Morgunblaðið - 14.05.1986, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR14. MAÍ1986
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1986
27
Útgefandi Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö.
Laugardalurinn
Davíð Oddsson, borgarstjóri,
hefur kynnt stórhuga áætlun
um framkvæmdir í Laugardaln-
um, sem miða að því, að á þessu
gróðursæla svæði verði aðstaða
fyrir alhliða samkomur og félags-
líf borgarbúa. Er ekki að efa, að
borgarbúar binda miklar vonir við
þessar framkvæmdir. í samtali
hér í blaðinu sagði borgarstjóri
meðal annars: „Til þess að undir-
strika að hér er ekki um loftbólu
að ræða eða framtíðardraum þá
hefur verið gerð kostnaðaráætlun
um grundvallarstarfsemi miðað
við að verkinu verði lokið á fjórum
árum, en að sjálfsögðu tekur
lengri tíma að græða upp eins og
að er stefnt og ljúka þeim þætti.“
Nú eru tæp þijátíu ár liðin frá
því að Laugardalsvöllurinn var
tekinn í notkun. Fyrir fáeinum
dögum var lokið við að bæta
aðstöðu í sundlauginni í Laugar-
dal. Mælist sú framkvæmd vel
fyrir hjá þeim þúsundum, sem
njóta þeirrar heilsulindar. A kjör-
tímabilinu hefur gervigrasvöllur
verið fullgerður í Laugardalnum.
Vinstrisinnar í borgarstjórn börð-
ust gegn þeirri framkvæmd og
töldu hana ósæmilega sóun á §ár-
munum. Eftir að gervigrasvöllur-
inn var tekinn í notkun hefur
sljákkað í gagnrýnendum, enda
sýna viðtökur og nýting vallarins,
að með honum er komið til móts
við óskir borgarbúa. Urtölur
vinstri manna og neikvæður áróð-
ur áttu ekki við rök að styðjast í
þessu máli frekar en öðrum.
Gervigrasvöllurinn kostaði með
vallarhúsi um það bil 40 milljónir
króna á verðlagi 1983 til 1985.
Slagar það hátt upp í 60 milljón-
imar, sem greiddar voru fyrir
orkusvæðið á Nesjavöllum og
Þjóðviljinn kallar nú „stjómlausar
fjárfestingar". Er líklegt, að Þjóð-
viljamenn verði áiíka þegjandaleg-
ir yfir nýtingu orkunnar á Nesja-
völlum og gervigrasvellinum nú,
þegar á reynir í framkvæmd.
Á löngu árabili hefur verið
unnið að því að breyta Laugar-
dalnum og rækta hann upp en
heildarskipulag hefur vantað til
að unnt hafi verið að snyrta og
snurfusa. Nú á að ganga mark-
visst til þess verks auk þess sem
ráðist verður í nýjar framkvæmd-
ir. Um áformin í Laugardal sagði
borgarstjóri meðal annars í Morg-
unblaðinu: „Það er ljóst, að það
er ekki hægt að koma upp slíkum
görðum sem að er stefnt nema
umhverfið hafi upp á eitthvað að
bjóða. A bak við ræktun Laugar-
dalsins er áratuga vinna og það
mun taka tíma að byggja upp þau
gróðurbelti sem að er stefnt, en
að öðm leyti er hægt að ganga í
verkin á hinum ýmsu svæðum
Laugardalsins og strax næsta ár
mun fólk fara að sjá breytingar,
væntanlega fyrst á skemmti-
garðssvæðinu."
Ætlunin er, að í Laugardalnum
verði vélfryst skautasvell á viður-
kenndum veili. Þá á að koma upp
skemmtigarði. Þar verður hús-
dýrasafn. í gróðurskála verður
gróðursafn og aðstaða til fræðslu
í grasafræði. Þvottalaugamar,
hinn forni miðpunktur í lífi Reyk-
víkinga, verða endurlífgaðar, ef
þannig mætti orða það. Grasa-
garðurinn, sá mikli ævintýraheim-
ur, fær að njóta sín og aðstaða
verður sköpuð fyrir útiskemmtan-
ir.
