Morgunblaðið - 24.04.1986, Side 62
I
I
I
'
'
■
V
■
8
jr
*
i
62
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986
Hvað kostar eitt
mannslíf á íslandi?
Stutt úttekt á málefnum ríkisstofnunar
eftirJón Sveinsson
Helst hefði ég viljað að aldrei
hefði til þess komið að ég fyndi
mig knúinn til að rita eftirfarandi
grein.
Þar sem ekki hefur verið tekið
tillit til þeirra vamaðarorða sem ég
í góðum tilgangi hafði við ráðamenn
og starfsmenn viðkomandi stofnun-
ar, meðan ég var þess tvíræða
heiðurs aðnjótandi að vera starfs-
maður hennar, né heldur viðtal við
þann ráðherra, sem þessi mál heyra
undir borið sýnilegan árangur, sný
ég mér því til hins almenna skatt-
borgara og spyn er þetta þér þókn-
anlegt? Sé svo, gott og vel. Afskipt-
um mínum er hvort eð er lokið.
Sjómannahnútar
Að alltaf sé auðveldara að rifa
niður en byggja upp em sannindi
sem eiga við þegar menn gagnrýna
eitthvað, raunar getur oft verið
álitamál, hvort eitthvað sé unnt að
rífa niður.
Það er upphaf þessa máls, að
sumarið 1985, að loknu námi og
síðar starfi í rúm 8 ár hjá norska
sjóhemum, sneri ég aftur heim til
Islands í þeirri von að geta stuðlað
að auknum skilningi á vamarmál-
um lýðveldisins og sjálfstæðari
stefnumótun í þeim, enda var þetta
ætíð markmið mitt með þessu námi.
Til þess naut ég hins vegar einskis
fjárhagslegs eða siðferðilegs stuðn-
ings að heiman en hvorttveggja
fann ég hjá Norðmönnum, er þeir
buðu mér menntun gegn vinnu,
þegar ég leitaði á náðir þeirra að
loknu stúdentsprófi.
Er skemmst frá því að segja, að
þekkingu minni og reynslu í vamar-
málum virðist ofaukið á íslandi, og
er sannarlega gott til þess að vita,
að þeim málum skuli vera svo vel
borgið; en víkur nú að öðru.
Gegnum kunningja frétti ég að
Landhelgisgæslan (LHG) kynni að
hafa áhuga á starfskröftum mínum.
Varð það úr að ég réðst til hennar
til að uppfræða og þjálfa starfs-
menn hennar. En þar sem kennslu-
gögn vom af skomum skammti
varð að ráði að ég yrði stýrimaður
á einu af varðskipunum (v/s) og
kynntist starfseminni og lærði sjálf-
úr í samráði við áhöfnina til verka,
og skipveijar létu í ljós hvernig og
í hverju ég yrði þeim að sem mestu
gagni í uppfræðslu.
I þeim tilgangi ræddi ég við sem
flesta aðila bæði undir- og yfirmenn
og stjórnendur LHG. Kenndi þar
margra grasa. Vom allir jákvæðir
í fyrstu og töldu umbóta þörf en
þegar ég vildi heflast handa vom
margir agnúar þar á, og menn
sögðu allt í stakasta lagi, eins og
það hefði verið síðan á ámnum upp
úr 1920, þegar LHG var stofnuð,
og töldu þetta afskiptasemi reynslu-
lauss aðskotadýrs. Skulu þó hér
tekin nokkur dæmi um það er yfir-
menn LHG töldu á skorta hjá LHG.
„Kanntu ekki sjómannahnúta?"
Það þarf náttúrulega að kenna
þessum mönnum að haga sér í
„kokkteilpartýum“.“ „Hvernig væri
að þú kæmir með tillögur um betri
einkennisbúninga?". „Geturðu ekki
safnað strákunum saman í messann
og sagt þeim sögur þegar þeir hafa
frí?“
Það skal tekið fram að allar
þessar tillögur og fleiri í sama stíl
vom settar fram í fúlustu alvöm.
Getur hver dæmt fyrir sig um gildi
þeirra, en þær vom síst til þess
fallnar að auka virðingu mína fyrir
LHG.
