Morgunblaðið - 08.06.1986, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ1986
Svefnbekkir m/dýnum, og 3 púðum og hillum
Öil húsgögnin eru spónlögð með eikarfólíu
sem er mjög slitsterk og auðvelt að þrífa. Svo
koma þau einnig hvít.
30% útborgun og afgangurinn á 6 mánuðum. 5% stað-
greiðsluafsláttur og svo eru kreditkortin að sjálfsögðu
tekin sem staðgreiðsla og útborgun á samningi.
^húsgagnahöllin
gaasaa BÍLDSHÖFÐA 20-H2 REYKJAVÍK - 91 -681199 og 681410
Hljómræn íliugiin
Sveinbjöm I. Baldvinsson
Herbie Hancock
á Broadway
á f immtudagskvöld
Herbie Hancock, einn frægasti
og virtasti djasspíanisti okkar
daga, hélt einleikstónieika á veg-
um Listahátíðar sl. fímmtudag.
Hann var ekkert að flýta sér. Það
var ekki fyrr en upp úr tíu sem
hann birtist loks á diskósviðinu í
Broadway og bðrunum í húsinu
var lokað. Honum var að vonum
vel fagnað af fullu húsi áheyr-
enda.
Píanóleikur Hancocks er im-
pressíónískur og iðulega líkt og
draumkenndur, að minnsta kosti
réð sá andi ríkjum þessa kvöld-
stund hans við flygilinn. En eins
og flestum er kunnugt er Hancock
ekki síður þungavigtarmaður í
fönktónlist og blökku rokki þegar
hann vill það við hafa. En sem
sagt, svona einn og sér leikur
hann sér meira með raddsetningar
og hlóma en exótískar synkópur.
Eins og fram hefur komið er
það næsta sjaldgæft að Hancock
haldi hljómleika af þessu tagi og
því urðu tónleikagestir vitni að
vissum djasssögulegum viðburði
þetta kvöld. Þeir sáu og heyrðu
Hancock sjálfan spila það sem
hugsanlega stendur hjarta hans
næst. Og það er nú alltaf nokkuð
mikiis virði að kynnast stórmenn-
um á listasviðinu þannig. Og
stundum gaman líka.
Það var gaman að kynnast
Herbie Hancock. Hann lék lög af
ýmsum gerðum þetta kvöld og ég
held að óhætt muni að fullyrða
að þrátt fyrir misjafnan smekk
manna hafí áheyrendur allir farið
heim á leið þetta kvöld heldur
sælli í sinninu en áður.
Hancock hóf tónieikana með
laginu Footprints og hélt sig við
impressíónismann með Dolphin
Dance. Síðan brá hann á leik og
lék stutt trommusóló á innviði
flygilsins. Atriði af þessu tagi
þóttu verulega framsækin fyrir
nokkrum árum og menn voru
fjarskalega alvarlegir á sviðinn
yfír þeim, bæði ffemjendur og
neytendur. Núna er þetta löngu
komið úr móð sem framúrstefna
Herbie Hancock í Broadway.
en orðin hin besta skemmtun og
tilbreyting í staðinn. Hancock
gerði sér fuila grein fyrir þessu
þegar hann flutti hina riþmísku
húmoresku sína.
Síðasta verk fyrir hlé var svo
My Funny Valtentine en það
ágæta lag þeirra Rodgers og
Hart er mjög ofarlega á baugi
meðal djassista um þessar mundir.
Túlkun Hancocks var engu lík sem
ég hef heyrt. Ég held jafnvel að
þetta hafí verið hápunktur kvölds-
ins. Enda lagið vel til þess fallið
að vera vettvangur tónadrauma
og hljómrænnar íhugunar.
Eftir hlé ávarpaði Hancock
áhorfendur á íslensku við mikinn
fögnuð og eftir ánægjulega við-
komu í Maiden Voyage skellti
hann sér í R&B verkefni og tóku
þá fætur að bifast og höfuð að
vagga í salnum. Lokalagið var
Autumn Leaves og gekk nú mikið
á í vinstri hendi.
Hið síðara tveggja aukalaga
var valsinn Somdeday My Price
Will Come og að því loknu hvarf
þessi frægi djassprins af sviðinu
og áheyrendur risu brosleitir úr
sætum sínum og héldu heim,
ánægðir með viðkynninguna.
Happdrætti hjálparsveita skáta:
Haft samband við vinningshafa
LANDSSAMBAND hjálparsveita
skáta efnir þessa dagana til stór-
happdrættis til eflingar starf-
semisinni.
Happdrætti þetta er þáttur í því
markmiði hjálparsveitanna, að vera
ávallt vel tækjum búnar og mannað-
ar vel þjálfuðum mönnum.
Verðmæti vinninga er 11,6 millj-
ónir og Qöldi vinninga 3.135. Vinn-
ingur kemur á 62. hvem miða og
verður haft samband við vinnings-
hafa persónulega. Meðal vinninga
em 15 Ford Escort-bifreiðir.