Morgunblaðið - 15.06.1986, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.06.1986, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ1986 VALDNIÐSLA Þegar Mao stal skáldinu Íao Tse-tung, formanni kín- verska kommúnistaflokks- ins, var margt til lista lagt og meðal annars þótti hann afbragðs ljóðskáld. Nú hafa Kínveijar komið fram með afdráttarlausar fullyrðingar um að hann hafi stundað ritstuld og skreytt sig með lánsQöðrum frá öðrum skáld- um. Rýrir þetta mjög hróður for- mannsins eins og gefur að skilja. í mars síðastliðnum varð op- inská saga manns sem á sínum tíma var handtekinn fyrir að hafa stolið og stælt ritverk Maos. Þessi maður var Chen Mingyuan og var hann ekki nema liðlega tvítugur þegar þessir atburðir áttu sér stað árið 1966. Hann er núna 42ja ára, og fyrir skömmu var haft viðtal við hann í tímaritinu Beijing Review sem gefið er út á ensku í Kína. Þar skýrði hann svo frá að rétt væri að sum af ljóðum sínum hefðu verið eignuð Mao en bætti því hins vegar við að for- maðurinn hefði sjálfur verið frá- bært skáld. Chen upplýsti að þegar hann hefði verið 15 ára gamall hefði hann sýnt Guo nokkrum Moruo nokkur ljóða sinna, en hann var helzti sérfræðingur Kínverja í fomri sagnfræði og eldheitur aðdáandi Maos. Hafði hann verið útnefndur forseti kínversku vís- indaakademíunnar, ekki sízt vegna aðdáunar sinnar á for- manninum. Guo las ljóð unga mannsins og tjáði honum að hann hefði mikið til brunns að bera. Hann ráðlagði honum að lesa 37 ljóð sem höfðu birzt eftir Mao og voru ort í stfl 12. aldar ljóðlistar í Kína, þrátt fyrir megna fyrirlitn- ingu formannsins á hinu foma höfðingjaveldi sem þessi ljóðlist var sprottin úr. Árið 1961 sendi Chen Guo nokkrum þjóðkunnum skáldum og rithöfundum ljóð sem hann hafði ort og voru sum þeirra í klassísk- um stfl. Skömmu síðar hófst menningarbyltingin með sinni taumiausu aðdáun á Mao for- manni. Um 1966 lánaði vinur Chenshonum nýútkomna bók sem hét „Áður óbirt ljóð Maos for- manns". í bókinni sá Chen að flest ljóð- anna voru eftir hann sjálfan. „Ég var ungur og einfaldur og hélt að ég gæti sjálfur leiðrétt þessi mistök", sagði hann í viðtalinu við Beijing Review. En þrátt fyrir allt vildi Chen hafa vaðið fyrir neðan sig, því að hann áttaði sig á að það gat verið hættulegt að ásaka Mao á meðan tign hans og tilbeiðslan á honum stóð sem hæst. Þess vegna fór hann þá leið að skrifa bréf til Sjú Enlæ forsætisráðherra, þar sem hann skýrði honum frá þeim mistökum sem orðið hefðu. Marg- ir Kínverjar töldu þegar hér var komið sögu að Sjú væri eini full- trúi heilbrigðrar skynsemi við stjómvölinn í Kína. Á jóladag árið 1966 kom full- trúi Sjús í Vísindaakademíuna þar sem Chen vann og náði tali af honum. Hann hafði meðferðist þrenn fyrirmæli frá forsætisráð- herranum sem hafði undir eins skilið að þessi uppljóstrun gat orðið afdrifarík fyrir skáldið unga. í skilaboðunum hét hann því að bók Maos yrði ekki gefin út aftur og Chen yrði ekki ákærður og þá var að auki skýrt tekið fram að mál þetta væri ekki af pólitískum toga. Lögreg’lumenn ákærðir fyrir að vega „Hróa hött“ Lögreglumenn í Brasilíu hafa verið sakaðir um að hafa drepið mann sem fetaði í fótspor Hróa hattar og tók upp vopn til vamar tíu þúsund fjölskyldum sem stund- uðu landbúnað í Amason-héruðum Brasilíu. Ennfremur hefur lögreglu- mönnum verið gefið að sök að hafa framið önnur morð, nauðganir, pyndingar og þjófnaði á þessum slóðum. Brezka blaðið Observer skýrði í fyrra frá manni sem gekk undir nafninu Quintino. Hann hafði verið jarðeigandi en yfirgefið Qölskyldu sína árið 1979 til þess að stofna og veita forystu samtökum bænda í héraðinu Gleba Cidapar skammt