Morgunblaðið - 24.04.1986, Qupperneq 56
56
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986
Gabriel
HÖGGDEYFAR
í MIKLU
ÚRVALI
Minning:
Gu ðbjörgM. Jóns-
dóttir — Saurbæ
SKEIFUNNI 5A. SIMI: 91-8 47 88
9. mars 1902
14. apríl 1986
Föstudaginn 25. apríl verður
jarðsett frá Barðskirkju í Fljótum,
Guðbjörg Margrét Jónsdóttir frá
Saurbæ í Austur-Fljótum. Hún lést
í sjúkrahúsinu á Siglufírði að kvöldi
14. apríl.
Guðbjörg fæddist á Reykjarhóli
í Austur-Fljótum 9. mars 1902. Hún
var dóttir hjónanna Jóns Her-
minni fjarvistir...
fc>akvorkurinn horfinn .
öllum líöur vel...
ekki kvartaö síöan ...
tpart^öðui v*M|6ra
Spart^öðui B«yk)ov0aj> og n
Ut Aðatvartðakar
AJnwnar trygginoar
VmnuhotmD R«yk)alundl (i
STUÐNINGUR I STARFI
„Mlnni fjarvistlr.... bakverkurlnn horflnn.... öilum
Ifður vel..., ekkl kvartað síðan..
Þannig eru ummœli ánœgðra viðskiptavlna
okkar. Þelr elga það allir samelginlegt að vera f
hópl þelrra sjö þúsund sem keypt hafa DRABERT
stóla á undanfömum árum.
Það er llðin sú tfð, þegar œtlast var til að
skrlfstofustólamlr vœru notaðlr þangað tll menn
sœtu hellsulausir á gólflnu. Stjórnendur fyrirtœkja
gera sér nú greln fyrlr mlkllvcegl þess að sltja f
góðum stól. Þelr bera nú melrl umhyggju fyrir
starfsfólkinu og velja þvf DRABERT, sem er
vandaðastl skrifstofustóll sem völ er á.
í húsgagnadeild okkar f Hallarmúla 2 er ávallt
mlklð úrval DRABERT stóla. Lftið vlð og setjist f
DRABERT eða fálð hann lánaðan tll reynslu. Vlð
sendum elnnlg myndalista og verðllsta sé þess
óskað.
Sérfrœðlngur Pennans kemur og stilllr DRABERT
stóla hjá öllum sem þess óska, f samrœmi vlð þarflr
hvers og elns. Vlð viljum standa vlð kjðrorðln:
BETRI HEILSA, AUKIN VELLÍÐAN, MEIRI AFKÖST
ALLT í EINNI FERÐ
cm
Hallarmúla 2 Sfml 83211
mannssonar og Viktoríu Lilju
Sveinsdóttur.
Bróðir Guðbjargar, Sveinn, tók
við búinu á Reykjarhóli árið 1920,
er faðir Jjeirra lést. Guðbjörg gerðist
ráðskona hjá honum árið eftir. Árið
1924 hóf Sveinn búskap á jörðinni
Bjamargili í sömu sveit og var
Guðbjörg ráðskona hjá honum þar
árin 1924-1927.
14. júlí 1928 gekk hún að eiga
Jón Guðbrandsson í Saurbæ, en
jörðin Saurbær er næsta jörð við
Bjamargil.
Jón Guðbrandsson fæddist 11.
september 1903, sonur hjónanna
Guðbrandar Ámasonar og Þuríðar
Jónsdóttur. Árið 1928 leigðu þau
Saurbæ af foreldmm Jóns, er þau
fluttu til Siglufjarðar. Jón Guð-
brandsson lést 11. nóvember 1979
og var jarðsettur frá Siglufjarðar-
kirkju 16. nóvember.
Guðbjörgu og Jóni varð tveggja
bam'a auðið.
Guðbrandur Þór Jónsson, bóndi
á Saurbæ, fæddur 12.12. 1930.
Guðbrandur Þór hefur alla tíð
reynst foreldmm sínum sérstaklega
vel. Er faðir hans lést, aðstoðaði
hann móður sína við að halda búið.
Guðbjörg stóð fyrir búinu í Saurbæ
frá því að Jón lést, þar til hún
veiktist og var flutt á sjúkrahúsið
á Siglufírði 4. apríl, 1984. Þess má
geta hér að Guðbrandur Þór reynd-
ist móður sinni sem besti sonur í
veikindum hennar. Reyndi hann að
heimsækja hana á hveijum degi ef
hægt var.
Jónína Lilja, fædd 25.12. 1933.
Hún bjó um margra ára skeið ásamt
manni sínum, Andrési Kristinssyni,
á Kvíabekk í Ólafsfirði. Lilja fluttist
til bróður síns á síðasta ári er hún
og maður hennar slitu samvistum.
Eiga þau fímm böm.
Fimm vom sumrin sem ég var í
sveit hjá Guðbjörgu og Jóni. Var
það vegna gamals og gróins vin-
skapar þeirra við afa minn og
ömmu, Magnús Gamalíelsson út-
gerðarmann á Óiafsfírði og konu
hans Guðfínnu Pálsdóttur að ég
komst í vist hjá þeim hjónum Guð-
björgu og Jóni. Gott var að vera í
sveit hjá þeim hjónum og hafði sú
vera mikil áhrif á uppvaxtarár mín.
Guðbjörg var mér sem önnur amma,
ef svo má að orði komast.
Mörg vom verkin sem vinna þufti
eins og nærri má geta. Búskapar-
hættir vom öðmvísi þá en nú er.
Mikið var unnið í höndunum og
m.a. öll mjólk nýtt til heimilisins.
