Morgunblaðið - 15.06.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.06.1986, Blaðsíða 36
36 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1986 \-V> ást er___ ... að hugsa um hann í draumi og vöku. TM Reg. U.S. Pat. Off.-all rlghts reserved ®1985 Los Angeles Tlraes Syndlcate Þér er óhætt vinur. Hún steinsefur! Varst þú, kona, að panta hátt grindverk kringnm hú- sið? HÖGNI HREKKVlSI Þessir hringdu . . Hjólandi böm og unglingar — vemm varkár í umferðinni Jóhannes hringdi: „Nú þegar komið er sumar eru böm og unglingar mikið á ferðinni á hjól- unum sínum sem eðlilegt er. Hitt er svo annað að þessir litlu öku- menn hafa margir litla reynslu í umferðinni og mikil hætta á að þau fari sér að voða. Foreldrar ættu að gæta vel að bömum sín- um sem eru nýbúin að eignast hjól, því ef þau fara út í umferðina geta þau stofnað sér í verulega hættu. Eins ættu ökumenn að gæta alveg sérstaklega vel að sér þar sem búast má við bömum og unglingum á hjóli. Það er mikill gassagangur hér í umferðinni og virðast sumir stunda það að aka um á manndrápshraða hér innan- bæjar. Virðast sumir ökumenn að minnsta kosti litlu þroskaðri en bömin. Vil ég beina því til þessara manna að sjá nú að sér til að draga úr slysahættunni." Brúnn barnavagn Brúnn bamavagn, vel útlítandi, fannst við Kaplaskjólsveg fyrir nokkm. Eigandi getur haft samband við Guðrúnu í síma 26786. Þakkir til leið- sögumanns og starfsfólks á Bifröst Kona hringdi: „Ég vil koma á framfæri þökkum til ísólfs leið- sögumanns, hótelstjórans og alls starfsfólks á Bifröst fyrir frábæra móttöku vikuna 4. júní til 11. júní. Guð blessi ykkur öll.“ Alltaf á tali hjá Hagstofunni Guðrún hringdi: „Er nokkur möguleiki að Hagstofan fengist til að stækka hjá sér skiptiborðið. Það er ekki nokkur leið að ná sambandi þangað, því það er alltaf á tali þegar maður hringir. Ég hef ekki einu sinni getað náð sambandi við Hagstofustjóra til að tala um þetta við hann. Þjón- ustustofnunum eins og Hagstof- unni hlýtur að bera skylda til að veita betri símaþjónustu en þetta." Gult DBS reiðhjól Gult DBS tíu-gíra reiðhjól hvarf úr hjólageymslu í Neðstaleiti fyrir nokkm. Ef einhver hefur orðið var við hjólið er sá hinn sami beðinn að hringja í Vigdísi í síma 688561. Heitið er fundarlaunum. Víkveiji skrifar Aaðalfundi Rithöfundasam- bands íslands, sem haldinn var í maí, vom stjómvöld í fullri vin- semd minnt á fyrirheit sem þau rausnuðust til að gefa rithöfundum fyrir litlum fjórtán ámm. Ályktun sambandsins um þetta mál er birt í nýjasta fréttabréfi þess og þar segir meðal annars: „í þingsályktun frá 18. maí 1972 var gert ráð fyrir því að í Launa- sjóð rithöfunda rynni sem næst sú upphæð sem ríkið fær í söluskatt af bókum. Nú renna um 5% af söluskatti af bókum í sjóðinn." xxx Sitthvað smáskrýtilegt sem rekja má til þessara vanefnda er líka tínt til í fyrrnefndri fundarsam- þykkt. í niðurlagi hennar segir til dæmis: „Rithöfundasjóður, þ.e. greiðslur fyrir bókaeign í almenningsbóka- söfnum, er ótrúlega lítill að vöxtum. Greiðslur til langflestra höfunda