Morgunblaðið - 08.06.1986, Síða 56
1 i
L
\4
56
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ1986
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
>?
Auglýsingateiknari
Umbúðahönnun
Kassagerð Reykjavíkur hf. óskar að ráða
hugmyndaríkan og samviskusaman auglýs-
ingateiknara sem allra fyrst. Boðið er upp á
mjög góð starfsskilyrði. Hafir þú áhuga á
starfi þessu sendu þá allar nauðsynlegar
upplýsingar um nám, starfsreynslu o.fl., sem
að sjálfsögðu verður farið með sem trúnaðar-
mál, til Kassagerðar Reykjavíkur fyrir 15. júní
nk. merkt: “Auglýsingateiknari".
$
Kassagerð Reykjavíkur hf.
KLEPPSVEGI 33 - 105 REYKJAVÍK - S. 38383
$
Sjúkraþjálfarar
Kristnesspítali óskar að ráða sjúkraþjálfara
að nýrri endurhæfingardeild við spítalann.
íbúðarhúsnæði á staðnum.
Upplýsingargefurframkvæmdastjóri í
síma 96-31100.
Kristnesspítali.
Auglýsingastofa
óskar að ráða rekstrarhagfræðing eða við-
skiptafræðing til starfa. Góð laun í boði.
Þarf að geta hafið starf sem fyrst. Svör
sendist augld. Mbl. fyrir 13. júní merkt:
„Auglýsingastofa — 5721 “
Sveitarstjóri óskast
Starf sveitarstjóra í Miðneshreppi er hér með
auglýst laust til umsóknar. Umsóknir ásamt
upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf
sendist á skrifstofu Miðneshrepps, Tjarnar-
götu 4,245 Sandgerði fyrir 30. júní nk.
Nánari upplýsingar veitir Jón Kr. Ólafsson,
sveitarstjóri, í síma 92-7554.
Sveitarstjóri Miðneshrepps, Sandgerði.
Frá Húnavallaskóla
A-Hún.
Skólanefnd skólans auglýsirstöðu skólastjóra
lausa til umsóknar.
Ennfremur tvær til þrjár kennarastöður.
Kennslugreinar: Danska, stærðfræði/eðlis-
fræði, myndmennt/smíðar og almenn
kennsla yngri bekkja.
Þá er auglýst staða sérkennara.
Vinnuaðstaða og aðbúnaður er mjög góður á
Húnavöllum.
Nánari upplýsingar veita formaður skólanefnd-
ar í síma 95-4420 og skólastjóri í símum
95-4370 eða 95-4313.
Sölumaður óskast
Heildverslun óskar eftir sölumanni, helst
vönum. Tilboð leggist inn á augldeild Mbl.
merkt:
„Heildverslun - 05947“.
Bæjarstjóri
Staða bæjarstjóra á Eskifirði er laus til
umsóknar. Umsóknum með upplýsingum um
menntun og fyrri störf skal skila á skrifstofu
bæjarstjóra fyrir 20. júní. Upplýsingar um
starfið gefur bæjarstjóri.
Baejarstjórinn áEskifirði.
Vöruflutningar
Óskum eftir að ráða stöðvarstjóra bifreiða-
stöðvar KB. Bifreiðastöðin annast einkum
mjólkur- og vöruflutninga og eru fastir starfs-
menn nú 20.
Umsóknir sendist til Georgs Hermannssonar
sem gefur nánari upplýsingar.
Kaupfélag Borgfirðinga
Borgarnesi
Sími93-7200.
LAUSAR STÖÐUR HJÁ
REYKJAVIKURBORG
Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtal-
inna starfa. Starfskjör samkvæmt kjara-
samningum.
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur
Deildarmeintaæknir í fullt starf á rannsókn-
arstofu Heilsuverndarstöðvarinnar. Hluta-
störf koma til greina.
Bókasafnsfræðing í hálft starf við bókasafn
Heilsuverndarstöðvarinnar.
Ljósmóður til afleysinga á mæðradeild.
Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri heilsu-
gæslustöðva í síma 22400.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð,
á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar
fást fyrir kl. 16.00 föstudaginn 13. júní.