Þjálfunin
bjartsýni, sigla sem stýrimaður hjá
LHG, eftir langa útivist með aust-
mönnum.
A fyrsta degi um borð rétt fyrir
brottför kom útúrdmkkinn gamall
maður um borð og lét dólgslega.
Hann vakti mikla kátínu skipveija
og staulaðist hann í land, áður en
skipið fór. Var mér sagt, að þar
færi einn af skipstjómm LHG. Þessi
atburður átti eftir að vera táknrænn
fyrir kynni mín af lífi og starfi
varðskipsáhafnar þá þrjá túra, sem
þolinmæði mín meðal þessa sam-
rýnda hóps dugði.
Minnst var á einkennisbúninga
hér að framan og sá ég fljótt hvers
vegna, þó að annað mætti í mínum
augum hafa forgang. Við brottför
og komu kenndi þar margra grasa.
Þeir yngstu fengu nánast ekkert
er til einkennisfata gæti talist en
þeir eldri eitthvað allt eftir hvað
lengi þeir höfðu verið. Uppúr öllu
stóð svo skipstjórinn með nokkum-
veginn það sem til þurfti eins og
skreytt jólatré, er villst hefur inn á
grlmuball. Væri fulltrúum ríkisins
hér hæfara að gera annað tveggja,
að ganga í borgaralegum fötum
einvörðungu eða allir í klæðnaði,
sem löggiltur er af viðkomandi
ráðuneyti, sem ekki gildir um þá
tilburði til einkennisfata sem LHG
hefur.
í skipinu eru nokkrar vatnsþéttar
dyr og var þeim aldrei lokað á sjó
og ekki vissu skipverjar um tilgang
þeirra og gætu þær þess vegna
hafa verið úr pappír. Hvað gera
skyldi ef stýrisvél slægi út eða
hvemig stjóma mætti aðalvélum,
ef sjálfvirknin brygðist, virtist
enginn vita.
Þann tíma, er ég var um borð
var áhöfn aldrei þjálfuð í meðferð
slökkvibúnaðar. Veggur tortryggni
og andspymu myndaðist alltaf
þegar talað var um þjálfun af sér-
hveiju tagi. Vom mótbámmar ætíð
hinar sömu. LHG hafði verið til í
áratugi og að mati viðmælanda,
hvort sem hann var úr röðum
undir- eða yfirmanna, komist af
með miklum ágætum og margoft
sigrað erlendan flota í „þorskastríð-
um“. Öll skólun og þjálfun væri
eiginlega móðgun við vaska ís-
lenska sjómenn, er um áraraðir
hefðu gengið í skóla lífsins.
Jafnvel sjómannaskóli með auk-
inni menntun hefði lítið uppá sig,
auknar kröfur væm fáránlegar og
tilgangslausar. Gegn slíkum mál-
flutningi em gagnrök óþörf, hann
fellur um sjálfan sig er hann hefur
verið fluttur af þeim bijóstumkenn-
anlega manni er lætur þvílíkt út úr
sér.
Flugslysanefnd kom einu sinni
um borð og horfði á þyrlu lenda
og hefja sig nokkmm sinnum á loft,
að því loknu lagði þessi nefnd bless-
un sína yfir þessar aðfarir og fór
að því er virtist án þess að spytja
nokkum um hlutverk eða viðbrögð
eða gera athugasemd við tunnu
eldsneytis, sem súrruð var við rekk-
ann á þyrludekki með spotta.
Það vill svo til, að ég hef nokkra
reynslu í því, hvemig menn em
þjálfaðir bóklega og verklega fyrir
ákveðin störf, einnig hveijir prófa
og hvemig og hef því ákveðna
skoðun á þessu en læt lesandanum
það eftir að mynda sér sína eigin.
Læt ég þess þó getið, að ég starfaði
eitt sinn á skipi með þyrluþilfari
og hef kynnst slíkum vinnubrögðum
áður. Þeir er þar stjómuðu aðflugi
þyrlu höfðu í því langa menntun
og kröfuharða þjálfun. Ég spyr: Er
líf íslendings ódýrara en einstakl-
ings milljónaþjóðar? Ungur og
áhugasamur stýrimaður LHG orð-
aði þetta þannig: „Þurfum við að
er hafðir vom til þjálfunar þessa
flaggskips íslendinga.
