Morgunblaðið - 14.05.1986, Síða 22

Morgunblaðið - 14.05.1986, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR14. MAÍ1986 Bangla Desh: Jatiya-flokkurinn hefur meirihluta Dhaka, Bangla Desh. AP. ÞEGAR talin höfðu verið atkvæði í 264 kjördæmum af 300 í Bangla Desh, hafði Jatiya-flokkur Hussain Mu- Mannréttindanefnd SÞ: Moynihan vill ekki nasista í formannssætið New York. AP. BANDARlSKI öldungadeildar- maðurinn Daniel P. Moynihan hefur hvatt til herferðar gegn þvi að austur-þýzki lagaprófess- orinn Hermann Klenner verði formaður mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Klenner er einn þriggja varafor- manna nefndarinnar og reglur um skiptingu formannsembættisins gera ráð fyrir því að hann verði formaður nefndarinnar á næsta ári. Moynihan segir að Klenner hafi verið nasisti, hafí gengið í flokkinn árið 1944, þegar hann var 18 ára. Hann segir það myndu stríða gegn hugmyndum manna um starf nefndarinnar að í forsvari fyrir henni væri nasisti. Hefur Moynihan hvatt Banda- ríkjamenn til að skrifa George Shultz, utanríkisráðherra, og hvetja ráðherrann til að beita sér gegn því að Klenner verði formaður nefndarinnar. hammed Ershads, forseta, hlotið 132 þingsæti, en stjórn- arandstöðu flokkurinn, Aw- ami, hlotið 70, að því er yfir- kjörstjóm tilkynnti á sunnu- dag. Minni flokkamir, sem eru í kosningabandalagi við Awami, höfðu hlotið 20 sæti, þannig að samtals hafði bandalagið 90 þingsæti. Þá höfðu óháðir hlotið 27 sæti, hreintrúarflokkur Mú- hameðstrúarmanna 10 og Kommúnistaflokkurinn 5 sæti og er þetta í fyrsta skipti sem hann eignast fulltrúa á þingi. Yfírkjörstjóm ógilti kosning- amar í 36 kjördæmum vegna kosningasvika og óstaðfestar fregnir herma að kosið verði á nýjan leik í þessum kjördæmum 19. maí. Úrslit ættu að liggja ljós fyrir um viku síðar. Búist er við að Jatyia-flokkurinn fái nauman meirihluta í þinginu, en þar era 300 sæti, sem kosið er til. Auk þeirra era sérstök 30 sæti ætluð konum og velur sá flokkur sem hefur meirihluta konur til þing- setu. Stjómarandstöðuflokkamir hafa krafíst þess að kosningamar verði ógiltar vegna kosninga- svika. Þeir benda einnig á að kosningabaráttan hafí ekki verið sanngjöm, þar sem herlög vora í gildi meðan hún stóð yfír. Báðu Bandaríkja- menn Sýrlendinga að færa skriðdrekana? Tel Aviv, ísrael. AP. Bandaríkjamenn báðu Sýr- lendinga að fjarlægja skrið- drekavíglínu sína i Austur- Libanon úr skotfæri fallbyssa ísraela, að sögn ísraelska dagblaðsins The Jerusalem Post. Var þetta gert að beiðni ísraelsmanna, segir blaðið. Riehard Murphy, aðstoðaratan- ríkisráðherra Bandaríkjamanna, átti að hafa komið beiðninni á framfæri, en ekki er frá því greint hvenær það var. Bandarískir embættismenn hafa ekkert vilja láta hafa eftir_ sér um málið. Blaðið segir að ísraelar hafí von- ast til þess að með fregnum af þessum nýja vígbúnaði Sýrlend- inga, væri hægt að leysa málið með milligöngu Bandaríkja- ERLENT AP/Símamynd Hasina Wajed, leiðtogi Awamy- bandalagsins, ásakaði stjómar- flokkinn