Morgunblaðið - 01.06.1986, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. JÚNÍ 1986
C 15
Mauno Koivisto, Finnlandsforseti, er æðsti maður finnska hersins. Hann er hér í hópi herforingja.
spennan hafi verið mikil í samskipt-
um austurs og vesturs á undan-
fömum árum og við þær aðstæður
væri erfítt fyrir lítið land að láta
mikið að sér kveða.
Meðal fínnskra stjómmálaflokka
er ekki ágreiningur um stefnu þá,
er Kekkonen mótaði með yfírlýsing-
um sínum um kjamorkuvopnalaust
svasði á Norðurlöndunum. Það virt-
ist samdóma álit, að umræðan um
málið hefði þegar sannað gildi sitt.
Martti Háiikiö, pólitískur blaðamað-
ur við hægra blaðið Uusi Suomi,
komst þannig að orði, að umræðan
ein hefði leitt til þess, að engum
dytti í hug að fara þess á leit við
Norðurlönd að þau tækju á móti
kjamorkuvopnum. Hugsanlega
hefði einhverjum dottið það í hug,
ef hugmyndinni um kjamorku-
vopnalaus Norðurlönd hefði ekki
verið varpað fram. Þá hefði umræð-
an leitt til þess, að Sovétmenn hafí
lýst yfír pljósum vilja til að ræða
um kjamorkuvopn sín á Eystrasalti.
Utanríkismál heyra samkvæmt
fínnsku stjómarskránni að verulegu
leyti undir forseta landsins, sem
hefur svipuð völd og franski forset-
inn, hann hefur sem sé meiri af-
skipti af stjómmálum en við eigum
að venjast. Af samtölum við emb-
ættismenn í fínnska utanríkisráðu-
neytinu má ráða, að ekki sé líklegt,
að Finnar ýti á eftir sameiginlegum
ákvörðunum Norðurlanda um form-
legar aðgerðir á grundvelli hug-
myndarinnar um kjarnorkuvopna- '
laust svæði á Norðurlöndunum.
Þeir styðja þá, sem lengst vilja
ganga í þessu efni eins og Svía en
sætta sig við að fara ekki hraðar
en sá, sem hægast fer á sama hátt
og Sten Andersson, utanríkisráð-
herra Svía.
Engfinn óvinur
Sé rætt við herforingja eða hern-
aðarsérfræðinga í NATO-ríkjum
draga þeir gjarnan upp mynd af
því, hvernig hugsanleg átök yrðu
ef öryggiskerfíð brysti. Þeir fara
ekki í launkofa með það, hvaðan
árásin yrði gerð og hvaða aðferðum
yrði beitt. Svíar ræða einnig um
það, sem þeir kalla „hotbilder" eða
þær hættur, sem að þeim steðja til
dæmis frá Sovétríkjunum. Finnskir
herforingjar draga ekki upp neinar
slíkar myndir. Þeir ræða ekki um
neinn sérstakan óvin. En þeir minna
á sögulegar staðreyndir; vetrar-
stríðið hófst 1939, segja þeir, af
því að Sovétmenn álitu Finna veik-
byggða í hernaðarlegu og pólitísku
tilliti.
Finnskir ráðamenn segja, að líta
verði á það sem réttmættar óskir
með öryggishagsmuni Sovétríkjana
í huga, að Sovétmenn hafí einhveija
tryggingu fyrir því, að ekkert óvænt
gerist í Finnlandi, sem ógni þeim.
Það sé ekki heldur sama fyrir Svía
eða NATO-ríkin, hvemig haldið sé
á vömum Finna. Hvort heldur litið
sé til austurs eða vesturs sé það
aðalatriði fyrir alla, að Finnar sýni
í verki, að þeir geti varið land sitt
gegn utanaðkomandi árás. Sameig-
inleg landamæri Finnlands og Sov-
étríkjanna em 1200 km löng, Nor-
egs og Finnlands 700 km og Sví-
þjóðar og Finnlands 600 km. Það
tekur aðeins tíu mínútur að flúgja
frá Finnlandi til hinna miklu víg-
hreiðra Sovétmanna umhverfís
Murmansk. Frá sjónarhóli Sovét-
manna sé mikilvægast, segja
fínnskir herforingjar, að Finnar
geti snúist gegn hvers konar árás,
hvort heldur hún er gerð á sjó, landi
eðaílofti.