I hvað fór svo tíminn. í þeim
þrem túmm þegar ég var 3. stýri-
maður vom tveir bátar skoðaðir,
þann seinni hafði reyndar v/s ný-
skoðað en allt upplýsingastreymi
hjá þessari stofnun er mjög af
skomum skammti og einungis
dagvaktir í stjórnstöð. Er það
meginástæðan fyrir því að erlendir
aðilar hafa ímugust á samstarfí við
LHG í björgunarmálum. Það var
þó ekki með öllu tilgangslaus túr út
í fiskibátinn, því að skipstjórinn
hafði sent háseta með til að fá
gefins í soðið. Hef ég rætt við fiski-
mann sem taldi þetta ósið og
skömm er tíðkaðist fnjög hjá LHG.
Er þá upptalið það er gerðist í
þremur túmm með LHG nema það
sem mér fundust tíðindi en öðmm
ekki og getur lesandinn enn dæmt
um sjálfur hvort umtalsvert sé.
Launakerfið
Fyrst örfá orð um launakerfið.
Fastakaupið yrði vart talið þvotta-
konulaun. En eins og mér var tjáð
er um það skilningur milli atvinnu-
veitanda og launþega, að menn
bæti sér launin upp með því að
skrifa yfirvinnu, sem var óspart
gert. Féll ég því fljótt í ónáð fyrir
að skera mig úr hópnum og láta
vera að skrifa tíma fyrir annað en
það sem heilbrigð skynsemi gat
talið vinnu. Þess ber einnig að geta,
að þetta var stærsta hindmnin í
vegi fyrir því að þjálfa mætti
mannskapinn, það kostaði yfir-
vinnu. Skýrði forstjórinn mér frá
því, að hann hefði einmitt mætt
þessari hindran, er hann sem ungur
maður réðist til stofnunarinnar og
ætlaði að þjálfa menn.
Er hér um eitthvert náttúmlög-
mál að ræða? Ókostimir em aug-
Ijósir, raunvemlegur spamaður
enginn og alið á spillingu.
„Leikreglurnar“
En hvað höfðust menn þá að?
Fyllerí og spil.
Hafði ég aldrei séð þvílíkt áður,
þama dmkku yfir- og undirmenn
áfengi leynt og ljóst og þótti ekkert
tiltökumál. Innti ég skipstjórann
eftir hveiju þetta sætti, hvort þetta
væri lenska hjá mínum landsmönn-
um en þætti brottrekstrarsök hjá
grannþjóðunum? Brást hann hinn
versti við og gaf í skyn að það
skipti mig engu, sagði að ég kynni
ekki „leikreglumar" og fann mér
það helst til foráttu að ég hefði
ekki byijað sem háseti á v/s og
gengið gráðumar þar eins og allir
aðrir um borð, hefðu menn með
svipaðan bakgmnn og ég ætlað að
breyta þessari stofnun áður en ekki
tekist. Mátti af tali hans skilja, að
það væri óæskilegt. Taldi hann
framferði mitt bera vott um virðing-
arleysi. Enginn þyrfti að segja
honum, að aðrar þjóðir drykkju
ekki til sjós.
Lítum nú á fyrir hverskonar
vinnubrögðum mér var ætlað að
temja mér virðingu.
Varðskip leggur úr höfn, skip-
veijar dauðadmkknir veltast hver
um annan þveran við að taka inn
landfestar. Ég er eini allsgáði stýri-
maðurinn, en er samt ekki kallaður
upp í brú til að taka vaktina. Of-
neysla áfengis er sjúkdómnur en
ekki feimnismál og ber að taka á
henni samkvæmt því eins og einka-
fyrirtæki hafa þegar byijað að gera.
Annað dæmi. V/s leggur úr höfn,
hafnarkortið, stolt íslenskra sjó-
mælinga er fjölritaður A-4 snepill,
sem gefur til kynna, að dýpið þvert
af hafnargarðinum sé 5 m ekki
bara með einni tölu heldur mörgum,
v/s ristir 5 m og þarf því ekki
Jón Sveinsson
„Það skal þó tekið
fram, að í einstaka til-
vikum mætti ég reynd-
ar skilningi og hlaut
jákvæðar undirtektir.
