Morgunblaðið - 14.05.1986, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 14.05.1986, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR14. MAÍ1986 Davíð Oddsson borgarstjóri svarar spurningum iesenda Spurt og svarað um borgarmál LESENDAÞJÓNUSTA MORGUNBLAÐSINS Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík og efsti maður á framboðslista sjálfstæðisfólks í borgarstjórnarkosningum, sem fram fara 31. maí næstkom- andi, svarar spurningum í Morgunblaðinu um borgarmál í tilefni kosninganna. Lesendur Morgunblaðsins geta hringt til ritstjórnar blaðsins í síma 10100 á milli kl. 11 og 12 árdegis, frá mánudegi til föstudags, og lagt spurningar fyrir borgarstjóra, sem blaðið kemur á framfæri við hann. Svörin birtast síðan í þættinum Spurt og svarað um borgarmál. Einnig má senda spurningar í bréfi til blaðsins. Utan á bréf skal rita: Spurt og svarað um borgarmál, rit- stjórn Morgunbiaðsins, pósthólf 1555, 121 Reykjavík. Nauðsynlegt er, að nafn og heimilisfang spyrjenda komi fram. Borgarstjóri og borgarfulltrúar taka til hendi í samátaki borgarbúa við hreinsun borgarinnar i júni 1985. Gang'stettir í Breið- holtið Sigríður Kristinsdóttir, Unu- felli, spyr: „Hvenær megum við eiga von á því að fá gangstéttir í Breið- hoitið? Hvenær á að ijúka verki við brekkuna upp á Vatnsenda- hæð?“ Svar: Hvað snertir næsta umhverfi fyrirspyijanda skal upplýst, að gerð gangstétta í Fella- og Hóla- hverfí er lokið. í sumar er ætlunin að ljúka gerð aðalgangstígs frá Suður- hólum/Norðurhólum, meðfram Höfðabakka og undir hann niður Elliðaárdal sunnan vesturkvíslar árinnar til tengingar við mal- bikaðan gangstíg í neðanverðum dalnum. Þar með er komin örugg leið fyrir gangandi og hjólandi veg- farendur frá gatnamótum Nóa- túns og Laugavegar alla leið upp í Fella- og Hólahverfí. Sömuleiðis er ætlunin að gera aðalgangstíg frá Blesugróf austan Reykjanesbrautar að Álfabakka, enn fremur undirgöng undir Reykjanesbraut við Álfabakka til tengingar við Kópavog. Þannig munu Breiðholt I og Breiðholt H tengjast með öruggum hætti fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur í gegnum Mjódd við gangstíga- kerfið í Elliðaárdalnum. Sett verð- ur slitiag á Útvarpsstöðvarveg nú í sumar fyrir byggðina ofan Jað- arsels. Hlíðaskóli Hildur Friðriksdottir, Mávahlíð 21, spyn „I Qöldamörg ár hefur staðið til að gera nauðsynlegar úrbætur í húsnæðismálum Hlíðaskóla. Þegar spurt er um framkvæmdir fáum við alltaf það svar, að aðrir skólar hafí forgang. Hvenær get- um við vænst þess, að nemendur Hlíðaskóla fái viðunandi húsnæði fyrir félagslega aðstöðu, bókasafn og ýmsar sérgreinar?" Svar: Upphaflega var gert ráð fyrir, að Hlíðaskóli yrði mjög stór skóli og þá miðað við hugmyndir um annað skipulag I nágrenni hans og mun §ölmennari byggð. Þegar horfíð var frá þeim hugmyndum og nemendum i hverfínu fækkaði, svo sem raun varð á, var staðar numið við frekari stækkun skól- ans. í núverandi húsnæði skólans er bókasafn og kennsla í sérgrein- um fer fram við sæmilegar að- stæður, auk þess sem skólinn lét af hendi húsnæði undir eina af sérdeildum ríkisins. Það er fyrst og fremst húsnæði til samkomu- halds, sem vantar. Ekki hefir enn verið tekin endanleg afstaða til þess hvenær og hvemig byggt verður frekar við skólann. Gjalddagar fasteigna- skatta Sigríöur Ólafsdóttir, Rauða- gerði 65, segir: „Ég er ein úr hópi eldri borg- ara, sem gjaman vil dvelja á eigin heimili eins lengi og kostur er. Mig langar til að spyija borgar- stjórann okkar, hvort ekki megi dreifa fasteignaskatti á fleiri gjalddaga, t.d. fímm í stað þriggja, þegar eldri borgarar eiga í hlut, til að létta þeim róðurinn. Skattstiginn mætti að vísu vera lægri, þegar fólk, sem ekki hefur lengur launatekjur, á í hlut. Fleiri gjalddagar myndu hins vegar bæta eilítið fyrir. Þar sem borgar- stjóri er kunnur af