Morgunblaðið - 15.06.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.06.1986, Blaðsíða 12
9 j?2 B MQRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15,jýNÍ 1986 Tugþraut á tölvu Krakkar í tölvusumarbúðum á V armalandi í Borgarfirði heimsóttir Vinkonurnar Inga Þirðardóttlr, Regína Óskarsdóttir, Kristín Gísladóttir og Anna Bjork Jónsdóttir gáfu sér varla tima til að setjast niður fyrir myndatöku. TÖLVUBYLTINGIN hefur haft margar breytingar í för með sér. Atvinnulífíð ber þess glöggt merki, því fyrirtæki og stofnanir eru nú sem óðast að tölvuvæðast. En það eru ekki aðeins þeir fullorðnu sem taka þátt í þessari byltingu. Böm og unglingar virðast ekki síður ætla að tileinka sér tölvutæknina. A markaðnum eru til margskonar tölvur og tölvu- leikir sem höfða sérstaklega til þeirra og boðið er upp á sérstök námskeið fyrir böm og unglinga sem vilja nota tölvumar sínar til annars en tölvuleikja. í fyrrasumar hóf Tölvuskólinn Framsýn rekstur tölvusumarbúða á Varmalandi í Borgarfírði og verður starfseminni haldið áfram nú í sumar. A dögunum hófst fyrsta námskeið sumarsins. Blaða- maður og ljósmyndari Morgunblaðsins dvöldu þar eina dagstund til þess að fylgjast með því sem þar fer fram. rátt fyrir rigningu og rok var mikið um að vera á Varmalandi þennan föstudag. Þetta var síðasti dagur námskeiðs- ins og mikið stóð til, því eftir hádegi átti að keppa í íþróttum. Það var að koma hádegi og krakkamir sem höfðu verið úti voru að tínast inn fyrir matinn. Inni í tölvuherberginu sat hópur af bömum sem vom að læra um spjaldskrárvinnslu. Þau skráðu hjá sér nöfn félaganna í sumarbúðunum, heimilisföng þeirra og fleira. Þetta voru líflegir krakkar og spurningum rigndi yfír Eirík Þorbjömsson kennara og Ejrúnu Jónsdóttur aðstoðarmann. Auk þeirra starfa við sumarbúðimar Hrönn Jónsdóttir íþróttakennari, sem reyndar var aðeins þessa fyrstu viku, Bjarki Viðarsson aðstoðar- maður, tvær konur í eldhúsi og tveir húsverðir. Tölvukennsla og íþróttir En hvað eru tölvusumarbúðir? Eiríkur Þorbjömsson, einn af eigendum Tölvuskólans Framsýnar og forstöðumaður sumarbúðanna, Guðjón Stefánraon laerir forritun. Honnm til aðstoðar er Biríkur Þorbjörnsson kennari. tölvubúnaður af ýmsum gerðum og er ekki lögð áhersla á einstakar tölvutegundir. Hugbúnaður er einn- ig kynntur og hvemig tölvur eru notaðar við ritvinnslu og bókhald. Bömin læra líka að búa til forrit sem þau geta notað á sínar eigin tölvur. Öll bömin fá möppu með námsefni sem kennslan byggist á. Iþróttakennarinn sér um að veita unglingunum sem fjölbreyttasta þjálfun í íþróttum og leikjum. Mest áhersla er þó lögð á fótbolta, hand- bolta og fíjálsar íþróttir auk sunds- ins, en einnig er farið í ýmsa leiki. Varmaland ákjósan- legur staður „Þegar okkur datt í hug að stofna sumarbúðimar byijuðum við á því að leita að húsnæði," sagði Eiríkur. „Ekki reyndist hlaupið að því að fá hentugt húsnæði. En að lokum fengum við inni hér á Varmalandi. Eg tel okkur hafa verið mjög heppin að komast að á þessum stað. Hér er friðsælt og fallegt og við emm langt frá allri umferð. Að- staða hér er öll mjög góð. Við notum tvær kennslustofur og helminginn af heimavist grunnskólans, eða átta herbergi. íþróttavöllurinn er á flöt- -hlMlhíltiiiiffíiiiiiiiii var beðinn að lýsa dæmigerðum degi í sumarbúðunum. „Bömin vakna klukkan átta á morgnana og borða morgunverð," sagði hann. „Eftir það er farið í sund og er dvalið í sundlauginni í klukkutíma á hveijum morgni. íþróttakennarinn sér um sund- kennslu og þjálfun. Síðan er hópn- um skipt í tvennt og fer annar hóp- urinn út f íþróttir og leiki, en hinn er inni við í tölvukennslu. Eftir hádegi skipta hópamir svo um stað. Milli klukkan 5 og 7 er ftjáls tfmi. Þá fara margir aftur í sund, en aðrir sitja í tómstundaherberginu þar sem þeir geta lesið, spilað, teflt eða leikið sér með tölvur. Þetta er eini tíminn sem bömin fá að fara f töl vuleiki. Herbergisfélagarnlr Lúð- vik og Stef&n Júlxussynir, Ólafur Björa Svanbergs- son, Ólafur Haukur Atla- son og Bjarki Bragason. Á kvöldin sjá bömin sjálf um kvöldvökur. Þá eru sýnd leikrit, farið í leiki, sagðar sögur og horft á myndbönd svo eitthvað sé nefnt.“ Eiríkur sagði að tölvukennslan byggðist á því að kynna fyrir ungl- ingunum hvað tölvur em og al- menna notkun þeirra, forritun og notkun tilbúinna notendaforrita. I kennslustofunni er fullkominn Allur hópurinn Mma« kominn inni í tölvuher- berginu. Fyrir aftan standa þau Bjarki Viðars- son, Hrönn Jónsdóttir, Eirikur Þorbjörasson og Eyrún Jónsdóttir, kennar- ar og aðstodarmenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.