Morgunblaðið - 14.05.1986, Page 29

Morgunblaðið - 14.05.1986, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14.MAÍ 1986 29 Mor^unblaðið/Ólafur K. Magnússon Frá f undinum á Hótel Borg. að meirihluti Sjálfstæðisflokksins hefði farið nýja leið í þessum efnum með því að ganga til samstarfs við félagasamtök um byggingu sölu- íbúða fyrir aldraða og væri hægt að byggja mun fleiri íbúðir með þeim hætti en áður. „Valið í kom- andi kosningum getur ekki verið erfitt. Annars vegar höfum við fimm sundurleita smáflokka, sem eiga fátt annað sameiginlegt en að vera á móti Sjálfstæðisflokknum og hins vegar höfum við Sjálfstæð- isfiokkinn sterkan og samhentan flokk með skýra stefnu," sagði Katrín. Kristín Amalds (A) sagði, að hvarvetna mætti sjá óréttlætið hér í borg og að launalegt misrétti bitn- aði mest á konum, sem væru stærsti lágiaunahópurinn. Einnig sagði hún, að aðeins ein kona væri í átta efstu sætum á framboðslista Sjálf- stæðisfiokksins og að það sýndi vel áhrif kvenna innan hans. í máli Guðrúnar Agústsdóttir (Abl) kom fram, að öll málefni borgarinnar skiptu konur máli. Hins vegar væri það rétt að málefni sem konur varðaði sérstaklega hefðu aldrei haft forgang hjá borgarstjóm Kynningarfundur með kvenframbjóðendum í Reykjavík: Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið við kosningalof orðin — sagði Katrín Fjeldsted — Sérframboð kvenna tímaskekkja, sagði Áshildur Jónsdóttir frá Flokki mannsins — Lögbirtingablaðið helsta málgagn ríkisstjórnarinnar, sagði Bryndís Schram Áberandi var að nær eingöngu konur sóttu kynningarfund kvenframbjóðenda í Reykjavík. Á annað liundrað manns sóttu fund Kvenréttindafélags íslands á Hótel Borg sl. laugardag, sem haldinn var til kynuingar á þeim konum, sem eru í framboði við borgarstjómarkosningamar í Reykjavík. Frummælendur vom Bryndís Schram og Kristín Amalds frá Alþýðuflokki, Sigrún Magnús- dóttir og Þrúður Helgadóttir frá Framsóknarflokki. Borghildur Maack og Hulda Olafsdóttir frá Kvennalista, Áshildur Jónsdóttir og Helga Óskarsdóttir frá Flokki mannsins, Guðrún Ágústsdóttir og Kristin Ólafsdóttir frá Al- þýðubandalagi og Katrín Fjeldsted og Sólveig Pétursdóttir frá Sjálfstæðisflokki. í máli Sigrúnar Baldvinsdóttur (Fm) kom fram að Flokkur manns- ins setti launamálin á oddinn og krafan væri þijátíu þúsund króna lágmarkslaun. „A bak við okkur standa ekki neinir fjármálafurstar heldur einfaldlega hinn venjulegi maður,“ sagði Sigrún. Hulda Ólafsdóttir (Kl) sagði, að konur væru orðnar langþreyttar á þeim aðstæðum sem þær byggju við. Sagði hún, að það mætti ráða af forgangsröð verkefna hjá borg- inni að áhrifa kvenna hefði ekki gætt sem skyldi við stjómun borg- arinnar. Gatnagerð fengi meira fjármagn en heilsuvemd og fræðslumál. „Þar til við stöndum jafnfætis körlum er sérframboð kvenna nauðsynlegt," sagði Hulda. í máli Katrínar Fjeldsted (S) kom fram, að staða Sjálfstæðisfiokksins væri sterk og að flokkurinn hefði staðið við gefin kosningaloforð. Einnig væri fjárhagsstaða borgar- innar góð þrátt fyrir að núverandi meirihluti hafi tekið yið skuldasúpu vinstri meirihlutans. í máli Katrínar kom fram að málefni aldraðra væm sá liður í borgarstarfinu sem sífellt yrði umfangsmeiri og sagði hún, og þess vegna bæri þeim konum sem kæmust til áhrifa að vinna að þessum svokölluðu kvennamálum. Einnig vék Guðrún í ræðu sinni að dagvistarmálum og sagði að þau væru í miklum ólestri. Núverandi meirihluti legði mesta áherslu á að byggja leikskóla þegar ljóst væri að þörfin væri mest á dagvistunar- heimilum. Jafnframt sagði hún, að það