Morgunblaðið - 01.06.1986, Side 31

Morgunblaðið - 01.06.1986, Side 31
MÖRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. JÚNl 1986 C 31 hann hafi ekki lengur þolað spili- ingu og hnignun Vesturheims og því snúið aftur. Nikolai lætur sem hann samþykki tillögurnar. Starfs- menn bandaríska sendiráðsins trúa sögu Rússa, en umboðsmað- ur dansarans er þó vantrúaður og neitar að yfirgefa landið. Nikolai fær æfingaaðstöðu og Raymond gætir hans ásamt heilum her KGB-manna. En Nikolai getur ekki dansað ófrjáls og eftir skipunum annarra og reynir að koma skila- boðum til starfsmanna bandaríska sendiráðsins um að honum sé haldið þar gegn vila sínum. „Bjartar nætur" er ekki byggð á sannsögulegum atburðum, eins og áður sagði, en leikstjóri mynd- arinnar og handritshöfundur leit- uðu álits sérfræðinga um flesta þætti sögunnar, t.d. um hvað gæti gerst ef flugvél nauðlenti í Sovétríkjunum með rússneskan flóttamann innanborðs og einnig hvað yrði um bandarískan her- mann sem bæði um hæli í Rúss- landi. Aðstandendur myndarinnar fengu að sjálfsögðu ekki að filma í Rússlandi, myndin var því að stór- um hluta tekin í Finnlandi, Portúgal og Englandi. Landflótti er álitinn stórglæpur í Sovétríkjunum. Allir þeir lista- menn rússneskir sem snúið hafa baki við föðurlandi sínu eru lítils- virtir af yfirvöldum sem mest þau mega, þótt þeir hafi skömmu áður verið stolt landsins. Rudolf Nurey- ev, rússneski ballettdansarinn frægi, sem flúði land upp úr 1970, var t.d. dæmdur til ævilangrar fangelsisvistar að honum fjarver- andi. Mikhail Baryshnikov segir að ákvörðun hans um að flýja hafi ekki átt neitt skylt við stjórnmál. „Ég stóð á krossgötum," segir hann. „Ég gerði mér grein fyrir að ég gæti ekki þróað list mína í Rússlandi og tekið þeim tækifær- um sem mér buðust erlendis frá, ég vissi að þar yrði ég alltaf óánægður." Hann segir að hefði hann haft ferðafrelsi, tækifæri til að dansa og þjálfa vestanhafs og ráðið einhverju um efnisval heima fyrir, hefði hann orðið um kyrrt. „Ég tók ákvörðun í skyndingu. Ég þoldi ekki lengur við, ég vissi að rússneskur ballett myndi breytast með tímanum, en ég gat ekki beðið. Mig langar til Rússlands, hins sanna Rússlands. Vonandi tekst mér það einhvern tíma, en ég , gæti aldrei búið þar." Margareth von Trotta ásamt Barböru Sukowu sem lelkur Rósu Luxemburg. Rósa Luxemburg Rósa Luxemburg er enn f sviðsljósinu sextíu og sjö árum eftir dauöa sinn, aö þessu sinnl f kvikmyndlnnl sem ber nafn hennar og gerö er af þýska leikstjóranum Margareth von Trotta, an hún er eln merkasta og umdeildasta konan sem starfar í heiml kvikmyndanna. Trotta sýndi myndina í hátíðinni í Cannes. Hún var nokkuð ánægð með árangurinn, undirtektirnar urðu á alla kanta eins og hún bjóst við, því ekki voru allir sáttir við þá mynd sem Trotta dregur upp af Rósu, byltingarsinnanum og stofn- anda þýska kommúnistaflokksins, sem myrt var ásamt Karl Lieb- knecht af lögreglumönnum eftir uppþotin í janúar 1919. Það tók Trotta meira en tólf mánuði að grafast fyrir um ræður Rósu og bréf, finna fólk sem þekkti hana persónulega, en þeim fer ört fækkandi eins og gefur að skilja, og þegar það var afstaðið hófst jafn erfið leit að konu sem hæfði titilhlutverkinu. Sú þurfti helst að vera smávaxin, gyðingur, mátti ekki vera þekkt og varð að kunna skil á þýsku og pólsku. Barbara Sukowa uppfyllti þessi skilyrði, hún er vön leikkona, lék í mörgum myndum Fassbinders. Rósa Luxemburg er frægust fyrir afskipti sín af stjórnmálum, en Trotta beinir linsum sínum einn- ig að einkalífi hennar, sem að sögn leikstjórans er um margt athyglis- vert. Rósa var grimm og erfið viðureignar á nánast öllum sviðum lífsins. Hún bjó um skeið með pólska gyðingnum Leo Jogiches, sem hún kynntist aðeins 19 ára gömul. Rósa henti Leo á dyr þegar hún komst að því að hann hélt við stúlku sem hafði hjálpað honum að flýja fangelsi. Trotta gefur Leo mikið pláss í mynd