fyrir víðtæk kosninga- svik á fundi með fréttamönnum. Líbýumenn saklausir af flugvallaárásunum — segir Bruno Kreisky, fyrrum kanslari Austurríkis Palma De Mallorca, Spáni. AP. BRUNO Kreisky, fyrrum kanslari Austurríkis, segir að Bandaríkja- menn viti fullvel að Líbýumenn hafi ekki borið ábyrgð á sprengjuár- ásunum á flugvöllunum í Róm og Vín, 27. desember á síðasta ári, og þar af leiðandi sé ekki fyrir hendi réttlæting fyrir loftárás Bandaríkjamanna á Líbýu. Þetta kom fram í samtali sem blaðamaður átti við Kreisky í sum- arhúsi hans á eyjunni Mallorca. Sagði hann að Bandaríkjastjóm hefði beinar sannanir fyrir því að Khadafy hefði ekki komið nálægt fyrrgreindum hryðjuverkum. Jafn- framt sagði Kreisky að Khadafy hefði tjáð sér að Líbýustjóm hefði ekki átt neina aðild að samsærum hægri manna á Spáni, en tíu menn voru handteknir á Spáni á laugar- daginn var, vegna meintra fyrirætl- ana um að ráðast á bandaríska hagsmuni á Spáni. Því hefur verið haldið fram að Líbýumenn hafí stutt þessar fyrirætlanir, en tímaritið Cambio 16 á Spáni, segir í gær að franska leyniþjónustan hafi haft tengsl við hópinn, sem nefnir sig „Hróp Jesú Krists" og hafí ætiað sér að notfæra sér hann. Hafí leyni- þjónusta komist í samband við hóp- inn eftir árás á bænahús gyðinga í París fyrir átta mánuðum. Mikilvægt að róa almenning á Vesturlöndum — sagði Hans Blix, forstöðumaður Alþjóða- kjarnorkumálastofnunarinnar, á fundi í Vín Vínarborg. Frá fréttaritara Morgunblaðsins. HANS BLIX, forstöðumaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinn- ar hér í borg, lagði mikla áherzlu á það í ræðu á fundi alþjóðasam- taka ritstjóra i gær, að róa almenning á Vesturlöndum vegna kjarnorkuslyssins í Sovétríkjunum. Blix kom frá Moskvu um sfð- ustu helgi eftir viðræður við ráðamenn og sérfræðinga þar og fór m.a. til Kiev og flaug yfir hættusvæðið. Blix.sagði í ræðu sinni, að hann hefði haft meiri áhyggjur af því, hvað björgunaraðgerðir hefðu hafízt seint en því, að upplýsingar um slysið hefðu borizt seint til Vesturlanda. Hann kvaðst setja spumingarmerki við ýmsar harð- ar aðgerðir Vesturlandaþjóða um bann við innflutningi frá A-Evr- ópuríkjum. Hann kvaðst einnig setja spumingarmerki við frétta- flutning Qölmiðla á Vesturlönd- um, sem hefðu birt fréttir byggðar á getsökum í stað þess að bíða eftir staðrejmdum. Blix lýsti einn- ig þeirri skoðun sinni, að hefði vestræn fréttamennska verið ástunduð, þegar slysið varð, hefði hún getað Ieitt til örvæntingar og öngþveitis. Ræðumaður sagði, að sovézkir sérfræðingar hefðu sagt sér og sínum mönnum, að þeir hefðu náð upplýsingum úr stjómstöð kjam- orkuversins, sem bentu til þess, að engin vandamál hefðu komið upp í verinu áður en sprengingin varð. Þeim hefði verið sagt í Sovétríkjunum, að sérfræðingar þar væru nú vissir um að vita hvað hefði gerzt en þeir vildu kanna það betur áður en þeir gæfu upplýsingar um það. Sovézkir sérfræðingar mundu koma til Vínarborgar og sitja þar sérstaka ráðstefnu um slysið og