Morgunblaðið - 14.05.1986, Qupperneq 42
pfr
42
a»nr TAM FnOAriTTVIVnTM 01OA IWU05Í0M
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR14. MAÍ1986
■T-
fclk f
fréttum
Tvíbuamir Daphne og Barbara með prófessor
Bouchard.
Þessi mynd var tekin af tvíburunum frægu frá
Barvaux i Belgiu árið 1966 en þá voru þeir 24 ára
gamlir. Með þeim á myndinni eru litlir tvíburar,
innan við eins árs.
FURÐUHEIMUR
TVÍBURANNA
Erfðavísar eða
örlaganomir?
Tvíburar sem aldir eru upp
saman hafa oft áþekkan
smekk og hegðun en það undarlega
er að eineggja tvíburar sem aðskild-
ir hafa verið við fæðingu eru oft
mjög líkir í hegðun og lífsferill
sumra þeirra ótrúlega svipaður. Eru
það erfðavísamir sem alfarið
stjóma mannlegu atferli eða kemur
annað til? Stjömuspekingar segja
- að hér sé talandi dæmi um áhrif
stjamanna á persónuieika okkar og
lífsferil, enda fæðist tvíburar oftast
með nokkura mínútna millibili, en
aðrir halda því fram að hér sé ein-
ungis um einstakar tilviljanir að
ræða.
Af um það bil hundrað milljónum
tvíbura hér á jörðinni er um einn
þriðji eineggja. Slíkir tvíburar hafa
sömu erfðavísa og em því nákvæm-
lega eins að allri líkamsgerð og
hafa jafnvel áþekk fingraför.
Þeir tvíburar sem aldir hafa verið
upp saman hafa að sjálfsögðu mót-
andi áhrif á hegðun hvers annars
þannig að ómögulegt er að skera úr
um hvaða þátt erfðavísamir eiga í
■ atferli þeirra. En allmargar rann-
sóknir hafa verið gerðar á eineggja
tvíburum sem aðskildir vom í fmm-
bemsku og ekki höfðu hugmynd
um tilveru hvers annars framan af
ævi. Með því að kanna slík tilfelli
fæst merkileg vitneskja um áhrif
upplags og uppeldis, erfða og
umhveris. Lítum á nokkur dæmi.
Eineggja tvíburar, Jacqueline og
Sheila Lewis, vom ættleiddar af
tveim fjölskyldum sem ekkert
samband höfðu sín á milli. í júní
1976, 26 ámm síðar vom þær
lagðar inn á Southmead spítalann
í Bristol, sama dag, og höfðu báðar
einkenni um sjaldgæfan húðsjúk-
dóm. Svo einkennilega vildi til að
þær lentu saman á stofú og komust
fljótlega að því að þær vom tvíbur-
ar. Báðar höfðu þjáðst af verkjum
í vinstra fæti í nokkur ár og báðar
fengið slæmsku í nýmn. Eigin-
maður Sheilu hafði dáið sama dag
og Jacquline skildi við mann sinn(!).
James Springer ólst unp í þeirri
trú að tvíburabróðir hans, James
Lewis, hefði dáið skömmu eftir
fæðingu. Hittust þeir 39 ára gamlir
eftir að James Lewis tókst loks að
hafa uppi á bróður sínum. Sér til
undmnar komust þeir að því að lífs-
ferlum þeirra svipaði mjög saman.
Báðir ólust þeir upp með uppeldis-
bræðmm sem hétu Larry. I skóla
höfðu báðir haft áhuga á stærð-
fræði en gengið illa í stafsetningu
og báðir höfðu þeir átt hunda með
nafninu Troy. Báðir höfðu gifst
konum sem hétu Linda, skilið og
gifst aftur konum sem hétu Betty.
Elstu synir þeirra hétu Jemes Alan
og Jemes Allan. Báðir höfðu þeir
unnið sem afgreiðslumenn á bensín-
stöðvum í eigu sama stórfyrirtækis-
ins, og báðir verið lögregluþjónar í
aukastarfi. Báðir höfðu þeir fengið
sömu sjúkdóma og vom líkir í fram-
komu og skaphöfn.
Tvíburamir Daphne Margaret og
Gerda Barbara fæddust á Hamm-
ersmith spítalanum í London 27.
júlí 1939. Báðar vom þær ættleidd-
ar og stofnuðu heimili hvor í sínum
landshluta á Englandi. Uppeldis-
mæður þeirra féllu báðar frá þegar
þær vom á bamsaldri. Báðar duttu
stúlkumar í stigum fimmtán ára
gamlar og em báðar stirðar í ökkl-
um fyrir bragðið. Báðar hittu eigin-
menn sína á dansleik 16 ára gamlar
og giftust báðar að hausti með
veglegum brúðkaupum þar sem
kórar vom fengnir til að syngja.
Báðar misstu þær fóstur í fyrsta
sinn sem þær gengu með, en eign-
uðust svo hvor um sig tvo drengi
og svo stúlku, en Daphne eignaðist
reyndar tvö böm síðar.
Krúttmagakvöldin
í Sjallanum gerðu
stormandi lukku
Tvö krúttmagakvöld vora hald-
in í Sjallanum á Akureyri.
Þetta er fjórða árið í röð sem konur
taka sig saman og halda slíka há-
tíðen nú var aðsóknin svo mikil
að ekki dugði minna en tvö kvöld.
Konumar höfðu húsið út af fyrir
sigtil miðnættis og skemmtu sér
við söng og skemmtiatriði, sem þær
sáu um sjálfar. Dátt var hlegið
enda ýmis skondin atriði sett á svið.
Heiðursgestir að þessu sinni vom
Birgir Marinósson, sem samið hefur
söngtexta fyrir krúttmagakvöldin
öll árin og Sigurður Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Sjallans, sem
veitt hefur aðstandendum kvöld-
anna ómetanlegan stuðning að sögn
þeirra sjálfra. Krúttmagakvöld var
haldið á Broadway á fímmtudags-
kvöldið, og sáu konumar að norðan
um öll skemmtiatriði þar.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Heiðursgestir kvöldsins, Birgir Marinósson (til vinstri) og Sigurður
Sigurðsson fengu afhenta blómvendi frá Krúttmögunum.
„When a man loves a woman" — atriði frá Dansstúdiói Alice vakti
verðskuldaða athygli viðstaddra.
Krúttmagasöngurinn kyrjaður á dansgólfinu.
Um 300 „tvíburapör“ hittust í tengslum við tvíburarannsóknir i London árið 1968 og þá var þessi mynd tekin. Athyglisvert er að tviburarn-
ir eru ekki einungis likir i útliti heldur eru stellingar þeirra mjög svipaðar.