Morgunblaðið - 24.04.1986, Blaðsíða 60
60
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986
Ljósm. Einar Hannesson.
Veiðimannahúsið Melprýði (gamalt) við Straumfjarðará, skammt frá þjóðvegi. Sjá
brúna í baksýn.
Ljósm. Einar Hannesson.
Veiðimannahús við Straumfjarðarás hjá Dal í Miklaholtshreppi.
Straumfjarðarás í
Hnappadalssýslu
eftir Einar Hannesson
Fjöldi veiðiáa á Snæfellsnesi er
svo sem engan veginn í samræmi
við strandlengjuna. Straumvötn eru
af eðlilegum ástæðum flest lítil og
falla stutt þar sem skaginn er mjór
og auk þess fjöllóttur. Þá þekur
hraun víða stór landsvæði, eins og
kunnugt er. Undirlendi er að jafnaði
lítið á Snæfellsnesi nema í Hnappa-
dalssýslu og í Staðarsveit. Á fyrr-
greinda svæðinu eru öflugustu lax-
veiðiárnar: Haffjarðará og
Straumfjarðará. í veiðimálaspjalli
þessu er ætlunin að Qalla um síðar-
nefndu ána.
Tvö stöðuvötn
í árkerfinu
Vatnamælingar Orkustofnunar
einkenna Straumljarðará sem
dragá með stöðuvötn í kerfinu.
Stærð aðrennslissvæðis Straum-
fjarðarár í sjávarósi á svonefndum
LönguQörum er 221 km 2. Efstu
drög vatnakerfísins munu vera
upptök lækjar í Seljadal, en hann
fellur í stuðvesturenda Hrauns-
Qarðarvatns. Áin sjálf kemur hins
vegar úr Baulárvallavatni. Það er
skammt suðvestur af Kerlingar-
skarði, í 16 km fjarlægð frá sjó.
Auk þess er Hraunsfjarðarvatn á
kerfinu sem fyrr greinir þar sem
lækur, Vatnaá, fellur úr því í Baul-
árvallavatn. HraunsQarðarvatn er
2.5 km2 að flatarmáli og í 207 m
hæð yfir sjó, en Baulárvallavatn er
1.6 km2 að flatarmáli, í 193 m hæð
yfir sjó.
Straumfjarðará fellur úr Baulár-
vallavatni í stefnu í suð-suðaustur
og sameinast sjó á Löngufjörum
sem fyrr var getið. Fyrstu tvo km
af þeim 16 km, sem eru til sjávar
er hæðarmunur 86 m eða 4,3 m á
hveija 100 metra. Eftir það er
meðaltal fallsins um 0,8 m á hverja
hundrað metra. ' í vatnakerfí
Straumflarðarár er Laxá í Mikla-
holtshreppi og fellur í hana á ósa-
svæðinu. Auk þess koma ofar í
vatnakerfið, beggja megin, ýmsar
smáár og lækir, eins og Kaldakvísl,
Vallnaá, Grímsá og Fáskrúð.
Veiðifélag stofnað 1938
Veiðifélag var stofnað um sjálfa
Straumfjarðará árið 1938 og er það
eitt af elstu veiðifélögum hér á
landi. Að félaginu stóðu átta jarðir,
allar í Miklaholtshreppi: Hrísdalur,
Dalur, Hofstaðir, Straumfjarðar-
tunga, Borgarholt, Fáskrúðarbakki,
Stakkhamar og Laxárbakki. Síðar
bættust við jarðimar Eiðhús og
Ytra-Skógames. Þá er þess og að
geta, að á sumum jarðanna hefur
verið tvíbýli.
Fyrir daga veiðifélagsins var
stunduð netaveiði í ánni, en eftir
að það hóf starf hefur eingöngu
verið veitt á stöng. Áin er fískgeng
að Rjúkandafossi, sem er í 11 km
tjarlægð frá sjó. í ána gengur bæði
lax og göngusilungur: urriði og
bleikja.