Þegar rætt er um það, sem er
að gerast á Noregshafi, minna
Finnar á, að norðurhluti lands
þeirra, Lappland, sé í beinni fluglínu
á milli hafsins og Kóla-skagans.
Þeir hafa verið að auka ratsjárvam-
ir á þessum slóðum. Þá minna þeir
á, að vegakerfí á þessum slóðum
geti komið stríðandi aðilum að
notum. Það sé öllum ríkjum Norð-
ur-Evrópu fyrir bestu, að fínnski
hluti Lapplands sé vel varinn. Þá
minna Finnar á þá staðreynd, að
suðurhluti Eystrasalts í nágrenni
við þéttbýlustu svæði Finnlands sé
skurðpunktur milli NATO og Var-
sjárbandalagsins. Komi til átaka í
Mið-Evrópu kunni þau að teygja sig
til Suður-Finnlands og Álandseyja.
Það sé mikilvægt bæði fyrir Sovét-
menn og Svía, að þessi landsvæði
sé ekki unnt að nota til hernaðar
gegn þeim.
Finnskar hemaðar- og vamar-
áætlanir byggjast ekki á því, að
barist verði með kjamorkuvopnum.
Talið er, að stórveldin reyni í
lengstu lög að forðast notkun
þeirra. Finnar telja ekki líklegt, að
átök í Evrópu hæfust skyndilega
heldur myndi ástandið versna jafnt
og þétt jafnvel á löngurn tíma án
þess að til beinna átaka kæmi. Við
þær aðstæður gætu deiluaðilar
gripið til skemmdar- og hermdar-
verka. Er ljóst, að Finnar telja sér-
sveitir og hryðjuverkahópa kunna
að ógna öryggi sínu og þeir verði
að grípa til öflugri aðgerða en
hingað til í því skyni að bregðast
gegn hættu af þessu tagi. Virðing
fyrir hlutleysi Finnlands á spennu-
tímum ráðist af því, hvort þeir geti
haft fulla stjóm heima fyrir, á
meðan ástandið kann að versna
annars staðar.
Margir kallaðir
til vopna
Mér gafst tækifæri til að heim-
sækja fínnska herstöð um 200 km
austnorðaustur af Helsinki. Áður
fyrr vom finnsk virki í borgum en
fyrir nokkmm ámm var sú ákvörð-
un tekin að flytja þau út á óbyggð
svæði. Vekarajárvi-stöðin er umluk-
in skógi og ekki auðvelt fyrír
ókunna að finna hana.
í Finnlandi er 8 mánaða her-
skylda fyrir óbreytta hermenn og
11 mánaða fyrir þá, sem valdir em
til foringjastarfa. Frá stríðslokum
1945 til 1984 hafa 90% karlmanna
í hverjum aldursflokki hlotið her-
þjálfun, eða samtals 1,5 milljónir
manna. Finnar segjast geta kallað
út 700.000 manna lið á nokkmm
dögum, sem er álíka mikill fjöldi
manna og Svíar ætla að kalla til
vopna á átakatímum, en þá er til
þess að líta, að Svíar em 8,3 milljón-
ir en Finnar 4,8 milljónir. Norð-
menn, sem em 4 milljónir, geta
kallað út 300.000 menn. Skoðana-
kannanir leiða í ljós, að mikill meiri-
hluti Finna (80%) telja ástæðu að
halda uppi hervömum í landi sínu
og (70%) að hvemig sem málum
væri háttað beri Finnum að veijast
með vopnum, þótt tvísýnt sé um
úrslit.
Finnar em stoltir af her sínum.
í síðari heimsstyijöldinni gat hann
bæði staðið Rússum snúning og
einnig rekið Þjóðveija úr Lapplandi.
