar og síðar Gagn- fræðaskólann, sem hann átti eftir að leggja til starfskrafta sína í ára- Bann gætl orðlð að einhveriu gaimi tugj. En _rómm er sú tancr er rekkílj
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.