Morgunblaðið - 14.05.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.05.1986, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR14. MAÍ1986 50 „Knattspyrnulið verða ekki góð án peninga — segir Ralph Williams fjáröflunarstjóri Everton í samtali við Morgunblaðið Fti Gunnlaugl Rögnvaldssynl, fréttarítara Morgimbtaöains I Englandl. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsaon • Raiph Williams fláröflunar- stjóri Everton. EVERTON og Livarpool eru það sam kalla má stóriið í Bretlandi. Lelkmenn liðanna aru því sffellt í svíðsljósinu og láta móðan mása. En að baki hverju liði er stór hópur starfsmanna og fjármálin eru í höndum þeirra sem ráða við milljónarekstur og skynsamlega notkun peninganna, sem renna á einn eða annan hátttil félaganna. Blaðamað- ur Morgunblaðsins rasddi við Ralph Williams, blaðafuHtrúa Everton og fjárðflunarstjóra liðsins, um hvað liggur að baki leikmannanna ellefu, sem hefja hvern leik. .i stuttu máli, þá er gert fjár- málaplan í upphafi hvers keppnis- tímabils, sem miðað er við tfmabil- ið á undan. Við reiknum út líklega aðsókn á leiki og tökum meðaltal, til að finna út hve mikið fó kemur inn frá aðgöngumiðasölunni. Síðan er samið við auglýsendur og spáð í hvaða leikmenn verða hugsan- lega keyptir og hverjir seldir. Sfðan er málið að halda balans á öllu saman", sagði Williams. „Liðin í Englandi standa og falla með aðgöngumiðasölunni. Við hjá Ever- ton stöndum betur en mörg önnur, þar sem liðið er orðið nokkuð þekkt í Evrópu vegna velgengni undan- farin ár. Við seljum t.d. 4—5000 boli með merki fálagsins á þessu ári, sem gefurgóðan pening. Síðan er ýmiskonar minjagripasala og auglýsingar með liöinu, sem við fáum pening fyrir. Ef einhver gróði er, þá er honum eytt í að kaupa nýja og betri leikmenn, við erum ekki i þessu til að græða peninga, eða búa til varasjóð. „Fyrir mér er Everton fyrirtæki, már liggur við að segja iðnaður. Það er svo margt viðskiptalegs eðlis, sem ég þarf að huga að, að fótboltinn skiptir mig minna máli. Það þarf að skipuleggja fjáröflun, semja við sjónvarp, afgreiða blaða- menn, það eru þrjú hundruð starfs- menn á Goodison Park þegar leikir eru og þessu þarf öllu að stjóma. Það er því lítill tími fyrir mig til að spá í liðið. í ár veit ég þó að Line- ker hefur verið afburðagóður. Það er mikil samkeppni f liðinu, um stöðurnar. Við leitum að leikmönn- um öllum stundum, höfum njósn- ara í öllum deildum, sem fylgjast með leikmönnum slakari liðanna." Við fáum sjálfir oft fyrirspumir um okkar leikmenn. Ef liðum sem vilja kaupa leikmenn semst ekki við okkur, fara kauptilboðin fyrir óháða nefnd, sem metur umrædda leikmenn. Þá er tekið til greina aldur, hæfileikar, árangur og því um líkt. Menn eru metnir, ja, eins og búfénaður, þó Ijótt sé að segja svoleiðis. Sjálfir höfum við keypt marga leikmenn úr neðri deiidum, sem hafa orðið stjömur, m.a. Neville Southall, og Greame Sharp. í hnotskurn má segja að það sé sama hversu góðir leik- menn eru hjó liðunum, ef fjármálin eru ekki t lagi, þá verða liðin ekki góð og ná ekki á toppinn. Pening- amir skipta móli í knattspyrnunni eins og annars staðar. Nokkra tugi metra frá leikvelli Everton, Goodison Park er lítil búðarhola, sem selur dagblöð og helstu nauðsynjavörur, hálfgerð sjoppa en þó öllu meira. Þar hefur ráðið ríkjum Andrew Young. Þar sem búð hans er alveg við leikvöll- inn hefur hann ekki farið varhluta af stemmingunni í kringum leiki Everton. „Andrúmsloftið hóma gjörbreyt- ist á laugardögum þegar leikir eru. Ég hef verið með búðina hér í átta ár og gæti ekki farið eitthvað annað núna, þetta er svo sérstakt. Ég er sjálfur áhangandi Everton, fór eitt sinn á alla leikina, en ekki