Morgunblaðið - 15.06.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.06.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. JÚNÍ 1986 B 5 fólk horfir á lélega mynd les það síöur textann sem henni fylgir. Það er heldur ekki nóg að Ijósmyndari sé góður sem slík- ur, hann þarf líka að vera fréttamaður í sér. Sem sé, ég var blaðamaður, óánægður með myndir sem voru teknar við mínar greinar, og byrjaði sjálfur að mynda." TÍSKAN ÁHUGAVERÐ SÉ UMFJÖLLUNIN FAGMANNLEG — Áhuginn á tískunni, var hann fyrir hendi alla tíð með almennri blaðamennsku og kvikmyndagagnrýni, eða kom hann til síðar? „Um tísku fór ég ekki að fjalla fyrr en ég var fluttur til Parísar og búinn að búa þar í tvö ár. Þá hugkvæmdist einhverjum heima í Danmörku að biðja mig um að senda frétt- ir af því helsta sem væri að gerast í frönsku tískunni. Eftir þau fyrstu skrif var áhuginn vaknaður," segir Gunnar og tónninn í röddinni undirstrikar að sá áhugi hefur sfst dvínað. Gunnar heldur áfram: „Tíska getur verið mjög áhugaverð og skemmtileg sé fjallað um hana á fagmannlegan hátt, bæði í máli og myndum. Þar fyrir utan er tíska líklega eini málaflokkurinn sem býður upp á að sömu greinina megi birta hvar sem er. Það er alls staðar til fólk sem hefur áhuga á tísku og les allt sem um hana er skrifað. Svona til að sanna þetta bendi ég stundum á að um tíma skrifaöi ég greinar, tók myndir og seldi til dagblaöa og tímarita í 23 löndum. Ég veit ekki hvaða málaflokkur annar býður upp á slíkt." FIMM VIKNA TÍSKUSÝNINGA- FERÐALAG - Fyrst það var ekki tískan, hvað var það þá sem fékk þig til að flytjast til tískuborg- arinnar Parísar? „Löngunin til að gera eitthvað nýtt, býst ég við. Danmörk er nú ekki stór og ef mann langar að leggja sig allan fram og gera góða hluti þá eru möguleikarnir þar og þannig varð tímaritið til. Hins vegar hef ég alltaf skrifað og myndað fyrir aðra aðila með og held því áfram. „Gunnar Internat- ional", eins og þetta sex ára gamla tímarit heitir, átti sér reyndar undanfara, tímaritið „Mode Avant Garde". Hins vegar hætti ég fljótlega við það tímarit því að það var ekki fyrr komið á markaðinn og farið að seljast en önnurtímarit með mjög áþekkum nöfnum og uppsetningu fylgdu í kjölfarið. Þá ákvað ég að gefa út tímarit sem yrði öðruvísi en önnur tískutímarit á markaðin- um, öðruvísi í útliti, efnismeðferð og síðast en ekki síst með ööruvísi nafni. Nafni sem ég gæti fengiö einkarétt á og þyrfti ekki að óttast þessháttar eftirlíkingar," segir Gunnar og bætir viö að án þess að hann ætli að fara að eyðileggja fyrir sér daginn „Hún ermjög efnileg fyrirsæta, fyrirutan að vera gullfalleg, eins og keppendurnir allir, “ segir Gunnarum Ungfrú Reykja- vík, Þóru Þrastardóttur, sem hann myndaði tals- vert meðan á dvölinni stóð. þá verði það því miður að viðurkennast að eftirlíkingar og hreinar eftirprentanir á blaðinu séu þrátt fyrir nafnið til staöar, þó ekki í Frakklandi. Hann tiltekur Ástralíu og bendir á að í Taiwan sé vitað um einn aðila sem Ijósprenti tímaritið í heild sinni og selji. Á sama tíma bendir hann á þann kostnað sem málshöfðun á milli heimsálfa hefði í för með sér og segist hreinlega reyna að láta þessa hluti ekki fara í taugarn- ar á sér. Hann ákveður að halda gleði sinni og ræðir nánar um tímaritið. „Ég held að takmarkinu, sem ég setti mér með timaritið, sé náð. Það er „öðru- vísi" en önnur tímarit. Ég kalla það „borð- timarit", enda flettir fólk því ekki í flýti sakir stærðarinnar (um 49x33 sm), heldur leggur það blaðið á borð og gefur sér tima til að fara í gegnum það. UMFJÖLLUN Á ALÞJÓÐ- LEGU TUNGUMÁLI Við prentum tímaritið i 38.000 eintökum fjórum sinnum á ári og því er dreift bæði í Mið-Evrópu, á Norðurlöndum og í Banda- ríkjun um, auk þess sem Japan er helsta sölulandið fyrir utan Frakkland. Og ástæð- an fyrir þvi að blaðið gengur i öllum þessum löndum er nákvæmlega sú að málefnið sem fjallað er um á heima alls staðar og ekki síst vegna þess að umfjöllunin er að mestum hluta á eina alþjóðlega tungumál- inu — myndmálinu. Blaðið byggir á stórum myndum og mjög litlum frönskum texta, enda segja myndirnar yfirleitt allt það sem segja þarf. í lesmálinu koma svo fram nöfn hönnuðanna og þau breytast ekki frá einu tungumáli til annars," segir Ijósmyndarinn sem er ekki á þeim buxunum að setjast í helgan stein þrátt fyrir aldur sem sjálfsagt gerði slíkt forsvaranlegt. Gunnar segir starfið veita sér mikla lífs- fyllingu, sem og það eitt að búa i París. Borginni sem hann ber sterkar taugar til og vill styrkja enn, m.a. langar hann að gera þar fleiri heimildarmyndir, en islenska sjónvarpið sýndi fyrr á þessu ári drauma- stúlkurnar hans, „Dream Girls". Heimildar- mynd sem hann gerði um starf og líf sýn- ingarstúlkna í Paris. En það næsta sem við íslendingar sjáum frá Gunnari verður ekki i sjónvarpi heldur á sviðinu i Broad- way, þegar franska hátískan verður þar til sýnis eins og hann setur hana fram. Viðtal/Vilborgf Einarsdóttir Nokkrar forsíður á tímarit- inu „ Gunnars Internation- al“, en eins og sjá má vill Gunnar hafa skarpar and- stæðuríandlitum fleiri fyrirsæta en Hólmfríðar Karlsdóttur. fremur litlir. París bauð mér hins vegar upp á mörg góð tækifæri og þar fyrir utan er París bara svo yndisleg borg að búa í. Þar lifir fólk fyrir líðandi stund og einbeitir sér að nákvæmlega þeim hlutum sem verið er að gera í augnablikinu." Það sem Gunnar Larsen er sjálfur að gera i augnablikinu, þ.e. því franska, er tvíþætt. Annars vegar vinnur hann að næsta hefti tímaritsins og hins vegar að undirbúningi árlegu tískusýningarinnar. „Þetta árið verðum við á ferðini í fimm vikur með 19 manna hóp, þar af 14 fyrir- sætur. Fyrsta sýningin verður haldin á ís- landi í nóvember og reyndar verða þær tvær hér á landi. Eftir það förum við svo til nokkurra Evrópulanda." ÖÐRUVÍSITÍSKUTÍMARIT — En svo við víkjum að tímaritinu. Hvernig datt þér í hug aö gefa út dýrasta tískutímarit í heimi? „Er það ekki svo þegar menn hafa unniö lengi í blaðamennsku aö þá langar að fá að ráða sjálfa? Ég vildi breyta til, hafa síð- asta orðið um hvernig mínar myndir litu út

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.