Dýr yfirsjón
Til fróðleiks um fyrri tíðar veiði-
mál við Straumfjarðará, hefur Er-
lendur Halldórsson, bóndi í Dal, tjáð
undirrituðum, að Helgafellsklaustur
hafí á sínum tíma átt öll veiðihlunn-
indi í Straumfjarðará. Þetta megi
sjá í máldaga klaustursins frá 1378
og eins í Vilkinsmáldaga frá 1397.
Klaustrið hafí trúlega eignast veiði-
réttinn um 1250, og ekki aðeins
veiðiréttinn heldur nálega allar jarð-
ir sem að ánni lágu. Erlendur hefur
m.a. grafíð upp, að árið 1351 hafí
verið dæmt í máli ábótans á Helga-
felli og bóndans á Fáskrúðarbakka
í veiðiþjófnaðarmáli. Því lyktaði
með því að bóndanum var gert að
greiða í gjald hvorki meira né minna
en níu kýrverð! Erlendur bendir á
að Bænhúsahylur í ánni minni á
veiðiskap munkanna í Helgafells-
klaustri, sem byggðu sér bænahús
við ána og stunduðu þar veiði til
matfanga fyrir klaustrið.
Laxveiöin
Varðandi laxveiði úr Straum-
fjarðará á árum áður, má geta þess
að á tímabilinu 1953 til 1957 veidd-
ust að nieðaltali á hverju ári 334
laxar. Á tuttugu ára tímabili frá
1966 til 1985 fengust árlega að
jafnaði 472 laxar. Hins vegar var
meðaltalið 569 laxar, fyrir árin
1970 til 1979. Flestir fískar veidd-
ust úr ánni árið 1975, eða 755
laxar. heimild var til að nota að
jafnaði þijár stendur við veiðar í
ánni fram til 1972, en fjórar stengur
Sjávarfoss í Straumfjarðará.
mest samtímis eftir það. Sú regla
gildir að dagleg veiði má vera mest
sex laxar á stöngina.
Leigntakar
Nokkrir aðilar hafa leigt veiði í
ánni á undanfömum áratugum.
Fyrr á árum var Ólafúr R. Bjöms-
son, stórkaupmaður og félagar hans
lengi með neðri hluta árinnar á
leigu. Á því tímabili hafði Kristján
Einarsson efri hlutann. Síðar komu
til sögunnar sem leigutakar þeir
Magnús R. Magnússon og Árni
Kristjánsson. Árið 1969 tók Valdi-
mar Sigurðsson á leigu veiðina og
hefur verið með hana til þessa dags.
Aðstaða fyrir veiði-
menn
Frá því um 1950 hafa veiðimenn
haft til umráða sérstakt veiði-
mannahús, því leigutakar að svæð-
inu á fímmta áratugnum skuld-
bundu sig til að byggja slíka að-
stöðu, sem þeir gerðu skömmu síð-
ar. Fyrirþann tíma höfðu veiðimenn
gist á bæjum eða í tjöldum. Hús
þetta, að nafni Melprýði, er skammt
frá brúnni á þjóðvegi. Hins vegar
réðst veiðifélagið sjálft í byggingu
hentugs veiðihúss og var það tilbúið
tii notkunar 1975. Það er 185 fer-
metrar að flatarmáli og er í landi
Dals.
Fiskrækt
Hvað fískrækt varðar, má geta
þess, að á fyrsta áratugi útleigu
árinnar var sleppt í hana töluverð-
um §ölda kviðpokaseiða af laxi. En
síðar hefur tiltölulega lítið verið um
það, að laxaseiðum væri sleppt í
Straumfjarðará. Það var þá helst í
sambandi við klaköflun um miðjan
sjöunda áratuginn þegar laxeldis-
stöð í Vatnsholti á Snæfellsnesi
fékk að taka stofnfísk úr ánni og
endurgalt það með sumaröldum
laxaseiðum sem sleppt var efst í
ána. Hins vegar hefur efsti hluti
árinnar árlega verið friðaður fyrir
allri veiði.
