Morgunblaðið - 15.06.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.06.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1986 B 19 ^ Kökur á þjóðhátíð jóðhátíðarnefndir um land allt hafa um þessar mundir nóg í að horfa við að búa til dagskrá 17. júní hátíðarhaldanna. Líklega er það svo að flestir líta með til- hlökkun til þessa dags og þá ekki síst bömin og er það vel að þeirra hlutur sé sem mestur og að þau öðlast skilning á því hversu dýrmæt perla frelsið er og vandmeð- farið. Á þessum tímamótum hvarflar hugurinn til baka til atburða, þar sem menn í fyrir- svari báru gæfu til þess að hafa skynsemina í för með viljanum. Þorgeir sá er reis undan feldi á Þingvöllum árið 1000 hafði náð að tengja saman þetta hvort tveggja og enn þann dag í dag búum við að því. Njálssaga er glöggt dæmi um það, þegar þessi tvö öfl náðu ekki að eiga samleið og afleiðing- amar létu ekki á sér standa. í nútímanum eru þorskastríðin þau tímabil sem okkur var hættast, en þeir sem þá voru í fyrirsvari fyrir þjóðina bám gæfu til þess að hafa skynsemina í för með viljanum og þess vegna sitjum við íslendingar á friðarstóli. En sá sem við metum mest og berum hlýjastan hug til, Jón Sigurðsson, er lýsandi dæmi þess, þegar kraftur skynseminnar er samstíga krafti viljans og því höfum við gefið honum sæmdarheitið: Sómi Islands, sverð og skjöldur. Gleðilega þjóðhátíð! Kaka með sultu og kókosmjöli 100 g smjörlíki lOOgsykur 2 eggjarauður 200 g hveiti 2 tsk. lyftiduft 2 msk. súrmjólk 1 dl jarðarbeijasulta eða sú sulta sem ykkur hentar 2 eggjahvítur 100 gflórsykur lOOgkókosmjöl 1. Hrærið lint smjörlíkið með sykri, setjið eina eggjarauðu í senn út í. Setjið súrmjólk út í. Hrærið vel saman. 2. Sigtið hveitið og lyftidúft út í deigið, hrærið varlega saman. 3. Smyijið kringlótt kökumót, u.þ.b. 25 sm í þvermál. Smyijið deiginu í mótið. 4. Smyijið sultunni yfir deigið. 5. Þeytið eggjahvítumar með flórsykrinum, setjið síðan kókos- mjölið varlega út í. Smyijið þessu jafnt yfir sultuna. 6. Hitið bakaraofninn í 190°C og bakið kökuna neðarlega í ofn- inum í 45—60 mínútur. 7. Kælið' kökuna örlítið, losið hana síðan úr mótinu og setjið á kökugrind. Kælið. Sítrónukaka 125 gsmjörlíki lOOgsykur 2 egg rifinn börkur af V2 sítrónu safi úr 1 sítrónu lOOghveiti 50 g kartöflumjöl l'/2 tsk. lyftiduft 4 msk. mjólk 1. Hrærið mjúkt smjörlíki með sykri, hrærið síðan eitt egg í senn útí. 2. Rífíð börkinn af sítrónunni og setjið út í ásamt safanum. 3. Sigtið hveiti, kartöflumjöl og lyftiduft, setjið út í ásamt mjólk og hrærið saman. Hrærið ekki mikið eftir að mjölið er komið í. 4. Smyijið kringlótt mót 20—25 sm í þvermál. Setjið deigið í mótið. 5. Hitið bakarofn í 190°C, setjið kökuna í miðjan ofoninn og bakið í 40 mínútur. 6. Losið kökuna úr mótinu og kælið. Krem: Sítrónubörkur 2 msk. sítrónusafi 100 flórsykur 12msk. vatn 7. Hrærið saman flórsykur, vatn og sítrónusafa. Smyijið yfir kökuna. 