Morgunblaðið - 08.06.1986, Side 52

Morgunblaðið - 08.06.1986, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ1986 LEIKARINN BRÁÐL YNDI mm Sean Penn í nýjustu mynd sinni, „At Close Range", sem tekin var til sýninga fyrir nokkrum vikum. Sean Penn í frægri stellingu; hann skyrpir á ljósmyndara. Órvænting-arfull leit aðhandriti Sean Penn metur ekkert meira en einkalíf sitt. Þess vegna er hann eitt eftirsótt- asta skotmark ljósmyndara og blaðasnápa sem ekkert er heilagt. Frægt er orðið brúðkaup Seans og söngkonunnar Madonnu síð- asta sumar, þegar blaðamenn leigðu þyrlu og sveimuðu yfír heimili unga parsins, sem var rammlega girt og umkringt lögreglumönnum. Madonna og George Harrison á blaða- mannafundi Fyrir nokkrum vikum var haldinn blaðamannafundur í Lundúnum. Á fundinn mættu Madonna og bítillinn gamli George Harrison, sem fram- leiðir kvikmyndina Shanghai Sur- prise, en aðalhlutverkin í þeirri mynd leika einmitt Madonna og Sean Penn. Blaðamenn fjölmenntu á fundinn, þeir voru grimmir sem ljón og litu greinilega á Madonnu sem auðvelda bráð, spurðu óvið- felldinna spuminga (fékkstu hlut- verkið vegna þess að þú ert gift Sean Penn? Hvemig er að vera gift þessari skepnu? Af hveiju eruð þið svo merkileg með ykkur? Eru nokkrar nektarsenur með þér og Sean í Shanghai Surprise?) og hættu ekki fyrr en Harrison tók í lurginn á þeim af sinni alkunnu hógværð. Harrison kallaði blaðamennina á sinn fund til að bæta samskipti þeirra og Sean Penn. Mikil leynd hvílir yfir gerð myndarinnar og er það gert að beiðni Penn, sem virðist vera einstaklega viðkvæmur. Mikið hafði verið skrifað um gerð myndar- innar, sem má heita skrýtið því fyrir fundinn var ekkert um hana vitað annað en titillinn og nöfn aðalleikaranna. Madonna reyndi hvað hún gat til að halda ró sinni, henni leið greini- lega illa en svaraði spumingunum samviskusamlega nema þeim sem henni fannst út í Hróa hött. Georgc Harrison kom til bjargar þegar honum fannst of hart að henni gengið. Hann sagðist líta á Ma- donnu sem snjallan og metnaðar- fullan listamann og það sama hefði hann um Sean Penn að segja, hann gæti ekki fyrirlitið þau og lítilsvirt eins og blaðamenn virtust leggja metnað sinn í að gera. Hann sagðist vilja hafa gott samband við fjöl- miðlafólk, því það væri beggja hagur. Síðan gaf hann upplýsingar um nýju myndina, Shanghai Surprise. Sean Penn og Madonna, sem heitir fullu nafni Madonna Louise Veronica Ciccione, hafa lengi leitað handrits að mynd sem þau bæði gætu leikið í. Þau hafa þekkst í þijú ár, kynntust áður en Madonna hlaut heimsfrægð. Sean hefur á örfáum árum skapað sér nafn sem einn eftirtektarverðasti leikarinn af yngri kynslóðinni (margir bera hann saman við Robert DeNiro), en það var ekki fyrr en á síðasta ári að Madonna fékk tækifæri til að sýna Ieikhæfíleika sína. Það var í gamanmyndinni „Örvæntingarfull leit að Súsönnu". Áður hafði hún að vísu leikið í myndinni „Crazy For You“, en það hlutverk var smá- vægilegt og tengdist meir söng en leiklist. Sean var uptekinn við gerð „At Close Range" fram í desember síð- astliðinn, en gat þá farið að undir- búa sig fyrir George Harrison og fyrirtæki hans Hand Made Films, sem framleiðir Shanghai Surprise. Leikstjóri er Jim Goddard, hann gerði sjónvarpsþættina um Reilly. Myndin er tekin í kvikmyndaveri í Englandi, en einnig að hluta í Hong Kong. Sagan gerist á Qórða ára- tugnum, Madonna leikur njósnara á vegum CIA, dulbúin sem trúboði, sem reynir að hafa upp á ópíum- smyglurum. Hún fær til liðs við sig vafasaman náunga, sem Sean leik- ur. Sá er vel að sér í kínverskum mállýskum og að launum á hann að fá flugfar til Bandaríkjanna! Sagan lætur að sönnu ekki mikið yfir sér, sagði George Harrison á fundinum, en við fengum Sean Penn til liðs við okkur af þeirri einföldu ástæðu að hann er magnaður per- sónuleiki og stóigóður Ieikari. Þar með var fundinum lokið og lífið í Shanghai gat haldið áfram ótruflað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.