Morgunblaðið - 14.05.1986, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ1986
41
Kveðjuorð:
Hólmfríður Jónsdóttir
fv. menntaskólakennari
Fædd 5. maí 1907
Dáin 27. april 1986
Hólmfnður Jónsdóttir, fyrrver-
andi menntaskólakennari, lést á
Akureyri 27. apríl síðastliðinn á 79.
aldursári. Útför hennar var gerð
frá Akureyrarkirkju 2. maí.
Það eru liðin nær þijátíu ár frá
því fundum okkar Hólmfríðar bar
fyrst saman, í Kaupmannahöfn í
ágústmánuði 1957. Hún var að
koma frá Noregi, en þar hafði hún
stundað háskólanám á sínum tíma,
og þangað hélt hún löngum í fríum.
Hólmfríður og móðir mín, Auður
Jónasdóttir, voru vinkonur. Hólm-
fríður var góður ferðafélagi og
mikill ferðamaður. Þannig kynntist
ég henni fyrst. Þennan ágústmánuð
ferðuðumst við saman um Þýska-
land og Frakkland: niður Rínardal-
inn að Miðjarðarhafinu og til París-
ar. Þetta var fyrir daga túrismans
mikla og ferðin nýtt til hlítar til að
skoða söfn og byggingar, fræðast,
fara í leikhús, auk þess að flatmaga
í sólinni.
Hólmfríður stóð á fimmtugu
þegar þetta gerðist og var þa kenn-
ari við Gagnfræðaskólann á ísafirði.
Hún fæddist á Akureyri, komin af
vestfírskum og norðlenskum ætt-
um. Foreldrar hennar voru Jón
Brynjólfsson skipstjóri og Jórunn
Sigurjónsdóttir. Á uppvaxtarárum
Hólmfríðar var námsbrautin ekki
jafn bein og breið og nú á dögum.
En hún komst til mennta, fór í
Alþýðuskólann á Laugum átján ára
gömul, varð síðan gagnfræðingur
frá MA 1930 og lauk stútentsprófí
í Reykjavík 1933, þá orðin 26 ára.
Cand. mag.-prófi í tungumálum
lauk hún frá Oslóarháskóla 1948.
Hún kenndi í Noregi, síðar á ísafirði
um alllangt skeið, þar til hún settist
að á Akureyri og gerðist mennta-
skólakennari þar árið 1961.
Hólmfríður var mjög fær í tungu-
málum, hafði lagt stund á norsku,
ensku og þýsku. Hún var hagmælt
og flutti ræður á mannamótum
þegar slíkt var fátítt um konur.
Hólmfríður var fráskilin þegar ég
kynntist henni, hafði reyndar verið
tvígift. Fyrri maður hennar var
Norðmaður, en seinni maðurinn
bandarískur. Honum hafði hún
kynnst þegar hún dvaldist við nám
í Bandaríkjunum 1951—52.
Hólmfríður var sjálfstæð kona,
viljasterk og hreinskiptin. Glað-
værðin var mjög ríkur þáttur í fari
hennar, hláturinn sérkennilegur og
smitandi. Það gustaði af henni hvar
sem hún fór. Hún var í meðallagi
há, björt yfirlitum, breiðleit, augun
stór og blá.
Þegar við sigldum niður Rín á
ferð okkar um Þýskaland fórum við
framhjá Lorelei-klettinum í dumb-
ungsveðri. Hólmfríður var mjög
ljóðelsk og þarna fór hún með kvæði
Heines á þýsku, um meyna sem
seiddi farmanninn til sín með töfra-
söng. Síðan flutti hún kvæðið í ís-
lenskri þýðingu Steingríms:
Ég veit ekki af hvers konar völdum
svo viknandi dapur ég er,
ein saga frá umliðnum öldum
fereiúrhugamér.