Þá hefur sérstaklega verið fylgst
með laxagengd í ána og hvemig
veiði hefur gefist og friðun verði
aukin ef þess hefur verið talin þörf.
Þá var nokkrum sinnum fyrr á árum
brugðið á það ráð að veiða lax, til
að sleppa í efri hluta árinnar.
Þannig vom flutt í nokkur ár tugir
laxapara til þess að láta þau hrygna
á ófískgengu svæði árinnar, ofan
Rjúkandafoss. Auk þess hafa verið
gerðar ýmsar umbætur á rennsli
árinnar, m.a. hefúr Dalfoss verið
lagfærður, en hann hafði verið
hindrun fyrir laxinn.
Veiðistaðir
Veiðistaðir eru margir í ánni og
eru að sjálfsögðu misgóðir, eins og
eðlilegt er. Þannig má nefna þá
helstu: Sjávarfoss, Húshylur, Brú-
arhylur, Traustibakki, Svarta-
bakkafljót, Bænhúshylur, Lygnihyl-
ur, Litlifoss og Dalfoss. Um árabil
hefur aðeins verið veitt á flugu í
júlí og ágúst ár hvert.
Góðar tekjur af veiði
Leigutekjur af veiðinni hafa verið
góðar. Þær námu 1,2 milj. kr. á
árinu 1984 og 1,7 millj. kr. 1985
og komu þessar fjárhæðir báðar
óskiptar til veiðieigenda. Þeim var
skipt samkvæmt arðskrá veiðifé-
lagsins, er sýnir hlutdeild hverrar
jarðar í veiði. Arðskráin er reist á
landlengd jarða að ánni, hrygning-
ar- og uppeldisskilyrðum fyrir landi
jarðar og aðstöðu þar til veiði, hvort
heldur sem er stang- eða netaveiði,
sbr. ákvæði laga um lax- og silungs-
veiði.
Orkuvirkjun á svæðinu
Meðal ráðamanna orkumála hef-
ur verið talað um að virkja fallið úr
HraunsQarðarvatni í Hraunsfjörð-
inn á norðanverðu Snæfellsnesi. Af
slíku leiddi að Bauluárvallavatn yrði
einnig notað til miðlunar fyrir þessa
virkjun. Það hefðu aftur á móti í
för með sér að Straumfjarðará yrði
líklega eyðilög sem laxveiðiá. Fyrr-
greind stöðuvötn eru bæði góð
veiðivötn. Ráðagerðum þessum
hefur að sjálfsögðu verið mótmælt
af veiðieigendum á svæðinu.
Veiðifélagið er í landsambandi
veiðifélaga. Þá er það eignaraðili
að Fiskræktarstöð Vesturlands að
Laxeyri í Hálsasveit, sem er í eigu
veiðifélaga, fyrirtækja og einstakl-
inga á Vesturlandi.
Stjórn veiðifélagsins
Fyrsti formaður Veiðifélags
Straumfjarðarár var Kristján Ein-
arsson, eigandi Dals, og var hann
formaður til 1962. Er hann lést, tók
við formennsku Árni Kristjánsson
(Dalur). Alexander Guðbjartsson,
Stakkhamri, varð formaður árið
1966, en hann féll frá árið 1968.
Þá tók við sem formaður félagsins
Hörleifur Sigurðsson, Hrísdal, en
lét af formennsku þegar hann flutti
burt úr sveitinni og Kjartan Egg-
ertsson, Hofstöðum tók við árið
1976 og hefur verið formaður síðan.
Með Kjartani í stjóm hafa verið
þeir Erlendur Halldórsson, Dal, og
Bjami Alexandersson, Stakkhamri.
Helstu heimildir: Vatnamæling-
ar, Orkustofnun. Veiðimálastofnun,
birtogóbirtefni.
Höfundur erfulltrúi /yá Veiði-
málastofnunl
Ljósm. V. Sig.