Þetta sýnir, að Laugardalurinn
verður alhliða íþrótta-, fræðslu-
og tómstundasvæði borgarbúa.
Fyrir kosningamar 1982 hétu
sjálfstæðismenn undir forystu
Davíðs Oddssonar því að vinna
markvisst að úrlausn ákveðinna
verkefna, sem kynnt vora kjós-
endum í kosningabaráttunni. Við
þau loforð var öll staðið, með þeim
hætti og innan þess tíma, sem
heitið var. Með þá reynslu í huga
geta borgarbúar og landsmenn
allir vænst þess, að á næstu miss-
eram sjáist þess merki, að mark-
visst er unnið að því breyta Laug-
ardalnum í vinalegan almennings-
og gróðurreit.
Nesjavellir
Hið helsta, sem andstæðingar
Sjálfstæðisflokksins, hafa
fest hugann við í neikvæðri kosn-
ingabaráttu sinni era kaupin á
jörðinni Ölfusvatni á Þingvöllum.
Þar era á Nesjavöllum framtíðar-
orkulindir Hitaveitu Reykjavíkur.
Davíð Oddsson, borgarstjóri, benti
á það á fundi með starfsfólki
Granda hf., að ástæðan fyrir árás-
um vinstrisinna vegna þessara
kaupa væri sú, að eigendur jarðar-
innar hefðu verið erfíngjar Sveins
Benediktssonar bróður Bjama
Benediktssonar, fyrram forsætis-
ráðherra.
Borgarstjóri minnti á, að kaup-
verðið hefði verið 60 milljónir
króna, sem svaraði til þess, að
hver fermetri hefði kostað 3,67
kr. Jarðhiti væri metinn á 17,3
millj. kr., þannig að kaupverð
jarðarinnar sjálfrar væri 43,1
milljón króna eða 2,60 kr. fer-
metrinn. í Viðey hefði hver fer-
metri verið keyptur á 40 kr. og
sömu sögu væri að segja um Ulf-
arsfell. Vegagerðin kaupir hvem
fermetra lands í nágrenni Reykja-
víkur samkvæmt eignamámsmati
á 170 kr.
Málefnafátækt þeirra manna
er mikil, sem hafa ekki um annað
að tala, þegar Reykvíkingar
ganga til þess að velja sér stjóm-
endur en þessi jarðarkaup. Þau
eiga eftir að reynast Reykvíking-
um heilladrjúg eins og aðrar fram-
kvæmdir, sem vinstrisinnar hafa
barist harkalega gegn.
„íkorninn", nýja þyrla Gæslunnar TF-GRO.
Flugdeild Landhelgisgæslunnar:
„Ef þetta eru ekki fagleg,
öguð og skipuleg vinnubrögð
veit ég ekki hvað orðin þýða“
- segir Páll Halldórsson, flugrekstrarsljóri
Landhelgisgæslunnar í viðtali við Morgunblaðið
Landhelgisgæslan hefur sætt mikilli gagnrýni undanfamar vikur.
Upphafið var grein sem Jón Sveinsson, ungur maður með sjóliðs-
foringjamenntun frá Noregi, skrifaði í Morgunblaðið 24. apríl síðast-
liðinn. Lagði hann þar til að annað hvort yrði Gæslan lögð niður í
núverandi mynd, eða gildandi lög um hana endurskoðuð. Telur Jón
að fagmennska, skipulag og agi eigi ekki upp á pallborðið hjá
Landhelgisgæslunni. Byggði Jón skrif sín á 5 mánaða reynslu sem
3. stýrimaður á einu varðskipanna.