Til er mynd af okkur úr þessari
Rínarferð. Hólmfríður stendur
lengst til vinstri í dökkum síðbuxum
með derhúfu á höfði og bros á vör.
Hún heldur undir handlegginn á
mér unglingnum og til hægri er
mamma klædd í dragt. Að baki
okkar rennur straumfögur Rín og
upp af fljótinu rís hlíðin gróðri vafín.
Ferðalög okkar Hólmfríðar sam-
an urðu aðeins tvö og þau harla
ólík. Hitt var hjólaferðalag um
Snæfellsnes og gist í tjöldum. Þetta
var um 1960. Þá var með í för
norsk vinkona Hólmfríðar, Berit
Bull, sem er verslunarstjóri í Osló,
gáfuð kona og vel lesin.
Hómfríður batt mikla tryggð við
Noreg. Mörg síðustu áriri heimsóttu
þær Berist hvor aðra reglulega
þannig að annað hvort sumar fór
Hólmfríður til Noregs en hitt kom
Berit hingað til lands. Hún er
mikill íslandsvinur.
Eftir að Hólmfríður hætti störf-
um við MA 1974 hélt hún áfram
kennslu í einkatímum og við náms-
flokka Akureyrar og hafði gaman
af. Síðast þegar ég var hjá henni
fyrir rúmu ári kom nemandi í heim-
sókn með blóm að þakka henni fyrir
enskukennsluna.
Þótt árin færðust yfir Hólmfríði
fannst mér hún alltaf sjálfri sér lík.
Hrukkurnar létu jafnvel á sér
standa og hárið gránaði ekki.
Hugsunin var skýr, hugurinn fijór
og gleðin, þessi „lífsins ljúfa leyni-
fjöður" fýlgdi henni lengstum þar
til yfir lauk.
Þannig skal þessarar ágætu konu
minnst og hún kvödd þakklátum
huga nú að leiðarlokum.
Gerður Steinþórsdóttir
höfum þekkst, var ævinlega hátíð.
Erla laðaði fram kræsingar af
hreinni list, höfðingsskap og
smekkvísi sem henni er í blóð borin.
Þórleifur hélt þá gjaman uppi
viðræðum við gestina og engum
leiddist á meðan.
Hann hafði áhuga á fólki og gat
látið það í ljós án erfiðleika og
skifti þá engu hvort um var að
ræða barn eða öldung, háan eða
lágan. Mannamun þekkti hann ekki.
Þórleifur var maður víðlesinn, enda
vel að sér í tungumálum og aflaði
sér fróðleiks víða að. Einnig gat
liann átt til að setjast við hljóðfærið
og leika af fíngrum fram tónlist sem
var honum að skapi og honum lík
ljúf, létt og hlý.
Við hjónin eigum ótal margar
ljúfar minningar frá veru okkar
með þeim Erlu og Þórleifi bæði í
heimahúsum og á ferðalögum.
Þessar minningar eru okkur §ár-
sjóður sem við viljum ekki glata.
Okkur er það mikil huggun að vita
það með fullri vissu að Þórleifur á
vísa góða heimkomu.
Við vitum að það er djúpur og
sár harmur í huga Erlu og dætr-
anna þriggja ásamt þeirra vensla-
mönnum. Við biðjum þess að tár
megi sefa trega þeirra og minning
um góðan dreng verði þeim styrkur
á erfiðri stund.
Guð blessi ykkur öll og vin okkar
Þórleif.
Unnur og Páll Guðmundsson.
Þórleifur Grönfeldt
Borgamesi — Kveðja
Fæddur 19. desember 1922
Dáinn 5. maí 1986
Kær vinur er kvaddur. Valmenni
er horfið. Gleðimaður er genginn.
Helfregn hittir mann ætíð óvið-
búinn og ekki áttum við von á að
frétta andlát vinar okkar nú fremur
en aðrir sem fylgst hafa með honum
undanfama mánuði. Hér ræður
hinsvegar sá er ekki verður við
deilt. Við drúpum höfði og afberum
orðinn hlut.
