Morgunblaðið - 15.06.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.06.1986, Blaðsíða 26
26 sser ivrúr, ,?.r ímDACinvrvrug .GiaA.ianuojroM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. JÚNÍ 1986 + Fullnægjandi göngudeildaraðstaða í Reykjavík efst á baugi hjá SPOEX — segirPáll GuÖmundsson formaður „Psoriasis er erfiður og ólæknandi sjúkdómur sem hijáir allt að 6 þúsund manns hér á landi. Með litlum tilkostnaði er unnt að gera mikið til þess að halda sjúkdómnum niðri en það verður að segjast eins og er að aðstaða til að gera það er til skammar,“ segir PáU Guðmundsson formað- ur SPOEX, Samtaka psoriasis- og exem-sjúklinga, í viðtali við Morgunblaðið. „Þessi samtök hafa með linnulausri baráttu fengið ýmsu ágengt þótt alltaf hafi það gengið treglega en það sem er efst á baugi hjá okkur núna er að fá fullnægjandi göngudeildaraðstöðu hér í Reylgavík.“ •msssssssm^-m „Hvað er fullnægjandi í þeim efnum?“ „Til að svara því verður að út- skýra eðli psoriasis og þá meðferð sem kemur að beztu gagni í bar- áttunni við sjúkdóminn, en það skal um leið tekið fram að fræðsla er mikilvægur og árangursríkur þátt- ur í starfsemi samtakanna. Psorias- is er arfgengur sjúkdómur sem virðist stafa af því að ónæmiskerfið er í ólagi. Sjúkdómurinn er ekki smitandi en algengustu einkenni hans eru útbrot. Einnig getur orðið um að ræða gikt sem á sama hátt og útbrotin leggst misjafnlega þungt á fólk, en getur þegar verst gegnir valdið miklum þjáningum og fötlun. Útbrotin stafa af því að endumýjun húðfruma í efsta lagi húðarinnar getur orðið allt að því 27-falt örari en í heilbrigðri húð. Þar sem orsakir sjúkdómsins eru enn óþekktar, þótt þekking á þessu sviði hafi farið ört vaxandi á undan- fömum ámm, er ekki hægt að uppræta hann. Því beinist meðferð að því að halda sjúkdómnum og einkennum hans niðri. Meðferð skiptist í tvo meginþætti: Böð og lyflameðferð. Þessi meðferð er ár- angursrík en hún tekur tíma og ,hefur í för með sér kostnað. Auk þess að gera sjúklingum lífið bæri- legra gerir rétt meðferð það að verkum fyrir þjóðfélagið að hún margborgar sig í beinhörðum pen- ingum. I langflestum tilfellum er þannig hægt að ná árangri sem kemur í veg fyrir að sjúklingur verði svo iila haldinn að hann verði að leggjast í sjúkrahús. Sú aðstaða sem nú er fyrir hendi er yfirleitt svo ófullkomin að hún gerir ekki hálft gagn. í Landspítalanum er Ijósadeild í mjög þröngu húsnæði og þar er t.d. engin baðaðstaða sem er mjög nauðsynleg ef ljósameð- ferðin á að skila tilætluðum árangri. Sama er að segja um þá göngudeild- araðstöðu sem er í Heilsuvemdar- stöðinni. Þar hefur SPOEX látið setja upp ljósaklefa sem notaður er með góðum árangri, þó með þeim annmarka að meðferð skilar alls ekki þeim árangri sem unnt væri Aðstaða fyrir psoriasis-sjúklinga við Bláa lónið er fábrotin en hefur þó orðið til þess að margir psorias- is-sjúklingar hafa fengið verulega bót meina sinna. af því að engin aðstaða er til að fara í bað áður en farið er í ljósin. Psoriasis-sjúklingur þarf nefnilega að afhreistra sig, í bókstaflegri merkingu þess orðs, áður en hann fer í ljós og það er ekki hægt að gera með öðru móti en því að liggja í baði. Það þarf víst ekki mikið hugmyndaflug til þess að skilja hversu erfítt það getur orðið fyrir