Guðbrandur Jónsson flugmaður
hefur síðan í tveimur greinum í
Morgunblaðinu, 1. maí og 7. maí,
gagnrýnt Landhelgisgæsluna og
sérstaklega gert að umræðuefni
slysið í Jökulfjörðum 1983, þegar
TF-RÁN, Sikorsky-þyrla Landhelg-
isgæslunnar fórst þar á björgunar-
æfingu. Telur Guðbrandur að sú
skýring á slysinu, að rennihurð
þyrlunnar hafi losnað frá og farið
í aðalblöð hennar, standist ekki og
varpar fram eigin tilgátum um
orsakir þess. Forstjóri Landhelgis-
gæslunnar, Gunnar Bergsteinsson,
hefur í blaðagreinum og viðtölum
svarað gagnrýninni, svo og fulltrúar
flugmálastjóra og flugslysanefndar.
Fulltrúar flugmálastjóra og flug-
slysanefndar kváðu svo að orði í
svar við síðari grein Guðbrands að
hún væri „slíkur heilaspuni, að ekki
væru efni til að elta ólar við hana“.
í greinum þeirra Jóns Sveinsson-
ar og Guðbrands Jónssonar kennir
margra grasa. í viðtalinu hér á eftir
við Pál Halldórsson, flugrekstrar-
stjóra Landhelgisgæslunnar, berst
talið einkum að þeirri gagnrýni sem
snýr beint að flugrekstri Gæslunn-
ar. Páll hóf störf hjá Landhelgis-
gæslunni haustið 1967. Hann fór í
byijun árs 1968 til Noregs í þyrlu-
þjálfun og hefur flogið flugvélum
og þyrlum Landhelgisgæslunnar
síðan. Flugrekstrarstjóri varð hann
vorið 1984. í fyrstu rekur Páll
stuttlega sögu Fluggæslunnar og
gerirgrein fyrir hlutverki hennar.
Hlutverk og tækjakost-
ur
„Fyrsta júlí í sumar era 60 ár
liðin frá því að Landhelgisgæslan
tók yfir gamla Þór af Björguarfé-
lagi Vestmannaeyja, en við það er
stofnun hennar miðuð. Fluggæslan
hefur á hinn bóginn ekki starfað
nema í 30 ár, en upphaf hennar
markast af því er hún eignaðist sína
fyrstu flugvél, Katalíu-flugbát, 10.
desember 1955. Frá upphafí til
vorsins 1984 hefur Guðjón Jónsson
flugstjóri gegnt starfí flugrekstrar-
stjóra. Guðjón hefur alla tíð verið
ákaflega farsæll flugstjóri, en eftir
slysið í JökulQörðum var ákveðið
að gera vissar skipulagsbreytingar
og óskaði þá Guðjón eftir því að
annar maður tæki við.
Ég vil á þessum stað leiðrétta
það sem kom fram í fyrri blaðagrein
Guðbrands Jónssonar, þar sem
hann heldur því fram að yfírmaður
flugdeildar sé skipstjóri og annist
daglegan rekstur, en flugrekstrar-
stjóri og tæknisljóri séu undirmenn
skipstjórans. Þetta era rangfærslur.
Samkvæmt mínu ráðningarbréfí
heyri ég beint undir forstjóra Land-
helgisgæslunnar og er ábyrgur
gagnvart flugmálastjórn fyrir flug-
rekstri Gæslunnar.