frá mynni Amazon-fljóts. Tilgangur þessara samtaka var að veita við- nám gegn stórfyrirtækjum sem reyndu að hrekja þá frá jörðum sfn- um. Eigendur stórjarða og náma- fyrirtækja höfðu ráðið til sín leigu- morðingja til þess að hrekja fólkið á brott með morðum og öðrum ofbeldisverkum og leggja síðan undir sig lönd þeirra. Margir vopn- aðir menn og oft í löreglufyigd ruddust inn í þorp eða sveitabæi og drápu menn eða börðu til óbóta, og eitt fómarlambanna var meira að segja krossfest. Þeir settu smá- böm ofan á mauraþúfur, nauðguðu ungum stúlkum, eyðilögðu hús og uppskeru og stálu peningum og verkfærum. Samtök Quintinos tóku upp vopn til þess að beijast gegn þessum lýð. Þau lentu í átökum við tugi vopnaðra manna, sem voru á mála hjá stórfyrirtækjum og land- eigendum, og drápu rúmlega 100 þeirra. Quintino varð átrúnaðargoð SVIÐIN JÖRÐ — Berfætlingar i norðaustur Brasiliu í biðröð eftir vatnsskammtinum sínum eftir að fimm ára óslitinn þurrkur hafði breytt landskikunum i sprungu- þakta eyðimörk. Mao Tse Tung. En þrátt fyrir þetta reyndist ekki unnt að vemda Chen fyrir fjórmenningaklíkunni og þar með eiginkonu Maos sem beitti öllum ráðum til að notfæra sér hylli formannsins til að ná æðstu völd- um. Chen var sakaður um falsanir og andbyltingarstarfsemi, var misþyrmt og varpað í fangelsi. I örvæntingu sinni reyndi hann að stytta sér aldur. Hann hlaut ekki uppreisn æru fyrr en árið 1978 eða tveimur árum eftir lát Maos. Hann kennir útlendingum kínversku í Peking og undirbýr nú útgáfu ljóðasafns. En árið 1961, þegar hann sendi frá sér sín fyrstu ljóð var Mao formanni byijað að hraka. Vitað er að sum þeirra ljóða sem hann sendi frá sér um þessar mundir voru í raun eftir önnur skáld. - JONATHAN MISRSKY. HINIR HEIMAKÆRU Kanakreppan hreint að drepa Evrópubúa Háttsettur brezkur löreglumað- ur hjá Scotland Yard gekk nýlega til liðs við Margréti Thatcher forsætisráðherra í viðleitni hennar við að hvetja bandaríska ferðamenn til að koma til Bretlands. Banda- rískum ferðamönnum hefur fækkað þar mjög vegna ótta við hryðjuverk, og þar sem talið er of seint að bjarga málunum að þessu sinni, er allt kapp lagt á að laða ferðamenn til landsins að ári. Lögreglufulltrúinn, Richard Wells að nafni, kvaddi á sinn fund fulltrúa 80 bandarískra ferðaskrif- stofa og sagði þeim að hættan á hryðjuverkum í Bretlandi hefði verið stórlega orðum aukin. í máli hans kom fram að frá árinu 1983 hefðu hryðjuverkamenn banað nfu manns í Lundúnum og þar af einum bandarískum ferðamenni. Hann minnti og á að meira væri um morð í New York einni en í gervöllu Bretaveldi. „Við megum ekki láta hryðjuverkamenn skaða okkur efnahagslega, og við viljum að þið Bandaríkjamenn haldið áfram að sækja okkur heirn," sagði hann. Orð lögreglufulltrúans voru berg- mál af því sem forsætisráðherrann hafði sagt sólarhring fyrr í ávarpi í bandarískri sjónvarpsstöð, en þar fórust henni svo að orði: „Okkur þykir mjög vænt um að fá Banda- ríkjamenn í heimsókn. Komið fyrir alla muni. Við söknum ykkar!" Fulltrúar ferðaskrifstofanna staðfestu allir að óttinn við hryðju- verk væri meginástæða þess að dregið hefði stórlega úr ferðum Bandaríkjamanna til Evrópu. „Nú er ekki lengur í tízku að ferðast til Evrópu," sagði Manny Beauregard sem starfar í Atlanta í Georgíu, og bætti því við að 80% samdráttur hefði orðið í Evrópuferðum á vegum skrifstofu sinnar. Það er til marks um hversu alvar- legum augum er litið á fækkun bandarískra ferðamanna að hátt- settir Iögreglufulltrúar skuli vera fengnir til að beija í brestina. Fjöldi bandarískra ferðamanna í Evrópu verður í ár víðast hvar fjórðungi minni en í fyrra, en það var líka metár. Þótt