því að bregðast fljótt og vel við, sitja ekki á ákvörðunum og fylgja málum vel eftir, lejfí ég mér að lifa í von um jákvæðar undirtektir." Svar: Svo sem kunnugt er veitir Reykjavíkurborg elli- og örorku- lífeyrisþegum tilhliðrun varðandi fasteignagjöld í samræmi við tekjur þeirra. Þannig var fast- eignaskattur felldur niður hjá hjónum, sem höfðu 247.077 krón- ur eða lægri tekjur á árinu 1985, og hjá einstaklingum, sem höfðu 167.700 krónur á árinu 1985. Einstaklingar, sem höfðu lægri tekjur árið 1985 en 185 þúsund fengu 80% lækkun á fasteigna- gjöldum, og hjón, sem höfðu lægri tekjur en 290 þúsund fengu 80% lækkun. Einstaklingar, sem höfðu lægri tekjur en 220 þús. krónur, fengu 50% lækkun, og hjón með lægri tekjur en 340 þúsund fengu 50% lækkun. Gjalddagar fasteignagjalda eru nú 15. janúar, 1. mars og 15. aprfl, og er þriðjungur gjaldanna greiddur í hvert skipti. Áður hafði verið gerð tillaga um, að gjalddagar yrðu 15. hvers mánaðar, og þá yrði greiddur fjórðungur í hvert skipti. Gjald- heimtan sendir út gíróseðla fyrir hvem gjalddaga. Það er mikil- vægt, að á seðlinum komi fram rétt skuldastaða greiðanda. Ein- dagi fasteignaskatta er 30 dögum eftir gjalddaga, en þá er fyrst hægt að reikna dráttarvexti á vangreidd gjöld. Eftir núgildandi kerfí eru 45 dagar milli gjalddaga. Gjaldandi fær því réttan gíróseðil, þegar kemur að síðari gjalddögun- um tveimur. Þetta yrði ekki unnt, ef kerfinu yrði breytt, þannig að gjalddagar yrðu t.d. ijórir. Þá gæti gjaidandi, sem fengi gíróseðil sendan fyrir síðustu gjalddagana þijá, e.t.v. verið kominn með breytta skuldastöðu eða vanskila- vexti degi eftir gjalddaga. Það hlyti að skapa vemlegan rugling fyrirgjaldendur. Fjölgun gjalddaga leiðir að sjálfsögðu til aukins innheimtu- kostnaðar og ekki er augljóst, að greiðslur yrðu þó léttari fyrir gjaldendur. Að vísu yrði janúar- greiðsaln léttari, en frá 15. febrú- ar til 1. mars og frá 15. mars til síðasta gjalddaga, 15. aprfl, yrði greiðslan þyngri. Með öðrum orðum, að þriggja mánaða greiðslutímabili fasteignagjald- anna skiptir það að jöfnu, sem greiðslubyrðin léttist eða þyngist fyrir gjaldendur, eftir því hvort fyrirkomulagið yrði á haft. Ef við tökum dæmi af fast- eignaskatti, sem er 12 þús. kr., þá er fyrirkomulagið þannig núna, að viðkomandi mjmdi greiða 15. jan. 4 þús. kr., en 3 þús. kr. samkv. hugmjmdinni. Hinn 15. febr. samkv. núgildandi kerfí yrði ekkert greitt, en 3 þús. kr. samkv. hinu brejrtta fyrirkomulagi. Hinn 1. mars yrðu 4 þús. kr. greiddar samkv. núgildandi fyrirkomulagi, en ekkert samkv. hugmjmdinni, hinn 15. mars 3 þús. kr. samkv. nýju hugmyndinni og 15. aprfl 4 þús. kr. samkv. núverandi kerfi, en 3 þús. kr. samkv. hugmyndinni. Ef við leggjum þessar greiðslur inn á sparisjóðsbók frá gjalddög- um til loka gjalddaga, 15. aprfl, þá kemur dæmið þannig út, að vextir samkv. núgildandi kerfi og hugmjmdinni eru þeir sömu. Þrátt fyrir þessa annmarka er rétt, að þessi hugmjmd verði nán- ar skoðuð við næstu álagningu fasteignagjalda. Patreksfjörður: Framboðslisti sjálfstæðismanna Framboðslisti sjálfstæðimanna á Patreksfirði fyrir sveitarstjóra- arkosningarnar er svohljóðandi: 1. Stefán Skarphéðinsson sýslu- maður, 2. GIsli Olafsson vinnuvél- stjóri, 3. Helga Bjamadóttir hús- móðir, 4. Gísli Þór Þorgeirsson múrarameistari, 5. Einar Jónsson trésmlðameistari, 6. Rafn Hafliða- son bakarameistari, 7. Héðinn Jóns- son skipstjóri, 8. Arni Long vinnu- vélstjóri, 9. Hallgrímur Matthíasson kaupmaður, 10. Ólafur Steingríms- son sjómaður, 11. Hjörtur Sigurðs- son bifreiðarstjóri, 12. Sjöfn A. Ól- afsson ritari, 13. Haraldur Aðal- steinsson vélsmíðameistari, 14. Hilmar Jónsson sparisjóðsstjóri. Til sýslunefndan Ingveldur Hjartar- dóttir skrifstofumaður og til vara Ágúst Ólafsson vinnuvélsljóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.