Að minnast Þórleifs Grönfeldts í
fáum orðum er vandaverk, slíkur
persónuleiki var hann. Gáfaður,
glettinn, tryggur og tónvís. Ætti
að lýsa honum með einu orði, sem
vart er hægt, væri helst hægt að
nota enska orðið „gentleman".
Hann var heiðursmaður í fyllstu
merkingu orðsins. Alls staðar var
hann aufúsugestur vegna eðlis-
lægra og áunnina eiginleika. Best
naut hann sín þó í hlutverki gest-
gjafans. Honum var langtum eigin-
legra að gefa en þiggja. Heimsókn
til Erlu og hans, í þau 35 ár er við
Kveðja:
Guðjón Theódórsson
Fæddur 5. september 1915
Dáinn 23. apríl 1986
í björtu ljósi minninganna man
ég vel húsið og fjölskylduna á
Fálkagötu 10 á Grímstaðaholtinu.
Yngstu systkini Guðjóns Theódórs-
sonar, sem nú er fallinn frá, voru
leiksystkini mín og í það hús kom
ég oft. Þar stóðu ætíð opnar dyr
þó að nú í dag séu margar dyr
lokaðar, sökum þröngsýni og yfir-
borðskenndar. Ég hafði dálítið
samband við þessa fjölskyldu fyrst
eftir að hún flutti burt af Gríms-
staðaholtinu en nú hin síðustu ár
hafa þau tengsl að mestu leyti
rofnað, sérstaklega eftir að móðir
Guðjóns heitins lést. Guðjón Theó-
dórsson var hrekklaus maður, sem
ekkert gerði á hlut annarra að fyrra
bragði, en það er hugrænn kostur
sem marga vantar í þessu mislita
þjóðfélagi. f því eru ákveðar persón-
ur stundum mest dýrkaðar sem
fátækar eru af hreinu huglífí en
orðuveitingum er samt hlaðið á
þessar persónur fyrir lævísa fram-
komu. Guðjón Theódórsson var fyrir
utan þann skrípaleik. Hann kvaddi
sinn jarðneska ævidag í sátt við
allt og alla eftir því sem ég best
veit. Eg sé ekki ástæðu til þess að
bæta meiru hér við þar sem búið
var að birta mun ýtarlegri grein
um hann. Ég votta konu hans,
Lydiu, og eftirlifandi bömum og
bamabömum, einnig eftirlifandi
systkinum hans, mína samúð og
hluttekningu.
Þorgeir Kr. Magnússon
Olafía S. Þorsteins-
dóttir — Minning
Fædd 18. júlí 1903
Dáin 5. apríi 1986
Með þessum síðbúnu línum vil ég
minnast frænku minnar, Sigríðar
Þorsteinsdóttur, sem lést í Land-
spítalanum 5. apríl sl. Ólafía Sigríð-
ur eins og hún hét fullu nafni, bjó
mestan hluta ævi sinnar í Reykja-
vík og nú síðast á Hringbraut 111.
Sigríður var elst bama þeirra
hjónanna Þorsteins Jónssonar og
Nikólínu Jónínu Þorsteinsdóttur,
sem bjuggu í Hafnarfirði. Bræður
Sigríðar eru Þorsteinn Guðmundur,
sem býr í Reykjavík, og Guðni
Matjón, sem fluttist til Danmerkur.
Sigríður ólst upp hjá móður-
bróður sínum, Ólafí Þorsteinssyni
verslunarstjóra hjá Duus í Keflavík
og konu hans, Elínu Jónsdóttur.
Þegar hún er um tvítugt flyst hún
til Reykjavíkur þar sem hún átti
heima alla tíð síðan.
