Morgunblaðið - 15.06.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.06.1986, Blaðsíða 30
30 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. JÚNÍ 1986 K Bobby- socks beittar brögðum Fátt finnst okkur íslendingum skemmtilegra er erlenda gesti ber að garði, en að bjóða þeim upp á sérísienska rétti ýmiskonar, svo sem súran hval, svið, að ekki sé nú talað um blessaða hrúts- pungana. Leikreglumar eru ein- faldar. Það má bara alls ekki segja fólkinu, hvað það er að borða fyrr en síðasta bítanum hefur verið rennt niður. Er þær stöllur í söngdúettnum, Bobbysocks komu hingað til lands, ekki alls fyrír löngu, fengu þær líka að kenna á þessari kímni- gáfu landans. Einar Olgeirsson, hótelstjóri á Hótel Loftleiðum, tók að sér hlutverk hrekkjusvínsins að því sinni og stóð sem með eindæmum vel. Ónnur þeirra hélt sig að vísu við harðfískinn, en hin lét til ieiðast og bragðaði á hinum gómsætu hrútspungum. Við- brögðin sjáum við svo á meðfylgj- andi myndum. Hrútspungar? — Nei, þú hlýtur að vera að grínast. Hann kallaði mig rauðhaus au höfðu þekkst allt sitt líf, leikið sér saman í sandkassan- um, uppnefnt hvort annað á ungl- ingsaldri og uppgötvað heiminn að miklu leyti í sameiningu, rökrætt og rifíst í mörg ár. Samt datt engum í hug að þau tækju upp á því að rugla saman reitum sínum svona líka rækilega. í fjölda ára hafa blaðamenn og aðrir spádómssnill- ingar reynt að fylgja Andrew prins eftir, fylgst grannt með gjörðum hans og þóttst af og til sjá einhvem ástarglampa í augum hans — slegið því upp á forsíðum að nú væri hin tilvonandi prinsessa fundin. — En, Andrew lék þar laglega á þá. Prins- essan sat heima og beið þess sem verða vildi, meðan hún skemmti sér konunglega við að lesa stórmerki- legar getgátur fjölmiðlanna, sem kynntar voru almenningi sem niður- stöður þrotlausra rannsókna. Eftir öll þessi ár í návist prinsins ætti Sarah Ferguson að vita hvað hún er að gera, þekkir trúlega báðar hliðar prinsins vel. „Allan þann tíma, sem við höfum þekkst, hef ég Sarah Ferguson, unnusta Andrews prins. aðeins einu sinni reiðst honum illi- lega,“ segir Sarah — „og það var þegar hann kallaði mig rauðhaus". COSPER I ' 1 COSPER. — Borðaðu nú svo þú verðir eins stór og sterkur og manuna þín. Litli, ljóti andarunginn — Bette Davis Frægar kvikmyndastjömur i Hollywood eiga það flestar sameiginlegt að vera undurfagrar, í það minnsta kvenstjömumar. Karlmönnum líðst það frekar að vera lítið eitt „útlitsgallaðir" og er það þá kallað „karaktereinkenni". En konumar, þær eiga að vera eilífðar-unglingar — hafa slétta húð um sjötugt, vera grannar, helst háar og spengilegar. Það hefur stundum verið haft á orði að um leið og Elli kerling sæki þær heim, geti þær eins kvatt kvikmyndimar, almenningur vilji ekki sjá gamal- mennamyndir. Frávik eru þó til frá þessari reglu, sbr. Katherine Hep- bum, sem lætur ekki segja sér aðra eins þvælu og að hún verði að vera eitthvað annað en hún er, til að geta gert stóra hluti á hvíta tjaldinu. Annað dæmi er Bette Davis. Hún hefur aldrei þótt falleg, nema síður sé og er hún sótti fyrst um í leiklist- arskóla sagði skðlastjórinn við hana hreint út: „Þú hefur hæfíleika, víst er það. En þú kemur aldrei til með að ná langt á leiklistarbrautinni, ekki með þetta útlit." En sagan hefur leitt annað í Ijós.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.