Almennt má segja að hlutverk
flugdeildarinnar sé að hafa eftirlit
með hafínu umhverfís ísland og
jafnframt að stunda þar leitar- og
björgunarflug. Ennfremur að fljúga
sjúkraflug ef svo ber undir. Til fróð-
leiks má geta þess að efnahagslög-
sagan spannar 750 þúsund ferkfló-
metra, en björgunarsvæðið er
nokkru stærra, eða 980 þúsund
ferkflómetrar. Til að vinna þetta
verk höfum við yfír að ráða einni
Fokker-27 vél og tveimur frönskum
þyrlum, „Höfrungnum" og „íkom-
anurn", sem við köllum stundum
svo, eða Aerospatiale Dauphin,
tveggja hreyfla, og Ecureuil, sem
er minni eins hreyfíls þyrla og
verður einkum notuð í vitaþjón-
ustunni. Hún getur þó einnig að
nokkru leyti komið í stað Höfrungs-
ins þegar um styttri björgunarleið-
angra er að ræða.“
Val á þyrlu
„Báðar eru þessar þyrlur nýjar,
og flestum er enn í fersku minni
æsingurinn sem varð út af kaupum
þeirrar stærri. Mig langar til að
riQa það upp að hluta. Eftir slysið
þegar Sikorsky-þyrlan TF-RÁN
fórst var skipaður vinnuhópur til
að fínna nýja þyrlu sem hentaði
Gæslunni, og þá sérstaklega með
tilliti til eiginleika hennar við björg-
unar- og leitarstörf. Ég tók þátt í
þessu verkefni og veit því af eigin
raun að mikil vinna og rannsóknir
lágu að baki valinu á Dauphin-
þyrlunni. Eftir að hafa skoðað
rekstur þyrlanna hjá ýmsum aðil-
um, heimsótt framleiðendur og leit-
að víða umsagna komumst við ein-
faldlega að því að Dauphin-þyrlan
hentaði okkur best miðað við mann-
afla, aðstæður og fjárveitingu.
Umboðsmaður Sikorsky hérlendis
sá þó ástæðu til að rita dómsmála-
ráðherra bréf, þar sem við sem að
valinu stóðum, vorum vændir um
ótrúverðug vinnubrögð. Þar var
staðhæft að þyrlan væri vanhæf og
gæti til dæmis ekki flogið í snjó.
Þetta voru fráleitar ásakanir, en
skýrast kannski af því að hér vora
miklir hagsmúnir í húfí. Ég átti þátt
í að velja þessa þyrlu, og ég vissi
að ég kæmi sjálfur til með að fljúga
henni ásamt öðram. Varla halda
menn að ég færi að gera mér sér-
staklega far um að beijast fyrir
kaupum á þyrlu sem ég treysti ekki.
Ég nefni þetta hér til að minna á
að ósanngjörn gagnrýni á Gæsluna
er ekki ný bóla.“
Nýtt hlutverk
„í júní 1984 var endanlega geng-
ið frá samningum við Aerospatiale-
verksmiðjumar um kaup á þyrlunni,
eftir miklar og strangar göngur
milli ráðamanna. Afgreiðslufrestur
var rúmt ár, svo í millitíðinni feng-
um við leigða þyrlu frá verksmiðj-
unni til að brúa bilið. Áður en þessi
ákvörðuu var tekin var akýrt af-
markað hvert verkefni þyrlunnar
yrði. Hún ætti fyrst og fremst að
vera notuð við leitar- og björgunar-
störf, og við það skyldi þjálfun
áhafnanna einkum miðuð. Enn-
fremur ákveðið að gera ekki kaupin
nema vissum viðhaldsskilyrðum
yrði fullnægt, til dæmis að tryggt
yrði að varahlutir yrðu alltaf fyrir
hendi, skýlis- eða viðhaldsaðstaðan
bætt og þar fram eftir götunum. í
einu orði sagt, það vora tekin upp
mjög markviss vinnubrögð að öllu
leyti og mörkuð skýr stefna. Hvað
Sikorsky-þyrluna varðaði var verk-
svið hennar ekki skilgreint með
þessum hætti. Nú sitja æfingar fyrir
björgun og leit í fyrirrúmi, og mikil
áhersla er lögð á að menn séu ávallt
í toppformi til að takast á við þann
vanda sem kann að koma upp við
margvlsleg björgunarstörf."
