Morgunblaðið - 08.06.1986, Page 27

Morgunblaðið - 08.06.1986, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 1986 27 Tveir listar í Hruna- mannahreppi Syðra-Langholti, 3. júní. TVEIR listar verða í kjöri til hreppsnefndarkosninganna hér í Hrunamannahreppi sem fram fara 14. júní. Það er listi óháðra kjósenda, H-listi, en fímm efstu sætin skipa: Helga G. Halldórsdóttir, Áslandi, Jón Stefánsson, Götu, Öm Einars- son, Silfurtúni, Vignir Jónsson, Auðsholti og Sigríður Jónsdóttir, Fossi. K-lista, lista fráfarandi hreppsnefndar Fimm efstu sætin skipa: Loftur Þorsteinsson, Hauk- holtun I, Ágúst Sigurðsson, Birt- ingaholti IV, Hróðný Sigurðardótt- ir, Dalbæ I, Kjartan Helgason, Hvammi I og Magnús Sigurðsson, Miðfelli V. Þar sem ekki bárust listar vegna kosninga í sýslunefnd verður sýslu- nefndarmaður kosinn óbundinni kosningu. Ekki voru listakosningar við síðustu sveitarstjómarkosningar hér en það virðist háð því hvemig vindar blása um menn og málefni hvejju sinni hvort lagðir em fram listar. Á kjörskrá em um 380 en íbúatalan er 530. Sig.Sigm. 1NNLENTV 5000 króna seðillinn í notkun á þriðjudaginn — Ný 50 aura mynt úr koparhúðuðu stáli í umferð síðar í mánuðinum. ÞRIÐJUDAGINN 10. júní nk. mun Seðlabankinn láta í um- ferð nýjan 5000 króna seðil og verður hann þá þegar fáanleg- ur á flestum afgreiðslustöðum banka og sparisjóða um land allt. Jafnframt verður í þessum mánuði látin í umferð 50 aura mynt úr koparhúðuðu stáli, en eldri 50 aurar úr bronsi verða áfram í gildi og jafnhliða í umferð. í kynningu frá Seðla- bankanum segir svo um þessa útgáfu: 5000 króna seðill Að útliti tengist hinn nýi seðill þeirri seðlaröð, sem verið hefur í umferð frá gjaldmiðilsskiptum í janúar 1981. Seðillinn er teiknað- ur hjá Auglýsingastofu Kristínar hf. og framleiddur hjá seðlaprent- smiðju Bradbuiy, Wilkinson & Co í Englandi, og er útlit hans í stór- um dráttum eins og hér segir, sbr. auglýsingu viðskiptaráðu- neytisins frá 26. maí sl., sem birtist f 71. tbl. Lögbirtingablaðs- ins 1986. Stærð seðilsins er 155x70 mm og aðallitur hans dökkblár. Eins og aðrir fslenskir peningaseðlar, sem nú eru í umferð, er hann með öryggisþræði og vatnsmerki, sem er mynd af Jóni Sigurðssyni for- seta. Á framhlið er verðgildi greint í bókstöfum og á hvítum reit vinstra megin er tilvísun í lög Seðlabankans, en þar undir er undirskrift tveggja bankastjóra bankans og neðst nafn hans. Númer hvers seðils er skráð vinstra megin ofan til og hægra megin neðan til með bókstafnum F fyrir framan. Vinstra megin ofan til er blindramerki, sem er þijú lóðrétt upphleypt strik. Verð- gildi í tölustöfum er tvítekið á báðum hliðum. Myndefni 5000 króna seðilsins er allt tengt Ragnheiði Jónsdóttur (1646-1715) biskupsfrú á Hólum, hannyrðum hennar og kennslu. Á framhlið er andlitsmynd af Ragn- heiði, svo og minni mynd af manni hennar, Gísla Þorlákssyni Hóla- biskupi, og tveimur fyrri eiginkon- um hans. Myndimar eru gerðar eftir málverki í Þjóðminjasafni. Verðgildi er skráð með útsaums- letri úr sjónabók Ragnheiðar og mynstur í grunni er það sama og hún notaði í altarisklæði fyrir Laufáskirkju í Eyjafírði, sem nú er í Þjóðminjasafni. Á bakhlið er mynd af Ragnheiði ásamt tveimur nemendum hennar að skoða altar- isklæðið. Stóll Ragnheiðar og sjónabók eru teiknuð eftir frum- myndum í Þjóðminjasafni og grunnmynstur er hið sama og á framhlið. Útsaumað fangamark Ragnheiar er á spássíu. 