Ahuga á þvi að knýja
löggjafann til þess að
endurskoða starfs-
ramma stofnunarinnar
kynntist ég, þar er lyk-
illinn að lausn vandans.
Ahuga á að taka upp
nýja starfshætti, breyta
launakerfinu og byija
að gera faglegar og
siðferðilegar kröfur til
starfsmannanna. “
að ekki er fært. Þrátt fyrir það
tekur skipstjóri skip sitt með braki
og brestum yfir svæðið.
Stýrimaður LHG skipti oftar sem
einu sinni um ríkisfánann í mastri
v/s, reif þann trosnaða í tætlur og
henti í mslafötu, þar sem hver
maður gat séð þetta tákn þjóðarinn-
ar svívirt. Öllu sorpi frá skipinu var
safnað í plastpoka, þeim lokað og
hent fyrir borð hvar og hvenær sem
var og ráku fyrir veðri og vindum
og menga strendur landsins.
Við eftirlit með vitum kom eitt
sinn í ljós að viti sýndi eitt leiftur
í stað tveggja, sem vitaskrá og sjó-
kort sýndu. Spurði ég skipstjóra,
hvort ekki ætti að lagfæra þetta
eða a.m.k. að láta sjófarendur vita.
Hann kvað nei við, sagði að við
yrðum þá sendir aftur þangað og
sjómenn litu hvort eð er ekkert eftir
einkennum þeirra ljósmerkja er þeir
sigldu eftir.
Léttbátar til ferða milli skipa og
vélabúnaður þeirra ásamt öryggis-
göllum fryir áhafnir vom úrelt og
í lélegu ástandi. Reglur um — skipu-
lagning —, og eftirlit með slíkum
ferðum vom nánast engar. Það var
reynslu gamalla sjómanna að þakka
fremur öðm að ekki fór illa. Er ég
reyndi að fá skipt um götóttan
öryggisgalla var svarað frá landi:
„Af hveiju léstu ekki bæta hann?“
Starfsmenn LHG sögðu mér
ýmsar hryllingssögur um frammi-
stöðu og háttemi félaga sinna innan
stofnunarinnar. Lagði ég í fyrstu
engan trúnað á þær, en þegar ég
fór að kynnast þeim af eigin raun
og heyra sömu sögurnar frá mis-
munandi aðilum fór ég að efast.
Skulu engar þeirra tíundaðar hér,
og vil ég í lengstu Iög vona, að þær
hafi verið uppspuni einn.
Þyrlan
I sambandi við kaup á björgunar-
þyrlu varð alþingismanni nokkmm
tíðrætt um hver væri umboðsaðili
gripsins og hversvegna tæki hefðu
verið fjarlægð meðan á flugi yfir
hafið stóð. Ekki hef ég orðið þess
var, að þessum sama manni né
nokkmm öðmm þyki neitt athuga-
vert við það, að þessi tugmilljóna
almenningseign hafi verið notuð til
þess að smala sauðum vestur á
fjörðum, þegar flugvél fórst við
Reykjanes. Sjálfur er ég alinn upp
í sveit og hef trú á framtíð íslenskr-
arsauðflárræktar, þó hef ég aldrei
Nú er þar til að taka, að ég finna allt upp aftur sjálfir?" Em
skýldir-fúHuF eftirvæntingar og~ þá nánast upptatdir þeir tilburðir mikimr slgllngafræðmg til' aðT;já,
heyrt um dýrari rollur, og vísa ég
enn til þeirrar afstæðu spurningar,
sem felst í fyrirsögn greinar
minnar.
íslenskt stjómsýslu- og mennta-
kerfi er hrá og ómelt eftiröpun á
samskonar stofnunum á Norður-
löndunum. Hvemig væri, að við
lærðum einnig rekstur björgunar-
þyrlu af þeim, er slík tæki hafa
starfrækt um árabil og gera það
þannig að þyrla og áhöfn séu hve-
nær sem er sólarhringsins viðbúin
kalli og alls ekki notuð í annað.