Kaupfélagsstjóri
Starf kaupfélagsstjóra Kaupfélags Reykjavík-
ur og nágrennis er laust til umsóknar frá
næstu áramótum. Umsóknir sendist á skrif-
stofu KRON, Laugavegi 91, 125 Reykjavík,
fyrir 15. júlí nk.
Uppl. um starfið veitir Þröstur Ólafsson for-
maður stjórnar KRON.
Með umsóknir verður farið sem trúnaðarmál
sé þess óskað.
Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis.
Lagerstörf
Við viljum hið fyrsta ráða röskan mann, helst
með þekkingu á veiðarfærum til starfa við
vörumóttöku og afgreiðslu í birgðastöð okkar
að Suðurströnd 4, Seltjarnarnesi.
Upplýsingar veitir Magnús Ó. Schram
aðstfrkvstj. á skrifstofu okkar Vesturgötu 2,
Reykjavík, eða í síma 91 -26733.
É
a|§asiaeo
||l IAUSAR STOÐUR HJA
Wl REYKJAVIKURBORG
Þjónustuíbúðir aldraðra
Dalbraut 27
Laus til umsóknar er staða deildarstjóra á
dagdeild. Um fullt starf er að ræða. Upplýs-
ingar gefur forstöðumaður í síma 685377
frá kl. 9-16 virka daga. Umsóknarfrestur er
til 25. júní.
Viðskiptafræðingur
Fjármáladeild
Stórt deildaskipt verslunarfyrirtæki, vel
staðsett í borginni, vill ráða starfsmann til
starfa í fjármáladeild fljótlega.
Starfið felst m.a. í gerð rekstraráætlana
ásamt skyldum verkefnum.
Æskilegt að viðkomandi sé viðskiptafræð-
ingur eða hafi góða viðskiptamenntun ásamt
reynslu í bókhaldi. Einnig kemur til greina
að ráða nýútskrifaðan viðskiptafræðing.
Góð laun í boði fyrir réttan aðila.
Gott framtíðarstarf hjá traustu fyrirtæki.
Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og
starfsreynslu, sendist skrifstofu okkar fyrir
14. júní.
CtIJÐNT TÓNSSON
RÁÐCJÖF b RÁÐN I N CARÞJÓN U STA
TÚNGÖTU 5. 101 REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322
BORGARSPÍTALINN
LAUSAR STÚDUR
Laust er til umsóknar starf við filmufrágang
á röntgendeild Borgarspítalans. Upplýsingar
gefur skrifstofustjóri í síma 681200-350.
Reykjavík 8. júní 1986.
BORGARSPÍTALINN
O 681200
Afgreiðslustarf
Afgreiðslustúlka óskast í kvenfataverslun.
Skilyrði er að viðkomandi hafi til að bera góða
framkomu og söluhæfileika.
Vinnutími hálfan eða allan daginn. Æskilegur
aldur 30-50 ára.
Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist
augl. Mbl. Merkt: „K-5946".
Afgreiðslustarf í
garnverslun
Garnverslunin Storkurinn óskar eftir að ráða
starfskraft til afgreiðslu. Viðkomandi þarf að
hafa kunnáttu og áhuga á prjónaskap.
Upplýsingar í versluninni frá kl. 18.00-19.00.
mánudag 9. júní. Ekki í síma.
^ Storkurinn
• .................- ■ ■
Kjörgarði, Laugavegi 59.
Verkstjóri
Höfum verið beðnir að leita eftir verkstjóra
í frystihús á Suðurnesjum. Um er að ræða
salarverkstjóra í meðalstóru frystihúsi.
Húsnæði er til staðar. Upplýsingar gefur
Guðmundur Guðmundsson í síma 685311.
Sjúkraþjálfarar
athugið!
Er ekki kominn tími til að breyta um um-
hverfi og skella sér norður á Húsavík. Þar
vantar yfirsjúkraþjálfara í hálft eða fullt starf
við Sjúkrahúsið. Einnig stendur til boða frá-
bær aðstaða fyrir sjálfstæðan rekstur. Góð
laun í boði og húsnæði á staðnum.
Upplýsingar veita Margrét í síma 96-41811
eða Regína í síma 96-41333.