Æfingar þyrluáhafna
„Guðbrandur Jónsson gagnrýnir
það að TF-RÁN skyldi fara í æfíng-
arflugið örlagaríka, þar sem skilyrði
vora slæm, 7 stiga vindur og myrk-
ur. En menn verða að hafa það í
huga að þeir sem vinna við erfiðar
aðstæður hljóta að þurfa að æfa
við erfíðar aðstæður. Svo einfalt er
það. Og aðstæður í Jökulfirðinum
voru langt frá því að vera slæmar
miðað við þau verk sem við höfum
þurft að vinna.
Við þjálfun flugáhafnar Gæsl-
unnar er fyrst og fremst leitast við
að fullnægja öllum þeim kröfum
sem Flugmálastjóm Islands setur.
En hins vegar er starf okkar þess
eðlis að reglur Flugmálastjómar
koma ekkert inn á sumar hliðar
þess. Við þurfum að flytja vörur í
krók undir þyrlunum, til dæmis
gashylki úr og í vita frá varðskipi.
Það er mikið nákvæmnisverk sem
þarf að æfa vel, og í því efni höfum
við sett okkur vissar lágmarkskröf-
ur. Um skipalendingaf gilda þær
sérkröfur að menn þurfa að halda
sér í stöðugri þjálfun til að halda
réttindum. Og loks vil ég nefna
hifíngaræfíngar, sem við verðum
að æfa undir öllum mögulegum
kringumstæðum."
Páll Halldórsson f stjórnklefa Daufin-þyrlunnar.
Hálfkák o g óskipulögð
vinnubrögð?
„Jón Sveinsson sér einnig ástæðu
til að gagnrýna þyrluæfingar Gæsl-
unnar, og gefur í skyn að þar sé
um hálfkák og óskipulögð vinnu-
brögð að ræða. Og hann spyr hvort
ekki væri rétt að „læra rekstur
björgunarþyrlu af þeim sem slík
tæki hafa starfrækt um árabil og
gera það þannig að þyrla og áhöfn
séu hvenær sem er sólarhringsins
viðbúin kalli og alls ekki notuð í
annað.“
Við þetta hef ég tvennt að at-
huga: I fyrsta lagi erum við sífellt
að læra einmitt af þeim sem mesta
reynslu hafa. Við höfum sent menn
utan til að vera á skipum annarra
þjóða sem hafa þyrlur um borð.
Síðastliðið haust sendum við flug-
mann í rúmlega mánaðar túr með
bandarísku strandgæsluskipi, sem
hafði tvær þyrlur um borð, gagn-
gert til að kynna sér rekstur á
þyrlum í skipum. Annan mann
sendum við í fyrra til að kynna sér
þyrlurekstur um borð í dönsku eftir-
litsskipi. Fjölmargt fleira get ég
nefnt. Við föram iðulega um borð
í dönsku skipin þegar þau koma
hingað til að viðræðna um nýjung-
ar, og ekki má gleyma ágætri
samvinnu við björgunarsveit vam-
arliðsins á Keflavíkurflugvelli. Þá
notum við að sjálfsögðu handbækur
frá hinum ýmsu þyrlurekendum,
auk þess sem handbók um þyrlu-
rekstur á varðskipum var gefín út
á íslensku í fyrravor, samkvæmt
ábendingu flugslysanefndar. Þar er
getið um þann búnað sem þarf að
vera bæði í skipi og þyrlu til að
þyrla megi fara um borð, lágmarks-
þjálfun flugmanna og skipsáhafnar
skilgreind og hvernig skuli standa
að þessum rekstri í hvívetna.