Minnist ég þess oft að þegar mjólkin
var skilin, gaf Gubjörg mér óbland-
aðan ijórnann að drekka og oft var
það að rúsínur fylgdu með. Reyndar
var ijóminn hennar Guðbjargar
þekktur í sveitinni vegna þess hve
góður hann var. Gerðist það oft að
fólk falaði af henni ijóma fyrir sér-
stök tækifæri. Þegar svo fólk ætlaði
að bjóða borgun fyrir tók Guðbjörg
það aldrei í mál. Hún var nefnilega
ein af þeim sem lifði eftir því að
„sælla er að gefa en þiggja". Margir
minnast sjálfsagt af þakklæti gjaf-
anna sem Guðbjörg og Jón í Saurbæ
gaukuðu að þeim í gegnum árin.
Hvort heldur sem það var ijómi í
flösku, rabarbari úr garðinum
þeirra, smákökur, smjör-damla,
sokkar eða vettlingar.
Sjaldan féll Guðbjörgu verk úr
hendi og ef einhver frístund gafst
frá hinum daglegu störfum var hún
nýtt til hannyrða. Enda urðu þau
mörg sokkapörín og vettlingamir
sem hún pijónaði á bamabömin eða
til að gefa vinum og kunningjum.
Guðbjörg var fordómalaus gagnvart
ýmsum nýjungum er vörðuðu heim-
ilisstörfín. Hún var alltaf tilbúin til
þess að prófa eitthvað nýtt.
Guðbjörg var mjög trúuð kona
og kunni hún mörg sálmavers og
bænir. Hélt hún ávallt þeim góða
sið að fara með bænir kvölds og
morgna. Eitt fyrsta sálmavers sem
ég lærði kenndi Guðbjörg mér. Var
það það sálmavers sem hún fór
oftast með. Þetta vers er úr Passíu-
sálmum Hallgríms Péturssonar.
Bænin má aldrei brezta þig,
búin er freisting ýmislig.
Þá líf og sál er lúð ogþjáð,
lykill er hún að Drottins náð.
(H. Pétursson Ps.4)
Bömunum hennar og bamaböm-
um sendum við hjónin okkar inni-
leg^ustu samúðarkveðjur. Einnig
fylgja kveðjur frá foreldrum mínum
og systkinum. Sérstakar kveðjur
frá ömmu Guðfinnu á Ólafsfirði sem
kveður góða vinkonu með þökk fyrir
allt.
Guð blessi minningu Guðbjargar
M. Jónsdóttur.
Farþúífriði,
friðiir Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
GekkstþúmeðGuði,
Guðþérnúfylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Magnús Gamalíel Gunnarsson
Hinn 14. apríl sl. lézt í Sjúkrahúsi
Siglufjarðar Guðbjörg Margrét
Jónsdóttir, húsfreyja í Saurbæ,
Austur-Fljótum, á 85. aldursári,
eftir tveggja ára erfíða sjúkdóms-
legu. Fædd var hún 9. mars 1902,
yngsta bam hjónanna, þá á Reykj-
arhóli í Austur-Fljótum, Jóns Her-
mannssonar bónda og konu hans
Lilju Sveinsdóttur. Hugljúfar voru
Guðbjörgu minningar frá uppvaxt-
arárunum, um foreldra og systkini.
Baráttu aldamótabamanna þekkja
flestir, og hveiju þeir skiluðu okkur
hinum sem tókum við, það átak
verður ekki metið til fjár, heldur í
manngildi eftirkomendanna, skyldu
hvers einstaklings að skila arfí sín-
um áleiðis. Þannig fannst henni,
og þann veg Iíta mannvinir tilgang
baráttu og starfs.
Árið 1928 giftist Guðbjörg Jóni
Guðbrandssyni, bónda í Saurbæ, og
eignuðust þau tvö böm, Guðbrand
Þór og Lilju. Jón lést árið 1979.
Það er sjónarsviptir að konu sem
Guðbjörgu, hún minnti á sólar-
geisla, mitt í skýjaþykkni hvers-
dagsleikans.
Brosið hennar, kátfnan, breiddist
út frá munni og augum yfír andlitið
og endaði í dillandi hlátri. Þannig
breytti hún amstri og áhyggjum
vina sinna í glaðværð, með gamni
sínu. Annar ríkur þáttur í fari
Guðbjargar var gestrisni hennar og
góðvild mönnum og málleysingjum.
Enginn mátti svo inn líta, að ekki
væru gerð skil góðum mat og drykk,
þar í Saurbæ. Hún var á allan hátt
mikill veitandi og lagði þar í metnað
sinn. Þannig var allur hennar fram-
gangsmáti í samskiptum við náung-
ann, kærleikur, glaðværð, þjónusta
og gætni í návist hverrar sálar.
Nú er Guðbjörg gengin á vit
fegurðar og friðar, þar kannar hún
djúp vitundarinnar og þætti veg-
ferðar sinnar. Hún sáði viturlega
og uppsker vegsemd, ekki þá veg-
semd sem heimurinn sækist eftir
og mennimir mæla hver öðmm,
heldur þá sem skaparinn veitir
verðugum.
Skaphöfn Guðbjargar var and-
lega bætandi og lítum við vinir
hennar nú til baka með gleði og
þakklæti fyrir samvemstundimar,
sem vom alltof fáar.
Nú er vík milli vina, þá er gott
að eiga vissuna um endurfundi og
sú stund rennur upp í fyllingu tím-
ans.
Við sendum vinum okkar, Þór
og Lilju, innilegustu kveðjur svo og
dótturbömunum og biðjum Guð að
gæta kærleiksríkrar móður og
ömmu. Okkur, sem enn dveljum
héma megin, ber að hlúa að minn-
ingunni í hugskoti okkar.
Vinir