Morgunblaðið - 15.06.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.06.1986, Blaðsíða 31
LIKAMSRÆKT J.S.B. SUÐURVERI OG áfram með sumarnámskeiðín 23. júnítil 10. júlí Suðurver—Breiðholt Kerfi I. Líkamsrækt og megrun fyrir konur á öllum aldri. Flokkarsem hæfaöllum. Kerfi II. Framhaldsflokkar, þyngri tímar fyrir aðeins vanar. Kerfi III. Rólegir tímar fyrir eldri konur eóa þær sem þurfa að fara varlega með sig. KerfilV. Megrunarflokkur fyrir þær sem þurfa og vilja missa aukakílóin núna. KerfiV. Eróbikk, okkar útfærsla af þrektímum með góðum teygjum. Hörkupúl og svitatímar fyrir ungar og hressar. STURTUR — SAUNA — UÓS Glæsileg ný aðstaða Allir finna flokk við sitt hæfi hjá J.S.B. »*» SUMARNÁMSKEIÐ II. 16.—26. júní, 2ja vikna, 3 tímar í viku, 80 mín. tímar mán., miðv., fim. Innritun is'ima || 8 3730 Jazzballettskóli Báru W Enginn skyldi þó halda að frægð- ina hafi hún fengið áreynslulaust. Síður er svo. Frá upphafí ferilsins hefur ætíð verið stormasamt í kringum stórstjömuna þá. „Bette Davis hefur baráttuandann í blóð- inu,“ er eindóma álit þeirra, sem þekkja hana og hún harðneitar að gefast upp. Bette Davis, sem er nú orðin 77 ára gömui, hefur lifað æði skraut- legu lífí, tekið út sinn skammt af vonbrigðum jafnt sem velgengni. Fjórum sinnum gekk hún í hjóna- bönd, sem enduðu þó öll á einn veg, með skilnaði. Hún sagði oft hér í eina tíð, að bömin hennar væru það eina sem gæfi lífi hennar gildi, en siðan sneri dóttir hennar, Barbara, við henni bakinu og gaf út bók með hryllingslýsingum af móður sinni, sem hún sagði drykkjusjúka, ofbeidishneigða og hið viðurstyggilegasta iilfygli á ali- an hátt. Ásakanir þessar segir frú Davis ekki svaraverðar, en bætir því við að Barbara hafi ávallt verið dálítið veik fyrir peningum og hafi sennilega séð sér þama leik á borði til að gera móður sína að féþúfu. — En hvað sem því líður þá kunnu gestir kvikmyndahúsanna vel að meta litla, Ijóta andarungann — um það vitna t.d. tvenn Óskarsverðlaun hennar. Félagar hennar í Hollywood bera einnig mikla virðingu fyrir Bette Davis — f nútíð og fortfð. þessari þrautseigu konu og segja frama hennar fyrst og fremst hæfíleikum hennar að þakka. Hún hafði útlitið jafnan á móti sér en sigraðist þó á þeirri hindrun með ákveðni, orðheppni, gáfum og gáskafullri kæti. Sjálf segir hún: „Ég hef verið elskuð og hötuð, til- beðin og fyrirlitin, allt (senn. En ég hef aldrei nokkum tímann efast um hæfileika mína sem ieikkona." » Gódcin daginn! MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ1986 Þegar neyð- in er stærst... setf' Hinn 51 árs gamli Lennart Risberg hélt satt að segja að vart gæti lífíð versnað mjög, eftir að konan hans hafði skilið við hann, fjárhagurinn var í rúst, hann var skuldum vafínn upp fyrir haus og átti í stöðugum etjum við skattayfirvöld. Hann huggaði sjálfan sig með því að öll él birti upp um síðir og hélt sér þannig gangandi, vann myrkranna á milli og reyndi eftir fremsta megni að sjá syni sínum, Janne, farborða. — En þá bar svo við að það kvikn- aði í húsi þeirra feðga eina nótt- ina. Janne var bjargað á síðustu stundu, en eignir sínar allar misstu þeir í eldsvoðanum. „Þetta var dropinn, sem fyllti mælinn," segir Lennart, „ég var niðurbrot- inn maður, fannst ég ekki eiga mér viðreisnar von. Reyndar hafði ég nýlega komist að samkomulagi við skattayfirvöldin og hafði verið að vona að nú færi að birta til. Þeirri von var ég skyndilega svipt- ur og stóð eftir, að mér fannst, einn og yfirgefinn." Eftir brunann fengu feðgamir inni hjá góðum vini Lennarts, en þar bjuggu þeir skemur, en búist var við, því kraftaverkið var rétt handan við homið. „Einn daginn, þegar ég náði í póstinn minn, tók ég eftir bréfi einu, sem var öðmvísi en öll hin, þ.e.a.s. það var ekki svona ítrekun vegna ógreiddar skuldar. Ég opnaði það og las: „Okkur er það sönn ánægja að tilkynna að þér hafið unnið fyrstu verðlaun í íþróttagetraun okkar. Verðlaunin em venjulega 250.000 sænskar kronur ... (1.425.000 ísl. krón- ur).“ Mér sortnaði fyrir augum, svimaði og varð að setjast niður." „Hann sat stjarfur," segir Janne, „og ég varð skelfingu lostinn, velti því fyrir mér hvaða ógæfutíð- indi gætu hafa leynst í þessu umslagi. Svo ég las bréfið — og las það til enda. Pabbi hafði ekki unnið 250.000 sænskar krónur, Feðgamir Lennart og Janne Risberg með bréfið, sem boðaði betri tíð. heldur 1,3 milljónir, (ca. 7,4 millj- ónir ísl. króna). ,Það tók pabba hálftíma að jafna sig og það fyrsta sem hann sagði van „Ég vissi ekki að það væri svona auðvelt að verða milljónamæringur.““ En hvemig ætlar Lennart Ris- berg svo að verja þessum fjármun- um? „Eins og er em peningamir í banka,“ svarar hann. „Eg ætla að endurreisa húsið mitt, fara í frí með bömin mín 6 og halda síðan áfram að vinna hjá pípu- iagningafyrirtækinu, eins og ég hef gert undanfarin ár. En skatt- ana hef ég þegar borgað og það er ólýsanlegt hversu mikið mér létti, þegar það mál var úr sög- unni. Skuldum mun ég í það minnsta ekki safna upp aftur. Þetta óötyggi er nóg til að gera út af við hvem meðalmann," segir hann. — Já, þegar neyðin er stærst er hjálpin næst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.