8. Skerið þunnt börk af hluta af sítrónunni, skerið síðan í örmjó- ar ræmur og stráið yfir kremið. Döðluterta 100 g smjörlíki 1 bolli púðursykur 2egg IV2 bolli hveiti 1 tsk. natron V2 tsk. kanill V< tsk. salt 2 tsk. vanillusykur eða V2 tsk. vanilludropar V4 bolli volgt vatn 1 bolli döðlur 1 dl rabarbarasulta 1. Hrærið lint smjörlíki með sykri þar til það er orðið vel samfellt. 2. Hrærið eitt egg í senn út í. 3. Sigtið hveiti, natron, kanil, salt og vanillusykur saman. Setjið helming út í deigið, hrærið örlítið saman, setjið síðan vatnið út í og hrærið saman, og loks það sem eftir er af mjölinu. 4. Saxið döðlumar og setjið út í deigið. 5. Smyijið kringlótt mót, u.þ.b. 20 sm í þvermál, setjið deigið í mótið. 6. Hitið bakaraofninn í 190°C, V ifcj Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON setjið kökuna neðarlega í ofninn ogbakið í 40—50 mínútur. 7. Kælið kökuna örlítið, losið hana síðan úr mótinu og setjið á kökugrind og kælið alveg. 8. Skerið kökuna í sundur og smyijið sultunni á milli. Kryddkaka með kremi (stór uppskrift) 400 g smjörlíki 500 g sykur 4-5 egg 1 kg hveiti 3 msk. kakó 1 tsk. natrón 2 tsk. lyftiduft 2 tsk. negull 2 tsk. kanill 2 tsk. engifer 2 dl mjólk 1. Hrærið lint smjörlíki með sykri, setjið eitt og eitt egg í senn útí. 2. Sigtið hveiti ásamt kakói, natroni, lyftidufti, negul, kanil og engiferi. Setjið helming út í og hrærið saman, setjið síðan mjólk- ina út í og loks það sem eftir er af mjölinu. 3. Setjið bökunarpappír á 3 plötur úr meðalstórum bakara- ofni. Skiptið deiginu jafn í 3 hluta, u.þ.b. 800 g í hvorum, og smyijið á plötumar. 4. Hitið bakaraofninn í 200°C og bakið þetta í miðjum ofni í 10—15 mínútur. Kælið síðan kökumar. Smjörkrem: 200 g jurtasmjörlíki 100 g smjör 5 dl flórsykur legg V2 tsk vanilludropar. 5. Hrærið saman jurtasmjörlíki, smjör og flórsykur. 6. Setjið egg og vanilludropa út í. 7. Smyijið kreminu í þunnt lag milli botnanna. Skerið síðan kök- una í tvennt og smyijið því sem eftir er af kreminu yfír báðar kökumar. Athugið: Þið getið sleppt því að smyija kreminu yfír kökuna að lokum, en smurt öllu kreminu á milli og skorið síðan kökuna niður eins og lagtertu. Kaka með kókosmjöli 2 egg 1 bolli sykur 2 msk. smjörlíki V* bolli mjólk 1 bolli hveiti 1 tsk. ljrftiduft 5 msk. púðursykur 2 msk. mjólk 3 msk. smjör V2 bolli kókosmjöli 1. Þeytið egg með sykri þar til það er ljóst og létt. 2. Bræðið smjörlíki, setjið síðan mjólkina út í það. Kælið örlítið. 3. Sigtið hveiti og lyftiduft, setjið í deigið ásamt mjólkinni. Hrærið lítið eftir að mjölilð er komið í. 4. Setjið deigið á smurt kringl- ótt bökunarmót, u.þ.b. 25 sm í þvermál. 5. Hitið bakaraofn í 190°C, setjið kökuna í miðjan ofninn og 1 bakið í 15 mínútur, hálfbakið. 6. Bræðið smjör ásamt púður- sykri og mjólk, setjið kókosmjöl út í. 7. Takið kökuna úr ofninum og smyijið þessu jrfír hana. 8. Setjið kökuna aftur í ofninn og fullbakið, það tekur um 15—20 mínútur. 9. Kælið kökuna örlítið og losið úr mótinu, setjið á kökugrind og látið kóina alveg. Beckers PÚAVARNAREFNIÁ GÚÐU VERDI Allar víkur verða fegrunarvíkur með Beckers © Vörumarkaöurinn hf. Ármúla 1a. Slml 91-686117.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.