Morgunblaðið - 14.05.1986, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR14. MAÍ1986
Kostnaður og
fjármögnun
Heildarkostnaður við smíði
aðalbyggingarinnar er áætlaður
um 230 milljónir króna á verðlagi
1. apríl 1986. Úr borgarsjóði hafa
komið 205 milljónir króna, en úr
framkvæmdasjóði aldraðra um 25
milljónir á þessu ári og því síðasta.
Hver íbúð parhúsanna kostar
3,2 milljónir króna og er þvi heild-
arkostnaður parhúsanna átta 57,6
milljónir á verðlagi 1. apríl sl.
Húsnæðismálastjóm samþykkti á
fundi sínum 20. desember síðast-
liðinn að veita borgarsjóði tæplega
16,5 milljón króna framkvæmda-
lán úr byggingarsjóði ríkisins til
smíði íbúðanna.
Starfsemi
Seljahlíð er hönnuð sem dvalar-
heimili, sem þýðir að það er ætlað
fólki sem ekki getur sinnt daglegu
heimilishaldi. Þvi er meðal annars
boðið upp á fullt fæði, þrif og
læknisþjónustu. í félags- og þjón-
ustukjama hússins verður al-
mennt félags- og tómstundastarf,
Qölbreytt handavinna, föndur,
leirkerasmíði, kvöldvökur, nám-
skeið og fleira. Öldruðum íbúum
í hverfinu gefst einnig kostur á
að nýta sér þá félagslegu þjónustu
sem í boði er. Starfslið hefur
þegar verið ráðið og er það á
sjöunda tug. í fjárhagsáætlun
borgarinnar er gert ráð fyrir 35
milljón króna rekstrarfé tíl Selja-
hlíðar fram að áramótum.
Hönnun, byggingar-
stjórn og verktakar
Bygginguna teiknuðu arkitekt-
amir Hróbjartur Hróbjartsson og
Sigurður Björgúlfsson. Burðarþol
annaðist Almenna verkfræðistof-
an hf., Verkfræðistofan Önn sá
um hita-, vatns- og skolplagnir
og loftræstikerfi, rafmagn í húsið
var lagt af Rafhönnun hf, en
umsjón lóðar er í höndum Péturs
Jónssonar. Umsjón með hönnun,
gerð útboðsgagna og bygginga-
sljóm hafði byggingadeild borg-
arverkfræðings. Jóhannes Bene-
diktsson tæknifræðingur sá um
byggingastjóm en Kristinn Guð-
mundsson húsasmíðameistari
annaðist daglegt eftirlit.
Allir verkþættir vom boðnir út
og var lægsta tilboði ávallt tekið,
að sögn Páls Gíslasonar. Jarf-
vinnu annaðist Háfell hf., Ár-
mannsfell hf. skilaði byggingunni
tilbúinni undir tréverk, en fullnað-
arfrágangur var f höndum bygg-
ingafélagsins Höfða sf. BJ-verk-
takar leggja lóðina og verður þvf
verki lokið um næstu mánaðamót.
Loftorka f Reykjavík tók að sér
byggingu parhúsanna og skilaði
af sér fyrir helgina. Er sala íbúð-
anna hafin.
Morgunbladið/J úlíus
Eftir formlega afhendingu hússins og ræðuhöld steig Kristfinnur Jónsson, forstöðumaður félagstarfs Seljahlíðar, í púlt og fékk
gesti til að taka þátt í samkvæmisleik. Skyldi talið upp að 20 og aftur til baka með tilheyrandi handahreyfingum, læri, lófi, vinstri,
hægri og svo framvegis. Fremst á myndinni er borgarstjóri, Davíð Oddsson, og kona hans, Ástríður Thorarensen, en á milli þeirra
má meðal annars þekkja Pál Gislason, formann byggingamefndar, og Ingu Jónu Þórðardóttur, aðstoðarmann heilbrigðisráðherra.
Seljahlíð, dvalarheimili aldraðra við Hjallasel í Breiðholti, formlega afhent:
Fyrstu íbúamir flylja
inn um mánaðamótin
SELJAHLÍÐ, nýtt dvalarheim-
ili aldraðra við Hjallasel í
Reykjavík, var formlega afhent
Reykjavikurhorg og félags-
málaráði i gærdag. I Seljahlið
og parhúsum tengdum aðal-
byggingunni eru samtals 88
íbúðir, sem koma til með að
hýsa 110-120 manns. Bygging-
arframkvæmdir hófust suma-
rið 1983, og er þeim að mestu
lokið. Fyrstu íbúarair flytja inn
upp úr næstu mánaðamótum.
