Morgunblaðið - 08.06.1986, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 198&
25
Lúxemborg
hafnaði hlutleysi
og gekk í Atlants-
hafshandalagið
Saga lands og þjóðar
einkenndist af
sífelldum innrásum
og styrjöldum.
Á svæði því sem I dag nefnist Lúxemborg bjuggn fyrir daga Rómveija Keltar og
Gallar. Eftir fólksflutningana miklu og innrás Rómverja í Evrópu varð þetta svæði mjög
mikilvægt fyrir rómverska heimsveldið. Ástæðan var sú að um það lágu þrír aðalvegir
rómverska keisaradæmisins; vegirnir frá Lyon og Rheims til Trier og vegurinn frá Metz
til Kölnar. Þess má geta að enn þann dag í dag stendur norðurhlið rómarveldis „Porta
negja“ í Trier og er eitt best varðveitta mannvirki þessa tima í Mið-Evrópu.
Berg-kastali
opinber bústadur hertogahjónanna
IÞessu héraði var stundaður
landbúnaður frá örófí alda.
Atvinnuhættir breyttust iít-
ið þrátt fyrir innrás Róm-
vetja. Framleiðslan jókst þó
að miklum mun vegna þeirrar
tækni, sem þeir fluttu með sér og
var sú aukning mest í vínyrkjunni,
sem stunduð var í hlíðum Mósel-
dalsins. Einnig var talsvert um
handiðnað, sem arfleifð úr keltn-
eskri menningu, s.s. myntsláttu,
járnvinnslu, steinsmíði, glerblástur
og leirkerasmíði.
Á þessum tíma hefst einnig þróun
þess tungumáls, sem í dag er lúx-
emborgíska. Vegna áhrifa frá Róm-
veijum og Frökkum varð gallíska
útdauð, en „lang’d’oil" festi endan-
lega rætur og hefur fylgt landinu
æ síðan. Rómverskra áhrifa gætir
enn í lúxemborgísku og sést það
best á gnægð orða og máltækja sem
aldrei hafa horfið algerlega úr mál-
inu.
Hin raunverulega saga Lúxem-
borgar sem slíkrar hefst árið 963.
Þá eignaðist Sigfroid jarl af Ard-
enna klett þann er Bock (Hafur-
klettur) nefnist. Hóf hann þegar
byggingu kastaia sem varð miðja
þess bæjarkjama, sem Sigfroid
nefndi Lúxemborg. Niðjar hans
byggðu rammbyggt virki á næstu
tveimur öldum, sem þeir vom við
völd, og má enn sjá leifar af þeim
mannvirkjum.
Eftir að blómlegri stjómartíð
Sigfroid-ættarinnar lauk tók við
margra alda ánauð erlendra ráða-
manna, þrotlausar styijaldir og
hörmungar. Virkið Lúxemborg, eða
Gíbraltar norðursins, varð að bit-
beini í endalausum blóðugum bar-
dögum milli Búrgund-konungs,
Spánveija, Frakka, Austurríkis-
manna og Prússa, sem allir vildu
ná yfirráðum. Virkið var umsetið
og lagt í rúst oftar en tuttugu sinn-
um á fjórum öldum.
Þessu róstusama tímabili lauk
ekki fyrr en 1815 í Vínarborg. Þar
vom örlög Lúxemborgar ráðin 1
samningi sem stórveldi Evrópu
gerðu með sér. Þar var ákveðið að
minnka Hertogadæmið Lúxemborg
um 75%, en jafnframt var nafni
þess á kaldhæðnislegan hátt breytt
í Stórhertogadæmið Lúxemborg.
Tilgangurinn með þessum harka-
legu aðgerðum var að skapa valda-
jafnvægi í Evrópu eftir það rask,
sem Napólenonstríðin höfðu valdið.
Þessar aðgerðir vom framkvæmdar
án nokkurs samráðs við Lúxem-
borgara sjálfa og í þokkabót var
landið afhent Wilhelm I. prinsi af
Orange-Nassau í Hollandi, til per-
sónulegrar eignar.
Með þessum samningi skapast
hin nánu tengsl sem héldust milli
Lúxemborgar og Hollands allt fram
til 1890. Til marks um þessi tengsl
má nefna að enn þann dag í dag
eiga þessi tvö ríki sama þjóðfána.
Önnur mikilvæg tímamót f sögu
Lúxemborgar urðu 11. maí 1867.
Þá var á alþjóðafundi í London
ákveðið að Lúxemborg skyldi viður-
kennd sem landfræðileg heild, er
hefði sjálfstæða stjómmálalega
þýðingu, en þessu hafði áður verið
lofað á fundi í London 1839. Þessi
ákvörðun var mjög mikilvæg fyrir
framtíð landsins þar sem nú var
ekki lengur hægt að færa landa-
mærin fram og aftur eftir hentug-
leikum. Á þessum fundi var enn-
fremur ákveðið að lýsa Lúxemborg
hlutlaust land, og stórveldin lofuðu
að tryggja og veija það hlutleysi.