em á bilinu 375 til 1500 krónur á ári. Halldór Laxness fær um 20 þúsund á ári fyrir alla bókaeign sína í öllum almenningsbókasöfnum landsins." Ekki er það fallegt, satt er það. Þess er þó skylt að geta að ófáir rithöfundar em síður en svo ánægð- ir með þær úthlutunarreglur sem nokkrir úr hópi þeirra fengu sam- þykktar. Samkvæmt þeim miðast greiðslur til höfundar við eintaka- eign þeirra í söfnum en ekki við fjölda útlána sem mætti þó sýnast bæði sanngjamt og eðlilegt. Að mati þeirra sem börðu þessar umdeildu reglur í gegn em sumir kollegar þeirra semsagt alls ekki verðir launa sinna og að best verður séð fyrir þá sök einkanlega hve þeir em vinsælir. xxx * Iþessu fréttabréfi Rithöfunda- sambandsins segir líka frá ann- arri samþykkt sem full ástæða er til að komi fyrir almenningssjónir. Hún var samþykkt samhljóða og send sendiherra Sovétríkjanna hér í Reykjavík, eins og kemur fram í textanum. Hún var svohljóðandi: „Aðalfundur Rithöfundasam- bands íslands, haldinn í Norræna húsinu sunnudaginn 11. maí 1986, lýsir yfir því að við höfum þungar áhyggjur af heilsufari hins unga skálds Irínu Ratushinskaya sem var dæmd 1 sjö ára nauðungarviijnu árið 1983 fyrir að dreifa fjölrituðum Ijóðum sínum. Hún er í sérstökum refsiklefa í Camp Z Ch 385/2 í nauðungar- vinnubúðum í Mordóvíu og þjáist af taugaveiki auk þráláts nýrna- sjúkdóms. Henni er ekki leyft að hafa samband við fjölskyldu sína. Engar heimsóknir til hennar em leyfðar. Hún fær ekki nægan mat, sem er brot á samþykktum Samein- uðu þjóðanna um meðferð fanga frá 1955. Við fömm fram á það við yður, sendiherra, að köma áhyggjum okkar til skila og kröfum um að írína Ratushinskaya fái læknisað- stoð tafarlaust og verði látin laus á mannúðarforsendum." X X x Við Islendingar lítum á ritfrelsið sem sjálfsagðan hlut. Að ung kona skuli liggja fársjúk í refsiklefa fyrir þá einu „sök“, eins og lýst er hér á undan, „að dreifa fjölrituðum ljóðum sínum" er okkur að vonum óskiljanlegt með öllu. Kannski emm við ekki heldur nógu þakklátir for- sjóninni fyrir hlutskipti okkar; það vill gleymast okkur hvað við emm lánsamir. Sannleikurinn er sá að yfirgnæfandi meirihluti þjóða býr við skoðanakúgun af einhvetju tagi. Nú upplýsa erlendir fréttamenn, sem vom þar viðstaddir, að þá Miguel de la Madrid, forseti Mex- íkó, flutti ræðu sína á leikvanginum þar sem setningarhátíð heimsmeist- arakeppninnar fór fram, hafi allnokkur fjöldi viðstaddra sýnt honum andúð sína með því að gera bróp að honum, baula á þann góða mann. Hann kvað ekki vera tiltak- anlega vinsæll með þjóðinni. En við sem fylgdumst með þessu á sjónvarf)sskjánum höfðum ekki hugmynd um þetta. Sjónvarps- mennirnir mexíkönsku drógu nefni- lega niður í hæðnishrópunum, beindu tækjum sínum frá þeim. Þeir skrúfuðu fyrir sannleikann, mætti líka orða það. Svona er nú fjölmiðlafrelsið á bænum þeim. Og daginn eftir var atviksins ekki heldur getið í mexíkönskum blöðum. Aftur á móti voru þau þeim mun duglegri að ausa lofi yfir herra forsetann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.