María Gísladóttir hjúkrunar-
fræðingur hefur verið ráðin
forstöðumaður dvalarheimilis-
ins.
Páll Gíslason borgarfulltrúi og
formaður byggingamefndar af-
henti Davíð Oddssyni borgarstjóra
og Ingibjörgu Rafnar formanni
félagsmálaráðs dvalarheimilið á
táknrænan hátt, með því að færa
þeim stóran trélykil. Davíð lagði
út af þessu „lykilatriði", sem hann
nefndi svo, og vakti athygli á
því að á þessu ári hefðu á þriðja
Seljahlíð.
hundrað fbúðir fyrir aldraða verið
teknar í notkun.
íbúðir og þjónusta
Aðalbyggingin er 5.638 fer-
metrar og 18.149 rúmmetrar.
Hún skiptist í kjallara og þijár
hæðir, en er samsett úr átta
burstabyggingum með tengihús-
um á milli. íbúðimar eru alls 70,
þar af 60 einstaklingsíbúðir og
10 hjónaíbúðir. Einstaklingsfbúð-
imar em 28 fermetrar, en hjóna-
fbúðimar 56 fermetrar. íbúðimar
em á hæðunum þremur, en í
kjallaranum er sameiginlegt rými
fyrir vistmenn og starfslið. Þar
verða meðal annars eldhús, veit-
ingasalur, setustofa, læknis- og
skoðunarherbergi og aðstaða til
persónulegrar þjónustu við vist-
fólk. Úr sjúkraþjálfun er hægt að
ganga út í kerhús með heitum
potti.
Á lóð dvalarheimilisins em 9
parhús með 18 söluíbúðum. Hver
íbúð er 70 fermetrar, tveggja
herbergja með eldhúsi, rúmgóðu
baðherbergi, geymslu og anddyri.
Allar fbúðimar em tengdar vakt
f aðalbyggingu með sérstöku
sjúkrakallkerfi. Páll Gíslason
sagði að Reykjavíkurborg hefði
ekki áður hannað húsnæði með
þessu sniði. Hér væri um að ræða
tilraun til að sameina og samnýta
þjónustu við íbúa hússins og aðra
aldraða íbúa í nágrenninu sem
hafa þörf fyrir félagslega þjón-
ustu og vilja taka þátt í félags-
ogtómstundastarfi aldraðra.
Aðalfundi Þróunarfélagsins frestað:
Djúpstæður ágreiningur um hver
skuli fara með atkvæði ríkisins
AÐALFUNDI Þróunarfélags íslands, sem haidinn var fjrir luktum
dyrum í gær, var frestað um einn mánuð, og stjórnarkjöri þar
með. Lögð var fram á fundinum dagskrártillaga fjölmargra hlut-
hafa um frestun fundarins og það var dr. Jóhannes Nordal seðla-
bankastjóri sem bar tillöguna upp. Ágreiningur um stjómarkjör
er höfuðástæða þess að fundinum var frestað og verður leitað leiða
til að ná samkomulagi á þeim mánuði sem til stefnu er. Meðal
þeirra sem skrifuðu undir frestunartillöguna voru auk Seðlabanka-
stjóra Helgi Bergs, Davfð Ólafsson, Davið Scheving Thorsteinsson,
Stefán Pálsson og Guðmundur H. Garðarsson.
„Það voru fjölmargir hluthafar
sem lögðu til að stjómarkjöri yrði
frestað, m.a. ýmsir fulltrúar iðnaðar-
ins, Fiskveiðasjóðs og fleiri. Ég taldi
ekki ástæðu til að vera andvígur
þessari tillögu, þar sem hún var
borin upp af það mörgum, og féllst
þar af leiðandi á hana,“ sagði Stein-
grímur Hermannsson forsætisráð-
herra, sem sat fundinn sem handhafi
hlutabréfa ríkisins í Þróunarfélag-
inu, að andvirði 100 milljónir króna.
