Morgunblaðið - 24.04.1986, Qupperneq 74
74
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986
Kónari mir> i/ili ek.k.\ oð 'zq S& <zb
vínna. á ókrifeiöfunni á kuöldin-"
áster___
... að skiptast á
kossum.
TM Reg. U.S. Pat. Otl.—all rights reserved
c1985 Los Angeles Times Syndicate
Ef þú átt svona erfitt með Merkjamálið hans pabba er
að skilja konuna þína því einfaldaraenþitt.
varstu að giftast útlendingi?
HÖGNIHREKKVISI
1
^
Bekkirnir í
Lækjargötu
of lágir
Bekkimir í Lækjargötu eru
alltof lágir. Það er erfítt fyrir eldra
fólk að standa upp af þeim. Ef
smíðaðir eru fleiri (þessir virðast
raunar vera nýir), þá hafíð þá ögn
hærri. Ennfremur eru sætin í
nokkrum strætisvögnum svo lág,
að fólk sem er lágvaxið, sér mjög
illa út um gluggana. gp
Um mjólkurkýr o g blikkbelj*ur
Ýmislegt er það í nútímanum,
sem gömlum smábónda þykir tíð-
indum sæta, og raunar ærið um-
hugsunarvert. Þar gnæfír hátt
tískuskrúðið. Það hefur náð að ryðja
sér til rúms í öllu þjóðlífínu og
rnisþyrmir mörgu því, sem vill þró-
ast í friði, hljóðlátt og einfalt, og í
samræmi við það sannasta og djúp-
stæðasta í eðli einstaklings. Því
missir sumt æskufólkið áttimar og
jafnvel hnígur fyrir sjálfs sín hendi.
Djúpt í eðli Islendingsins vakir þráin
til að klæða landið, láta tvö strá
vaxa, þar sem áður óx eitt.
En staðreynd er sögð sú, að enn
beri uppblásturinn sigurorð af ný-
græðunni, m.a. vegna ofbeitar á
afréttarlöndum. En það skrýtna
gerist, að bændur bregðast illa við
aðgerðum, sem hefta eiga ofbeitina.
Þó segir okkar ágæti Einar Ben.
við þá: „Líttu út og lát þér segjast,
góður — líttu út, en gleym ei vorri
móður. — Níð ei landið, — bijót ei
bandið, — boðorð hjarta þíns.“
Ein af tæknibrellum okkar hátt-
lofuðu menningar er sú, að þjóðin
hefur minnkað mjög neyslu á einni
af okkar dýrmætustu framleiðslu-
vöru, blessaðri mjólkinni. Hún gæti
þó og ætti að vera kjaminn í dag-
legu fæði okkar, enda fæst hún í
fjölbreyttum afurðum, þó mér hafí
hún alltaf verið gómsætust spen-
volg úr júgrinu. Af slíkri fæðu á
aldrei að verða of mikið, meðan
einhvere staðar fínnst vannært
bam. Öll umframmjólk á að notast
til þurrmólkurgerðar, er sé fram-
leidd sem alhliða og álqosanleg
bamanæring, og sú þjóð, sem er
svo rík að eiga ofnægtir af slíkri
vöm, þyrfti líka að vera svo rík af
siðferðiskennd að hún selji þurfanda
hana, fyrir það verð, sem hann
getur greitt, hve lítið sem það kann
að vera.
Er. það virkilega sannleikurínn
um okkur, þessa ofmenningar-
hrjáðu mannvesalinga að við kjós-
um yfír okkur það, að slátra mjólk-
urkúnum okkar, en kaupum rándýr-
ar blikkbeljur í staðinn? Til þess
virðist leikurinn gjörður, að borga
þær niður, svo það sé nógu freist-
andi, að nota sparíaurana í bíla-
kaup. Þá er plúsinn gerður að mín-
us, með einföldum hætti, og á ekki
illa við hjá þjóð, sem er að sögn,
búin að ná heimsmeti í notkun
kreditkorta. Manni getur hug-
kvæmst að senn verði bönnuð stað-
greiðsluviðskipti, eða þau að
minnsta kosti skattlögð rækilega í
þágu greiðslukortanna. Stað-
greiðsla virðist orðið of gamaldags
lqamaspil.
Það er engin hætta á því að blikk-
beljumar mjólki í svanga maga.
Þess í stað geta þær ríkulega aukið
hallann á þjóðarbúinu, með auknum
olíu- og varahlutakaupum, aukinni
slysatíðni, og bætt vænum siurk
af útblásturseitri í andrúmsloftið
okkar. Jónas Hallgrímsson orti á
sinni alltof stuttu hérvistartíð, þá
hann skoðaði Skjaldbreið og um-
hverfí: „ — Gat ei nema Guð og
Eldur gjört svo dýrðlegt furðuverk."
Guð og eldur, er þetta ekki orðinn
óhæfílega gamall byggingarmáti?
Ættum við ekki sjálfír nú fyrir
aldamótin að byggja, í nafni menn-
ingarinnar og henni til heiðurs,
okkar Skjaldbreið, svo langtum
nýtískulegri en þann gamla, bara úr
nægtum af glansandi bílhræjum. —
En máske rekur Reagan okkur í
vörðumar og kveikir einhvem dag-
inn á kjamorkusólunum sínum, sem
hann er alltaf að leika sér að og
bæta við og þarf endilega að fara
að koma í gagnið, til að lýsa okkur
út í geimdjúpim
Páll H. Arnason
frá Þórlaugargerði.
