Morgunblaðið - 14.05.1986, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1986
47
Bjóðum Söndru atvinnuleyfi
Bréfritari leggur til, að íslendingar fái Söndru Kim til þess að
syngja íslenska lagið í næstu Eurovision-keppni.
Velvakandi!
Jæja, ég segi nú ekki annað.
Slagurinn búinn og landinn aðeins
í 16. sæti. Öðru bjóst maður nú við
eftir allt tilstandið. Hér sit ég eftir
kófsveittur og kafijóður eftir niður-
stöður söngvakeppninnar og næ
varla upp í nefíð á mér fyrir — ja,
fyrir hverju? Að við lentum ekki í
efstu sætunum með þetta gull
fallega lag, „Gleðibankann", fram-
lag Islendinga í söngvakeppni sjón-
varpsstöðva. Að láta 14 ára stelpu
slá okkur alveg við, og hún frá landi
sem er tæplega þriðjungur af stærð
íslands. Getum við staðið uppréttir?
Lagið hennar var svo sem ágætt,
en hvað er það á móti Gleðibankan-
um okkar? Það er ekki lítið óréttlæt-
ið í heiminum. Og hvað með Norður-
landaþjóðimar, þessar vinsamlegu
frændþjóðir okkar? Þær vom svo
sem ekki að eyða stigum sínum á
okkur og Gleðibankann, enda þótt
við reyndum að lyfta undir þær sem
hægt var í atkvæðagreiðslunni. Við
emm svo sannarlega reynslunni rík-
ari, eins og sagt var af einhveijum
í lok keppninnar.
í raun og vem vom lögin svo lík
hvert öðm, að vandi var að gera
upp á milli þeirra. Með tilliti til
þess, verður að segjast sem er, að
dómnefndimar hafí verið settar í
nokkum vanda, og því má e.t.v.
segja það nokkra slembilukku
hvemig fór. Ég vil nú segja sem
svo, að hefði Sandra Kim sungið
Gleðibankann, þá hefði hann að lík-
indum borið sigur af hólmi og því
vil ég leggja til að henni, (þ.e.
Söndm) verði boðið atvinnuleyfí á
fslandi, t.d. við ... ja, það er svo
margt sem kemur til greina hér á
þessu framtaksins landi, og þá
gæti hún sungið fyrir okkur næst,
alveg eins og norska stelpan sem
söng fyrir Dani. Ja, ég segi þetta
nú si svona, hvað sem hver segir,
enda þótt sú norska sigraði ekki
fyrir Danina, en þar kemur jú til
að sú belgíska var svo ung og söng
betur, og svo á hún framtíðina alveg
fyrir sér.
Þar sem íslendingar em nú
frammámenn á ýmsum sviðum, þá
vildi ég svona í lokin gera það að
tillögu minni, að Sandra yrði fengin
til að syngja Vögguvísuna fyrir Is-
land í næstu keppni, að þvf tilskildu
að henni verði hampað hóflega (allt
svo vísunni) þar til í næstu söng-
lagakeppni.
Sé nú farið ofan í saumana, þá
höfum við e.t.v. orðið of veiðibráð.
Völdum við hið rétta lag? Hvað með
öll hin lögin, sem bámst í frumraun
keppninnar? Er ekki hægt að fá þau
birt á nótum, aðeins laglínuna, til
að fá úr því skorið hvort Gleðibank-
inn var nú raunvemlega þess virði
að fara þessa för til Noregs á kostn-
að hinna? Það nægir að fá lagllnuna
til þess að dæma lag — hvort hæft
sé til þessa eða hins. Það em
margir möguleikar til útsetningar
á einu lagi, og ekki sanngjamt að
dæma lag til slíkrar keppni eftir
útsetningu þess og hæfni frá höf-
undarins hendi, ef öll lög sem bámst
í keppnina áttu að sitja við sama
borð.