Foringjar og hermenn, sem tóku
þátt í vetrarstríðinu, hafa nú hætt
störfum, en þeir em kallaðir til og
fengnir til að kenna í foringjaskól-
um hersins og segja frá reynslu
sinni. Vamir Finnlands byggja á
sama grunni og þá; að allar aðstæð-
ur í landinu sjálfu skuli nýttar til
hins ítrasta.
Hermennirnir í Vekarajárvi-stöð-
inni vom á æfíngu í rúmlega hundr-
að kílómetra fjarlægð, þegar ég
heimsótti stöðina. Eftir að snjóa
leysir ferðast þeir á milli staða á
hjólum og fara um 100 km á einum
degi til æfínga. Við ókum til móts
við hópinn. Var sérkennilegt að sjá
langar raðir hjóiandi hermanna,
sem dreifðu sér samkvæmt fast-
mótuðum reglum um afskekktan
sveitaveginn. Þeir fara um í smá-
hópum til þess að draga ekki að
sér athygli. Á áningarstöðum leita
þeir að felustöðum í skóginum við
veginn, þannig að aldrei sést þar
hermaður nema þegar hann er á
ferð. í Finnlandi eins og annars
staðar eru þjóðvegir taldir meðal
fyrstu skotmarka. Á reiðhjólunum
geta hermennimir auðveldlega
komist tiltölulega hratt yfír, jafnvel
eftir skógarstígum. Hjólið er hlaðið
búnaði þeirra en sjálfíir hefur her-
maðurinn byssuna á bakinu. Um
vetur koma skíði í stað reiðhjóla.
Miðað við þjóðarframleiðslu eru
útgjöld Finna til vamarmála lítil,
1,5% 1981 miðað við 3,1% í Svíþjóð,
2,5% í Danmörku og 3,3% í Noregi.
Finnar benda á, að þeir nýti þessa
fjármuni með öðrum hætti en aðrar
Norðurlandaþjóðir. Þeir greiði til
dæmis þeim, sem gegna herskyldu,
engin laun, aðeins 10 fínnsk mörk
á dag eða' 82 krónur. Er eðlilega
um það deilt meðal fínnskra stjóm-
málamanna, hve miklum Qármun-
um skuli varið til vamarmála. Fram
til 1991 er áætlað að veija um 256
milljörðum ísl. króna til fínnskra
vamarmála en talið er, að kostnað-
urinn verði í raun 340 milljarðar,
þannig að hart verður tekist á um
þennan útgjaldalið. Eigi að efla
fínnska flugherinn til að treysta
loftvamir í Lapplandi krefst það
mikilla fjárútláta, en Finnar eiga
Draken-orrustuþotur frá Svíþjóð og
MIG-21 frá Sovétríkjunum auk
Hawk-orrustuþotna frá Bretlandi.
Svíar eiga nú nýja gerð orrustu-
þotna af svonefndri JAS-gerð í
smíðum og er líklegt, að Finnar
kaupi hana.
Finnar hafa ekki orðið fyrir
ágangi kafbáta með sama hætti og
Svíar en þeir fylgjast vel með ferð-
um þeirra undan ströndum sínum.
Mikilvægi Norðurlanda
Samstarfið á norrænum vett-
vangi er mikilvægt fyrir Finna.
Þegar íslendingur les álitsgerðir um
fínnsk öryggismál, blaðagreinar eða
ræður stjómmálamanna, sér hann
fljótt, að Finnar minnast sjaldan á
Island, þegar þeir ræða um öryggis-
mál sín. Kekkonen minntist ekki á
ísland, þegar hann varpaði fram
hugmyndinni um kjamorkuvopna-
laust svæði á Norðurlöndunum. í
áliti þriðju þingkjömu vamarmála-
nefndarinnar í Finnlandi, sem laut
formennsku Jan-Magnus Jansson
og lauk störfum 1981, er ekki
minnst á ísland, þegar rætt er um
hemaðarstöðuna í Norður-Evrópu.
Þrátt fyrir þessa þögn er ljóst, að
í mati á eigin öryggi byggja Finnar
á því, að staða og stefna Islendinga
í öryggismálum breytist ekki. Þeir
leggja áherslu á, að stöðugleiki
haldist í Norður-Evrópu, þótt hem-
aðarlegt mikilvægi aukist. Er það
sameiginlegt markmið Finna, Svía
og Norðmanna, næstu nágranna
Kóla-skagans, að halda fast í lág-
spennu-stefnuna.