bandarískir ferðamenn beri einkum fyrír sig óttann við hryðju- verk valda ýmsir aðrir þættir því að þeir hafa ákveðið að dveljast heima í sumar. Þar má til dæmis nefna Chemobyl-slysið og enn- fremur lág fargjöld á innanlands- leiðum og lækkandi bensínverð. Fýrir vikið geta þeir aðilar sem starfa að ferðamálum innan Banda- ríkjanna horft fram á góða daga. En afleiðingamar fyrir Evrópu- ríki hafa þegar orðið hrapallegar og em þó ekki öll kurl komin til grafar. I Frakkland gera menn ráð fyrir að afpantanir á ferðum Banda- ríkjamanna verði allt að 30%, en tjónið verður þó ekki að fullu ljóst fyrr en síðar, því að ferðamanna- tímabilið er varla hafið. Verstar verða afleiðingamar fyrir stór hótel sem taka við hóppöntunum. Sam- dráttur hefur og orðið í flugferðum og Air France hefur lýst yfír að farþegum þess á Atlantshafsleiðinni muni væntanlega fækka um 17%. Þtjár milljónir Bandaríkjamanna komu til Ítalíu á síðasta ári og vonuðust ítalir til að 20% aukning yrði á ferðamannastraumnum að vestan á þessu ári. Enn liggja ekki fyrir opinberar tölur en talsmenn hótela, veitingahúsa og ferðaskrif- smábændanna. Þeir létu honum í té mat, húsaskjól og skotfæri. Hann var heiðursgestur þeirra við brúð- kaup, skímarveizlur og önnur há- tíðahöld. Maður nokkur sem lögreglan hafði náð á sitt vald skýrði frá því að Quintino yrði viðstaddur af- mælisveizlu hjá einu af hinum mörgu guðbömum sínum 4. janúar 1985. Lögreglan gerði honum fyr- irsát og skaut hann til bana ásamt félögum hans tveimur er hann var á leið að húsinu þar sem veizlan átti að vera. Lögreglan fullyrti að þremenn- ingamir hefðu skotið fyrst, en vitni sögðu að þeir hefðu verið skotnir í bakið án þess að hafa dregið upp byssur sínar. Þar á meðai var óvil- hallur læknir sem annaðist líkskoð- unina. Víða í Brasilíu eru hatrammar deilur og átök um landsvæði. Smá- bændur sem hafa ekki formlegan ábúðarrétt á jörðum sínum reyna að sitja þar sem fastast og rækta kom. Borgaraleg fylkisstjóm tók við völdum af herforingjastjóminni á síðasta ári og er henni umhugað um að bændur þessir haldi áfram búsýslu sinni. Ef menn hafa jarð- næði til sveita er síður hætta á að þeir fylli flokk atvinnuleysingja sem þyrpast til borganna. En þrátt fyrir allt þarf stjómin að fá tekjur af stórbýlum með nautgriparækt og námafyllitækjum sem flytja út jám og kopar. Frjálslynd öfl í Brasilíu fagna því ákaft að stjómin í Pará skuli nú hafa haft siðferðislegt þrek til þess að taka höndum og leiða fyrir rétt brotlega lögreglumenn sem em í þjónustu hennar. Þeim er mikið í mun að uppræta leifamar af alræð- isstjóm herforingjanna sem vom við völd í 21 ár og þótti ekki taka neinum vettlingatökum á iandslýðn- um. José Carlos Castro er lögfræðing- ur fjölskyldu Quintino og annarra sem eiga harma að hefna vegna atburðanna í Gleba. Hann gætir jafnframt hagsmuna smábænda sem vilja fá viðurkenndan ábúðar- rétt á jörðum sínum og eiga í deilum við stórfyrirtæki í öðmm fylkjum Brasilíu, sem vilja sölsa undir sig lönd þeirra. Flestar þær fjölskyldu sem Quintino barðist fyrir hafa þraukað. Vikum saman þurftu þær að búa við þröngan kost úti í skógi á meðan ástandið var sem verst í heimahémðum þeirra, en nú virðast hrakningar þeirra á enda og að við blasa tiltölulega friðsælt tímabil. Gamall bóndi sem þurft hefur að flækjast víða um hérað í leit að jarðnæði segist aldrei ætla að láta undan síga. „Við ætlum ekki að láta hrekja okkur á brott. Blóði okkar hefur verið úthellt því að við viljum vinna og styðja við bakið á bömum okkar án þess að þurfa að þjóna ríka fólkinu fyrir sultarlaun." - ROBERT DEL QUIRARO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.