lengur. Hingað koma menn fyrir leik, skrafa og spá í leik dagsins. Það er mikið fjör héma stundum fyrir leiki, menn koma allir uppá- Morgunblaöið/Gunnlaugur Rögnvaldsson • Howard Kendall, framkvæmdastjóri Everton, hefur gaman af þvf að leika sér f boltatennis með leikmönnum liðsins. Hann kann greini- lega mikið fýrir sór f þessari fþrótt og gaf leikmönnum Iftið eftir. MorgunbtaöiA/Gunnlaugur Rögnvaldsson • Stóriiðin f Englandi hafa öll minjagripaverslanir og eru þar á boðstólum alls konar merki og dót merkt féiögunum. Hér er minjagripaverslun Everton og ávalft mikið um manninn. klæddir, með fána, húfur og trefla, syngjandi söngva liða sinna. Venjulegir viðskiptavinir mínir láta ekki sjá sig þegar leikur er. Ekki það að ófriður sé, heldur er örtröð- in það mikil. Það eru tvær konur sem koma hérna fyrir ffesta leiki og kaupa ákveðna tegund af brjóstsykri. Þegar þær hafa komið hefur Everton alltaf unnið og því ætla þær sér að koma hingað fyrir úrslitaleikinn þó þær séu ekki neinn staðar nærri. Svona hjátrú er algeng hjá knattspyrnuáhuga- mönnum í Englandi. Það er gaman að þessu, bæði leikmenn og áhangendur sýna mikla samheldni. Já og við vinnum leikinn," sagði Young. í búðinni var lítill snáði með móður sinni, var hann klæddur skólabúningi sínum auk Everton einkennismerkja. Oavid Minghella kvaðst hann heita. „Ég held með Everton, en hólt áður með Liver- pool. Frændi minn gaf mér mióa með myndum af Everton þegar liðið var á Spáni einu sinni, síðan er Everton mitt lið. Ég fer á úrslita- leikinn með pabba, alla leið til London. Við vinnum og ég hiakka til að sjá mína uppáhaldsleikmenn, sem eru Trevor Steven, van der Hauwe og Greame Sharp," sagði Oavid. Við skulum vona að honum verði að ósk sinni ítaiir unnu Kínverja ílandsleik: Bearzot skipti átta leikmönnum útaf ÍTAUR unnu öruggan sigur á Kfn- verjum f æfingalandsleik é ítalfu um helgina. Lokatölur urðu 2:0, en sigurínn hefði getað orðið langtum stærri. Gamla kempan Bruno Conti fór á kostum f leikn- um og lagði upp bæði mörkin, annað fyrir Di Gennaro, og hitt fyrir Altobelli. Enzo Bearzot, þjálfari heims- meistaranna, notfærði sér út í ystu æsar að aðeins var um æfingaleik að ræða, því hann skipti öllum leikmönnum útaf nema þremur. Aðeins Di Gennaro, leikstjórnandi liðsins, Cabrini, fyririiði og varnar- maðurinn Vierchowood fengu að leika allan leikinn. Það sem mesta athygli vakti á ftalíu var að Paolo Rossi átti enn einn dapran dag, lét lítið á sér kræla og skapaði litla hættu við mark Kínverjanna, en tryggð Bearzot við Rossi hefur verið mjög til umræðu þar í landi. Rossi, sem varð þjóðhetja fyrir þátt sinn í sigri ítaia í síðustu heims- meistarakeppni, hefur lítið sem ekkert sýnt af fyrri getu í vetur, og sérstaklega hefur hann verið slakur með landsliðinu. En hann heldur sæti sínu hvað sem á geng- ur. Og kannski á reynsla hans og VESTUR-Þjóðverjar náðu aðeins 1:1 jafntefli f landsleik gegn Júgó- slövum um helgina. Þrátt fyrir það var Franz Beckenbauer, þjálfari liðsins ánægður með leik- inn og sagðist hafa lært mikið af honum. Haris Skoro náði foryst- unni fyrír Júgóslava, en Rudi Völler, sem lék sinn fyrsta lands- leik f langan tfma, náði að jafna. I hæfileikinn til að vaxa með verk- efninu eftir að verða leynivopn heimsmeistaranna í Mexíkó. Á það I treystir líklega Bearzot. Hans Peter Briegel þótti standa sig mjög vel f leiknum, sem ein- kenndist annars af nokkurri til- raunastarfsemi Beckenbauers. Hann skipti fjórum leikmönnum inná í sfðari hálfleik, meðal ann- ars Pierre Lfttbarski, sem eins og Völler lék sinn fyrsta landsleik flangantfma. Jafnt hjá Þjóðverjum og Júgóslövum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.