Forsætisráðherra sagðist hafa
lýst því yfir á fundinum að hann
teldi eðlilegast að stjómin yrði end-
urkjörin, hún hefði starfað stutt, og
þyrfti lengri starfstíma til þess að
reynsla kæmist á störf hennar.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er mikil andstaða við það
innan raða sjálfstæðismanna sem
að Þróunarfélaginu standa að endur-
kjósa stjómina, og vilja þeir ekki
endurkjósa þá Bjöm Þórhallsson,
sem er núverandi formaður, Jón
Ingvarsson og Gunnar Ragnars,
heldur að tveir þeir síðamefndu taki
sæti í varastjóm félagsins en nýir
forystumenn úr röðum sjávarútvegs,
iðnaðar og þjónustu verði kjömir í
aðalstjóm.
Davíð Scheving Thorsteinsson
sem fyrr í vetur sagði af sér for-
mennsku í stjóm Þróunarfélagsins
vegna þess sem hann sagði pólitíska
íhlutun forsætisráðherra sagði í
samtali við blm. Morgunblaðsins í
gær: „Þessum fundi var einfaldlega
frestað til þess að reyna að leitast
við að fá frið um þetta félag. Ef
þetta félag á að gera eitthvert gagn
í þessu þjóðfélagi, þá verður að nást
friður um félagið. Það varð þvf að
forða því á fundinum að erfiðar
kosningar, sem hefðu ófyrirsjáanleg-
an eftirmála í för með sér, færu
þama fram. Ég bendi sérstaklega á
að þama fer ekki fram hlutfallskosn-
>ng, og þvl þarf að breyta. Meðal
annars verður reynt að ná samkomu-
lagi um breytt kosningafyrirkomu-
lag í þessum mánuði."
Davíð sagði að höfuðforsenda
þess að friður fengist um Þróunarfé-
lagið væri að munnlegt loforð for-
sætisráðherra frá því í haust yrði
haldið. Þar sagðist Davíð eiga við
loforð forsætisráðherra þess efnis
að þótt hlutabréf ríkisins heyrðu
stjómskipulega undir forsætisráð-
herra, þá féllist hann á það að Sjálf-
stæðisflokkurinn tilnefndi sinn full-
trúa í stjóm félagsins sem færi með
atkvæðisrétt 50% hlutabréfa ríkis-
ins, eða sem svarar 50 milljónum.
Davíð sagði að þetta munnlega lof-
orð forsætisráðherra frá því sl.
haust, þegar verið var að safna
hlutafé, en það nemur nú um 350
milljónum króna, hefði verið aðal-
ástæða þess hversu margir fulltrúar
atvinnulífsins, iðnaðar, þjónustu,
bankakerfis og sjávarútvegs, feng-
ust til þess að leggja fram hlutafé.
„Þegar ég var að beita mér fyrir
því að menn og fyrirtæki legðu fram
hlutafé í þetta félag, þá var mér
lofað því að atkvæðum ríkissjóðs
yrði skipt jafnt á milli stjómarflokk-
anna,“ sagði Davíð og benti á það
máli sínu til stuðnings að fjármála-
ráðherra, Þorsteinn Pálsson, hefði
tilnefnt hann sem handhafa atkvæða
50% hlutafjár ríkisins á stofnfundi
Þróunarfélagsins og það hefði hann
verið með fullu samþykki forsætis-
ráðherra.
Þorsteinn Pálsson fjármálaráð-
herra og formaður Sjálfstæðis-
flokksins var í gær spurður hvort
hann teldi að forsætisráðherra hefði
ekki staðið við munnlegt samkomu-
lag um skiptingu hlutafjár ríkisins:
„Eg tel að það samkomulag sem
stjómarflokkamir gerðu um skipt-
ingu hlutafjárins sl. haust hafi verið
eðlilegt, það er að Framsóknarflokk-
urinn færi með 50% og Sjálfstæðis-
flokkurinn 50%. Það hefði verið rétt
af Framsóknarflokknum og forsæt-
isráðherra að standa við það sam-
komulag áfram, en það hefur hann
ekki gert.“
Þorsteinn sagði jafnframt: „Égtel
mjög mikilvægt að það skapist friður
um félagið, því ég tel að það hafi
mikilvægu hlutverki að gegna. Það
var stofnað til þess að bijóta upp á
nýjungum varðandi flármagnsmark-
aðinn. Ég tel að það hefði verið
vænlegra til þess að friður næðist
að staðið hefði verið við það sam-
komulag sem upphaflega var gert.“