Morgunblaðið - 14.05.1986, Side 51

Morgunblaðið - 14.05.1986, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR14. MAÍ 1986 51 Sannkallað stjörnulið írlands — nokkrir f rægustu leikmenn ensku knattspyrnunnar í landsliði írlands, sem leikur hér 25.-29. maí Fré Bob Hennessy, fróttamanni Morgunblaðsins á Englandi. ÍRAR koma með sitt allra sterkasta lift til íslands til að taka þátt f þriggja landa mótinu hér dagana 25. til 29. maí. Alls koma 20 leik- menn, allir atvinnumenn f Englandi nema þrfr. írska liðiö mun leika hér tvo leiki, við íslendinga og Tékka, og Jack Charlton ætlar sér sigur í þeim báðum. Irska landsliðið hefur löngum verið ein af ráðgátum knattspyrnuheimsins — í því hafa verið margir frammúrskarandr knattspyrnumenn, en samt hefur það ekki náö að komast í úrslit í Evrópu- og Heimsmeistarakeppn- um árum saman. Alltaf hefur eitt- hvað vantað og er einkum rætt um áhugaleysi og lítinn metnað leik- mannanna. Með ráðningu Jack Charlton í þjálfarastöðuna á að bæta úr þessu, en Charlton er þekktur fyrir að gera miklar kröfur. Fyrir leikina gegn (slandi og Tékkó- slóvakíu fékk hann t.d. írska knatt- spyrnusambandiö til að kaupa leik- menn Manchester United og Ox- ford úr keppnisferðum sem liðin eru á í Asíu og Bandaríkjunum. Stapleton, Moran og McGrath koma því beint til íslands frá Hong Kong og þeir Aldridge og Hough- ton frá Flórída. Ekkertertil sparað. Lið írlands sem leikur hér verður þannig skipað: Markverðir: Gerry Payton, Fulham Pat Bonner, Celtic Varnarmenn: Chris Houghton, Tottenham Jim Beglin, Liverpool John Anderson, Newcastle Mick McCarthy, Man. City Mark Lawrenson, Liverpool Kevin Moran, Man. United Paul McGrath, Man. United Miftvallarleikmenn: Liam Brady, Inter Milano Ronnie Whelan, Liverpool Kevin Sheedy, Everton Ray Houghton, Oxford Gerry Daly, Shrewsbury Gerry Murphy, Chelsea Lian O'Brian, Shamrock Rovers Framlínumenn: John Aldridge, Oxford Frank Stapleton, Man. United Michael Robinson, QPR Tony Galvin, Tottenham Það er til marks um styrkleika þessa hóps að David O'Leary, Arsenal, Kervin O'Callaghan, Portsmouth, og Tony Grealish, WBA, komast ekki í hann. Síðasti leikur írska liðsins var gegn Urugu- ay í Dublin fyrir nokkrum vikum. Honum lauk með jafntefli, einu marki gegn einu, og skoraði Gerry Daly, gamla kempan frá Man- chester United, Coventry og fleiri liðum, mark íranna úr vítaspyrnu. Landslið írlands kemur til landsins 22. maí. Tékkar koma með svtt besta lið TÉKKAR munu mæta til þriggja landa keppninnar f lok mánaftar- ins með sitt sterkasta lift. Lftift er vitaft um þá hérlendis, leik- menn liftsins eru flestir ungir aft árum og hafa flestir 5—15 iands- leiki að baki. Tveir þeirra sem koma hingað eru þó þekkt nöfn i knattspyrnuheiminum, Ladislav Vizek, sem leikift hefur 55 lands- leiki og hefur verift jafnbesti leik- maftur Tékkóslóvakíu undanfarin ár, og Jan Berger, frægur vand- ræðagripur — leikmaftur á heims- mælikvarfta á góðum degi, en hefur oftar en einu sinni verið settur f bann af félagslifti sfnu og landsliðinu vegna óreglusemi. Tékkarnir koma hingaft 26. maf. Dalgiish ekki með Skotum á HM íMexíkó Frá Bob Hennsuy, fréttamannl Morgunblaðaina á Englandl. KENNY Dalglish hefur lýst þvf yfir aft hann muni ekki geta leikift með skoska landsliftinu f Heimsmeistarakeppnini f Mexfkó. „Þetta er hræftilegt áfall,u sagfti Alex Ferguson, framkvæmdastjóri skoska lifts- ins, eftir að hafa fengið tfftindin. „Af öllum leikmönnunum vildi ég sfst missa Dalglish," sagfti hann. Það er samkvæmt læknisráði að Dalglish gefur ekki kost á sér. Fyrir nokkrum vikum meiddist hann á hné og gat m.a. af þeim sökum ekki leikið með Skotum gegn Englendingum fyrir fjórum vikum. Hann hefur síðan lítið fund- ið fyrir meiðslunum, en þegar