Morgunblaðið - 24.04.1986, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986
53
dregur föðurtúna til“. Skriða var
hans annað heimili og þar tók hann
þátt í að reisa íbúðarhús 1947 og
dvaldi síðan ásamt fjölskyldunni oft
á sumrum og vann að heyskap með
bróður sínum. Og myndir þeirra ára
verða ekki máðar burt. Þær tengj-
ast leik og starfi okkar Sverris
Haraldssonar með bömum Skúla,
Magnúsi, Margréti og Páli, en yngri
voru systkinin Þórgunnur og Skúli.
Sverrir er stjúpsonur Finns og býr
nú í Skriðu. Þessar minningar veit
ég að em dýrmætar okkur öllum.
En þær minna líka á dugnað og
áhuga Skúla, minna á traustan og
umhyggjusaman frænda, sem var
bundinn föður sínum og bróður og
öðm fjölskyldufólki sterkum bönd-
um.
Skúli vildi hlúa að sínum ættar-
reit. Ttjáplöntur setti hann niður á
þeim ámm til endurnýjunar og til
að auka á fegurð gamla Skriðu-
garðsins, þar sem langalangaafi
hans, Þorlákur Hallgrímsson, hafði
ásamt sonum sínum gróðursett
fyrstu reynitrén hér á landi auk
annarra brautryðjendastarfa á sinni
tíð. Síðast fyrir tæpu ári gengum
við Skúli um þennan garð og benti
hann mér þá á plönturnar sem vom
orðnar að stómm tijám. En sjálf-
stæðum tijáreit komu þau hjónin,
Þorbjörg og Skúli, líka upp síðar í
landi Skriðu og veit ég að þau hjón-
in áttu þar margar góðar stundir.
Talið er að Jónas Hallgrímsson
hafí m.a. búið að áhrifum frá
Skriðufeðgum þegar hann orti um
„birkiþrasta sveim", „fullgróinn
akur" og skóga sem glymja
„skreyttir reynitijám". Um það skal
ekki dæmt hér, en hitt er víst að
Skúli hafði sama áhuga og vilja og
forfeður okkar og var hverskyns
gróðurrækt kær. Féll það og vel
að því ræktunarstarfi sem er hlut-
skipti kennarans, að hlúa að hinum
ungu og koma þeim til nokkurs
þroska.
Skúli fæddist í Hátúni í Hörgár-
dal 27. mars árið 1911 og þar ólst
hann upp með bræðmm sínum hjá
foreldrunum Magnúsi Friðfínnssyni
og Friðbjörgu Jónsdóttur frá
Skriðu. Einnig ólst þar upp Sigur-
bjöm Sigurbjömsson sem nú er
búsettur á Akureyri. Nokkm áður
en Skúli lauk stúdentsprófí frá
Menntaskólanum á Akureyri (1935)
hafði fjölskyldan flust að Skriðu og
þar veit ég að var fylgst af áhuga
með námi hans. Þar var til hans
hugsað og þangað lá leið hans ætíð
þegar tækifæri gafst frá náminu.
Eftir dvöl syðra og nám í Háskóla
íslands vetrarlangt hélt Skúli til
Kaupmannahafnar og lagði stund á
sálarfræði en hélt heim aftur í
stríðsbyijun og lauk prófí frá Kenn-
araskóla íslands 1940. Til Akur-
eyrar lá svo leiðin eftir kennslustörf
í Vestmannaeyjum um eins vetrar
skeið. Skammt varð þá á ný „föð-
urtúna til“ og hélst svo öll þau ár
sem Þorbjörg og Skúli bjuggu á
Akureyri, en þar varð dvölin sam-
felld allt til árs 1978, er þau fluttu
til Reykjavíkur til að búa í nálægð
bama sinna, sem þar vom þá við
störf eða enn við háskólanám.
Starfssaga Skúla sem kennara á
Akureyri var því orðin löng áður
en lauk. Þá sögu veit ég að aðrir
skrá sem betur þekkja. En þegar ég
lít til baka til þeirra ára sem Skriða
var hinn sameiginlegi griðastaður
og vettvangur frændsystkina og
vina, fínn ég að rita mætti einnig
langa sögu. Þar talar „minninganna
töfratunga málið sitt“ og þökkin
er heil og einlæg í hugum okkar
allra sem þeirri sögu tengdumst.
Skúli var ætíð samur og jafn. Prúð-
mennska og hlýja, umhyggja og
hvatning vom fömnautar hans en
um leið festa og ákveðni og krafa
um aga bæði í námi og starfí.