sjúkling, sem er að reyna að lifa eðlilegu lífi, að þurfa kannski að komast úr vinnunni og heim til sín til að fara í bað áður en hann fer síðan langar leiðir til að komast í ljós. Þótt aðstaðan í Heilsuvemdar- stöðinni sé þannig ófullkomin er hún mjög til bóta, ekki sízt eftir að samtökin fengu því framgengt að hún væri opin að loknum venju- legum vinnutíma þannig að auð- veldara væri að notfæra sér hana. Hér á landi er fullkomnasta aðstaða fyrir psoriasis-sjúklinga nú í Kópa- vogi, en hún er í litlu húsnæði og kemur ekki flöldanum að notum." „Hvaða úrbætur em brýnastar?" „Að fá göngudeild hér í Reykja- vík þar sem hægt er að veita nægilega góða þjónustu, þ.e.a.s. að veita aðgang að böðum og Ijósum í samráði við lækni." „En nú em psoriasis-sjúklingar „í samtökunum em uppi efa- semdir um að svo sé. Hér er um að ræða fólk sem er haldið óskyld- um sjúkdómum og þótt hagsmunir geti að mörgu leyti farið saman höfum við af því áhyggjur að það sem gert er í þágu psoriasis-sjúkl- inga komi exem-fólkinu ekki að gagni, einfaldlega af því að viðeig- andi meðferð sé mismunandi. T.d. höfum við keypt til landsins UVB- Ijósalampa sem við leigjum út. Talið er að UVB-lampar geti hjálpað um 85% psoriasis-sjúklinga en hins vegar hafa lampamir ekki jafnmikið að segja fyrir exem-sjúklinga. Þess- ir lampar eru ekki dýrir þannig að margir psoriasis-sjúklingar hafa farið út í það að kaupa þá sjálfír til að geta notað þá heima hjá sér. Samtökin hafa líka lagt áherslu á að útvega ýmiss konar hreinlætis- og húðsnyrtiefni sem koma psorias- is-sjúklingum að góðu gagni og er fræðslustarf í tengslum við þetta dijúgur þáttur í starfseminni. Það er ekki útilokað að psoriasis- og exem-sjúklingar ættu fremur að starfa í sérstökum samtökum sem gætu þá e.t.v. haft með sér ein- hveija samvinnu. Þetta hefur þó lítið verið rætt enn sem komið er, en í stjóm samtakanna eiga exem- sjúklingar sérstakan fulltrúa." „í hveiju er starfsemi SPOEX fólgin og hvemig fer hún frarn?" „Frá stofnun árið 1972 hefur verið fylgt þeirri stefnu að halda uppi fræðslu, láta í té félagslegan stuðning og skilning sem mikil þörf Bláa lónið þar sem Páll spáir að risin verði mikil heilsubótarstöð áður en langt um líður. dreifðir um allt land. Hvað gagnar þeim göngudeild í Reykjavík?" „í Reykjavík og nágrenni býr meirihluti þjóðarinnar og göngu- deild með fullnægjandi búnaði kemur ekki einungis að notum þeim sem þar búa heldur og þeim sem koma utan af landi. Með því að fá sig virkilega góðan, sem getur tekið nokkrar vikur, er síðan hægt að halda sjúkdómnum í skefjum í þó nokkum tíma. Hitt er svo annað mál að göngudeildaraðstaða þarf að koma miklu víðar og það vill svo til að í heilsugæslustöðvum er víða hægt að koma fyrir fullnægjandi búnaði með lítilli fyrirhöfn og litlum tilkostnaði ef vilji er fyrir hendi. Kostnaður við að koma upp slíkri aðstöðu næmi líklega ekki nema fjórðungi af því sem það kostar heilbrigðiskerfið að standa straum af sjúkrahúsvist þegar sjúklingar verða svo illa haldnir að ekki verður hjá því komist að leggja þá í sjúkra- hús. Með þessu móti mætti líka spara mikinn lyfjakostnað." „Nú eru bæði psoriasis- og exem- sjúklingar í SPOEX. Eiga þeir sameiginlegra hagsmuna að gæta?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.