Erik Allardt, prófessor í félags-
fíæði við Helsinki-háskóla, hefur
komist þannig að orði: „Norðurlönd
leitast við að taka tillit hvert til
annars og viðhalda stöðugleika og
lágspennu. Sérstaklega þarfnast
Finnar og Svíar hvor annars. Hlut-
leysi Svía er trygging fyrir því, að
ekki er auðvelt að draga Finnland
í alþjóðleg átök, en fijálst Finnland
kemur Svíum að gagni sem eins-
konar fríholt milli Svíþjóðar og
Sovétríkjanna. Með réttu má segja,
að Svíþjóð sé hinn besti vestræni
nágranni, sem Finnland getur eign-
ast. Svíþjóð er nógu stór til að njóta
virðingar, en ekki svo stór að
ástæða sé til að óttast hana.“
Erfið staða
Þegar Geir Hallgrímsson, þáv.
utanríkisráðherra, kom til flugvall-
arins í Helsinki á leið sinni á 10
ára afmælisfund Helsinki-
samþykktarinnar var hann leiddur
þar fyrir blaðamenn. Fyrsta spum-
ingin var á þennan veg: Utanríkis-
ráðherra, hvemig er nú háttað
„Iove-hate“-sambandi ykkar og
Bandaríkjamanna vegna Keflavík-
urstöðvarinnar? Geir svaraði á þann
veg, að rangt væri að setja vamar-
samstarfið í þetta ljós, samskipti
Bandaríkjamanna og íslendinga
byggðust hvorki á hatri né ást
heldur raunsæju mati á sameigin-
legum hagsmunum.
Þegar rætt er við Norðurlanda-
búa, sem lítið þekkja til fslenskra
málefna, um vamir Islands má fljótt
skilja það á þeim, að þeir telja
afstöðu okkar í raun ráðast af fjár-
hagslegri hlið vamarsamstarfsins.
Sumir þeirra virðast álíta, að við
gætum ekki haldið uppi sjálfstæðu
ríki ef við hefðum ekki tekjur af
vamarliðinu. Þá halda þeir margir,
að við séum orðnir óskaplega
„ameríkaniséraðir".
Mér finnast spumingar eins og
sú, sem finnski blaðamaðurinn lagði
fyrir Geir Hallgrímsson og vanga-
veltur um að við séum í raun eins-
konar amerískt útibú, til marks um
vanþekkingu á íslenskum málefn-
um. Ætti það raunar að vera eitt
af höfuðverkefnum íslenskra sendi-
ráða að leiðrétta misskilning af
þessu tagi.
Finnar bregðast illa við, þegar
því er haldið fram, að í raun séu
þeir ekki sjálfstæðir í venjulegum
skilningi þess orðs vegna vináttu-
sáttmálans við Sovétríkin og nábýl-
isins við hinn volduga granna.
Finnskir stjómmálamenn svara af
hörku, þegar þeir heyra minnst á
„finnlandiséringu". Finnska þjóð-
félagið og þær umræður, sem búa
að baki ákvörðunum Finna um flók-
in málefni, em ekki auðvelt við-
fangseftii fyrir útlendinga. Finnar
tala eins og við tungumál, sem fáir
útlendingar hafa svo vel á valdi
sínu, að þeir geti skilið allar hliðar
á viðkvæmum málum, sem stundum
er ekki unnt að skrifa um nema á
þann hátt, að lesa verður milli
línanna. Sjálfir viðurkenna Finnar,
að í opinbemm umræðum, svo sem
í fjölmiðlum, ástundi þeir sjálfs-
ritskoðun; þeir segi ekki allt, sem
þeir vildu um Sovétríkin. Vegna
kjamorkuslyssins fyrir norðan Kiev
hefur athygli beinst að þessum sér-
kennilega þætti í finnskum þjóðmál-
um. Hvað sem þessu líður er óhætt
að fullyrða, að Finnum hefur tekist
ótrúlega vel að breyta erfiðri stöðu
I sérívil.