þar mundu þessar upplýsingar koma fram. Blix var spurður, hvort hann teldi, að Sovétmenn hefðu legið á upplýsingum eða hvort þeir hefðu ekíci vittó meir. Hann kvaðst hafa komið til Moskvu viku eftir slysið. Við höfðum það á tilfinningu'nni sagði Blix, að þeir segðu okkur allt sem þeir vissu, en þeir vora með kenningar um það sem gerðizt, sem þeir vildu ekki gefa upp að svo stöddu. Blix kvaðst ekki hafa ástæðu til að draga í efa þær tölur sem Sovétmenn hefðu gefíð upp um látna Þá sagði Hans Blix, að alþjóða- heilbrigðisstofnunin hefði efnt til fundar í Kaupmannahöfn 8. maí og komizt að þeirri niðurstöðu, að ekki væri ástæða til að setja ferðabann á önnur svæði en slysa- svæðið sjálft. Samtökin hefðu einnig talið, að ekki væri ástæða til að takmarka innflutning á matvælum af heilsufarsástæðum nema frá slysasvæðinu og hugs- anlega einhverjum svæðum, þar sem geislavirkt regn hefði fallið. Hins vegar gæti hafa verið ástæða til þessa banns af sálfræðilegum ástæðum. Þá kom það fram hjá Blix, að hefði bráðnun orðið hefði hún ekki farið í gegnum grunn kjam- orkuversins, en um slíkan atburð var fjallað í kvikmjmdinni „China Syndrome". Blix og sérfræðingur, sem með honum var, kváðust hafa verið í Kiev í tvær klukku- stundir og í 3 mínútur á flugi yfír hættusvæðinu. Þeir hefðu verið með geislamæla á sér og geislunin hefði ekki mælzt meiri en sú, sem er til staðar við rönt- genmjmdatöku á tannlæknastofu. Aðspurður sagði Blix, að Sovét- menn hefðu ekki lokað öðrum kjamorkuverum, eins og t.d. veri við Leningrad, sem væra svipuð því, sem slysið hefði orðið í. Hins vegar hefðu farið fram rannsóknir á rekstri þeirra og aðstæðum og ekkert benti til þess, að eitthvað óeðlilegt væri á ferðinni. Nokkru eftir þessa ræðu Blix sagði japanskur blaðamaður, að Sovétmenn hefðu verið staðnir að lygum við japönsk stjómvöld vegna slyssins. Þeir hefðu sagt opinberum jrfírvöldum í Japan 48 Natasha og Madya una hér glaðar i leik i búðum, sem settar voru upp við Tripolskaya-kjamorkuverið í Úkraínu. Þær voru meðal þeirra, sem varð að flytja af öryggisástæðum frá svæðinu i kringum Chemobyl-kjaraorkuverið. klukkustundum eftir slysið, að ekkert slflct hefði borið við. Kanadískur blaðamaður sagði að lesendur Isvestíu, viku eftir slysið, hefðu fengið þá hugmynd af að lesa blaðið, að þama hefði verið smáslys á ferðinni. Háttsettur sovézkur blaðamaður frá FVövdu, sem var einn þeirra fjögurra sovézkra blaðamanna sem áttu viðtal við Reagan, Bandaríkjafor- seta, í tengslum við toppfundinn sl. haust, sagði, að kjamorkusly- sið væri alvarlegt en staðbundið slys, sem Sovétmenn hefðu náð fullri stjóm á og viðbrögð fjöl- miðla á Vesturlöndum einkennd- ust af andsovézkri móðursýki, sem mundi hitta vestræna fjöl- miðla eins og ástralska vopnið „boomerang". Bandarískur blaða- maður sagðist alls ekki skilja gagnrýni Blix á vestræna fjöl- miðla, þar sem þeir hefðu engar upplýsingar haft undir höndum til þess að vinna úr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.