sinni, hann er eins konar staðgengill allra elsk- huga hennar. Rósa var margoft handtekin fyrir pólitískar skoðanir sínar, eyddi stríðsárunum mikið til innan fangelsismúra. Henni auðn- aðist þó að koma á fót kommún- istaflokki, en Trotta bendir á að Rósa hafi boðað manneskjulegan og lýðræðislegan sósíalisma, og því hefði hún aldrei getað átt , samleið með leiðtoga eins og Jósef ' Stalín. Ljufur óður til Patsy Kline Leikstjórinn Tayior Hackford, sem áóur hefur gert „An Offlc- er and a Qentiemen" segir: Bjartar naatur fjallar um llsta- menn sem njóta ekkl þess frelsis sem þelr þarfnast. Ég skil ekkl hvernlg fólk getur lltlð á myndlna sem andsovóskan áróöur. Patsy Kllne fórst I flugslys! áriö 1963 en tónllst hennar llflr og nú hefur Jesslca Lange lelk- Ið hana í kvlkmyndinnl Ljúflr draumar (Sweet Dreams). Há- skólabfó hefur sýnt myndina síðustu daga, en fólkl aettl aö vera enn I fersku mlnnl aö Jessica hlaut Óskarsútnefn- Ingu fyrir túlkun sína á Patsy Kllne. Það er maður að nafni Karel Reisz sem á mestan heiður af gerð myndarinnar. Hann ýtti fleyt- unni úr fjöru og stýrði öruggum höndum í höfn. Reisz er Ungverji, en hann hefur starfað á Vestur- löndum í meira en tuttugu ár, fyrst í Bretlandi upp úr 1960, en þá gerði hann ekki ófrægari mynd en „Laugardagskvöld og sunnudags- morgun", en síðan í Bandaríkjun- um. Þar gerði hann „Ástkonu franska lautinantsins" með Meryl Streep. Jessica Lange féll gersamlega fyrir hinum barnslega og innilega persónuleika Patsy Kline. Hún hafði ekki í hyggju að leika söngv- ara en handrit Roberts Getschells fannst henni harla gott og sló því til; þyngdi sig meira að segja um nokkur kíló til að líkjast söng- konunni, því hún var í þybbnara lagi. Jessica hafði samband við Jesslca Lange lelkur söng- konuna Patsy Kllne. móður Patsy, sem lifir í hárri elli, og gat hún gefið mikilvægar upp- lýsingar um dóttur sína. Þótt Patsy Kline hafi verið tiltölulega fræg á sínum tíma, hún átti nokkur lög sem komust á vinsældarlista, og eru lögin Crazy og Cheating Heart þeirra frægust, þá hefur nafn hennar legið í láginni síðustu árin. Hún náði aldrei heimsfrægð. Hún fórst aðeins þrftug, á þeim aldri sem margir listamenn eru að taka útsinn raunverulega þroska. L___ ® MERCEDES BENZ JEPPI Fyrir viðskiptavin okkar auglýsum við til sölu Mercedes Bens 280 GE 4x4, mjög velbúinn auka- hlutum. Hagstæð greiðslukjör. Upp. í síma 19550 (Hjörtur) á skrifstofutíma. Ræsirhf., Skúlagötu 59, sími 19550. ÁFENGIS- OG TÓBAKSVERSLUN RÍKISINS Til upplýsinga fyrir tóbaksneytendur. Skrá um nokkur efni í sígarettum á íslenskum markaði. Miðað er við millígrömm í reyk hverr- ar sígarettu. Birt án ábyrgðar samkvæmt upplýs. umboðs- manna tóbaks til tóbaksvarnanefndar. Tjara Nikótín Kolsýrl- ingur Camel (án síu) 21,2 1.5 13,5 Camel 17,6 1,3 16,9 Camel Lights 8,9 0,7 11,8 CravenA 16,4 1.3 — Dunhill 15,5 1,2 — Dunncap 12,0 1,2 — Dunncap Lights 8.4 0,8 — Gauloises (án síu) 22,8 1.4 — Gauloises 13,9 0,8 — Gitanes 12,2 0,8 — Gold Coast 15,0 1,1 14,0 Gold Coast Menthol 15,0 1,1 14,0 Gold Coast Lights 11,0 0,8 12,0 HB Brown 15,0 0,9 — Kent 13,0 1.0 14,0 KentLights 8,5 0,8 8,5 KimMenthol 12,0 0,6 — KimMild 12,0 0.7 — Kool 16,0 1,3 16,0 LuckyStrike 15,0 1,2 15,0 MeritMenthol 7,9 0,6 10,2 More 17,4 1,4 20,1 MoreMenthol 17,1 1.4 19,5 Pall Mall (án síu) 19,0 1.2 13,0 Prince 20,0 1.7 20,0 Prince Lights 14,0 1.3 14,0 Rothmans 16,5 1,3 — Royale 14,9 1.2 15,3 Royale Menthol 14,9 1.0 15,9 Royale Lights 4,9 0,5 7,7 Salem 16,7 1,3 16,3 Salem Lights 9,0 0,8 10,8 S.G. Export 14,0 1,0 13,4 S.G. Lights 14,1 1,0 — Stanton 12,8 1.0 13,5 Vantage 9,4 0,7 12,4 Viceroy 15,5 1,2 13,5 Viceroy Lights 9,0 0,8 11,0 Vitory 18,5 1.3 18,0 Welcome Blue 18,6 1,4 16,0 WelcomeRed 18,8 1.3 16,2 Winston 19,0 1,4 17,7 Winston 100’s 18,6 1.3 19,2 Winston Lights 10,8 0,8 12,0 m lnrjpwiM ðfetfe £ Gódan daginn!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.