En friðurinn var skammvinnur,
því hlutleysið var að sjálfsögðu rofið
með innrásum Þjóðveija í heims-
styrjöldunum tveimur. Seinni her-
setu Þjóðveija lauk þegar banda-
menn frelsuðu Lúxemborg árið
1944. Sú frelsun átti stóran þátt í
að Lúxemborgarar fómuðu hlut-
leysi sínu árið 1948, er þeir ákváðu
að ganga inn í ýmis alþjóðleg
bandalög s.s. NATO og Efnahags-
bandalag Evrópu, EBE. Sú ákvörð-
un er forsenda þeirrar stefnu, sem
Lúxemborg hefur mótað sér í utan-
ríkismálum.
Ootvmynd Crá Lúxemborg.
var færður í nútímalegra form.
Þáttur í því var að hefja margskon-
ar nýjan og hagnýtan iðnað í
landinu. Jafnframt þessu voru gerð-
ar ráðstafanir til að auka og betr-
umbæta efnahagslegt sjálfstæði
sveitanna og auka rafmagnsfram-
leiðslu. Stórar stíflur hafa verið
byggðar víðsvegar um landið og hin
mikla raforkuvirkjun í Vianden er
stærsta mannvirki sinnar tegundar
í Evrópu.
Frá félagslegu sjónarhomi hefur
Lúxemborg notið mikillar farsæld-
ar. Engin verkföll hafa átt sér stað
frá því fyrir stríð og atvinnuleysi
var í lágmarki þar til í olíukreppunni
árið 1975. Þrátt fyrir þá örðugleika
sem fylgdu þá í kjölfarið hefur
atvinnuleysi lítið aukist. Má það að
miklu leyti þakka ráðstöfunum sem
ríkisstjómin gerði undir nafninu
„Luxembourg Model". Þessar ráð-
stafanir fela í sér að ríkið greiðir á
móti atvinnurekendum hluta launa
þeirra launþega, sem annars væri
ekki hægt að halda í fullu starfi.
Með þessu móti er mestu hægt að
koma í veg fyrir tímabundið at-
vinnuleysi og uppsagnir vegna
ónógrar vinnu.
Við íslendingar, sem eigum
heimili okkar hér í Lúxemborg,
Hertogahöllin, byggð 1573.
erum sannarlega ekki einu útlend-
ingamir í landinu. Samkvæmt síð-
ustu tölum em um 30% íbúa lands-
ins útlendingar, flestir frá Portúgal,
Ítalíu og Júgóslavíu. Þessi stað-
reynd skiptir Lúxemborgara litlu
máli og þeim hefur tekist að halda
í heiðri hinum ýmsu þjóðlegu hefð-
um. Kirkjan á ekki síst stóran þátt
í því, því Lúxemborg er kaþólskt
land og gætir áhrifa þess hvarvetna
í landinu.
Lúxemborgíska er hið talaða mál
í landinu, en opinber rituð mál hafa
fram til þessa verið franska og
þýska. Árið 1983 vom samþykkt á
þingi lög um að gera lúxemborgísku
eitt af þremur opinberum málum
ásamt frönsku og þýsku. Fram til
þessa em litlar sem engar heimildir
til fyrir lúxemborgísku sem rituðu
máli. Það stendur þó til bóta þar
sem nýverið kom út fyrstu lúxem-
borgíska orðabókin og unnið er að
málfræðibók.
Skólakerfið var upphaflega
byggt upp af kirkjunni og alfarið í
hennar höndum framan af öldinni.
Kirkjan hefur enn sterk ítök, sér-
staklega í barnaskólum, þrátt fyrir
að kirkja og ríkisvald séu nú aðskil-
in með lögum. Skólaskylda hefst
við fimm ára aldur, en flest böm
byija þó í leikskóla strax fjögurra
ára. Fram að því er dagvistun því
sem næst engin þar sem ríkisrekin
bamaheimili em í algeru lágmarki.
í leikskólanum fer öll kennsla fram
á lúxemborgísku. Við sex ára aldur
hefst námið fyrir alvöru og læra
bömin fyrst að lesa á þýsku. Næsta
vetur þar á eftir hefst frönskunám-
ið, þannig að strax á unglingsaldri
eiga allir að vera jafnvígir á þessi
þijú opinbem mál. Um þrettán ára
aldur byija öll börn þar að auki að
læra ensku, svo þegar upp er staðið
eiga til dæmis íslensku bömin að
hafa fimm tungumál á valdi sínu.
Höfuðborgin Lúxemborg stendur
á einu fegursta bæjarstæði í Evr-
ópu. Það einkennist af háum höm-
mm og djúpum skógivöxnum gilj-
um. Vegna þessa hefur Lúxemborg
stundum verið nefnd borg hinna
95 brúa. Setja þær einkar fallegan
blæ á borgina. En Lúxemborg í dag
er samt fyrst og fremst borg banka.
Um hundrað og þijátíu innlend og
erlend bankafyrirtæki em rekin í
landinu, og að auki hafa u.þ.b. sex
þúsund hluthafafyrirtæki aðsetur
sitt þar. Flestir bankamir hafa
byggt yfir starfsemi sína með þeim
afleiðingum að nýi tíminn og sá
gamli haldast í hendur á óvenjuleg-
an hátt.
Hvarvetna er að finna menjar
liðinna alda, svo sem fögur torg,
kastala og byggingar frá hinum
ýmsu tímum. Gönguferðir um borg-
ina færa mann aftur í fomöld um
leið og við augum blasa stál- og
glerhallir nútímans.