I framhaldi af þessu vil ég líka
nefna að um miðjan þennan mánuð
kemur kennari frá British Airways
Helecopter hingað til lands til að
halda tveggja vikna námskeið, bæði
bóklegt og verklegt. Námskeiðið
kemur fyrst og fremst til með að
snúast um meðferð á björgunarspil-
inu. Og annað til: við höfum þegar
sent 6 menn á námskeið í Bretlandi
hjá einni virtustu þjálfunarstofnun
í heiminum, RGIT í Aberdeen, til
að æfa björgun ef þyrla nauðlendir
á sjó. Ég reikna með að við komum
til með að gera sömu kröfur og
Bretar í þessu efni, að skylda þyrlu-
flugmenn að sækja slík námskeið á
tveggja ára fresti. Ef þetta eru
ekki fagleg, öguð og skipulögð
vinnubrögð þá veit ég ekki hvað
þau orð þýða.“
12 eða 24 tíma vakt
„Seinni athugasemdin við þessa
klausu Jóns Sveinssonar er annars
eðlis. Hann talar um að rétt væri
að þyrla og áhöfn væru tilbúin allan
sólarhringinn og ekki notuð í annað.
Því er ég hjartanlega sammála;
þetta er það sem okkur dreymir um.
En til þess að svo megi verða þarf
að minnsta kosti að bæta við tveim-
ur flugáhöfnum. Eins og málin
standa í dag eru starfandi 7 flug-
menn hjá Gæslunni. Með þessu liði
getum við núna vaktað 12 tíma
sólarhringsins, og það með mikilli
skipulagningu og fómfýsi flugá-
hafna. Á flugvellinum tekur það
okkur um 15 mínútur að komast í
loftið eftir að beiðni kemur um flug.
Á bakvakt höfum við gefíð okkur
eina klukkustund, en í reynd er það
þannig að við eram komnir i loftið
25-35 mínútum eftir útkall. Auðvit-
að skipta viðbrögðin stundum
meginmáli, og þess era dæmi að
læknir hafí bjargað mannslífum
vegna skjótra viðbragða þyrlunnar.
Það var stór áfangi þegar við feng-
um lækna Borgarspítalans til sam-
starfs við flugdeildina. Sex læknar
spítalans hafa tekið að sér starfið,
og er ávallt að minnsta kosti einn
þeirra á vakt allan sólarhringinn."
Dýrar rollur
„Jón Sveinsson gerir gys að því
að þyrlan hafi verið að smala sauð-
um á Vestfjörðum, þegar F-15 þota
vamarliðsins fórst við Reykjanes.
Sannleikurinn í því máli er sá að
vamarliðið fór aldrei fram á aðstoð
okkar. En það er rétt, að við voram
beðnir um að líta yfír svæði á
Vestíjörðum eftir kindum, sem átti
að skera niður vegna riðuveiki.
Þetta hentaði okkur í sjálfú sér
ágætlega. Við voram nýlega byijað-
ir að æfa notkun hitamyndsjárinn-
ar, sem reyndist lykiltæki við björg-
unina í Ljósufjöllum. Það var upp-
lagt að nota myndsjána til að stað-
setja kindumar, og þvi var hér um
góða æfingu fyrir okkur að ræða.
Þannig vinnum við: Ef við getum
sameinað æfíngar hjá okkur og
orðið einhverjum að liði í leiðinni,
fínnst okkur ekkert athugavert við
það, nema síður sé.“
Orsök slyssins á Jök-
ulfjörðum
„Hvað varðar kenningu Guð-
brands Jónssonar um orsakir slyss-
ins á Jökulfjörðum og smekklausar
dylgjur hans um að þyrlan hafí
verið í ómerkilegri sendiferð ætla ég
ekki að hafa mörg orð. Guðbrandur
opinberar þar vanþekkingu sína
fyrir öllum þeim sem eitthvað
þekkja til þyrluflugs, og því er mér
skapi næst að taka undir það með
flugslysanefnd og flugmálastjóm
að ekki sé hægt að svara svona
heilaspuna. Þó ætla ég að nefna tvö
atriði. Það er að skilja á grein
Guðbrands að orsök slyssins hafí
verið mannleg mistök frá upphafí
til enda. Hann nefnir tvær hugsan-
legar skýringar á því að drepist
hafí á vélinni. I fyrsta lagi vatns-
mengað eldsneyti, og í öðru lagi
að gleymst hafí að taka varnarpúð-
ana úr loftinntakinu. Hvað elds-
neytið varðar er því aldrei dælt á
okkar vélar hvar á landinu sem þær
eru staddar án þess að sýni sé tekið
fyrst. Það var gert í þetta sinn og
ennfremur strax eftir slysið, og það
Viðhaldsaðstaða Fluggæslunnar
á Reykjavíkurflugvelli.