Það er kannski ekki nema von að
menn — eða fóik, réttara sagt,
Fjöldi manns hringdi til þess að
koma á framfæri vitneskju um
hveijir væm höfundar vísnanna,
sem birtust í Velvakanda sl. mið-
vikudag. Vísan „Falla hlés í faðm-
inn út. .mun vera eftir Stephan
G. Stephansson skáld í Vesturheimi,
ort 3. júní 1917 þegar hann var
hér í boði Ungmennafélags íslands,
eftir því sem Jón Ingimarsson
skrifstofustjóri í heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu tjáði
Velvakanda. Hún birtist í Andvök-
um, 5. bindi, sem út kom 1923.
Um faðemi (eða móðemi) hinnar
vísunnar, „Það er feil á þinni
mey...“, em menn ekki jafn sam-
mála. Vísan er eignuð Natan Ketils-
syni í bók Brynjólfs frá Minna-Núpi
um Natan og Skáld-Rósu, en einn
viðmælandi Velvakanda kenndi
hana Vatnsenda-Rósu sjálfri. Einn
skilji naumt hvað ég á við, en ég
er að meina það að við höfum um
of kastað til höndunum um val á
lagi I þessa söngvakeppni, og mis-
þyrmt framlagi okkar með yfír-
drifnum flutningi í fjölmiðlum síð-
ustu dagana fyrir keppnina, eins
og hér væri um að ræða eitthvert
gullkom sem heimurinn félli fyrir
í undmn og auðmýkt.
Megum við þó ekki vera þakklát
fyrir að hafna í 16. sæti með lagið
okkar? Hvað þá með þær þjóðir sem
neðar okkur standa, fá þær risið
upp úr öskustónni?
Gunnar Gunnarsson
viðmælandinn sagði vísuna vera
eftir Hans Natansson frá Þóreyj-
amúpi, en hann var sonur Natans
Ketilssonar, og þótti allvel hag-
mæltur.
Um kenninguna þundur ála-
bála er það að segja, að Þundur
var eitt af nöfnum Oðins og ála-bál
er eldur sjávarins, eða gull. Óðinn
gulls er kenning fyrir mann sam-
kvæmt fomum skáldskaparfræðum
íslenskum.
Tvær skýringar komu fram á
orðasambandinu „að hafa ekki
heila hurð fyrir málaskála". Bar
mönnum saman um, að málaskáli
væri munnur og voru flestir á því,
að sá sem ekki hefði heila hurð
fyrir þeim skála væri lausmáll.
Önnur skýring var sú, að hann hefði
skarð í vör.
Svör við fyrirspurn-
um um höfunda vísna
Morgungull hefur ekki
hækkað síðan 1. janúar
Kæri Velvakandi.
Vegna greinar í dálki yðar þann
7. maí síðastliðinn undir feitletraðri
fyrirsögn „Er okrað á heilsuvör-
um?“ vil ég undirritaður fyrir hönd
Góðs fæðis hf. gera eftirfarandi
athugasemd:
Bréfritari sem af einhveijum
Týndur köttur
Sl. föstudag, 9. maí, týndist
grábröndóttur fressköttur frá Tóm-
asarhaga 39. Hann er merktur inni
í hægra eyra með númerinu R6-
101. Fólk I nágrenninu er vinsam-
lega beðið um að svipast um I
görðum sínum og bílskúrum ef ske
kynni að hann hefði lokast inni.
Þeir sem kynnu að verða hans
varir, vinsamlegast látið vita í síma
19713. Allar upplýsingar eru vel
þegnar, t.d. hvort fólk hafí orðið
vitni að því að hann hafí orðið fyrir
bfl.