50 aura mynt Á næstunni verður látin í umferð 50 aura mynt með breyttu málminnihaldi. Til þessa hefur 50 aura mynt verið slegin úr bronsi, en 50 aurar með ártalinu 1986 og þeir sem síðar kunna að verða slegnir verða úr koparhúðuðu stáli. Útlit og stærð nýju auranna er að öllu leyti óbreytt frá því sem verið hefur, en þeir eru aðeins léttari eða 2,65 gr. í stað 3,00 gr. áður. Þeir eru hins vegar mun ódýrari í framleiðslu og kosta kr. 0,47 hver peningur, en úr bronsi væru þeir um 40% dýrari. Islenska sjónvarpsfélagið í 1100 fermetra húsnæði á Krókhálsi 6 ÍSLENSKA sjónvarpsfélagið hf. hefur tekið á leigu 1100 fermetra húsnæði á Krókhálsi 6, sem er nýbygging í eigu Plastos hf. Um er að ræða þriðju hæð í húsinu, sem er nú fokheld, en forráða- menn sjónvarpsfélagsins hyggj- ast innrétta hæðina í sumar þar sem áætlað er að útsendingar þaðan hefjast í september. Val- gerður Matthíasdóttir, arkitekt, hefur verið ráðin hönnuður. Jón Óttar Ragnarsson, sjón- varpsstjóri, sagði í samtali við blaðamann, að annað leiguhúsnæði hefði komið til greina sem aðsetur sjónvarpstöðvarinnar; Hverfisgata 46 eða húsnæði Osta- og smjörsöl- unnar, sem íslenska útvarpsfélagið hefur nú þegar fengið til umráða. Þá kom til greina að kaupa 800 fermetra bakhússkemmur við Ár- múla6. „Þetta húsnæði hér á Krókhálsi er óskahúsnæði," sagði Jón Óttar. „Það er stórt og hefur mikla loft- hæð. Allt er á sömu hæðinni. Það er sérinngangur auk þess sem hægt er að keyra beint inn af götunni bak við húsið í þann hluta sem kemur til með að verða okkar aðal- upptökustúdíó. Sá kostur er sér- staklega góður nú þegar við förum að fá allan tækjabúnaðinn og síðar þegar við þurfum á öðrum hlutum að halda í sambandi við innlenda dagskrárgerð og slíkt." Islenska sjónvarpsfélagið hóf starfsemi sína formlega í janúar 1985 og sitja þrír menn í stjóm þess; Jón Óttar, Hans Kristján Ámason og Eyjólfur K. Sigurjóns- son. Fyrirtækið byijar fyrstu út- sendingar á Heimilissýningunni 28. ágúst nk. Dagskráin verður að hluta til ótmfluð með auglýsingum og geta notendur á Faxaflóasvæðinu náð þeim útsendingum með núver- andi loftnetum. Síðari hluti kvölds verður tmflaður án auglýsinga og til þess að ná þeim útsendingum þurfa notendur sérstakan af- ruglara, sem þeir fá afhentan gegn ákveðnu stofngjaldi um leið og þeir gerast áskrifendur. Fyrirtækið hefur þegar tryggt sér réttindi á efni nokkurra gervi- hnattastöðva. Auk þess hefur það tryggt sér sýningarrétt á nýlegum kvikmyndum frá Bandaríkjunum og Bretlandi, að sögn Jóns Óttars. Meðal efnis em framhaldsmynda- þættirnir Dynasty og Dallas auk ýmiss konar menningarefnis svo sem frá BBC og öðmm sjónvarps- stöðum utan hins enskumælandi heim. Jón Óttar sagðist fagna hvers konar samkegpni. „Samkeppni er af hinu góða. Útvarpsstjóri Islenska útvarpsfélagsins var nú síðast í vikunni að lýsa yfir áhuga sínum á sjónvarpsrekstri og emm við hvergi smeykir við það. Við höfum þegar hrist af okkur þá aðila sem áhuga höfðu í upphafi á sjónvarpsútsend- ingum, m.a. ísfílm og Rolf Johansen og munar okkur ekkert um einn í viðbót,“ sagði Jón Óttar. -Míele^ uppþvottavélar Frá kr. 33.530 staðgreitt Hefurðu heyrt hvað þær eru hljóðlátar? Veistuhvaðuppþvotturí IVlÉolo kostar? æJÓHANN ÓLAFSS0N & C0 43 Sundaborg 104 Reykjavík. S: 688588.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.