reyndist ekki vatnsmengað. Um
púðana er það eitt að segja að það
er útilokað að gleymst hafí að taka
þá úr loftinntakinu, því ef það
gerist fer þyrlan ekki i gang! Þessar
getgátur, byggðar eingöngu á lestri
rannsóknagagna, eru því fáránlegri
þegar haft er í huga að flugslysa-
nefndir Breta og Bandaríkjamanna
hafa staðfest þá niðurstöðu íslensku
flugslysanefndarinnar að líkleg
orsök slysins sé sú að rennihurðin
hafí losnað frá þyrlunni og komist
í aðalþyrilinn.
Ég veit ekki hvað liggur að baki
skrifum Guðbrands; ekki hafa þau
gildi út frá flugöryggissjónarmið-
um, því hann leggur þar ekkert af
mörkum. Eini tilgangurinn virðist
vera sá að eyðileggja mannorð lát-
inna manna.“
Viðhaldi ábótavant
í lokin var Páll spurður um við-
haldsmál loftfara Gæslunnar, en í
síðustu ársskýrslu Flugslysanefíid-
ar er staðhæft að í þeim efnum sé
ýmsu ábótavant.
„í skýrslu flugslysanefndar um
slysið i Jökulfj'örðum era talin upp
14 atriði sem nefndin bendir á að
betur mættu fara. Níu þessara
atriða sneru að Landhelgisgæsl-
unni, tveimur var beint til flug-
málastjómar og þremur til Sikor-
sky-verksmiðjanna. Ég lít svo á að
í dag séum við búnir að uppfylla 7
af þessum 9 ábendingum, ásamt
báðum atriðunum sem beint var til
flugmalastjómar, án þess að hún
hafi krafíst þess af Gæslunni.
Önnur þeirra ábendinga flugslysa-
nefndar sem við höfum ekki getað
orðið við ennþá snýr að aðstöðunni
í viðhaldsdeildinni. Það var byijað
á því að taka skýlið í gegn í fyrra-
sumar, það er búið að klæða það
og einangra, en það vantar samt
mikið á að það sé komið í viðunandi
horf.
Þetta er mál sem þarf að vinna
að. Þyrlur þurfa nákvæmara eftirlit
en venjulegar flugvélar. Þetta eru
flókin tæki, sem menn verða að
vera á tánum í kringum til að fyllsta
öryggis sé gætt. Og þá skiptir
aðstaðan miklu. En auðvitað mann-
aflinn líka. Hjá okkur starfa sjö
flugvirkjar og einn radíóvirki. Auk
þess að sjá um að viðhalda vélum
Gæslunnar, hafa þeir á sinni könnu
viðhald tveggja flugvéla Land-
græðslunnar. Það sjá það allir sem
vilja, að það er ekki auðvelt starf
fyrir 7 flugvirkja að þurfa að halda
við 5-6 mismunandi tegundum flug-
véla.“
Lokaorð
„Landhelgisgæslan er stoftiun
sem ekki er hafín yfír gagnrýni.
Þar má vafalaust margt betur fara.
En það hlýtur að vera eðlileg kr^fa
að gagnrýni sé sanngjöm og byggð
á staðreyndum, en ekki getgátum,"
sagði Páll Halldórsson að lokum.