ástæðum óskar nafnleyndar segist
hafa keypt Morgungull með rúsín-
um í 1 kg umbúðum í tiltekinni
verslun þann 23. mars síðastliðinn
á 156 kr. og sfðan aftur I sömu
verslun þann 11. apríl og þá á 179
kr. Bréfritari segist hafa spurst
fyrir um hvemig á þessari hækkun
stæði og fengið þau svör að þetta
hefði hækkað hjá framleiðanda. Ég
vil leyfa mér að draga I efa að bréf-
ritari hafí snúið sér til ábyrgra aðila
viðkomandi verslunar og fengið
áðumefnd svör. Af sömu ástæðu
dreg ég líka í efa sannleiksgildi
áffamhaldandi fullyrðingar bréfrit-
ara um samskonar svör í öðmm
verslunum. Efasemdir mínar byggi
ég á þeirri staðreynd að tiltekin
vara hefur ekki hækkað frá 1.
janúar 1986. Einnig hef ég enga
ástæðu til að ætla að viðkomandi
verslanir séu að réttlæta eigin
hækkanir á kostnað framleiðanda
í augum viðskiptavina sinna. Eftir
lestur umræddrar greinar kemur í
ljós að bréfritari hefur töluverðan
áhuga á verðlagsmálum en samt
ekki nógu mikinn til að afla sér
réttra upplýsinga hjá réttum aðil-
um. Þar af leiðandi er greinin og
þó sér I lagi niðurlag þess hluta sem
að Góðu fæði hf. snýr hálf einhæf
og klúðursleg og virðist frekar
skrifuð af annarlegum ástæðum en
áhuga á hag neytenda.
Að lokum vil ég óska þess að
Velvakandi verði ekki það afdrep
þar sem fólk með illkvittinn hugs-
anagang geti fengið útrás, hvort
sem um er að ræða neytendur,
framleiðendur eða harðsvíraða
keppinauta, heldur sé þetta sá vett-
vangur sem neytendur jafnt sem
aðrir geti komið á framfæri rétt-
mætum athugasemdum að vel at-
huguðu máli.
Með vinsemd og virðingu.
F.h. Góðs fæðis hf.,
Ingvar Halldórsson
Utankj ör staða-
skrifstofa
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
Valhöll, Háaleitisbraut 1,3. hæð.
Símar 688322, 688953 og 688954.
Upplýsingar um kjörskrá o.fl.
Utankjörstaðakosning fer fram í Ármúlaskóla
alla daga kl. 10-12, 14-18 og 20-22 nema sunnu-
dagakl. 14-18.
Sjálfstæðisfólk. Vinsamlegast látið skrifstofuna
vita um alla kjósendur sem verða ekki heima á
kjördegi 31. maí nk.
Stórbílaþvottastöð
Verð á sumarþvotti er eftirfarandi:
Stórirflutningabílar með aftanívagn 990 kr.
Stórirflutningabílar 780 kr.
Stórar rútur 780 kr.
Stórirsendiferðabílar 480 kr.
Minni sendiferðabílar 480 kr.
Jepparogfleiri 480 kr.
Ef menn vilja tjöruhreinsun eða skumm þá
reiknast það aukalega.
Stöðin er opin virka daga kl. 9—19.
Stórbflaþvottastöðin,
Höfðabakka 1, sími 688060.
s.
BREYTING TIL BATNAÐAR
SÆKJUM — SENDUM
Leyfðu okkur að hjálpa þér að halda bílnum
þínum hreinum og fallegum. Við sápuþvoum
hann að utan, hreinsum hann og ryksugum
að innan og síðan berum við Poly-Lack á bíl-
inn.
Poly-Lack er acryl efni sem skírir litinn og
gefur fallegan gljáa sem endist lengi, lengi.
Mercedes Benz í Þýzkalandi notar Poíy Lack
á sína bíla áður en þeir eru afhentir.
Hringdu og pantaðu tíma. Við sækjum hann
ef þú óskar. Opið virka daga frá 9-19.
Laugardaga og sunnudaga frá kl. 10-19.
BÍLAÞVOTTASTÖÐIN
Bfldshöfða 8
við hliðina á Bifreiðaeftirlitinu
Sími 681944