Áf engisneysla til sjós
Þar sem ég hef rekið mig á, að
mörgum finnst áfengisneysla til
sjós sjálfsagður hlutur, vil ég nú
reyna að útskýra hvers vegna ég
er annarar skoðunar. Það eitt að ég
þurfi þess, fær mig til að velta því
fyrir mér, hve langt íslendingar em
komnir inn í tuttugustu öldina.
Um borð í öllum skipum, og
einkum þeim, sem lögum sam-
kvæmt eiga að vera björgunar- og
aðstoðarskip, er lífsnauðsynlegt, að
sérhver skipveiji neiti sér um alla
vímugjafa, sem á einhvem hátt
sljóvga viðbrögð hans og dóm-
greind, svo lengi sem skipið er úti
á sjó eða í viðbragðsstöðu í höfn.
Hver einstaklingur getur ráðið
úrslitum, þegar á öllum þarf að
halda í háska. Hann gerir ekki bara
sjálfum sér óleik heldur einnig
skipsfélögum sínum, þegar hann
neytir áfengis úti á sjó. Þetta gerði
ég að umræðuefni í hópi stýrimanna
LHG, var einn þeirra meira segja
erindreki Slysavamafélags ísiands.
Tóku þeir allir í sama streng og
töldu, að ég mætti ekki vera „fana-
tískur" þó að „lykt“ fyndist af
mönnum, eins og þeir orðuðu það.
Þó getur sú „lykt“ orðið til þess,
að viðkomandi bregðist á erfiðri
stundu og ríði þar með baggamun-
inn um afdrif félaga sinna. Hef ég
aldrei áður kynnst þvi, að slík óþörf
áhætta sé tekin, hef ég þó verið á
skipum, þar sem áfengi var haft
um hönd í frítímanum, þegar legið
var í höfn. Er ég enginn bindindis-
maður sjálfur. Spyr ég aftur. Em
mannslíf ódýrari hér en annarsstað-
ar?
Þrjú bannorð
Af kynnum mínum af LHG réð
ég, að þrennt má ekki nefná hjá
ráðamönnum hennar fagmennsku,
skipulag og aga. Til þess að ná
árangri í því starfi sem lögin gera
ráð fyrir, að LHG skili, þarf að mínu
áliti þjálfun, þjálfun og aftur þjálf-
un. Starfið er þess eðlis, að menn
eiga ekki að þurfa að velta fyrir
sér, hvað gera eigi, þegar í vandann
er komið og ytri aðstæður og tauga-
æsingur gera mönnum erfítt fyrir
að hugsa rökrétt og fínna bestu
leiðina. Þá létta fyrirfram ákveðin
viðbrögð starfið, séu þau vel æfð.
Þau gera mönnum kleift að bregð-
ast við á réttan hátt, þótt þeir séu
hræddir og öll rökrétt hugsun rokin
út í veður og vind.
Þetta hlýtur að vera markmið
þjálfúnar í eldvama- og björgunar-
málum, hvort sem um er að ræða
eigið skip eða aðstoð við önnur.
Um borð í varðskipi því, er ég
kynntist var ekki vottur að heildar-
skipulagi um hvar hver einstakur
skipveiji átti að mæta við hin ýmsu
útköll. Sjálf útköllin vom illa skil-
greind, aldrei vom þáu æfð og þar
af leiðandi vissi enginn um þau og
einungis fáum úr fámennri skips-
höfn var ætlað að taka þátt í þeim.
Nýliðar áttu að geta sér til um allt.
Uppiýsingar til áhafnar um verk-
efni og siglingaáætlun vom engar,
-og kjaftasögur gengu því óspart.
Verkefnaskortur virtist hijá yfir-
stjóm gæsluframkvæmda jafnt sem
skipveija sjálfa. Fundið var upp á
allkyns snatti fyrir v/s og tilgangs-
lausu dútli fyrir skipvetja.
Ég hafði mjög ákveðnar tillögur
um skipulag neyðarvama um borð
og hafði þá í huga bæði eigið skip
og aðstoð við önnur. Vildi ég, að
áhöfnin yrði gerð öll virk í því starft
og ég fengi leyfí til að leita fullting-
is íslenskra sérfræðinga, því að þá
eigum við nóga, og að starfsmenn
LHG yririu að þessu með mér