Morgunblaðið - 15.06.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.06.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. JÚNÍ 1986 B 25 að hafa séð einu sinni á vinnustað sínum, Lögbergi. „Ég man að það var mikið um hann talað, hann átti heima langt frá en var þama að koma með kvæði. Ég man aðeins að mér þótti hann ekki mikill fyrir mann að sjá.“ Þá kvaðst Ásgeir muna eftir Laxness, sem hefði komið þama oft, sérstaklega hefði hann heimsótt Ragnar H. Ragnar á þeim tíma sem hann kenndi píanó- leik. Hug á að hitta sem flest af skyldfólki mínu Varðandi heimsókn sína til ætt- jarðarinnar að þessu sinni sagðist Ásgeir hafa í hyggju að fara til Húsavíkur og dvelja þar um tíma. „Ég hef hug á að skrásetja uppmna minn og forfeður, þó ekki sé nema til að gefa bamabami mínu, því eina sem getur viðhaldið nafni mínu, kost á að leita uppmna síns. Það er mjög algengt í Bandaríkjun- um að menn leiti uppmna síns, róta sinna eins og það er kallað. Sálfræð- ingar segja til dæmis að þetta sé mjög sterk tilfínning hjá fólki að geta leitað uppmnans. Þessi sonar- sonur minn, sem Eric heitir, hefur átt í nokkmm erfiðleikum, ég get orðað það svo að hann er óslípaður, en ég held að hann jafni sig, enda er það ekki eiturlyfjavandamál eða þess háttar. Það að ég er nú fyrst að huga að þessu, orðinn 80 ára, er líklega vegna þess að þó ég sé yngstur af mínum bræðmm, þá datt mér aldrei í hug að ég myndi lifa þá alla. Hvað ég geri í framtíð- inni veit ég ekkert um. Ég bý hjá syni mínum núna, en ég er ákveðinn í að láta þetta allt ráðast í framtíð- inni. Ég hef þó hug á að hitta sem flest af mínu skyldfólki, en ég á gífurlegan fjölda ættmenna hér- lendis.“ Þess má geta, að þrátt fyrir langa útivist talar Ásgeir mjög góða ís- lensku og ekki með miklum erlend- um hreimi. Hann segir sjálfur, að hann skorti mörg orð, sérstaklega nýyrði, „og þá gríp ég bara til enskunnar, hana skilja allir héma“, sagði hann að lokum. Viðtal: Fríða Proppé Ljósm.: Þorkell Þorkelsson f\R\R V»\G\ FRUITI FRUM-hugbúnaður fyrir IBM System 36 tölvur. |jj| í FRUM-hugbúnaði er hægt að velja um: FJÁRHAGS-, LAUNA- OG VIÐSKIPTABÓKHALD GJALDKERA- OG LÁNARDROTTNABÓKHALD SÖLU- OG BIRGÐABÓKHALD VERÐÚTREIKNINGA- OG TOLLAKERFI TELEXKERFI FRUM hf. hefur í áratug þjónað innflutnings- og verslunar- fyrirtækjum á sviði tölvu-, skrirfstófu-, banka-og tollþjón- ustu auk almennrar ráðgjafar. FRUM hf. býður heildarlausn við tölvuvæðingu fyrir- tækja, lausn sem samanstendur af FRUM-hugbúnaði og IBM SYSTEM 36 vélbúnaði. FRUM-hugbúnaðurinn er ávallt í takt við tímann, því hann er í stöðugri þróun, og í samræmi við þínar óskir fyrir þitt fyrirtæki. FRUM-hugbúnaðinn er þægilegt að taka í notkun - STRAX í DAG. Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni og í símum 681888 og 681837.Söluaðili auk FRUM hf er Gísli J. Johnsen sf., Nýbýlavegi 16, Kópavogi, sími 641222. FRUm Sundaborg 1 - 104 Reykjavík - Símar 681888 og 681837 sláttur Stanislas Bohic, landslagsarkitekt leiðbeinirfólki um skipulag garða og val á heppi'egum plontum. Hafsteinn Hafliðason, qarðyrkjufræðingur fjallar almennt um garða og grænmetisræktun. Ifefyu fegrunamtaks þessahelgi 10% a»tt af ollumga P ^ sumarplonturn,tr|a a ^,nifengiatiloW<ar umýmisatriðivarðandigarðrækt. Fegrumborgina,prýöumgar a í tilefni 200 ára af mæiisins «r interfloro ’BKa“ GróðuíúsSIviö Sigtún’. Símar36770-686340

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.