hann fór í læknisskoðun nú eftir helgina sagði læknirinn honum að ef hann hvfldi ekki hnéö í að minnsta kosti þrjár vikur nú strax, þá gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir hann og knattspyrnuferil hans. „Ég á ekki annarra kosta völ," sagði Dalglish. „En þetta er afskaplega leiðinlegt. Mér finnst ég hafa brugðist Alex Ferguson á örlaga- stundu." Kenny Dalglish hefur leikið 100 landsleiki fyrir Skotland og var í þann mund að taka þátt í sinni fjórðu heimsmeistarakeppni, fyrst- ur breskra leikmanna. En hann hefur nú líklega lokið landsliðsferli sínum. Alex Ferguson hefur valið Steve Archibald, frá Barcelona, í lands- liðshópinn fyrir Dalglish. • Þeir verfta f eldlfnunni f landsleikjunum hér á landi f lok þessa mánaðar: Pétur Pétursson, Mark Lawrenson og Amór Guðjohnsen. Myndin var tekin þegar íslendingar og írar áttust vift fyrir nokkrum árum. Sjö atvinnumenn í íslenska liðinu AÐ MINNSTA kosti 7 atvinnu- menn verfta f íslonska landsliðinu sem lelkur vift íra og Tékka nú í lok maf á Laugardalsvellinum. Þeir sem hafa gefið kost á sér í leikina eru Amór Guðjohnsen, Pétur Pétursson, Sigurður Jóns- son, Ragnar Margeirsson, Guft- mundur Þorbjömsson, Sigurður Grétarsson og Ómar Torfason. Janus Guftlaugsson mun einnig koma til leikjanna tveggja, svo fremi sem lið hans, Lugano, verft- ur ekki aft leika þýftingarmikla leiki á sama tíma. Enn hefur enginn formlegur ís- lenskur landsliðshópur verið val- inn, en KSÍ hefur haft samband við atvinnumennina og kannað hverjir þeirra gætu komið í leikinn, óg Ijóst er að þeir sem nefndir voru að framan verða í hópnum. Sigi Held, landsliðsþjálfarinn nýi, er væntanlegur til landsins á fimmtudaginn og fljótlega eftir að hann kemur verður landsliðshóp- urinn tilkynntur. Norðmenn seigir — unnu Dani ígærkvöldi Frá Jónl Óttari Kariwyni, fráttamanni Morgunbiaóaina á Englandi. NORÐMENN, sem leika landsleik á íslandi f sumar, sýndu styrk sinn í gærkvöldi meft þvf aft sigra Dani, sem þó gátu f fyrsta sinn f langan tfma stillt upp sfnu allra besta liði. Hallvar Thoresen, fyrirlifti Norft- manna, gerfti eina markið f leikn- um úr vrtaspyrnu. Lokatölur 1:0. Leikurinn var annars heldur lítil skemmtun fyrir 11.700 áhorfendur hér í Osló. Danir voru mun meira með knöttinn, léku vel á milli sín og sýndu annað slagið hvaö þeir eru með geysilega heilsteypt og léttleikandi lið. En þeir virtust þreyttir, sérstaklega framlínu- mennimir Laudrup og Elkjær, sem yfirleitt eru þó með fádæmum grimmir í leikjum danska landsliðs- ins. Sóknir Dananna voru því bit- lausar. Norðmenn leika allt öðruvísi knattspyrnu — knattspyrnu sem minnir óneitanlega á íslenska landsliðið. Liðið byggir á miklum dugnaði og krafti, og kemst áfram á baráttunni. Hallvar Thoresen er hinsvegar klassaleikmaður, og þaö var hann sem fiskaði vítið — lék inn í vítateiginn og var kominn í skotfæri þegar Morten Olsen, fyr- irliði Dana, brá honum. Hann skor- aöi síðan örugglega úr vítinu þegar 51 mínúta var liðin af leiknum. í danska liðinu léku í gærkvöldi þeir Troels Rasmussen í markinu, Sören Busk, Ivan Nielsen, Morten Olsen og Hendrik Andersen í vöm- inni, Frank Arnesen, Klaus Berg- • Jan Mölby áttl stóran þátt f bikarsigri Uverpool á laugardaginn, en honum tókst ekkl aft brjóta vöm Norftmanna á bak aftur f gærkvöldi. gren, Jan Mölby og Sören Lerby á miðjunni og Preben Elkjær og Michael Laudrup í framlínunni. Danska liðið hefur æft stíft upp á síökastið og kann það aö hafa komið niöur á leik þess, en ekki er þó rétt að taka neitt frá Norö- mönnum, sem eru langt í frá auð- unnir um þessar mundir. Þeir báru t.d. sigurorð af Argentínumönnum, með Diego Maradona innaborðs, í landsleik hér fyrir tveimur vikum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.