Ég naut þess á unglingsaldri að
vera um skeið nemandi Skúla í
Gagnfræðaskólanum og vissi af
nærvem hans síðar sem prófdómara
við Menntaskólann á Akureyri. En
ég fann aldrei til sérstöðu fyrir
frændsemissakir nema síður væri,
fann mig aðeins sem einn úr hópn-
um sem hvorki var hlíft við náms-
kröfum né aga, þótt ég vissi að
hann bar mikla umhyggju fyrir mér
og hafði metnað fyrir mína hönd.
Söm hygg ég að hafi verið reynsla
hans eigin barna sem öll urðu stúd-
entar frá Menntaskólanum á Akur-
eyri. Vafalaust hefur hann ekki litið
slíkt hrósunarefni og frábeðið sig
lofsyrðum fyrir kennslustörfin sem
önnur störf. En „sjálfur hann sitt
vottorð skrifa vann/ verkin lofa
best hvern snilldarmann“, sagði
séra Matthías. Þau orð eiga við hér.
Það staðfestir þakkarhugur fjöl-
margra nemenda Skúla og sam-
kennara, Oddfellowbræðra og ann-
arra vina, sem nutu verka hans og
nærvem.
Ekki mun heldur ofmælt að Skúli
var víðlesinn, bjó yfír víðtækri
þekkingu á sviði sögu og bók-
mennta, íslenskumaður var hann
góður og hverskyns húmanísk fræði
áttu hug hans allt til loka. Störf
að kennslu og leiðsögn nemenda
urðu líka hlutskipti hjónanna
beggja enn eftir að til Reykjavíkur
kom og svo sem aðstæður þeirra
og heilsa leyfðu. Með sérstökum
áhuga studdu þau og fylgdust með
námi barna sinna, glöddust með
þeim og fyrir þeirra hönd yfír vel-
gengni í námi og starfí.
I hugann koma margar ánægju-
legar og uppbyggilegar samræðu-
stundir sem ég sakna helst nú að
ekki gáfust fleiri. En þær minna
mig á að fyrir nokkmm ámm kom
út bókin „Ríki mannsins" eftir
Vibeke Engelstad, sem Skúli þýddi
úr norsku og hlaut sérstakt lof
gagnrýnenda fyrir þýðingu sína. í
lokaorðum þeirrar bókar fínnst mér
sem hugsun hans sjálfs sé nærri,
en þar segir:
„Við höfum öll lært af reynslunni
að listin að lifa er enginn leikur.
Raunvemleikinn getur verið hilling
sem bæði hræðir og lokkar. Frelsi,
ábyrgð, samræmi og félagslyndi em
dýrmæt og fögur orð, sem við viljum
gjaman að rætist í lífinu og þó
lokum við oft bæði augum og eyrum
og viljum hvorki sjá né heyra. Við
vitum að til er leið sem við verðum
að þreifa okkur áfram eftir. Við
vitum einnig að til er sjálfkrafa
þróun sem við ráðum engu um og
verðum að taka á móti eins og gjöf.“
Víst er þetta þýðing en þó um
leið hugsun Skúla og orðaval. Og
megum við, ástvinir hans, ekki líta
fráfallið sem „gjöf“ þótt vonbrigð-
um ylli í svip, gjöf og góða lausn?
Ég vil a.m.k. þakka góðum Guði
þá gjöf sem Skúli var sjálfur í öllu
lífi sínu og starfi, mér og fjölskyldu
minni, þakka umhyggju alla, hvatn-
ingu og uppörvun.
Hlýr hugur og þakklátur beinist
til Þorbjargar og frændsystkinanna
syðra frá ástvinum öllum í átt-
högum norðan heiða.
Ég bið góðan Guð að styrkja
Þorbjörgu og gefa henni heilsu og
þrótt. Blessuð sé minning Skúla
Magnússonar.
Þórhallur Höskuldsson
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaidslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins
á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í
Hafnarstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki eru
tekin til birtingar frumort ljóð um
hinn látna. Leyfilegt er að birta
Ijóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi
og skal þá höfundar getið. Sama
gildir ef sálmur er birtur. Megin-
regla er sú, að minningargreinar
birtist undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina
gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára
eða eldra. Hins vegar eru birtar
afmælisfréttir með mynd í dagbók
um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að
handrit séu vel frá gengin, vélrit-
uð og með góðu línubili.
Styrkið og fegrið líkamann
Dömur og herrar.
Ný 4 vikna námskeið hefjast 28. apríl
Hinir vinsælu herratímar f hádeginu.
Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértím-
ar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eda meira. Sértímar fyrir eldri
dömur og þær sem eru slæmar í baki eda þjást af vödvabólgum. Vigtun —:
mæling — sturtur — gufuböd — kaffi og hinir vinsælu sólaríumlampar.
Innritun og upplýsingar alla virka daga
frá kl. 13—22 í síma 83295.
Júdódeild Ármanns
Ármúla 32.
*
r