væri rangt að efna til dýrlegrar affnælisveislu þegar í Reykjavík væri fólk, sem ætti ekki fyrir mat. Þrúður Helgadóttir (F) sagði, að jafnréttið væri f Framsókn". Sagði hún, að árangurinn af öflugu starfí kvenna innan Framsóknarflokksins væri nú að koma í Ijós. Hlutur kvenna hefði þar aukist og kona skipaði efsta sæti framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík. í máli Áshildar Jónsdóttur (FM) kom fram, að sérframboð kvenna væri tímaskekkja. Konur þyrftu nð starfa með körlum til þess að ná betri kjörum og rangt væri að kalla dagvistunarmál og önnur mál, sem tengd væru bömum, kvennamál. Sagði hún, að gömlu íjórflokkamir hefðu skapað ómanneskjulegt þjóð- félag og þess vegna væri nauðsyn- legt að efla Flokk mannsins og stuðla þannig að manneskjulegra þjóðfélagi. Borghildur Maack (Kl) lagði m.a. áherslu á það í sinni ræðu, að auka þyrfti heilsugæslu í skólum og að breyta þyrfti forgangsröð verkefna hjá borginni. Sólveig Pétursdóttir (S) sagði, að Sjálfstæðisflokkurinn legði áherslu á frelsi einstaklingsins og að hann fái að ráða málum sfnum sjálfur. Hins vegar gæti hver ein- staklingur orðið fyrir áföllum í lifínu og allir yrðu einhvem tíma aldraðir og þá ætti borgin að hlaupa undir bagga og aðstoða einstaklingana eftir mætti. I máli Sólveigar kom einnig fram, að Sjálfstæðisflokkurinn ætti tvær konur í borgarráði, valdamestu stofnun borgarinnar, og væru þær jafnffamt einu konumar sem þar sætu og því væri réttast fyrir þá fiokka sem gagnrýndu áhrif kvenna í Sjálfstæðisflokknum að líta í eigin barm. Bryndís Schram (A) ræddi um Grandamálið svokallaða og sagði að Isbiminum hefði verið bjargað frá gjaldþroti, þar sem eigendumir hefðu flokksskfrteinin f lagi. Ilér væri um að ræða hneykslismál, skuldir gjaldþrota fyrirtæki3 voru borgaðar með' fjármunum borgar- búa. Sagði hún, að peningasjónar- mið hefðu fengið að ráða of miklu í þjóðfélaginu að undanfömu og r.ú væri svo komið að Lögbirtingablað- ið væri helsta málgagn ríkisstjóm- arflokkanna. Tími væri kominn til þess að hleypa félagshyggjunni að. Kristín Olafsdóttir (Abl) lagði áherslu á að brjóta þyrfti á bak aftur láglaunakerfið sem hér ríkti. Sagði hún, að launamisréttið milli karla og kvenna hefði breikkað á síðustu árum og nú væri kominn tími til að bijótast úr úr láglauna- múmum. Síðust framsögumanna talaði Sigrún Magnúsdóttir (F) og lagði hún áherslu á að konur ættu að geta unnið saman á mörgum sviðum hvar í flokki sem þær stæðu. Einnig taldi hún, að það væri skammsýni hjá Sjálfstæðisflokknum að fækka borgarfulltrúum á sama tíma og gerðar væru meiri kröfur um betri tengsl borgarfulltrúa og borgarbúa. Að loknum framsögum var fund- armönnum gefinn kostur á að koma með fyrirspumir til framsögu- manna og spunnust af því fjörugar umræður. Vogar: Dansað í tvo sólarhrinpfa Vogum. "ii " Dansað var í tvo sólarhringa í félagsheimilinu Glaðheimum helg- ina 3.-4. maí. Þá fór fram keðjudans á vegum Ungmennafélagsins Þrótt- ar, en með dansinum var safnað fé til íþróttastarfsemi félagsins. Dansinn hófst klukkan átta á föstudagskvöld og var dansað til klukkan átta á sunnudagskvöld, eða samfellt í tvo sólarhringa. Dansinn, sem nefnist keðjudans, fór þannig fram að hvert par dansaði í eina klukkustund og tók hvert parið við af öðru. Miklu skipti að keðjan slitn- aði ekki, því Ijársöfnunin fór þannig fram að áheitum var safnað áður en dansinn hófst. Áheitin voru ákveðin krónutala á hveija klukku- stund sem dansinn stóð. Alls söfn- uðust tæplega 30 þúsund kr. eg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.