Ég minnist á bamsaldri Siggu
frænku fyrst þegar hún bjó á Ljós-
vallagötu 8, þar sem hún starfrækti
með aðstoð móður sinnar af miklum
myndarbrag matsölu við frekar
erfiðar aðstæður. Þetta var á árun-
um um og eftir stríð.
Margir kostgangarar hjá henni
voru nemendur í Háskóla íslands
og því oft rætt háfleygt yfir borð-
um.
Þama kynntist ég þeirri gestrisni
og þeim hlýju móttökum sem alla
tíð voru viðhafðar á því heimili
þegar gesti bar að garði.
Auk þess að reka matsölu var
Sigríður á þessum árum byijuð að
vinna við framreiðslustörf hjá Frí-
múrarareglunni sem hún gerði
samfellttil ársins 1982.
Þjónustu- og afgreiðslustörf áttu
vel við slíka dugnaðarkonu sem
Sigríður var og þvf hóf hún störf
við afgreiðslu hjá Jóni Símonarsyni
bakarameistara upp úr 1950 eftir
að hún hætti með matsöluna á Ljós-
vallagötunni.
I bakaríinu á Bræðraborgarstíg
starfaði hún síðan yfir tuttugu ár,
eða þar til hún hætti að vinna í
fullu starfi.
Þótt vinnan sæti í fyrirrúmi átti
Sigga sín áhugamál eins og að
ferðast og sjá sig um þegar tæki-
færi bauðst. Hún unni góðri tónlist
og átti sín uppáhaldstónskáld eins
og Beethoven og Mozart. Á yngri
árum stundaði hún orgelnám sér
til skemmtunar.
Hún hafði gaman af að hitta og
ræða við fólk og naut sín vel í góðra
vina hópi. Hún var vinum sínum
trygg.
Sigríður eignaðist tvo syni, Bald-
ur og Björn Gíslasyni, Bjarnasonar
lögfræðings frá Steinnesi.
Bjöm missti hún eins árs gamlan.
Var það henni mikill harmdauði.
Baldur, eldri sonur hennar, hefur
alltaf starfað við verslunar- og
skrifstofustörf.
Fyrir nokkrum ámm varð hann -
að draga sig í hlé vegna veikinda.
í þeim erfiðleikum naut hann
umhyggju móður sinnar.
Ég ber fram þakklæti Qölskyldu
minnar til frænku fyrir löng og góð
kynni um leið og við vottum Baldri
og fjölskyldu hans samúð okkar.
Blessuð sé minning Sigríðar.
Ólafur J. Sigurðsson
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur vinarhug
og samúð við andlát og útför eiginmanns mins, föður okkar,
tengdaföður og afa,
MAGNÚSAR V. SÖRENSEN.
Sérstaklega viljum við þakka lögreglu Reykjavíkur.
Hjördís Guðmundsdóttir,
Lára Magnúsdóttir, Bert Johanson,
Birgir Magnússon, Þórdfs Einarsdóttir,
Guðmundur Magnússon, Auður Kristjánsdóttir
og barnabörn.
t
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd viö sviplegt
andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, sonar og bróður,
KRISTJÁNS BIRNIS SIGURÐSSONAR,
ÁRMÚLA.
Sigurður Kristjánsson,
Heiðar Birnir Kirstjánsson,
Hlynur Kristjánsson,
Aðalheiður T ryggvadóttir,
Guðmundur Sigurðsson,
Heiðar Sigurðsson,
Ólafur G.
Gerður Kristinsdóttir,
Sigurborg Kristjánsdóttir,
Vikingur Kirstjánsson,
Júlía Hrönn Kristjánsdóttir,
Sigurður Sveinn Guðmundsson
Sóley Sigurðardóttir,
Magnús Sigurðsson
Sigurðsson.
Lokað verður í dag frá kl. 13.00 vegna jarðarfarar
KRISTRÚNAR HARALDSDÓTTUR.
G. J. Fossberg,
vélaverslun hf.
Skúlagötu 63.