Yíkverji skrifar
Sumarið hefur gert boð á undan
sér nú á sumarmálum, en það
em síðustu fímm dagar vetrar kall-
aðir. Það hefur verið vor í lofti að
minnsta kosti á götum Reykjavíkur.
Ágæt vísbending um það er, hve
margir leggja leið sína í ísbúðir í
miðborginni. Hér í næsta nágrenni
ritstjómarskrifstofu Morgunblaðs-
ins eru tvær slíkar verslanir og
hafa umsvifín í þeim tekið vorkipp
nú í vikunni. Tíðin hefur verið okkur
svo góð, að margir efast um, að
sama blíða haldist áfram. Ástæðu-
laust er þó að láta svartsýni vegna
þess skemma fyrir sér hina form-
legu sumarkomu í dag.
Okkar ágætu landsfeður á Al-
þingi fagna sumri með því að taka
sér frí frá störfum fram á næsta
haust. Þeir vildu hespa lagasetning-
una af til þess að hinir, sem sækjast
eftir setu í sveitarstjómum, fái
tækifæri til að njóta sín. Sumum
þingmönnum fínnst vafalaust, að
þeir eigi inni uppbót á sumarfríið
sitt vegna þess, hve lengi þeir vom
við störf í þinghúsinu á síðasta ári;
þá var þingi ekki slitið fyrr en komið
varfram íjúní.
Eins og áður hefur verið tekist
á um hin margvíslegustu málefni á
Alþingi á þessum vetri. Raunar er
það furðulegt bæði hér og erlendis,
hvaða mál það em, sem valda hörð-
ustum átökum á þjóðþingum. Öll
þekkjum við deilumar um bjórinn,
sem aldrei ætla að taka enda.
XXX
Breska þingið hefur nýlega
afgreitt mál, sem á það skylt
við bjórmálið hjá okkur, að það er
auðskilið fyrir allan almenning,
hvort sem hann hefur áhuga á
stjómmálum eða ekki: Breskir þing-
menn tókust á um það, hvort leyfa
ætti verslunum að hafa opið á
sunnudögum eða ekki. Við könn-
umst við umræður af svipuðu tagi,
en hér á landi hafa þær oftar en
einu sinni farið fram í borgarstjóm
Reykjavíkur.
Embættisathafnir Margaretar
Thatcher, forsætisráðherra Breta,
hafa svo oft kallað á harkaleg við-
brögð, að það eitt er sérkennilegt,
að ríkisstjóm hennar varð fyrir
mesta áfalli sínu í breska þinginu
til þessa, þegar stjómarfrumvarpið
um verslunarfrelsi á sunnudögum
var fellt fyrir rúmri viku. Hefði mátt
ætla, að mál af öðru tagi yllu frú
Thatcher meiri vandræðum á þingi.
I breska vikuritinu Economist segir,
að frúin hafí sagt við einn af aðstoð-
armönnum sínum, áður en gengið
var til atkvæðagreiðslunnar um
opnunartíma verslana: „Guð gefí,
að við sigmm.“ Sú gjöf barst ekki.
68 flokksbræður forsætisráðherr-
ans snerust gegn stjómarfrum-
varpinu. „Þetta var mesti ósigur
stjómarinnar í þinginu," segir Ec-
onomist.
Blaðið segir, að það hafi ekki
verið átök í þinghúsinu sjálfu, sem
réðu úrslitum að lokum heldur
baráttan í kirkjum og á verslunar-
götum landsins. Neytendasamtök
hættu að beijast fyrir framgangi
lengri opnunartíma, þegar ríkis-
stjómin tók málið upp á sína arma.
Skoðanakannanir sýndu, að meiri-
hluti fólks vildi geta verslað á
sunnudögum. En kirkjunnar menn
sátu ekki auðum höndum. Þeir
beittu sér fyrir þrýstingi á þing-
menn í flokki Thatchers.
XXX
Prestar, afgreiðslufólk í verslun-
um og eigendur smærri versl-
ana tóku höndum saman undir
kjörorðinu „Keep Sunday Special"
sem mætti þýða á þennan veg:
„Höldum sérkennum sunnudags-
ins.“ Economist segir, að barátta
þessa sundurleita hóps hafí sýnt,
hve miklum árangri sé unnt að ná
með því að beita kröftunum að sér-
greindu viðfangsefni.
Vopnin, sem beitt var, eru sér-
kennileg: bænaspjöld, sem lögð
voru í kirkjubekki, orðsendingar til
presta með tillögum um.efni á préd-
ikanir, baráttugreinar í safnaðar-
blöðum og kjördæmafundir með
þingmönnum Ihaldsflokksins til að
snúa þeim frá stuðningi við ríkis-
stjómina. Sumir telja að allt að
sextíu milljónum króna hafi verið
varið til baráttunnar. Economist
segir, að sigurinn yfir stjóminni í
þessu máli verði öðrum hópum, sem
beijast fyrir siðferðilegum málum,
hvatning til að herða róðurinn.
Það er síður en svo auðvelt að
sitja á þingi og þar með undir stöð-
ugum þrýstingi háttvirtra kjósenda.
Víkverji vonar, að þeir, sem luku
störfum við Austurvöll nú á sumar-
málum - já og allir aðrir - megi
njóta jafn góðs sumars og síðustu
dagar boða. Eitt er víst, að þing-
menn hafa ekki svipt okkur réttin-
um til að kaupa okkur ís þegar vel
viðrar og endranær, jafnvel á
sunnudögum.